Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Glæsilegar úlpur og kápur Nýtt frá Laugavegi 28, sími 562 6062 Hörkugóður afsláttur af útsöluvöru Sportfatnaður frá kr. 990 www.belladonna.is Vertu þú sjálf vertu Belladonna Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15 Íslendingar eru farnir að eygja verðlaunasætin á Evrópumótinu í brids, en þegar 8 umferðir voru eftir af mótinu í gær var Ísland í 4. sæti í opna flokknum og stutt í þriðja sætið. Þá aukast líkurnar stöðugt á að Ísland tryggi sér sæti á heimsmeistaramótinu í brids á næsta ári en þangað komast sex efstu sveitirnar í Varsjá en nokkuð langt er þessa stundina í sveitina í 7. sæti. Íslenska sveitin á eftir að spila við 6 sveitir sem eru fyrir neðan miðju í mótinu, en í tveimur síðustu umferðunum mætir hún Dönum og Svíum, sem kunna sitt hvað fyrir sér. Sænska liðið varð þó fyrir áfalli á mánudag þegar Peter Fredin, sem verið hefur fastamað- ur í sænskum landsliðum um ára- bil, var rekinn heim fyrir agabrot. Svíarnir spila því aðeins fimm það sem eftir er. Veikindi hafa raunar sett smá strik í reikninginn í íslensku her- búðunum í þessari viku, og því var kærkomið að eiga frí á mánudag og yfirsetu í síðustu umferðinni í gær. Það kom þó lítið niður á spila- mennskunni í gær en Íslendingar byrjuðu daginn á því að vinna Hvíta-Rússland, 25:3, og mættu síðan Ungverjum í öðrum leik. Ungverjar eru á svipuðum slóðum og Íslendingar og berjast um eitt af sex efstu sætunum. Ungverjarnir byrjuðu betur í leiknum en síðan náðu Íslendingar yfirhöndinni með tveimur tígul- slemmum. Þetta var önnur slemm- an: Norður ♠K75 ♥D943 ♦KG6 ♣D74 Vestur Austur ♠103 ♠G9864 ♥ÁG108 ♥7652 ♦43 ♦8 ♣K9852 ♣1063 Suður ♠ÁD2 ♥K ♦ÁD109752 ♣ÁG Eins og sést er hægt að henda 6 tíglum í suður í vegg; vandamálið er að komast í slemmuna. Rúmlega helmingur paranna, sem sátu NS í mótinu, komust í 6 tígla en tæpur helmingur spilaði geim, 3 grönd eða 5 tígla. Þeirra á meðal voru Ungverjarnir Honti og Szilagyi. Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson runnu í slemmuna: Vestur Norður Austur Suður Szalay Sigurbjörn Macskasy Bjarni pass 1 grand pass 2 lauf pass 2 hjörtu pass 2 spaðar pass 3 grönd pass 4 lauf dobl redobl pass 6 tíglar// Grandopnunin sýndi 10–13 punkta og Bjarni spurði um skiptingu og háspil þar til hann taldi sig vita nóg. 12 slagir fengust með því að henda laufagosanum í hjarta- drottningu. Önnur tígulslemma bauðst nokkrum spilum síðar: Norður ♠KDG95 ♥K109 ♦652 ♣104 Vestur Austur ♠1063 ♠8742 ♥85432 ♥D6 ♦DG ♦1073 ♣KG6 ♣D953 Suður ♠Á ♥ÁG7 ♦ÁK984 ♣Á872 Eins og í hinu spilinu létu Ungverj- arnir í NS sér nægja að spila 3 grönd og fengu 12 slagi. Við hitt borðið sátu Jón Baldurs- son og Þorlákur Jónsson NS. Þar byrjaði Jón í suður á sterku laufi og Þorlákur í norður sýndi undir- tekt með spaðalit en að öðru leyti jafna skiptingu og síðan kóngana í hjarta og spaða. Það nægði Jóni sem stökk í 6 tígla. Ýmislegt þarf að ganga eftir til að spilið vinnist, en vestur leysti fyrsta vandamálið fyrir Jón þegar hann spilaði út hjarta. Jón drap drottningu austurs með ás og tók tígulás og spilaði tíg- uláttu þegar drottningin kom frá vestri. En allt lá eins og best var á kosið og Jón gat lagt upp þegar tíg- ullinn lá 3-2. Ungverjar náðu að svara fyrir sig í tveimur síðustu spilum leiksins og unnu 16:14. Verðlaunasætin í augsýn á EM í brids BRIDS Varsjá EVRÓPUMÓTIÐ Evrópumótið í brids fer fram í Varsjá í Póllandi dagana 12.–26. ágúst. Ísland sendir lið til keppni í opnum flokki og kvennaflokki. Guðm. Sv. Hermannsson Jón Baldursson er einn af ís- lensku spilurunum í Varsjá. Grunnur lagður að góðum árangri gegn Ungverjum með tveimur tígulslemmum BREYTA þarf lögum svo erlendar konur sem flust hafa hingað til lands og sætt ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna, geti forðað sér frá ofbeldinu, að sögn Sabine Leskopf, stjórn- armanns í Samtökum kvenna af er- lendum uppruna. Samtökin hafa sent frá sér ályktun þar sem þau mótmæla harðlega „brottvísun fjölda erlendra kvenna sem ekkert hafa til saka unnið annað en að forða sér frá ofbeldisfullum eiginmönnum sem skáka í skjóli óréttlátra laga og harkalegrar stjórnsýslu“. Fyrsta maí í ár var íslenskur vinnumarkaður opnaður fólki frá átta nýjustu aðildarríkjum ESB og þá ítrekuðu stjórnvöld forgang EES-borgara að íslenskum vinnu- markaði. Sabine segir að fyrir þenn- an tíma hafi staða þeirra kvenna sem skilið höfðu við ofbeldisfulla eig- inmenn vissulega verið erfið, enda lögum samkvæmt hægt að vísa þeim úr landi. Hins vegar hafi málunum alltaf verið bjargað og eftir því sem hún viti hafi engri konu í þessari stöðu verið vísað úr landi fyrir 1. maí. Samtökunum hafi þó aldrei fund- ist þetta duga og að mati þeirra sé vandinn sá að margar konur þori ekki að koma fram vegna þess að eiginmenn hafi ákveðin vopn í hendi gegn þeim. Þeir geti sagt konunum að ef þær fari frá þeim muni lög leyfa að þeim verði vísað úr landi. Nú sé staðan mjög erfið því „Vinnu- málastofnun segir bara að hún fari eftir reglunum, fólk af Evrópska efnahagssvæðinu hafi forgang og allir sem koma frá löndum utan þess fá ekki leyfi hér,“ segir Sabine. Málið tvisvar sinnum sofnað í nefnd Hún segir að Vinstri grænir hafi á Alþingi tvisvar sinnum lagt til að lögum yrði breytt þannig að þessar konur fengju undanþágu. Málið hafi hins vegar í bæði skiptin sofnað í allsherjarnefnd. „Það hefur ekki einu sinni verið rætt. Og það er nokkuð sem okkur finnst ekki í lagi að þessi hópur sé greinilega ekki nógu spennandi til þess að ræða málefni hans. Við vilj- um breytingar á þessum lögum til þess að skapa öryggi,“ segir Sabine. Nauðsynlegt sé að þessu verði breytt sem fyrst. Málin skoðuð í dóms- og félagsmálaráðuneyti Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins í gær. Þær upplýsingar fengust hjá Guðmundi Páli Jónssyni, aðstoð- armanni ráðherra, að það væri til skoðunar í dóms- og félagsmálaráðu- neyti og væri niðurstöðu að vænta í vikunni. Guðmundur Páll segir að verið sé að fara yfir verklagsreglur. Breyta þarf lögum til að tryggja konunum öryggi Morgunblaðið/ Jim Smart Sabine Leskopf situr í stjórn Sam- taka kvenna af erlendum uppruna Mótmæla harð- lega brottvísun erlendra kvenna Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SAMTÖK verslunar og þjónustu vara við hærri gjaldtöku á bygging- arvörum, en umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp um stofnun Byggingastofnunar, sem fari með byggingarmál, brunamál, eftirlit með byggingarvörum á markaði, rafmagnsöryggismál og eftirlit með lyftum. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu samtakanna. Í fréttinni kemur einnig fram að við fjármögnun eftirlitsins með byggingarvörunum sé gert ráð fyrir að sérstakt gjald verði lagt á bygg- ingarvörur. SVÞ vari við hærri gjöldum á byggingarvörur sem myndu bæði leiða til hærri bygging- arkostnaðar og eftirlitskostnaðar með innheimtunni. SVÞ gerir ráð fyrir að leggja þurfi um 0,3–0,4% gjald á almennar bygg- ingarvörur til að fjármagna þær 200 milljónir á ári sem ætlunin er að inn- heimta með þessum hætti. Eftirlit á byggingarvörum á mark- aði er ný þjónusta og ekki er ljóst hvað telst til byggingarvara segir ennfremur í fréttinni og gera megi ráð fyrir að það geti orðið nokkuð flókin reglusetning að skilgreina það og gæta þess að jafnræði ríki á milli framleiðenda og keppinauta. Vara við hærri gjald- töku á byggingarvöru STJÓRN Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík segir í ályktun að nú sé að koma á daginn að mati á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar hafi að mörgu leyti verið ábótavant. „[…] ennfremur hefur undirbúningi og rannsóknum í aðdraganda framkvæmdanna verið áfátt, eins og sérfræðingar á sviði jarðvísinda hafa áður haldið fram. Ítrekað hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð tekið undir varnað- arorð þeirra sérfræðinga sem beint hafa sjónum manna að áhættunni sem er samfara byggingu virkjunar- innar, staðarvali hennar og hönnun mannvirkja,“ segir í ályktuninni. Þar segir m.a. að ljóst sé að varn- aðarorðin væru enn fleiri ef sérfræð- ingar fengju að tjá sig á opinn og lýð- ræðislegan hátt en væru ekki beittir þrýstingi til að halda upplýsingum leyndum fyrir almenningi. „Stjórn VGR telur að nú sé mikilvægt að fram fari óháð og gagnsæ rannsókn á þeirri áhættu sem tekin er með byggingu virkjunarinnar áður en vatni verður veitt í Hálslón og tekur þannig undir kröfu náttúruverndar- samtaka þar að lútandi.“ Vilja óháða og gegn- sæja rannsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.