Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 39
MENNING
Í BRAUTARHOLTI í Selárdal bjó
listamaðurinn Samúel Jónsson sem
gjarnan hefur verið nefndur lista-
maðurinn með barnshjartað. Hann er
yfirleitt flokkaður í hóp svokallaðra
naívista en minjar um listiðkun hans
má finna í Selárdal þar sem hann
reisti tvö hús af eigin rammleik;
kirkju utan um altaristöflu sem hann
málaði og listasafn utan um verk
hans.
Þrátt fyrir að Selárdalurinn sé
meðal afskekktustu sveita landsins
koma engu að síður fjögur til fimm
þúsund ferðamenn á hverju sumri í
dalinn til að berja hinn sérstæða list-
verkaheim Samúels augum.
Listamannaferill Samúels verður
að teljast nokkuð merkilegur en alla
sína list skóp Samúel eftir að hann
komst á eftirlaun og þá eru húsasmíð-
arnar meðtaldar. Hann var að öllu
ómenntaður í listum en engu að síður,
af einhverjum óviðráðanlegum hvöt-
um, ákvað hann að helga sín efri ár-
um í listsköpun og nú hafa verk hans
borist manna á milli og nafn lista-
mannsins hefur smám saman hlotið
virðingu og viðurkenningu þjóð-
arinnar.
Tíminn hefur tekið sinn toll af
verkum Samúels og því hefur verið
stofnað sérstakt félag um endurreisn
listasafns Samúels undir forystu
Ólafs Hannessonar. Félagið stóð
sumarið 2004 að viðgerðum á styttum
Samúels Jónssonar í Selárdal í sam-
ráði við landbúnaðarráðuneytið, sem
hefur með umsýslu verkanna að gera.
Gerhard König, þýskur myndhöggv-
ari, tók að sér verkstjórn annað sum-
arið í röð og hófst hann handa í júlí-
mánuði 2005. Lárus Sigurðsson var
honum til aðstoðar og Guðjón Krist-
insson frá Dröngum sá um aðdrætti.
Gerhard König kom svo aftur núna
í byrjun ágúst með fimmtán manna
vinnuhóp frá listaskólum í Þýskalandi
til að vinna að þessu verki. Hópurinn
var fluttur með rútu í Selárdal í byrj-
un ágúst og hefur dvalið þar í tvær
vikur og unnið að viðgerðum undir
leiðsögn Gerhards og tveggja ann-
arra leiðbeinenda. Heilmikið hefur
unnist í sumar og fer staðurinn smám
saman að hverfa í sitt fyrra æv-
intýralega horf.
Johann Ristau er sautján ára lista-
skólanemandi frá Þýskalandi sem
bauð sig fram í þetta verkefni. Hann
var að steypa grunn í litla tjörn við
listasafn Samúels þegar blaðamaður
truflaði hann og náði við hann smá-
spjalli.
Af hverju komstu hingað?
„Mér þótti mjög spennandi til-
hugsun að vinna hér á Íslandi. Lands-
lagið hérna er svo rosalega framandi.
Ég hef auk þess mjög gaman af því að
vinna að listtengdum verkefnum.
Hvað finnst þér um listaverkin
hans Samúels?
„Mér finnst ótrúlegt að hann skuli
hafa afkastað svo miklu svona gamall.
Vinnan sem hann lagði í þennan stað
er svo miklu meiri en það sem blasir
við við fyrstu sýn. Það hefur t.d. verið
heilmikil vinna að gera grunninn að
þessum húsum. Ég er rosalega hrif-
inn af þessum verkum öllum og ég
held að ég komi hingað aftur eftir
þrjú ár til að sjá þetta allt saman end-
urbætt að fullu.“
Ekki náðist að klára viðgerðirnar í
sumar en Gerhard König segist full-
viss um að verkið klárist næsta sum-
ar.
Myndlist | Þýski myndhöggvarinn Gerhard König snýr aftur
að viðgerð listasafns Samúels
Morgunblaðið/RAX
Þýskir listnemar huga að húsum Samúels með bros á vör.
Ævintýralegt listasafn
Samúels nálgast fyrra horf
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Magi og melting
Acidophilus
FRÁ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Meistaraskólinn í fjarnámi:
Allir rekstrar og stjórnunaráfangar til
iðnmeistara í fjarnámi.
Nánari upplýsingar á www.ir.is / fjarnam
Hómópatanám
Um er að ræða 4 ára nám sem byrjar 21.
og 22. okt. á vegum College of Practical
Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10
helgar á ári í Reykjavík.
Kynning á náminu verður 22. sept.
Upplýsingar gefur Martin í símum
567 4991 og 897 8190.
Hómópataskólinn - Stofnaður 1993
www.homoeopathytraining.co.uk
Getum bætt við nemendum
í eftirtalda áfanga í dagskóla:
Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600
Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is
www.fb.is
Stærðfræði 603
Stærðfræði 513
Efnafræði 313
Eðlisfræði 203 og 303
Stærðfræði- og
raungreinanám í FB
Í Kvöldskóla FB eru einnig í
boði áfangar fyrir nemendur
sem eru að bæta við sig námi í
stærðfræði og raungreinum.