Morgunblaðið - 20.08.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 20.08.2006, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er ekki sjálfgefið aðeiga Guðs orð í heildsinni á móðurmálinu.Að baki slíku er langtferli og mikil vinna. Leturgerð víkingatímans nefndist rúnir og var óþjál til mikilla skrifta. En þegar kirkjan nemur land í Skandinavíu og þar um kring, fylgdi latínustafrófið með, sem við enn notum. Og þá breyttist ýmislegt. Einstaka bækur Ritningarinnar voru t.d. þýddar á norrænu mjög snemma. Og líkur benda til þess, að fyrir árið 1200 hafi Nýja testamentið meira að segja verið komið á þá tungu. Í ýmsum fornum ritum (s.s. hómilíubókum, dýrlingasögum og postulasögum) hafa einnig varðveist tilvitnanir í Biblíuna. Flestar eru þær í Gamla testa- mentið úr Davíðssálmum, og Jesaja, Orðskviðirnir og Fyrsta Mósebók koma næst á eftir, í þessari röð, en minni spámenn- irnir reka lestina. Hvað Nýja testamentið snertir er oftast vitnað í guðspjöllin, og er Matte- us þar í fylkingarbrjósti, en síð- an Lúkas, Jóhannes og Markús. Af bréfunum hafa Rómverjabréf- ið og Korintubréfin vinninginn. Erfitt er að kalla til sögunnar öll þau ritverk, sem hafa að geyma biblíutilvitnanir eða lengri texta, enda fjöldinn gíf- urlegur. En þó er Íslenska hóm- ilíubókin oftar nefnd en hin. Um 400 sinnum er þar vitnað í eða til rita Biblíunnar. Eru þýðing- arbrotin sögð vera „með fal- legum blæ og yfir þeim einhver heillandi ferskleiki“. Bókin er varðveitt í íslensku handriti frá því um 1200, skrifuðu af ýmsum höndum. Einhver merkilegasta þýðing eða biblíuútdráttur fyrri alda hefur frá 17. öld borið nafnið Stjórn. Ekki er vitað hvað það merkir, en helst álitið að þar búi undir „leiðsögn Guðs“. Um er að ræða ákveðinn texta, er skiptist í þrjá parta, upphaflega aðskilda. Innihaldið er sögubækur Gamla testamentisins (að hluta), ásamt ýmsu uppfyllingarefni. Stjórn I er talin vera frá því um 1300, Stjórn II frá 13., 14. eða 15. öld, og Stjórn III frá upphafi 14. ald- ar. Varðveist hafa brot og stærri kaflar úr mörgum Stjórn- arhandritum, og þar eð gera má ráð fyrir að einhver hafi alveg glatast í tímans rás, er bersýni- legt, að Stjórn hefur verið allút- breidd. En nóg um það. Af Davíðssálmum hefur varð- veist bein þýðing eða „týpering“, sem talin er gerð á árabilinu 1450–1500 og e.t.v. ætluð sem hjálpartæki við latínunám, kenn- ara eða nemanda til hægð- arauka. Við skulum líta á 23. Davíðssálm í þessari útfærslu, enda er þetta elsta heila útgáfan sem til okkar daga er komin, að vitað sé: drott(inn) stiornar mjer ok ecki mig skal vanta / j stad saudahus þar mig hann hefur sett / yfir vatn endursadninsins hefur hann leitt mig sal / mína hann hefur snuít / hann hefur leitt mig yfir stíjga rettletis fyrir / nafn sítt / sannliga ok ef eg skal ganga j mídium skugga / daudans eigi skal eg ottazt illa hluti fyrir þuí þu med mjer ert / vondur þínn ok stafur þínn þetta mig huggad hefur / þu tilreiddir j auglite mínu bord áá / mótí þeim huerier hrella mig / þu hefur smurt med vidsmiore hòfud mítt/ ok dryckur mínn druckinn giorandi huersu dyrdligur hann er / ok myskun þín skal fylgia mig ollum dog- um / lifs míns / ok ad eg byggí j husí dròttins j leingd / daganna / Á fyrri helmingi 16. aldar mun ekki vera um að ræða neinar prentaðar Biblíur (eða brot) úr kaþólskum sið hér, aðrar en út- lendar, nema ef vera skyldi Fjór- ir guðspjallamenn, bók sem jafn- an er kennd við Jón biskup Arason. Um það mál er samt allt á huldu. Við siðbreytinguna færðist aukinn kraftur í þýðingarstarfið. Þar riðu á vaðið Gissur Ein- arsson og Oddur Gottskálksson. Lét hinn síðarnefndi útbúa fyrir sig pall í fjósi í Skálholti og hóf um veturinn 1536–1537 að snúa Mattheusarguðspjalli. Ekki er ljóst hvar næstu rit voru þýdd, en hitt er vitað að um haustið 1539 er Oddur staddur í Dan- mörku með þýðinguna fullgerða. Eftir skoðun lærðra manna þar bauð konungur að verkið skyldi prentað, og var það gert í Hró- arskeldu veturinn 1539–1540. „Hid nya testament“ er elst prentbóka á íslensku, sem um er vitað og geymst hafa. Prentun var lokið 12. apríl 1540. Oddur hefur þekkt vel gamla íslenska kirkjumálið og notað það, en afrek hans er engu að síður mikið, raunar ómetanlegt. Um þetta leyti er íslensk tunga nefnilega farin að spillast, í kjöl- far viðskipta landsmanna við út- lendinga, einkum Dani og Þjóð- verja, og síðustu tvær aldir þar á undan hafði lítið verið frumsamið á íslensku. Páll E. Ólason heldur því fram, að víða í þýðingu Odds séu kaflar á svo fögru máli, að hik- laust megi „skipa honum á bekk með þeim, sem bezt rita íslenzku í sundurlausu máli um hans daga og jafnvel þótt víðara svið sé tekið, bæði fyrir og eftir“. Nýjatestamentisþýðingu Odds tók Guðbrandur biskup Þorláks- son svo upp nálega óbreytta í fyrstu biblíuútgáfu okkar, sem út kom 1584. Um hana verður fjallað í næsta pistli. Þýðingar helgar sigurdur.aegisson@kirkjan.is Innan skamms mun- um við eignast nýja biblíuþýðingu. Var útkoma hennar á þessu ári löngu ákveðin, vegna af- mæla biskupsstól- anna í Skálholti og að Hólum. Sigurður Ægisson mun af því tilefni rekja hér á næstu vikum sögu ís- lenskra biblíuútgáfa. HUGVEKJA ✝ Herdís Guðjóns-dóttir fæddist á Kýrunnarstöðum í Hvammssveit 12. maí 1916. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaugar- stöðum 24. júlí. For- eldrar hennar voru Guðjón Ásgeirsson, f. 3. júní 1875, d. 20. apríl 1970, og Sig- ríður Jónsdóttir, f. 3. júní 1875, d. 11. janúar 1946. Systk- ini Herdísar voru Svava Jónea, f. 1903, d. 1989, Þuríður, f. 1905, d. 1985, Unnur, f. 1907, d. 2006, og Jón Emil, f. 1913, d. 1988. Hinn 1. nóvember 1945 giftist Herdís Haraldi Sigurðssyni múr- arameistara, f. 10. júlí 1902, d. 27. apríl 1967. Þau bjuggu allan sinn búskap á Njálsgötu 90 og þar bjó Herdís í nær 60 ár. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Þau eru: Sigríður, f. 1946, gift Magnúsi Jósefssyni, f. 1945, og eiga þau fjórar dætur; Auður, f. 1949, d. 2002, var gift Þorvaldi Erni Árnasyni og eiga þau einn son; og Sig- urður Guðjón, f. 1952. Herdís ólst upp til tvítugsaldurs á Kýr- unnarstöðum. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Staðarfelli veturinn 1934-1935. Frá 1936 var Herdís að mestu leyti búsett í Reykjavík, en dvaldist ætíð á Kýrunnarstöðum á sumrin. Í Reykjavík fékkst Herdís m.a. við störf á saumastofu en að- alstarfsvettvangur hennar í 30 ár var við þrif í skólum og á Lög- reglustöðinni við Hlemm. Útför Herdísar var gerð frá Fossvogskapellu 2. ágúst, í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Nú hefur þú, elsku amma, kvatt okkur í hinsta sinn. Þó að burtför þín hafi legið í loftinu um nokkurn tíma er alltaf sárt að kveðja. Við huggum okkur við þær góðu minn- ingar sem við eigum um þig frá Njálsgötunni og síðustu árin á Droplaugarstöðum og trúum því að núna sértu komin til Auju frænku og afa og hver veit nema að þú hafir fundið hana Skottu þína líka. Heitt súkkulaði, kleinur og pönnukökur eru það fyrsta sem kemur upp í huga okkar systranna þegar við hugsum til baka um þig. Alltaf varstu komin inn í eldhús og byrjuð að bræða súkkulaði í potti þegar við rákum inn nefið á Njáls- götunni. Svo sastu í stólnum þín- um við gluggann inni í stofu og heklaðir fallegt lopateppi í róleg- heitunum. Það eru ófá teppin sem þú hefur heklað fyrir okkur og eru þau okkur dýrmæt. Þú varst vissu- lega handlagin og alltaf tilbúin að aðstoða aðra en vildir sem minnst láta hafa fyrir þér. Þú hafðir lúmska kímnigáfu og varst dugleg- ust við að gera grín að sjálfri þér. Elsku amma, þú varst orðin þreytt undir lokin og kveðjum við þig núna með tár í augum en gleði í hjarta vitandi að nú hefur þú loksins öðlast frið og ró. Elsku Siggi, þú varst hægri hönd ömmu og hugsaðir vel um hana fram á síðustu stundu. Megi Guð styrkja þig í sorginni. Auður, Herdís, María og Snæfríður. Okkur systkinin langar að minn- ast Dísu móðursystur okkar sem látin er í hárri elli í Reykjavík. Hún var yngsta systir mömmu okkar og ætíð var tilhlökkunarefni þegar von var á henni vestur á sumrin. Hún vék alltaf að okkur einhverju góðgæti eða smáhlutum sem gladdi okkur systkinin. Hún flutti ung til Reykjavíkur og bjó alla sína tíð á Njálsgötunni þar sem við systkinin komu æði oft í heimsókn enda Dísa mjög gestrisin, alltaf með heimabakað kaffibrauð og dúkað borð. Dísa var mikill dýravinur og hafði alltaf kött á heimili sínu og hugur henn- ar var oft hjá dýrunum í sveitinni, sérstaklega á vorin þegar sauð- burður var. Þannig voru æsku- stöðvarnar hennar ofarlega í huga og hún fylgdist vel með lífinu í sveitinni. Dísa var hörkutól til vinnu og gaf sér aldrei neitt eftir enda sam- viskusemin í fyrirrúmi. Hún var líka af þeirri kynslóð sem þannig hugsaði og upplifði miklar breyt- ingar. Dísa var mjög glaðvær per- sóna og stutt var í brosið hjá henni ef hún sá eitthvað skondið. Hún lét ekki mikið fyrir sér fara en hún las mikið um dulræn efni og hafði mikinn áhuga á þeim. Jafnframt var skáldsögulestur hennar helsta afþreying. Hún var mikil handavinnukona og saumaði mikið út og gjarnan sat hún við saumavélina þegar gesti bar að garði. Dísu verður líka þakkað fyrir það að fjölskyldan átti alltaf athvarf hjá henni þegar einhver kom úr sveitinni og stoppaði við í Reykjavík. Að lokum viljum við kveðja Dísu frænku okkar með þakklæti fyrir liðna tíð og kærleika í okkar garð. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber: guð í alheims geimi, guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorst.) Systkinin frá Kýrunnarstöðum. HERDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Valgerður BáraGuðmundsdóttir fæddist í Bolungavík 20. febrúar 1936. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut hinn 17. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðfinna Rannveig Gísladótt- ir, f. 8. janúar 1912, d. 30. nóvember 1981, og Guðmundur Ágúst Jakobsson, skipstjóri og síðar bókaútgefandi Ægisútgáfunnar, f. 26. febrúar 1912, d. 20. júní 1985. Systkini Valgerður Báru eru: a) Arnar Guðmundsson, f. 1. október Kona hans er Bonnie Laufey Dupu- is, f. 23. mars 1954. Börn þeirra eru María Sjöfn, Styrmir Þór, Valgerð- ur Bára, Jón Baldur, Bragi og Héð- inn. Sambýlismaður Valgerðar Báru yngri er Agnar Angantýsson, og börn þeirra eru Ásdís Laufey og Arnþór Máni. Valgerður Bára starfaði lengst af við skrifstofustörf og vann auk þess á ferðaskrifstofunni Útsýn og var fararstjóri hjá Orlofi hús- mæðra. Hún söng með ýmsum hljómsveitum í Reykjavík, og einn- ig m.a. í Þjóðleikhúskórnum og Pólýfónkórnum. Valgerður giftist Ágústi Odds- syni en þau skildu 1969. Hún giftist Jóni Oddssyni hrl. 1977. Hann var fæddur 5. janúar 1941 og dó 22. október 1999. Fljótlega eftir andlát Jóns flutti Valgerður Bára á æsku- stöðvarnar í Bolungavík og bjó á Hafsteinsstöðum til dauðadags. Útför Valgerðar var gerð í kyrr- þey að hennar eigin ósk. 1930, kona hans er Sólveig Kristjánsdótt- ir. b) Theódór Jakob Guðmundsson, f. 2. ágúst 1944, kona hans er Björk Guðmunds- dóttir. c) Soffía Guð- mundsdóttir, f. 15. október 1948, maður hennar er Ásgeir Elí- asson. d) Gíslína Guð- mundsdóttir, f. 25. september 1951, mað- ur hennar er Harald- ur Dungal. Valgerður Bára giftist Baldri Hólmgeirssyni, leik- ara og blaðamanni, 1954 en þau skildu 1962. Þau eignuðust soninn Guðmund Baldursson árið 1954. Þú varst einstök, ráðagóð, okkur fyrirmynd og hvatning. Þín góðu ráð munu fylgja okkur alla tíð. Þín er sárt saknað. Með hinstu kveðju. Þín barnabörn Valgerður Bára, Jón Baldur, María Sjöfn og Styrmir Þór. Gengin er elsku fallega systir mín, Valgerður Bára Guðmundsdóttir. Hvað er líf og hvað er heimur? Klæddur þoku draumageimur, þar sem ótal leiftur ljóma, er lifna, deyja og blika um skeið. Hvað er frægð og hreysti manna? Hvað er snilli spekinganna? Það er af vindi vakin alda, er verður til og deyr um leið. Allt sem lifir, lifa girnir; lífið heli móti spyrnir, – þegar lífsins löngun hverfur, lífið er eðli sínu fjær. Hetjan, sem vill heldur deyja, en harðstjórans undir vald sig beygja, lífi sínu ei lifað getur lengur en meðan sigrað fær. Þú af draumahimni háum hjúpuð ljóma fagurgljáum ón á lífsins ægi fellir undurbjartan geislastaf; af þínum ljóma ávallt allar öldur lífs, sem rísa og falla, sækja fram í sjálfan dauða, seiddar þínu brosi af. (Kristján Jónsson) Blessuð sé minning þín. Þín systir Soffía Guðmundsdóttir (systa Dedda). Mín elskulega vinkona Vala Bára hefur kvatt. Hún lést 17. júlí síðastlið- inn. Eftir að hún fékk úrskurð í mars á þessu ári, að hún ætti ekki langt eft- ir, afþakkaði hún alla meðferð og hélt strax heim til Bolungavíkur, þar sem hún vildi vera sem lengst áður en hún skildi við. Hún lést á Landspítalanum eftir hálfs mánaðar legu. Fyrstu 16 ár ævi sinnar bjó hún í Bolungavík í góðu skjóli foreldra sinna ásamt systkinum sínum. Þar átti hún góð ár, tók sér ýmislegt fyrir hendur eins og t.d. var hún kokkur til sjós og vann í byggingarvinnu hjá föð- ur sínum eitt sumar. Síðan breytast aðstæður, faðir hennar veikist og fjöl- skyldan flytur suður. Þá hefst nýr og fjölbreyttur kafli í lífi hennar. Hún starfaði við skrifstofustörf á daginn, en varð vinsæl dægurlagasöngkona á kvöldin og söng í Gúttó og fleiri stöð- um. Svo bættist við klassískur söngur og söng hún í nokkur ár í Þjóðleiks- húskórnum. Síðan fór hún til Kaup- mannahafnar í söngnám hjá Stefáni Íslandi. Söngur og tónlist var stór þáttur í lífi hennar. Hún elskaði að ferðast og gerði mikið af því í gegnum árin. Einu sinni þegar hún var í fríi á Spáni var henni boðið að taka þátt í Evrópukeppni í sjóstangaveiði, sem hún gerði og varð hvorki meira né minna en Evrópumeistari í þeirri keppni. Ekkert mál. Faðir hennar gerðist bókaútgefandi hér fyrir sunn- an og á þeim árum þýddi hún fjölda bóka fyrir forlagið. 1970 fór hún að vinna á ferðaskrifstofunni Útsýn og þar kynntumst við. Þar var hún beðin að vera fararstjóri í ýmsum ferðum sem hún leysti vel af hendi og var henni til yndisauka. Það vafðist aldrei VALGERÐUR BÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.