Morgunblaðið - 20.08.2006, Qupperneq 58
fyrir nýja nemendur á
grunnskólastigi haustið 2006
Verður haldið í húsnæði skólans
Engjateigi 1, 105 Reykjavík
Miðvikudaginn 23. ágúst
Grunnstig 1. ár: kl. 17:30
(börn fædd 1997)
Nemendur sem eru lengra komnir
geta mætt í prufutíma
samkvæmt samkomulagi
Listdansskóli Íslands hefur viðurkenningu menntamálaráðuneytisins sem
einkaskóli á framhaldsskólastigi.
Nánari upplýsingar veittar í síma 588 9188
Nám við Listdansskóla Íslands er samkvæmt aðalnámskrá á grunn- og framhaldsstigi.
Skólinn verður frá 1. ágúst 2006 rekinn af Dansmennt ehf,
sem er einkahlutafélag í eigu Listaháskóla Íslands.
INNTÖKUPRÓF
Borgarleikhúsinu
Föstudag 8. september kl. 19.30
Föstudag 8. september kl. 22.00
Miðaverð kr. 3.100 miðagjald innifalið.
Miðasala hafin á
www.borgarleikhusid.is og www.midi.is
Sími: 568 8000
www.hordurtorfa.com
58 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
PANTIÐ MIÐA
TÍMANLEGA Í
SÍMA 437 1600
Leikstjóri: Peter Engkvist
LEIKHÚSTILBOÐ
Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði
frá kr. 4300 - kr. 4800
Sýningar
í ágúst
Lau. 19. ágúst kl. 20 örfá sæti
Sun. 20. ágúst kl. 15 uppselt
Sun. 20 ágúst kl. 20 uppselt
Fös. 25. ágúst kl. 20 uppselt
Lau. 26. ágúst kl. 20 Laus sæti
Lau. 2. sept. kl. 20 uppselt
Sun. 3. sept. kl. 15
Sun. 3. sept. kl. 20
ARKÍTEKTARNIR Margrét Harð-
ardóttir og Steve Christer hjá Studio
Granda eru saman tilnefndir til Sjón-
listarorðunnar 2006 fyrir nýjan nem-
endagarð og rannsóknar- og frum-
kvöðlasetur Viðskiptaháskólans á
Bifröst. Byggingin setur sterkan
svip á svæðið við Bifröst þó með hóg-
værum hætti sé. Hún er stílhrein og
lágstemmd, þökk sé bæði látlausu
formi og jarðbundinni koparáferð, en
er á sama tíma töluvert stærri en
þær byggingar sem fyrir eru á svæð-
inu. Eftir því sem kemur fram í um-
sögn dómnefndar samlagast hún
engu að síður landslaginu og mann-
gerðu umhverfinu í kring.
Leyst úr brýnni þörf á
hagkvæman hátt
Margrét verður fyrir svörum fyrir
hönd þeirra Steves. Hún segir að
mjög afmarkaðar og takmarkandi
forsendur hafi verið lagðar verkinu
til grundvallar þegar farið var af
stað.
„Það var orðið mjög knýjandi að
byggja nemendagarða við Bifröst en
það þurfti hins vegar að gerast á
lágmarkskostnaði. Í húsinu er 51
einstaklingsíbúð fyrir nemendur en
einnig alls óskyld starfsemi á
jarðhæð,“ útskýrir hún en þessar
ólíku þarfir gerðu verkefnið flóknara
og dýrara heldur en ef um eina
tegund af starfsemi hefði verið að
ræða.
„Það var því í rauninni verið að
leysa mjög brýna þörf á staðnum á
eins hagkvæman hátt og mögulegt
var. Þessar forsendur mótuðu mjög
úrlausn verkefnisins og voru ögrandi
viðfangsefni.“
Til viðbótar er byggingin mun
stærri en þau hús sem fyrir eru á
staðnum. „Það þurfti einhvern veg-
inn að laga bygginguna að mæli-
kvarða byggðarinnar í kring svo ég
tali ekki um að hinu viðkvæma nátt-
úruumhverfi sem þarna er.“
Að sögn Margrétar má að þessu
leyti segja að arkítektúr sé frábrugð-
inn hönnun almennt. „Greinin er svo
rígbundin við veruleikann og kaldar
staðreyndir.
Þetta þarf þó ekki endilega að hafa
slæm áhrif á sköpunarkraftinn, held-
ur gerir hann enn mikilvægari, því
það er eina vopnið og það er hægt að
gera eitthvað úr öllu ef maður missir
ekki móðinn.“
Margét vonast til þess að bygg-
ingin sé gott dæmi um að metnaður
þurfi ekki að víkja í byggingalist þó
fé sé af skornum skammti.
„Sem betur fer höfðu skólayfirvöld
skilning á mikilvægi hönnunar og
reyndar er byggingin fyrsti áfangi í
framtíðarsýn skólans, verkefni sem
líka hefur verið unnið af Studio
Granda. Það er tilraun til að sjá fyrir
afleiðingar mikillar uppbyggingar á
þessum fallega stað, svo byggðinni
verði beint í góðan farveg og auki við
náttúrulega fegurð staðarins fremur
en rýri. Það er svo auðvelt að eyði-
leggja einmitt það sem gerir staðinn
svo áhugaverðan.“
Fallegur arkítektúr
skiptir miklu máli
„Það sem er sérstaklega ánægju-
legt við tilnefninguna til Sjónlist-
arorðunnar er að um er að ræða
hversdagslega byggingu sem margir
eiga eftir að nota,“ heldur Margrét
áfram. „Fallegur arkítektúr er ekki
einungis einhver munaður eða lúxus.
Hann á erindi inn í allt umhverfi okk-
ar og skiptir þjóðfélagið miklu máli.
Byggt umhverfi okkar hér á Íslandi
gæti verið svo margfalt betra með
aðeins meiri hugsun og undirbúningi
framkvæmda. Þeir sem stýra bygg-
ingariðnaðinum og halda utan um
fjármagnið eru því miður ekki alltaf
meðvitaðir um þá ábyrgð sem á þeim
hvílir fyrir hönd okkar hinna og sjá
ekki endilega möguleikana sem þeim
bjóðast. Þá vantar oft gott aðhald og
skilning á afleiðingum athafna sinna.
Við þurfum að koma á betri sam-
vinnu milli fjármögnunaraðila, bestu
fagmannanna og almennings svo
samfélagið allt njóti góðs af. Góð
byggingarlist er fín fjárfesting sem
skilar sér margfalt til baka í betri
Sjónlist | Margrét Harðardóttir og Steve Christer eru
tilnefnd til Sjónlistarorðunnar 2006
Byggingin hýsir nemendagarð ásamt rannsóknar- og frumkvöðlasetri. Hún er fyrsti áfangi í framtíðarsýn skólans.
Lýsandi dæmi um vel
heppnaða húsagerðarlist
Morgunblaðið/Eyþór
Margrét Harðardóttir og Steve Christer stofnuðu Studio Granda árið 1987.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is