Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 48

Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Bróðir okkar, mágur og frændi, LOGI JÓNSSON bókbindari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 21. ágúst kl. 13.00. Bragi Jónsson, Ásta Hartmannsdóttir, Unnur Jónsdóttir og systkinabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRGUNNUR LOFTSDÓTTIR, f. 17. nóvember 1912 á Böggvisstöðum í Svarfaðardal, andaðist á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík laugar- daginn 29. júlí. Að hennar ósk fór útförin fram í kyrrþey og var hún jarðsett fimmtudaginn 3. ágúst. Sérstakar þakkir okkar fær starfsfólk Dalbæjar svo og systur hennar þær Bergljót og Hildur Björk. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Stefán Jónsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARKI MAGNÚSSON læknir, Laugarnesvegi 87, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju mánudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Birna Friðgeirsdóttir, Magnús K. Bjarkason, Guðlaug Pálmadóttir, Hólmfríður Bjarkadóttir, Páll E. Ólason, Anna Elín Bjarkadóttir, Nanna Snorradóttir, Herleifur Halldórsson, Rósbjörg Jónsdóttir, Valgerður G. Bjarkadóttir, Orri Jóhannsson, afabörn og langafabarn. Útför AGNARS ÞÓRÐARSONAR rithöfundar, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 25. ágúst kl. 15.00. Hildigunnur Hjálmarsdóttir, Uggi Agnarsson, Margrét Guðnadóttir, Úlfur Agnarsson, Ásta Briem, Sveinn Agnarsson, Gunnhildur Björnsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURJÓNA GUÐRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 17. ágúst. Jarðsett verður í Bústaðakirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Ása S. Þórðardóttir, Eiríkur Sigurgeirsson, Helga Jóna Eiríksdóttir, Valgerður Kristín Eiríksdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR húsfreyja, Ásgarði, Stöðvarfirði, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsöl- um, Fáskrúðsfirði þriðjudaginn 15. ágúst, verður jarðsungin frá Stöðvarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda. Oddur Guðjónsson. ✝ Bryndís GyðaJónsdóttir Ström fæddist í Reykjavík 14. maí 1957. Hún lést á heimili sínu 29. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Anton Björgvin Ström, f. 19. júní 1934, og Sólveig Lilja Pálsdóttir, f. 26. desember 1932, d. 10. nóvember 1966. Hálfsystir Bryndísar sam- mæðra er Kolbrún Jónsdóttir. Al- systkini hennar eru Sigríður Björg, Hjördís, Gyða, sem lést í barnæsku, Victor Ívar og Krist- ján Páll. Með seinni konu sinni Guðbjörgu Guðmundsdóttur átti faðir hennar tvö börn, þau Her- dísi og Bjarna, og einn stjúpson, Einar. Eftir lát móður sinnar ólst Bryndís að mestu leyti upp hjá hjónunum Kristjáni Magnús- syni og Guðbjörgu Karlsdóttur í Gautsdal í Reyk- hólasveit og tóku þau hana að sér sem eina af sínum börnum. Uppeldis- systkini hennar í Gautsdal eru Magn- ús, Karl, Unnur, Bryndís og Eygló. Hinn 18. febrúar 1983 giftist Bryndís eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigþóri Guðjónssyni, f. 5. maí 1953. Börn þeirra eru Ívar Örn, f. 22. nóvember 1982, og Ír- is Ósk, f. 2. febrúar 1984, unnusti hennar er Ólafur Smárason. Útför Bryndísar var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Elsku Bryndís litla systir. Mikið á ég eftir að sakna þín og okkar dag- legu funda yfir kaffibolla. Einkum og sér í lagi að heyra ekki hallóið þitt þegar þú bankaðir á hurðina og spurðir hvort ekki væri heitt á könn- unni. Við í fjölskyldunni erum ævinlega þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi okkar og þökkum Guði fyrir þær stundir sem við höfum átt saman. Nú ertu farin og við trúum því að þér líði nú vel á fallegum stað. Eiginmanni, börnum og öðrum að- standendum vottum við samúð okk- ar. Hvíl í friði. Kolbrún systir og fjölskylda. Gjafir lífsins eru svo sannarlega stórar og margvíslegar, en hitt er líka víst að skörðin sem höggvin eru í rað- ir okkar mannanna eru líka stór. Þeg- ar örlögin leiddu litla, ljóshærða, tíu ára gamla stelpu heim í dalinn voru þau fjölskyldunni sem þar bjó meira en góð og sú gjöf lífsins stór. Bryndís var sólargeisli sem gerði líf okkar allra svo miklu ríkara og betra. Hún var þannig manneskja að öllum leið vel nálægt henni og manni fannst maður alltaf betri eftir að hafa verið í návist hennar. Hún var hæfileikarík, umhyggjusöm, barngóð, jákvæð, glaðvær, stríðin, hlý og yndisleg. Hún var manneskja sem gaf af sjálfri sér og hafði alltaf tíma til að hlusta og vera vinur vina sinna. Okkur var hún óendanlega dýrmæt og núna þegar hún er farin er erfitt að sjá lífið fyrir sér án hennar. En, elsku Bryndís, við vitum hvað það var mikil gæfa að fá að kynnast þér og þökkum af alhug þann tíma sem við áttum saman og vonum að við sjáumst aftur þegar okkar tími kemur. Eitt er víst, að hvar sem þú ert og hvert sem þú ferð mun ást okkar, virðing og þakklæti ávallt fylgja þér. Þín Magnús, Karl, Unnur, Bryndís og Eygló. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Kæri Diddi, Ívar og Íris, guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Sigríður Ström. BRYNDÍS GYÐA JÓNSDÓTTIR STRÖM Það var eitt sumar sem ég var í sveit á Króki, hjá Jóni og Gunnu. Þar leið mér alltaf ofboðslega vel. Þetta var líka sumarið sem ég þroskaðist og lærði svo ótrúlega mikið á. Ég mun búa að því um ald- ur og ævi. Ég og Gunna eyddum ómældum tíma saman og lærði ég mikið á því. Maður lærir að vera þakklátur fyrir að vera heilbrigður og geta hreyft sig án allra hjálpar. Því miður þurfti Gunna að ganga í gegnum mikil veikindi og þessum þrautum ætlaði aldrei að ljúka. Alltaf kom meira og meira af þrautum. En aldrei fann ég fyrir uppgjöf og Gunna barðist til endaloka og var algjör hetja. Það sem ein mann- eskja þarf að ganga í gegnum er ólýsanlegt. Við skulum vona að þetta hafi verið kvótinn fyrir alla hennar afkomendur. Það er svo sorglegt að hún hafi GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Guðrún Sigurð-ardóttir fæddist í Hveragerði 14. desember 1961. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 29. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hveragerðis- kirkju 6. júlí. ekki fengið meiri tíma með barnabörnunum sem hún var svo spennt að fá. Þau voru hennar líf og yndi. En hún á eftir að geta fylgst með þeim frá öðrum stað þar sem hún verður ekki svona veik og líð- ur betur á. Svo fær hún að hitta pabba sinn sem ég heyrði svo ótalmargt um, en fékk aldrei að hitta, því miður. Ég ætla að kveðja Gunnu með mínum eftirlætis sálmi: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, elsku Gunna. Megi þér líða sem allra best. Elsku Helga, Ögmundur, Ída, Þorbjörn, Vigga, Daníel, Elínborg og fjölskylda, ykkur öllum vil ég votta alla mína dýpstu samúð. Megi guð og gæfan fylgja ykkur í gegn- um þessa miklu sorg. Sandra Rós Jónasdóttir, Blómsturvöllum. Okkur langar að minnast bekkj- arsystur okkar sem látin er alltof ung eftir löng og ströng veikindi. Guðrún var með glaðvært fas. Hún var góður félagi og vinur og þannig minnumst við skólasystkin- in hennar. Rauða fallega hárið hennar er líka ógleymanlegt. Við krakkarnir vorum alltaf velkomin á æskuheimili hennar á Dynskógum 26, hvað sem við vorum mörg og viljum þakka fyrir það. Ekki hikaði Guðrún við að bjóða okkur bekkjarsystkinunum heim til sín á 25. fermingarafmæli okkar ár- ið 2000. Þá voru veikindi hennar farin að gera verulega vart við sig og áttum við með henni ógleyman- legan dag. Guðrún sýndi styrk í veikindum sínum og var alltaf glöð og jákvæð þrátt fyrir mikið mótlæti og var lífsvilji hennar hreint ótrúlegur. Eftir hana liggur falleg handavinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.