Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ 22. ágúst 1976: „Á Drangs- nesi búa um 100 manns. Þetta litla samfélag varð fyrir miklu áfalli fyrir nokkrum dögum þegar frystihúsið á staðnum brann, sem var í raun og veru eini vinnuveitandinn, sem ein- hverju máli skipti. Þótt bruni slíks frystihúss þyki kannski ekki tíðindum sæta verða menn að gera sér ljóst, að fyr- ir þetta fámenna samfélag á Ströndum getur bruni frysti- hússins verið sambærilegt áfall eða svipað, þegar um fjárhagslega afkomu fólks er að ræða og snjóflóðin á Nes- kaupstað eða efnahagslegar afleiðingar eldgossins í Vest- mannaeyjum. Þess vegna ber að gefa gaum að þeim vanda- málum, sem fólkið á Drangs- nesi á nú við að etja.“ . . . . . . . . . . 17. ágúst 1986: „Á árinu 1786 hófst saga Reykjavíkurkaup- staðar, saga, sem lýkur ekki, á meðan byggð helst á Ís- landi. Gildi Reykjavíkur fyrir ís- lenskt þjóðlíf verður seint metið til fulls. Þegar þéttbýli var að myndast þar og annars staðar, voru þeir margir hér á landi, sem töldu þá þróun af hinu illa og að hún myndi spilla menningu og lífi þjóð- arinnar. Þegar grannt er skoðað, er ekki unnt að kom- ast að annarri niðurstöðu en þeirri, að sterk staða Reykja- víkur sé forsenda fyrir því, að hér þróist samfélag, sem sé samkeppnisfært á al- þjóðavettvangi, ef þannig má að orði kveða. Samdóma álit er, að þá hafi Íslendingum farnast verst, þegar ein- angrun þeirra var mest. Af- nám einokunarinnar var mik- ilvægt skref í þá átt að rjúfa einangrunina. Nú má segja, að framtíð blómlegrar byggð- ar í landinu ráðist af því, að hér sé unnt að skapa lífskjör í alhliða skilningi, sem standist samanburð við hin bestu kjör í veröldinni.“ . . . . . . . . . . 18. ágúst 1996: „Í Morgun- blaðinu í gær var frá því skýrt, að finnska ríkisstjórnin hefði ákveðið að lækka al- menna tekjuskatta á lands- mönnum og skera niður rík- isútgjöld að auki um 2%. Jafnframt verða orkuskattar hækkaðir. Gert er ráð fyrir að lækka tekjuskatta úr 36% í 34%. Í Bandaríkjunum hefur hinn nýi forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins, Bob Dole, tilkynnt að hann muni beita sér fyrir almennri 15% lækkun skatta á þremur ár- um. Jafnframt hefur hann lagt til að skattfríðindi vegna eftirlaunasparnaðar verði aukin og nái til maka laun- þega. Ennfremur að skattur af söluhagnaði verði lækk- aður úr 28% í 14%.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á kvörðun Valgerðar Sverr- isdóttur utanríkisráð- herra um áframhaldandi og aukna þátttöku Ís- lendinga í friðargæzlu á Sri Lanka kallar á ítar- legar umræður á Alþingi um grundvallarstefnu okkar Íslendinga varðandi þátttöku í friðar- gæzlu og þróunarstarfi víða um heim. Slíkar umræður hafa ekki farið fram og raunar erfitt að átta sig á hvort og þá hvaða stefna hefur verið mörkuð af hálfu ríkisstjórna í þessum málum á allmörgum undanförnum árum eða frá því að Ísland hóf þátttöku í svonefndri frið- argæzlu. Um allan heim er þörf á margvíslegri aðstoð við þjóðir. Í sumum tilvikum er þörf á aðstoð til að ganga á milli stríðandi fylkinga. Annars staðar er þörf á aðstoð við að byggja upp grunnþjónustu í samfélögum, svo sem að tryggja nægt vatn og byggja upp skólastarf. Í sjálfu sér má segja að um tvö ólík mál sé að ræða, friðargæzlu og þróunaraðstoð, en þau tengjast þó á þann veg að spurning er hvernig við teljum þeim fjármunum bezt varið sem við leggjum í aðstoð við þriðja heiminn. Hvort hentar okkur Íslendingum betur? Hvort höfum við meiri þekkingu á að blanda okkur í hernaðarátök eða koma í veg fyrir að hernaðarátök verði eða að finna vatn og byggja upp skóla? Svarið er nokkuð augljóst. Við búum ekki við neina hernaðarhefð. Þótt einstaka Íslend- ingar hafi tekið þátt í stríðum eða menntað sig til þess er engin hefð fyrir því hér á Íslandi. Það er fyrst nú á allra síðustu árum, þegar ljóst hefur orðið að aðrir væru ekki tilbúnir að taka þátt í vörnum Íslands nema að mjög tak- mörkuðu leyti sem hljómgrunnur hefur skap- azt fyrir því að efla annars vegar Landhelg- isgæzluna og hins vegar sérsveitir lögregl- unnar. Ekki til starfa á átakasvæðum úti í heimi heldur til þess að hér væri til staðar sér- þjálfað fólk sem gæti tryggt lágmarksviðbúnað ef að okkur yrði sótt af hryðjuverkamönnum sem eru á ferli um allan heim. Íslendingar hafa verið sendir til starfa í Afganistan þar sem ástandið er ótryggara en víðast hvar í heiminum. Augljóst er að þegar landsmenn okkar höfðu með höndum flug- umferðarstjórn á flugvellinum í Kabúl klúðr- aðist það verkefni m.a. vegna agaleysis. Um það mál hafa aldrei farið fram þær opnu um- ræður sem hægt er að gera kröfu til í opnu, lýðræðislegu þjóðfélagi. Í öðru tilviki var orðið ljóst að íslenzk bílasveit var í verulegri hættu í norðurhluta Afganistan enda var sveitin kölluð heim eða færð til. Í því tilviki hafa enn ekki komið fram upplýsingar um aðstæður þar en upplýsingar frá bílasveitamönnum, sem bárust til Íslands, bentu til að þeir væru meiri vopn- um búnir en gefið hafði verið til kynna. Í raun hafa tvö verkefni í Afganistan farið úr skorð- um án þess að nægilegar upplýsingar hafi komið fram hér heima um hvað þar var á ferð. Í sjálfu sér þarf engan að undra að slíkt hafi gerzt. Fyrst og fremst vegna þess að við höf- um enga reynslu af störfum við slíkar að- stæður og byggjum ekki á þeirri hefð harðs hernaðaraga sem þær þjóðir þekkja sem lengi hafa tekið þátt í hernaði. En það er ámælisvert og raunar furðulegt að um þessi tilvik hafi ekki farið fram opnar umræður á Alþingi þótt ekki skuli dregið í efa að upplýsingar um þessi mál hafi komið fram í trúnaði á fundum utanríkismálanefndar. Það eru margar ástæður fyrir því að gera verður kröfu til opinna umræðna um þessi mál á Alþingi. Ein er sú að lýðræðisleg stjórn- skipan okkar kallar á slíkar umræður. Ef við Íslendingar ætlum að hefja virkan þátt í frið- argæzlu á miklum átakasvæðum þar sem um- talsverð hætta er á að íslenzkir friðargæzlu- menn komi heim í líkkistum verður að taka þær ákvarðanir fyrir opnum tjöldum enda engin ástæða til annars. En jafnframt verða þeir sem sendir eru til slíkra starfa og fjöl- skyldur þeirra að vita að hverju viðkomandi ganga. Og það er ekki endilega víst að svo hafi verið. Það getur verið einfalt mál að taka formlega ákvörðun hér heima um þátttöku í slíkum störfum en öðru máli gegnir fyrir þá einstaklinga sem allt í einu standa frammi fyr- ir grafalvarlegum veruleika í fjarlægu landi. Eru einhverjir talsmenn þess að við sendum sérsveitarmenn til friðargæzlu í Líbanon? Af þessum sökum verður að gera kröfu til þess að fram fari almennar og opnar umræður á Alþingi um þessi mál áður en lengra er hald- ið og þar komi fram allar upplýsingar um það sem vel hefur tekizt í þessum störfum og að hvaða leyti sitthvað hefur farið úrskeiðis. Sri Lanka Á Sri Lanka ríkir hættulegt ástand. Svíar, Danir og Finn- ar hafa kallað sitt fólk heim vegna þess að að því steðjar sérstök ógn eins og fram hefur komið. Ástandið á Sri Lanka eins og það birtist okkur í fréttum er stórhættulegt. Þegar átök á milli stríðandi fylkinga eru að fara úr böndum getur allt gerzt og öll loforð frá stríðsaðilum um að láta friðargæzluliða í friði geta reynzt orðin tóm. Þetta eru ekki innihaldslausir spá- dómar. Þetta er reynslan um allan heim af slík- um störfum. Engu að síður hafa utanríkisráðherra, rík- isstjórnin öll og að því er virðist utanrík- ismálanefnd komizt að þeirri sameiginlegu nið- urstöðu að fjölga eigi Íslendingum við friðargæzlu á Sri Lanka. Forsendan fyrir þeirri ákvörðun sýnist vera sú sem Valgerður Sverrisdóttir upplýsti í gær, föstudag, er hún sagði: „Það sem mér finnst mikilvægast í þessu sambandi er það að það er fullyrt að öryggi okkar fólks verði tryggt og hér er í raun um mannúðarstarf að ræða.“ Halldór Blöndal, formaður utanríkismála- nefndar þingsins, segir í samtali við Morgun- blaðið í dag, laugardag, að það sé sjálfsagt að Íslendingar sinni áfram friðargæzlu á Sri Lanka. Aðspurður segir hann að samkvæmt sínum upplýsingum séu íslenzkir friðargæzlu- liðar ekki í yfirvofandi hættu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Sam- fylkingar, segir í samtali við Morgunblaðið: „Viðbrögð okkar í Samfylkingunni eru þau að við styðjum að Íslendingar hlaupist ekki undan ábyrgð sinni á Sri Lanka.“ Að vísu bætir þingmaðurinn við að ef ástand- ið versni þurfi að endurskoða þessa ákvörðun og slík endurskoðun mundi þá ná til eftirlits- sveitarinnar allrar en ekki bara Íslendinga. Hvaðan skyldu ríkisstjórn og utanríkismála- nefnd hafa fengið svona skotheldar tryggingar fyrir því að friðargæzlusveitirnar á Sri Lanka verði ekki illa úti í hernaðarátökum þar sem geta orðið algerlega stjórnlaus? Ef þær trygg- ingar eru frá stríðandi aðilum er auðvitað ljóst að þær eru ekki pappírsins virði. Ef þær koma frá Norðmönnum byggjast þær á mati þeirra á stöðunni og traustleiki þeirra upplýsinga er þá byggður á dómgreind þeirra sem meta stöðuna á þann veg. Það hafa margar þjóðir orðið fyrir því að senda friðargæzluliða á vettvang hernaðarlega átaka og orðið illa úti af þeim sökum. Það hef- ur m.a. gerzt hjá Norðurlandaþjóðunum, sem hins vegar eiga sér margra alda hernaðarhefð og hafa kynnzt því oftar en einu sinni að missa fólk í stríðsátökum. Úr því að svo víðtæk pólitísk samstaða virð- ist ríkja á Alþingi um að senda fleiri íslenzka friðargæzluliða til Sri Lanka í stað þess að kalla þá heim vegna þess stórhættulega ástands sem þar ríkir er ástæða til að talsmenn flokkanna geri ítarlegri grein fyrir því á hverju þeir byggja þá afstöðu, ítarlegri en þá að segja bara að það sé fullyrt að öryggi okkar fólks sé tryggt. Raunar væri fróðlegt að vita hvort það ríkir jafn almenn samstaða um veru Íslendinga í Afganistan og sýnist ríkja í þinginu um Sri Lanka. Er það svo? Hafa engar spurningar vaknað hjá nefndarmönnum í utanríkismála- nefnd um atburðina í Afganistan? Hafa engar spurningar vaknað hjá þeim um þá staðreynd að lítil, afgönsk stúlka lét lífið vegna teppa- kaupa Íslendinga í Kabú? Og bandarísk stúlka að auki. Er þetta bara svo sjálfsagt mál að engin ástæða sé til að stöðva við? Eða vopna- búnað bílasveitar í norðurhluta Afganistan? Er meiri metnaður í því fólginn fyrir okkur Íslendinga að sinna störfum á átakasvæðum í Afganistan og á Sri Lanka, sem við kunnum ekkert til en að vinna í kyrrþey að því að finna vatn og byggja upp skóla í Afríku? Það er rík ástæða til að stjórnmálamenn í öllum flokkum nemi staðar og íhugi á hvaða leið þeir eru í ákvörðunum sínum um þessi efni. Í fótspor kristniboðanna Þetta mál liggur nokkuð skýrt fyrir. Við getum valið á milli tveggja kosta. Við getum valið þann kost, sem ríkisstjórn og þing virðist vera að velja, að verja mannskap og fjármunum í þátttöku í friðargæzlu á átaka- svæðum sem við kunnum lítið til en mundum vafalaust smátt og smátt öðlast ákveðna NÝR FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKS Það er óvenjulegt ef ekki eins-dæmi að maður taki við for-ystu stjórnmálaflokks með svo óvenjulegum hætti sem Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, gerir nú. Fyrir nokkrum mánuðum kom engum til hugar að hann hæfi bein afskipti af stjórn- málum. Nú hefur hann bæði tekið við ráðherrastarfi og forystu í stjórnmálaflokki sem hefur lykil- stöðu í íslenzkum stjórnmálum. Kjör Jóns Sigurðssonar þýðir fyrst og fremst ákveðinn stöðug- leika í starfi Framsóknarflokksins. Hann mun byggja á störfum Hall- dórs Ásgrímssonar en augljóslega laga þá stefnu sem Halldór fylgdi að sjónarmiðum sem fram hafa komið innan flokksins í Evrópu- málum, náttúruverndarmálum og fleiri málum. Kjör hans þýðir líka að sá flokkskjarni sem verið hefur kjölfestan í starfi Framsóknar- flokksins í allmörg undanfarin ár verður það áfram enn um skeið. Kjör Jóns Sigurðssonar þýðir líka stöðugleika í stjórnarsamstarf- inu, alla vega fram að þingkosn- ingum næsta vor. Siv Friðleifsdóttir kemur sterk frá þessu formannskjöri. Fylgi hennar var mun meira en talið var líklegt í byrjun. Hefði hún náð kjöri hefði það leitt til miklu meiri breytinga innan Framsóknar- flokksins. Siv hefur ekki verið í hópi nánustu samverkamanna Hall- dórs Ásgrímssonar og sennilega hefði alveg nýr hópur tekið við Framsóknarflokknum hefði hún verið kosin formaður flokksins. Hins vegar er ljóst að taka verður meira tillit til sjónarmiða hennar innan flokksins eftir þetta flokks- þing en áður. Þrátt fyrir mikið umrót og mikl- ar uppákomur síðustu mánuði hef- ur Halldóri Ásgrímssyni tekizt að skila Framsóknarflokknum frá sér með farsælum hætti á þessu flokks- þingi. Hann getur því verið vel sáttur við formannstíð sína þegar upp er staðið. Það verður spennandi að fylgjast með þeim breytingum sem Jón Sig- urðsson á eftir að gera á stefnu Framsóknarflokksins og framsetn- ingu hennar. Hann hefur þegar sýnt mikla útsjónarsemi í því og má þá ekki sízt benda á þau skref sem hann hefur nú þegar tekið til þess að breyta ásýnd Framsóknar- flokksins í stóriðju- og stórvirkj- anamálum. Það hefur verið gert af mikilli lagni og án þess að nokkrum sárindum geti valdið hjá þeim sem nú hverfa á braut. Hið sama hefur verið að gerast í Evrópumálum og fróðlegt verður að sjá hvernig hinn nýi iðnaðar- og viðskiptaráðherra tekur á þeim málum sem varða viðskiptalífið í landinu, stóru viðskiptablokkirnar og fyrirferð þeirra í þjóðfélaginu. Flest bendir til að Framsóknar- flokkurinn hafi nú mikla möguleika á að ná vopnum sínum á vígvelli stjórnmálanna eftir að hafa verið í erfiðri stöðu um nokkurt skeið. Í því felst að flokkurinn ætti að hafa alla burði til að endurheimta það fylgi sem hann hefur verið að tapa. Takist Framsóknarflokknum undir forystu Jóns Sigurðssonar það skapar það áhugaverða stöðu í íslenzkum stjórnmálum. Þeir sem hafa verið komnir langt með að af- skrifa Framsóknarflokkinn sem áhrifaafl í stjórnmálunum verða þá að horfast í augu við nýjan veru- leika sem getur skipt sköpum um stjórnarhætti í landinu í framtíð- inni. Ástæða er til að óska Jóni Sig- urðssyni til hamingju með góða kosningu og skemmtilega innkomu í heim stjórnmálanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.