Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 20.08.2006, Síða 64
64 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON H.J. MBL. eee S.U.S. XFM 91,9 LADY IN THE WATER kl. 6 - 8:20 - 10:40 B.i. 12.ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 9 - 10:30 B.i. 12.ára. SUPERMAN kl. 6 B.i. 10.ára. THE BREAK UP kl. 5:30 - 8 - 10:30 Leyfð JOHNNY DEPP ORLANDO BLOOM KIERA KNIGHTLEY 57.000 GESTIR TVEIR BRÆÐUR. EIN HELGI. ENGIN SKÖMM. MEÐ CHRIS KLEIN ÚR “AMERICAN PIE” MYNDUNUM. SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA Frá leikstjóra Sixth Sense, Signs og Village. PAUL GIAMATTI (SIDEWAYS) SÝNIR STJÖRNULEIK með hinum knáa Freddie Highmore úr „Charlie & the Chocolate Factory“ og „Finding Neverland„ Allt getur gerst ef þú bara trúir á það. úr smiðju Jim Henson Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna OVER THE HEDGE M/ísl tali kl. 2 - 4 STORMBREAKER kl. 6 - 8 SILENT HILL kl. 10 PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR kl. 2 - 4 MIAMI VICE kl. 9 5 CHILDREN AND IT kl. 2 - 4 Leyfð HALF LIGHT kl. 8 - 10:20 B.i.16 OVER THE HEDGE M/ísl tali kl. 2 - 4 PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 - 9 THE LONG WEEKEND kl. 6 B.I.14 eee V.J.V - TOPP5.IS Gefum okkur að það sé hægtað skipta menningu og list-um upp í tvo flokka, í há- menningu og lágmenningu. Ég held, ég endurtek „ég held“, að það sé ekki hægt en sé þessi raunveru- lega skipting til, þá er ég búinn að velta mér upp úr hinni ófínni und- anfarna daga eins og fíll í forarpolli. Já, ég er að tala um Rockstar- þáttinn, ég er kominn með þrá- hyggju fyrir honum og segja má að þessi pistill hafi sprottið fram full- skapaður í einu vetfangi eftir að ég horfði á síðasta þátt.    Einhverra hluta vegna reynistRockstar vera hið mesta hug- arfóður – sem einhverjum myndi finnast kaldhæðið. Taugarnar fá líka vænt adrenalínskot þegar mað- ur fylgist með sjálfri keppninni en svo, eins og með Survivor, fer mað- ur að rembast við að hampa hinum og þessum á meðan maður leggur óstjórnlega fæð á aðra. Ég er mein- fýsinn í garð Lukasar á meðan ég er orðinn sannfærður um að Magni sé hreinn og beinn snillingur. Greinar um Rockstar hrynja inn í blöðin um þessar mundir, allir virð- ast hafa skoðun á málinu og ýmist úthúða þættinum sem drasli eða eiga ekki til orð yfir dásemdum samsplæsingar á rokki og róli og kappleik. Þessi mikla umræða er ein öruggasta sönnun þess að þátta- formúlur virka.    Annars er ég farinn að sjá hvertstefnir með þessum þætti. Þátturinn er bandarískur, hljóm- sveitin bandarísk og undir og yfir er andi Hollywood og Vegas. Sem sagt, þetta er allt afskaplega amer- ískt. Og hafið þið ekki tekið eftir því hvernig smátt og smátt er verið að henda út exótísku söngvurunum ef svo má kalla. Það er voða gaman að hafa einn Ástrala, einn Íslending o.s.frv. en mér sýnist allt stefna í að það eigi að halda eftir „amerískum“ söngvurum, sem eru kyndilberar þeirrar meðal- og yfirborðs- mennsku sem einkennir þessa dags markaðsrokk. Ryan Star, það smeðjulega illfygli, á eftir að vinna. Magni stóð í fyrsta sinn frammi fyrir því að vera með neðstu þremur keppendunum í síðasta þætti. Það kom mér ekki á óvart, enda var flutningur hans á „Starman“ ósann- færandi. Dómaratríóið, Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason New- stead voru þó að vanda yfir sig hrifnir og virtust reyndar yfir sig hrifnir af nánast öllu sem á borð var borið. Ég er hræddur um að þetta dómgreindarleysi verði tekið með upp á svið, inn á plötu og í rútuna þegar þáttaröðinni lýkur. Magni bjargaði sér með því að syngja leiðinlegasta lag í heimi, „Creep“ eftir Radiohead.    Ég verð ekki svekktur ef Magni„tapar“, verð fremur feginn því að hugur minn er hjá kærustu hans og nýfæddum syni. Einhvern veginn hljómar það lítt spennandi að þurfa að eyða einu ári í að taka upp plötu með Supernova og túra síðan um heiminn með henni. Já, lítt spennandi, segi ég. Lögin sem ég heyri frá bandinu eru arfa- slök, hljóma eins og annars flokks útgáfa af Velvet Revolver og með- limir allir meira og minna útbrunnir rokkhundar. Líkt og með Idol eru töfrarnir og stuðið mest á meðan þáttaröðin er í gangi. Þó að yfirlýst markmið þar sé að söngstjarna eigi að koma í leitirnar og svo muni frægðarferill hennar hefjast í kjöl- farið með tónleikum, plötum og áritanaflóði verður það sjaldnast raunin. Allflestar íslensku Idol- plöturnar hafa þannig reynst frem- ur slakar og „stjörnurnar“ hafa ekki beint skotist upp í himin- hvolfið. Mig grunar að sama verði upp á teningnum hvað varðar Sup- ernova. Já, mér líst ekkert á það að Magni lendi í þessum félagsskap. En mun Magni svo ganga í Á móti sól á nýjan leik er heim verður kom- ið. Eða er ný rokksveit í uppsigl- ingu? Ég skal að endingu gefa þessa hugmynd frítt: Íslenskt Rock Star. Skothelt efni. Dregur til tíðinda ’Greinar um Rockstarhrynja inn í blöðin um þessar mundir, allir virðast hafa skoðun á málinu og ýmist úthúða þættinum sem drasli eða eiga ekki til orð yfir dá- semdir samsplæsingar á rokki og róli og kappleik. Þetta er ein öruggasta sönnun þess að þáttaformúlur virka.‘ „Einhvern veginn hljómar það lítt spennandi að þurfa að eyða einu ári í að taka upp plötu með Supernova og túra síðan um heiminn með henni.“ arnart@mbl.is AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Ljósmynd/Jeff Bottari Magni er kominn í sjö manna úrslit í Rock Star: Supernova, en er ekki í sérlega góðum félagsskap.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.