Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 50
50 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Á MIÐVIKUDAG létust þrír og tveir
slösuðust alvarlega eftir tvö slys í
umferðinni, annars vegar á
Vestur-lands-vegi við Kjalar-nes og
hins-vegar á Garð-skaga-vegi rétt
utan við Sand-gerði.
Í árekstrinum á Vestur-lands-vegi
lést stúlka sem var farþegi og
ökumaður bílsins slasaðist
alvarlega. Á Garð-skaga-vegi létust
tveir menn í sendibíl og 17 ára
ökumaður fólks-bíls slasaðist
alvarlega.
Ágúst Mogensen, formaður
Rann-sóknar-nefndar umferðar-slysa,
segir hrað-akstur, vanrækslu á
notkun bílbelta og þreytu við akstur
vera algengustu orsakir alvarlegra
umferðar-slysa og kallar hann á
aðgerðir og segir brýnt að gera
veg-bætur á Vestur-lands-vegi,
svipaðar þeim sem gerðar hafa verið
á Reykja-nes-braut og í Svína-hrauni.
„Umferð á Vestur-lands-veginum er
ekki aðgreind úr gagn-stæðum áttum
en þar er um að ræða 1+1 veg. Nú
höfum við séð á þeim hluta
Reykja-nes-brautarinnar sem var
tvö-faldaður að ekki hefur orðið
banaslys eða harður árekstur frá því
veg-bæturnar voru gerðar. Sama á
við um Suður-lands-veginn þar sem
kominn er 2+1 vegur með vír sem
aðskilur umferð úr gagn-stæðum
áttum. Þess-vegna veltir maður fyrir
sér hvort Vestur-lands-vegurinn sé
ekki næstur á dagskrá,“ segir Ágúst.
Ágúst segir að mannleg mistök
hafi verið ástæðan í slysunum
tveimur og flest bendi til þess að á
Garð-skaga-vegi hafi verið um
hrað-akstur að ræða en einnig hafi
öku-maðurinn sem slasaðist
alvarlega ekki notað bíl-belti og hafi
hann því kastast út úr bílnum.
„Akstur krefst algerrar athygli og
benda má á að 3. til 4. algengasta
orsök bana-slysa á undan-förnum
árum hefur verið svefn og þreyta,“
segir Ágúst.
Þrjú banaslys í umferðinni
– kallað á vegabætur
Morgunblaðið/Júlíus
Þrír létust í umferðinni á miðvikudaginn og tveir slösuðust alvarlega. Myndin
er frá slysinu á Garðskagavegi en þar létust tveir og einn slasaðist alvarlega.
Í BRETLANDI fjölgar þeim
sem eiga plasma-flat-skjái
líkt og hér heima en þessi
þróun veldur stór-aukinni
orku-þörf að sögn breska
dag-blaðsins The Guardian.
Plasma-sjónvörp geta þurft
allt að fjórum sinnum meira
rafmagn en hefð-bundið
túbu-sjónvarp en þetta er haft
eftir Joseph Reger, yfir-manni
tækni-mála hjá Fujitsu
Siemens tölvu-fyrirtækinu í
München í Þýskalandi.
Þessi aukna orku-þörf
svarar til þess að reisa verði
tvö ný kjarn-orku-ver bara til
að útvega rafmagn fyrir
plasma-skjáina en þeir
myndu þurfa um 2,5 gígavött
af rafmagni ef þeir væri allir í
gangi samtímis, að sögn
Regers.
Fleiri tæki en plasma-skjáir
valda aukinni orku-þörf.
Stafræna byltingin sem nú
gengur yfir heimilin þýðir að
mörg heimili eru með fleiri
tæki en áður fyrir
afþreyingar-efni og má þar
t.d. nefna DVD tæki,
svokallaða flakkara sem eru
með efni geymt á hörðum
disk og fleira.
Um fjórðungur allrar
losunar á koltvísýringi í
andrúms-loftið stafar af
framleiðslu orku til
heimilis-nota en það er álíka
hlutfall og vegna samgangna.
Margir skilja sjónvarps-tæki
og önnur raftæki í gangi eða í
biðstöðu og eykur það
loft-mengun gríðarlega.
Þó er talið að aukin
umhverfis-vitund neytenda og
tækni-þróun í
rafmagns-tækjum muni
líklega leiða til hagkvæmari
tækja innan tíðar.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Plasmaskjáir geta þurft allt að fjórum sinnum meira rafmagn
en hefðbundið túbusjónvarp.
Meiri orkuþörf
með plasmaskjá
LÍBANSKIR flótta-menn halda
nú heim á leið enda virðist
flest benda til þess að
vopna-hléið milli Hizbollah og
Ísraels-hers muni halda eftir
að ísraelskir hermenn
yfir-gáfu austur-hluta
landa-mæra-svæðisins í
Líbanon á mánudaginn.
Margir Líbanar virðast
treysta því að stríðið sé búið
en næstum því milljón manns
hafa flúið heimili sín og um
100 þúsund eru heimilis-laus
eftir sprengju-árásir síðustu
vikna.
Varnar-mála-ráðherra
Líbanons, Elias Murr, sagði
að herinn myndi senda
fimmtán þúsund hermenn að
norður-bakka Litani-árinnar
nú um helgina til samræmis
við vopnahlés-ályktun
öryggis-ráðs Sameinuðu
þjóðanna. Bæði Ehud
Olmert, forsætis-ráðherra
Ísraels, og Hassan
Nasrallah, leiðtogi Hizbollah,
hafa fagnað sigri eftir átökin.
Vopnahlé virðist halda
– Líbanar á heimleið
Reuters
Líbönsk kona leitar að eigum sínum í rústum fjölbýlishúss í
suðurhluta Beirut á föstudaginn.
ÞAÐ ERU rúm tvö ár síðan
eins fáum kaup-samningum á
fast-eignum var þing-lýst og
nú. Samningarnir voru 67
talsins í liðinni viku en hafa að
meðaltali verið 126 á viku
síðustu tólf vikur og voru 174 í
sömu viku fyrir ári.
„Sala fast-eigna hefur verið
óhemju-mikil síðustu tvö til
þrjú árin og það reiknar enginn
með slíkum við-skiptum í
framhaldinu. Markaðurinn
nær sér vonandi á strik í
þessum mánuði eða í byrjum
september þó að búast megi
við því að samningar verði
færri en þeir hafa verið
undanfarin ár,“ segir Jón
Guðmundsson, lög-giltur
fast-eigna-sali hjá
Fast-eigna-markaðnum ehf.
Jón býst ekki við því að
við-skiptin aukist mikið fyrr en
vextir lækka að nýju. Bankar
virðast eiga erfitt með að lána
meðan Seðla-bankinn hækkar
stýri-vexti jafn mikið og gert
hefur verið á síðustu vikum.
Að sögn Jóns hefur ásett
verð fast-eigna verið að lækka
og kaupendur hafa nýtt sér
það í auknum mæli við
tilboðs-gerð. „Margir
seljendur sem hafa verið með
eignir í sölu í þrjá til fjóra
mánuði hafa nú séð sæng
sína upp-reidda og látið slag
standa,“ segir Jón.
Kaupendamarkaður á næstunni
ÍSLENSKA karla-lands-liðið í
knatt-spyrnu stóð sig vel gagn-vart
Spán-verjum í vikunni í vin-áttu-leik
þjóðanna á Laugar-dals-vellinum.
Tæplega þrettán þúsund
áhorfendur mættu í góðu veðri og
fylgdust með íslenska liðinu
verjast vel og var baráttu-gleði
íslenska liðsins mikil og nutu
spænsku stjörnurnar ekki neinnar
sérstakrar virðingar.
Eins og sjá má á myndinni átti
Arnar Þór Viðarsson í ströngu er
hann varðist þremur af stjörnum
spænska liðsins, þeim Raul
fyrir-liða og leik-manni Real Madrid,
Andreas Iniesta leik-manni
Barcelona og Jose Antonio Reyes
leik-manni Arsenal.
Morgunblaðið/Einar Falur
Landsleikur í knattspyrnu, 0-0.
Markalaust
jafntefli gegn
Spánverjum