Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 68

Morgunblaðið - 20.08.2006, Page 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. FIMMTÁN manna vinnuhópur frá listaskólum í Þýskalandi vinnur um þessar mundir að því að gera upp hús og listaverk listamannsins með barnshjartað, Samúels Jóns- sonar í Brautarholti í Selárdal. Verkið er unnið undir hand- leiðslu þýska myndhöggvarans Gerhard König og tveggja ann- arra leiðbeinenda, en þetta er annað sumarið í röð sem König tekur að sér þetta verk. Segir hann ekki munu nást að klára við- gerðirnar nú í sumar en er þess fullviss að verkið klárist næsta sumar. Vinsæll ferðamannastaður Eins og kunnugt er reisti lista- maðurinn Samúel á sínum tíma tvö hús af eigin rammleik, annars vegar kirkju utan um altaristöflu sem hann málaði og hins vegar listasafn utan um verkin sín. Alls leggja um fjögur til fimm þúsund ferðamenn leið sína í Selárdal á sumri hverju í þeim tilgangi að skoða listaverk Samúels. | 39 Viðgerðir í Selárdal langt komnar Morgunblaðið/RAX LK BENNETT er þekkt nafn í breska tískuheiminum og tengja flestir það við fal- lega skó og fatnað. Færri vita þó að konan á bak við tískuveldið á ættir að rekja til Ís- lands. LK stendur fyrir Linda Kristin en millinafnið sækir hún til ömmu sinnar úr Skaga- firðinum. Hún heimsæk- ir landið árlega ásamt fjölskyldunni og sækir innblástur til íslenskrar náttúru. Linda forðast jafnan athygli fjölmiðila og fer sjaldan í viðtöl. Tímarit Morgunblaðsins fékk þó tækifæri til að heimsækja hana í London. Margar þekktar konur eru á meðal við- skiptavina LK Bennett en ein sú þekktasta er áreiðanlega Camilla Parker Bowles, her- togaynjan af Cornwall. Linda hannaði brúðarskó hertogaynjunnar fyrir brúðkaup hennar og Karls Bretaprins. „Bæði her- togaynjan og Laura, dóttir hennar, höfðu verið viðskiptavinir LK Bennett árum sam- an og það gladdi mig mjög að vera beðin um að hanna skó fyrir konunglega brúð- kaupið,“ segir Linda m.a. í viðtalinu. Fyrsta búð LK Bennett var opnuð árið 1990 en í lok þessa árs verða verslanirnar orðnar 50 talsins. Linda var valin Veuve Clicquot-kona ársins í viðskiptum árið 2004 og í fyrra var hún á lista The Sunday Times yfir ríkasta fólk Bretlands. Hannaði brúð- arskó Camillu Parker Bowles Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is EIN kvörtun hefur borist frá sjúklingi til land- læknisembættisins vegna nýlegs tilvísunarkerf- is til hjartalækna. Heimilislæknir segir engan hafa komið til sín og óskað eftir að fara til hjartalæknis sem ekki hafi haft þörf fyrir það, og segir að yfir 90% tilvísana sem hann gefi út séu vegna fólks sem sé í meðferð hjá hjarta- lækni. Eins og fram hefur komið er enginn samn- ingur í gildi um greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins fyrir þjónustu hjartalækna, en í nýlegri reglugerð er sjúklingum gefinn kostur á endur- greiðslu vegna kostnaðar fyrir þjónustu hjarta- lækna ef heimilislæknir þeirra vísar þeim til hjartalæknis. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að landlæknisembættinu hafi einungis borist kvörtun frá einum sjúklingi vegna þessa nýja fyrirkomulags. „Auðvitað hefur þetta skapað ákveðin óþægindi fyrir suma, en í heild finnst mér þetta hafa gengið vonum framar.“ Matthías segist ekki hafa nein staðfest dæmi um að sjúklingar hafi fengið ranga meðferð hjá heimilislækni vegna þessa fyrirkomulags. Hann hafi heyrt umfjöllun um eitt slíkt mál í fjöl- miðlum, en fyrirspurnum hans til þess er málið varðaði hafi ekki verið svarað. Ekki sé hægt að túlka það öðruvísi en að sú fullyrðing eigi ekki við rök að styðjast. 1–2 tilvísanir á dag Sigurbjörn Sveinsson, heimilislæknir og for- maður Læknafélags Íslands, segir að með þessu kerfi sé verið að sóa tíma sjúklinga, og gera þeim erfitt fyrir. Hann segir að í sínu starfi hafi hann ekki enn fengið til sín sjúkling sem óski eftir tilvísun til hjartalæknis sem þangað eigi ekki erindi. „Ég hef ekki á takteinum dæmi úr mínu starfi þar sem ég hef fengið beiðni um ónauðsynlega tilvísun,“ segir Sigurbjörn. „Ég veit ekki hvernig reynslan er hjá öðrum læknum, en ég hef gefið út allmargar tilvísanir. Langflestar, yfir 90%, eru fyrir sjúklinga sem eru í meðferð hjá hjartalækni, hafa verið um lengri eða skemmri tíma. Margir hverjir eru þar upphaflega samkvæmt minni tilvísun.“ Þessir sjúklingar hafa því fullkomlega eðli- legar ástæður fyrir því að hitta sinn hjartalækni reglulega, og segir Sigurbjörn að ef þetta kerfi sé tilraun til að prófa hvort tilvísanir geti verið sparnaðartæki sé ljóst að það gangi ekki. Hann segir að um 1–2 sjúklingar komi til sín á dag til að fá tilvísun til hjartalæknis, en tekur fram að sú tala sé byggð á sinni tilfinningu og ekki fund- in út með vísindalegum aðferðum. Tilvísun eftir á Eitthvað er um að fólk fari til hjartalæknis án þess að afla sér tilvísunar, hvort sem er vegna þess að ekki vinnst tími til að fara fyrst til heim- ilislæknis eða vegna þess að sjúklingurinn veit ekki af því að tilvísun þurfi. „Ég tek því vel ef sjúklingurinn er hjá hjartalækninum að mínu undirlagi, og þetta hefur einhvernveginn farið í kross,“ segir Sigurbjörn. „Það er alveg sjálfsagt að greiða götu þessa fólks, enda var því lýst yfir af hálfu ráðuneyt- isins að það yrði reynt að koma til móts við þarf- ir almennings og skapa ekki óþægindi og óánægju að óþörfu. Þannig að allir sanngjarnir læknar hafa reynt að leysa flestra mál eins og kostur er.“ Aðeins ein kvörtun hefur borist landlækni vegna tilvísanakerfis hjartalækna Yfir 90% tilvísana vegna fólks í reglulegri meðferð SEM lið í því að virkja hugmynda- flug og sköpunargleði almennings í tengslum við Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík er búið að skipuleggja heimildamyndakeppni samhliða hátíðinni, sem er opin öll- um. Að sögn Hrannar Marinósdótt- ur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er yfirskrift keppninnar „fjölskyldan mín“ og segir hún keppendur fá ein- stakt tækifæri til að spreyta sig á kvikmyndagerð og fá um leið ókeyp- is kennslu í því hvernig eigi að vinna og klippa mynd. | 18–19 Heimilda- myndir um fjölskylduna GRÍÐARLEG stemning var í gærmorgun þegar Reykjavíkurmaraþon Glitnis hófst enda alger sprenging í þátttökunni sem fór langt fram úr björtustu vonum mótshaldara. Hátt í tíu þúsund manns skráðu sig til þátt- töku á ýmsum hlaupavegalengdum, meira en tvöfalt fleiri en í fyrra en þá hlupu 4.100 manns. Liðlega fjögur þúsund manns skráðu sig til þátttöku í Latabæjarmaraþoninu og 2.300 hlupu 10 kílómetra hlaupið. Um 800 útlendingar tóku þátt í hlaupinu og hafa aldrei verið fleiri. Jiri Wallenfells frá Tékklandi sigraði í maraþonhlaupi karla en Nathalie Freyling frá Frakklandi vann maraþon kvenna. Morgunblaðið/Jim Smart Alger sprenging í þátttöku ÞRÍR LAXAR með síritandi mælimerkjum frá Stjörnu-Odda hafa verið endurheimtir í Kiðafellsá í Kjós en þeim var sleppt sem seiðum í fyrravor. Við skoðun á merkjunum kom í ljós að þau hafa skráð hita og dýpi laxins allan dvalartímann og er þetta í fyrsta skipti í heiminum sem slíkar upplýs- ingar fást um sjávardvöl laxins, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, framkvæmda- stjóra Veiðimálastofnunar. Á grunni þeirra verður hægt að áætla farleiðir laxanna. „Þetta er stærsti sigur sem við höfum séð um langt skeið. Ég er rétt kominn ofan í fimmta himin, úr þeim sjöunda,“ segir Sig- urður. Hann segir að fljótt á litið bendi hita- tölur til að laxarnir hafi haldið sig suðvestur af landinu yfir veturinn en samkvæmt merkjunum eru ferlar fiskanna þriggja lík- ir. „Það er nokkur léttir og sýnir að þeir virðast halda sig á ákveðinni slóð. Þess vegna var einnig keppikefli að ná nokkrum [löxum],“ segir Sigurður. Mikilvæg sýn inn í veröld laxins  Fyrstir | 6 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.