Morgunblaðið - 20.08.2006, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 55
DAGBÓK
Mæðrastyrksnefnd hefur nú komið sérfyrir í nýju húsnæði í Hátúni 12b ogfer starfsemin þar í fullan gang ámiðvikudag.
Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir er varafor-
maður Mæðrastyrksnefndar: „Aðstaðan er öll
önnur en þar sem við vorum áður, á Sólvallagötu
48. Þar þurfti að bera allan varning inn en nú er
hægt að aka vörubrettum beint inn í hús sem gerir
starf okkar strax mikið auðveldara. Að auki er
húsnæðið stærra og bjartara og vinnuaðstaða öll
betri, en ekki hvað síst er nýja staðsetningin að-
gengilegri fyrir þá sem til okkar leita: bæði er nóg
af bílastæðum og engir þröskuldar sem hamlað
geta þeim sem eru með hjólastóla, barnakerrur
eða göngugrindur,“ segir Guðlaug af nýja staðn-
um.
Mæðrastyrksnefnd hefur starfað frá árinu 1928
og var upphaflega sett á laggirnar til að styðja ein-
stæðar mæður. Í dag er Mæðrastyrksnefnd sam-
starfsverkefni átta kvenfélaga. „Við aðstoðum fólk
sem þarfnast t.d. matar, fatnaðar og ýmissa húss-
og heimilismuna. Við styðjum einnig við bakið á
þeim sem þurfa sérstaka aðstoð vegna útgjalda við
fermingar, og hjálpum fólki við að senda börn sín í
sumardvöl en árlega fara 50-80 börn í sumarbúðir
fyrir tilstilli nefndarinnar. Einnig veitir Mæðra-
styrksnefnd sérstaka jólaaðstoð til viðbótar við
aðra aðstoð og tókum við í fyrra höndum saman
með Hjálparstofnun kirkjunnar og tókst það með
miklum ágætum.“
Aðstoð Mæðrastyrksnefndar einskorðast í dag
ekki við einstæðar mæður með börn: „Það hefur
sýnt sig að margir þurfa á aðstoð að halda: bæði
leita til okkar einstæðir feður, sem og öryrkjar og
eldri borgarar, en ætla má að við veitum upp undir
500 heimilum aðstoð í hverjum mánuði, fyrst og
fremst með matargjöfum,“ segir Guðlaug.
Fjöldi góðra stuðningsamanna gerir Mæðra-
styrksnefnd kleift að sinna starfi sínu: „Við fáum
mikið gefins og erum við nefndarkonur afskaplega
þakklátar þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem
verið hafa svo hugulsöm og gjafmild við okkur í
gegnum tíðina.“
Guðlaug segir mikla þörf fyrir þá aðstoð sem
Mæðrastyrksnefnd veitir, og segir fólk ekki mis-
nota nefndina: „Við sjáum að flestir koma ekki til
okkar fyrr en líða fer á mánuðinn, þegar róðurinn
er farinn að þyngjast hvað mest. Mörgum reynist
mjög erfitt að koma hingað, sérstaklega í fyrsta
skipti, og reynum við að gera þeim það eins auðvelt
og hægt er. Fólk má gjarna hringja á undan sér og
ræða við starfsmann ef það vill þiggja aðstoð okk-
ar, og tökum við vel á móti því,“ segir Guðlaug.
Afgreiðsla á mat og fatnaði hjá Mæðrastyrks-
nefnd er á miðvikudögum kl. 14 til 17 en aðra virka
daga er skrifstofa nefndarinnar opin kl. 10 til 15.
Sími Mæðrastyrksnefndar er 551 4349.
Góðgerðarmál | Starfsemi hefst á miðvikudag í stærra húsnæði með betra aðgengi og aðstöðu
Mæðrastyrksnefnd flutt í Hátún 12b
Guðlaug Jónína Að-
alsteinsdóttir fæddist í
Fljótum í Skagafirði
1946 Hún ólst upp á
Siglufirði og lauk gagn-
fræðaskólaprófi þaðan
1965, og útskrifaðist
frá Hússtjórnarskóla
Reykjavíkur 1965. Guð-
laug starfaði hjá IBM
1965-1967 og hjá Flug-
félagi Íslands, síðar FL-
Group, árið 1967, þar sem hún starfar enn
sem skrifstofumaður hjá Fjárvakri. Guðlaug
var formaður Thorvaldsensfélagsins 1998-
2004 og hefur verið varaformaður Mæðra-
styrksnefndar síðan 2004. Guðlaug er gift
Sigurði Geirssyni skólastjóra og eiga þau tvo
syni og einn sonarson.
EM í Varsjá.
Norður
♠862
♥D652 N/Enginn
♦KG85
♣G2
Vestur Austur
♠D7 ♠K5
♥G3 ♥Á1098
♦Á932 ♦D10764
♣ÁD1094 ♣75
Suður
♠ÁG10943
♥K74
♦--
♣K863
Einn, tveir og fjórir spaðar. Þann-
ig gengu sagnir víða í spilinu að of-
an, sem er frá áttundu umferð Evr-
ópumótsins. Þorlákur Jónsson var
einn sagnhafinn í fjórum spöðum og
varð að vanda sig til að sleppa tvo
niður eftir hjartagosann út. Ítalinn
Lorenzo Lauria fékk hagstæðara út-
spil, sem lagði grunninn að miklu
ævintýri:
Vestur Norður Austur Suður
Nyström Versace Bertheau Lauria
-- Pass Pass 1 spaði
Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Svíinn Frederik Nyström valdi að
leggja niður laufásinn í upphafi. Út-
spilið er illa heppnað, en vestur
sleppur vel frá því ef hann spilar
laufdrottningu í öðrum slag. Austur
getur yfirtrompað blindan og svo
fær vörnin alltaf tvo slagi á hjarta
og annan trompslag.
En Nyström hélt áfram á frum-
legu brautinni og skipti yfir í tromp-
sjöu. En það virðist líka í góðu lagi,
því enn á vörnin hjartaslagina tvo og
að minnsta kosti einn á tromp, ekki
satt?
Nei. Bertheau tímdi ekki kóngnum
– skiljanlega, því hann vildi geta yf-
irtrompað lauf í borði. Lauria fékk
því heldur óvæntan slag á spaða-
níuna. Og þegar hann lagði niður
spaðaásinn næst komu drottning og
kóngur siglandi.
Enn vantaði þó slag. Lauria
spilaði hjarta á drottningu, sem
Bertheau drap og sendi hjartatíuna
um hæl. Kóngurinn upp og gosinn
féll hjá Nyström. Nú þóttist Lauria
viss um að hjartað væri 4-2 og lét
litinn eiga sig. Þess í stað egndi
hann gildru fyrir Nyström – spilaði
LITLU laufi undan kóngum að gos-
anum í borði!
Og Nyström dúkkaði!?
Ekki er öll vitleysan eins. En
skrýtnir hlutir gerast stundum við
spilaborðið, jafnvel hjá þeim bestu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3
Bb4 5. Bg5 O-O 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3
Rbd7 8. e3 c5 9. cxd5 exd5 10. Da4
Db6 11. Bd3 c4 12. Hb1 De6 13. Bc2
Re4 14. Db4 Dg4 15. Bh4 Dxg2 16.
Ke2 a5 17. Db2 Ha6 18. Hbg1 Dh3
19. Bd1 Hb6 20. Dc2 Hb3 21. Ke1
Hxc3 22. Db2 Hd3 23. Bg3
Staðan kom upp á sterku al-
þjóðlegu kvennamóti sem lauk fyrir
skömmu í Krasnoturyinsk í Rúss-
landi. Rússneski alþjóðlegi meist-
arinn Nadezhda Kosintseva (2472)
hafði svart gegn stórmeistaranum og
fyrrverandi heimsmeistara kvenna í
skák, Zhu Chen (2476), sem teflir nú
fyrir Katar. 23 … Hxd1+! 24. Kxd1
Dh5 25. Ke2, hvítur hefði tapað
drottningunni eftir 25. De2 Rc3+.
25 … Rg5 26. Bd6 Dxf3+ og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Tók Morrissey
myndavélina?
SEINUSTU helgi fór ég á æð-
islega Morrissey-tónleika í Laug-
ardalshöll en í lok þeirra tók ég
eftir því að myndavélin mín hafði
dottið úr töskunni. Myndavélin er
af tegundinni Olympus og er staf-
ræn. Ef einhver hefur fundið hana
bið ég viðkomandi vinsamlegast um
að hafa samband í síma 6905122.
Björk
Gullkross tapaðist
GULLKROSS með pínulitlum
demant á gullkeðju tapaðist
fimmtudaginn 17. ágúst fyrir há-
degi fyrir utan Hlynsali í Kópavogi
eða Stórhöfða.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
um að hafa samband í síma 557-
6799, vinnusími 522-3220, farsími
893-1022. Krossins er sárt saknað.
Til þeirra er málið varðar –
sértrúarsöfnuða
ÞAÐ er ljótt hvernig þið hagið
ykkur gagnvart bróður ykkar. Ég
held að fáfræði ykkar og kukli sé
um að kenna að þið misskiljið
grundvallarþátt við upphaf sam-
kynhneigðar, en hún hefst strax við
æxlun. Þið herrarnir eruð bissnes-
menn fyrst og fremst, það vita allir
sem átt hafa sjúka aðstandendur
sem hafa leitað til ykkar, og kann-
að dyggilega hvort skjólstæðing-
urinn eigi vel stönduga ættingja
sem hægt væri að koma við pyngj-
una á, svona aukalega. Lítið yður
nær áður en þið dæmið.
Aðstandandi samkynhneigðs drengs
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Hlutavelta | Þessir ungu duglegu drengir, Ástþór Bergur og Logi, héldu tombólu
um daginn og söfnuðu 2.504 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands.
Hlutavelta | Fjórar duglegar vinkonur söfnuðu á tombólu um daginn 5.777 krón-
um til styrktar Rauða krossi Íslands. Þetta voru þær Thelma María Guðmunds-
dóttir, Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, Halla María Helgadóttir og Fjóla Björk
Kristinsdóttir en á myndina vantar Fjólu Maríu.
Ráðgjafaskóli Íslands er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við,
ráðgjöf fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra, t.d. ráðgjafa,
félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, guðfræðinga og lækna og er
ætlað að tengja saman persónulega reynslu, starfsreynslu og menntun á þes-
sum sviðum.
Eftirfarandi er m.a. tekið fyrir í náminu:
• Grunnþekking á alkóhólisma og fíkn í önnur efni en áfengi.
• Vinsun, inntaka, meðferðarkynning og mat á skjólstæðingi.
• Ráðgjöf (einstaklings-, hóp- og fjölskylduráðgjöf) og tækni til inngripa.
• Meðferðarstjórnun, meðferðaráætlanir, skýrsluhald.
• Inngripatækni í áföllum.
• Forvarnir og fræðsla.
• Samstarf við aðra fagaðila.
• Siðfræði, lögfræðileg álitamál, trúnaðarmál.
• Sérstakir hópar (þjóðerni, menning, kynhneigð, kynferði, alnæmi og fatlanir).
• Líffræði og efnafræði áfengis og annarra vímuefna (lögleg, ólögleg, sniffefni og
nikótín).
• Sálfræðileg, tilfinningaleg og persónuleg álitamál, þroski skjólstæðinga.
• Tólf spor, erfðavenjur og heimspeki sjálfshjálparhópa.
Umsóknarfrestur um skólavist á haustönn 2006 er til 25.ágúst.
Upplýsingar og eyðublöð fást hjá:
Ráðgjafaskóla Íslands, pósthólf 943, 121 Rvík.
Netfang stefanjo@xnet.is, sími 553 8800,
fax 553 8802 og www.forvarnir.is
DRENGJAKÓR REYKJAVÍKUR
AUGLÝSIR EFTIR HRESSUM OG
ÁHUGASÖMUM STRÁKUM
• Drengjakórinn 8-12 ára
• Undirbúningsdeild 6-7 ára (45 mín. á viku)
Meðal verkefna í vetur:
• Jólatónleikar í Hallgrímskirkju
• Upptökur og útgáfa á geisladiski
• Vortónleikar í Hallgrímskirkju
• Söngferðalag innanlands í byrjun júní 2007
Heimasíða kórsins er www.drengjakor.is
Innritun og prufusöngur fer fram í Hallgrímskirkju
mánudaginn 4. september frá kl. 17.00-19.00.
Æfingar í Hallgrímskirkju
mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00-18.45.
Nánari upplýsingar í símum 896 4914 og 862 0065.
Hef opnað sálfræðiþjónustu
í Skúlatúni 6, 105 Reykjavík
Veiti ráðgjöf og meðferð með áherslu á hugræna atferlismeðferð. Fæst
við margvíslega erfiðleika eins og þunglyndi, kvíða, streitu og kulnun í
starfi. Veiti einnig meðferð vegna síþreytu, vefjagigtar og
verkjavandamála. Held námskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga um
streitu og streitustjórnun. Veiti einnig aðstandendum fólks með
geðraskanir ráðgjöf og samtalsmeðferð.
Eggert S. Birgisson, Cand. Psych., sálfræðingur,
Skúlatúni 6, 3. hæð, 105 Reykjavík.
Tímapantanir alla virka daga í síma 663 5519 eða með tölvupósti á
netfangið eggert@persona.is