Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 40

Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 40
40 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Fífuhvammur - Kópavogi Tveggja íbúða hús Glæsilegt 276 fm tveggja íbúða hús á þessum gróna stað með fallegu útsýni niður við Kópavogs- dalinn. Aðalíbúðin skiptist m.a. í eldhús m. nýlegum innrétt., sam- liggj. bjartar og rúmgóðar stofur, nýlegan sólskála, 4 herb., sjón- varpshol og flísal. baðherb. Á neðri hæð er 2ja herb. samþykkt íbúð. Suðursvalir m. heitum potti. 26 fm bílskúr. Falleg ræktuð lóð. Verð 59,9 millj. Vesturás Mjög fallegt 235 fm raðhús í Ár- bænum með 20 fm innb. bílskúr. Stór stofa með arni, eldhús með ljósri viðarinnrétt. og stáltækjum, borðstofa, 5 herb. auk sjónvarps- herb. og flísalagt baðherb. Rækt- uð lóð með timburverönd. Hátt til lofts í stofu og í herb. á efri hæð. Stutt í útivistarsvæði eins og Elliðarárda- linn, Rauðavatn og sundlaug. Laust við kaupsamn. Verð 49,9 millj. Holtsbúð - Garðabæ Mjög fallegt og vel skipulagt 246,3 fm einbýlishús á einni hæð með 51 fm innb. tvöf. bílskúr. Húsið skiptist í forst., gesta wc., sjónv.stofu, saml. stofur með arni, eldhús með búri innaf, þvotta- herb., 4 svefnherb., baðherb. og sólskála með flísal. heitum potti. Aukin lofthæð í stofum, eldhúsi og sjón- varpsholi. Gróin lóð með verönd. Góð staðsetn. á útsýnisstað við opið svæði. Verð 51,9 millj. Ásvallagata - 5 herb. íbúð ásamt bílskúr Mjög falleg 124 fm 5 herb. íbúð á 2. hæð ásamt sérgeymslu í kj. og þvottaherb. sem er séreign íbúð- ar, samtals 145,6 fm auk 33 fm bílskúrs. Hæðin skiptist í hol, rúm- góða og bjarta stofu, borðstofu, eldhús með innrétt. úr íslensku birki, flísalagt baðherb. og 3 her- bergi. Tvennar svalir. Fallegur lin- oleumdúkur á gólfum. Bílskúr nýlega endurbættur. Verð 43,0 millj. Fellahvarf - Kópavogi Efri sérhæð á útsýnisstað Glæsileg 120 fm 4ra-5 herb. efri sérhæð á frábærum útsýnisstað við Elliðavatn. Eignin er innréttuð á mjög vandaðan og smekklegan hátt. Stórar og bjartar stofur með miklum gluggum og útgangi á flís- al. svalir, glæsilegt eldhús með innrétt. úr beyki og vönd. tækjum, stórt hol, 2 herb., annað með miklu skápaplássi og baðherb. sem er flísalagt í hólf og gólf. Parket og flísar á gólfum. Húsið stendur framarlega við vatnið við óbyggt svæði og nýtur óhindraðs útsýnis. Verð 34,9 millj. Bárugata - Glæsileg eign Stórglæsileg 187 fm íbúð, hæð og kjallari, í þessu virðulega tvíbýlis- húsi á einum besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Eignin er talsvert endurnýjuð nýlega á vandaðan og smekklegan hátt í samráði við arkitekta. Tvær stofur, 3 rúmgóð herbergi, eldhús og 2 baðher- bergi. Frábær eign í göngufæri við miðbæinn. Lóð hellulögð með lýs- ingu, hitalögnum og grassvæðum. Laus strax. Hrauntunga - Suðurhlíðar Kópa- vogs Fallegt 263 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Eignin er vel staðsett í suðurhlíðum Kópavogs og nýtur mikils útsýnis. Samliggj- andi stofur með arni, eldhús með nýjum tækjum, 4 herbergi og bað- herbergi. Bílskúr innréttaður sem lítil íbúð. Hús nýlega málað og þak nýlegt. Gróin lóð sem er að hluta endurnýjuð. Mikil veður- sæld. Verð 53,0 millj. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Tilboð óskast í helming fasteignarinnar Bræðr- atungu í Mosfellsbæ. Eignarhlutinn er í óskiptri sameign. Heildarlóðin, óskipt, er sögð vera 9000 fm að stærð og er hún í rækt og skógi vaxin. Á lóðinni er tveggja íbúða hús byggt 1947. Þessum helmingi fylgir íbúðin í norðvesturenda hússins sem sögð er vera ca 70 fm að stærð. Uppl. gefur Ægir á skrifstofu. 7023 BRÆÐRATUNGA - MOSFELLSBÆ Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Mjög fallega innréttuð 66,8 fm íbúð. Lýsing eignar: Anddyri með góðum skápum, rúmgóð stofa með útgengi út á sv-svalir. Eldhús með eikarinnréttingu og háfi. Baðherbergi með flís- um. Stórt svefnherb. með skápum og inn af því flísalagt þvottaherbergi. Parket á öðrum gólfum. Sérgeymsla í kjallara 6,6 fm og stæði í bílaskýli. GOTT LÁN! GÓÐ STAÐSETNING. LAUS VIÐ KAUPSAMNING Soffía tekur á móti ykkur (sími 840 3461) Norðurbrú - Garðabæ Opið hús milli kl. 14:00 og 16:00 Í GREIN sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins fyrir skömmu fjallaði undirritaður um efnistök Andra Snæs Magna- sonar í nýútgefinni bók hans, Drauma- landið Sjálfshjálp- arbók handa hræddri þjóð. Í Tímariti Morgunblaðsins nokkru síðar birtist pistill Páls Ásgeirs Ásgeirssonar ,,Óskar kallar skipti“. Fyr- irsögn pistilsins gaf til kynna að Páll Ás- geir ætlaði að fjalla um fyrrnefnda Les- bókargrein en svo var ekki. Þess í stað staðfestir hann með málflutningi sínum innihald hennar. Á hann virðist runnið heimsósómaæði. Hann telur að hér ríki stórkostleg spilling og kúgun þar sem lýðræðislegar leik- reglur séu virtar að vettugi. Það má í raun hafa samúð með þeirri miklu ógleði og óhamingju sem heltekið hefur þennan heit- trúaða aðdáanda Draumalandshöf- undar. Ýmist sakar hann stjórn- völd um valdníðslu gagnvart stofnunum og samfélagi eða und- irlægjuhátt gagnvart einhverju óskil- greindu en skelfilegu eyðingarafli. Starfs- menn Landsvirkjunar sakar hann um að ljúga hver um annan þveran á milli þess sem þeir væti sig í svefni. Hvað gengur mönnum til að skrifa slíkan texta? Páll Ásgeir heldur því ítrekað fram að einstaklingar, fyr- irtæki, stofnanir og ráðherra séu handbendi hinna óræðu afla og séu ,,látin“ gera hitt og þetta. Hver eða hvaða fyr- irbrigði á að hafa ,,látið“ fram- sóknarráðherrann vaða yfir úr- skurð Skipulagsstofnunar? Var staðfesting Hæstaréttar á að ákvörðun Sivjar væri lögmæt kannski eitthvað sem hann var „látinn“ gera? Verður ekki að ætla einhverjum sjálfstæðan vilja og skoðanir? Í pistli sínum fellur höfundurinn í sömu gryfju og Draumalandshöf- undur og fullyrðir að nú um stundir leiki lausum hala ein- staklingar sem gerst hafi sekir um alvarleg brot gegn íslensku sam- félagi og náttúru. Þeim fjölgi sem vilji leita þessa aðila uppi og refsa fyrir stórkostlega glæpi. Spyrja má hvert sé stefnt? Á að gera landhreinsun? Var einhver að tala um Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð? Hverjir skyldu nú vera hræddir? Páli Ásgeiri svíður gagnrýni undirritaðs á efnistök í Drauma- landinu, hinni nýju Biblíu heimsó- sómabókmenntanna. Það virðast vera helgispjöll að vefengja og spyrja eða yfirleitt gera annað en lofsyngja ritverkið. Draumlend- ingar virðast hræddir við sjálf- stæðar skoðanir. Höfundurinn, hugmyndafræðingurinn og leiðtog- inn var að tala við þjóð sína, hvorki meira né minna, og þjóð- inni beri að hlusta í andakt og hrí- fast með án andmæla – Frelsari er oss fæddur. Heimsósómaæði Óskar H. Valtýsson svarar grein Páls Ásgeirs Ásgeirssonar ’Draumlendingar virðasthræddir við sjálfstæðar skoðanir. ‘ Óskar H. Valtýsson Höfundur starfar hjá Landsvirkjun. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú, vísindi og kenningar Richards Dawkins prófessors. Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.