Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
endurskoðun
reikningsskil
skattar / ráðgjöf
www.ey.is
NEFND sérfræðinga á vegum
Landsvirkjunar segir að stíflan við
Kárahnjúkavirkjun sé örugg og eng-
in ástæða sé til að óttast að hún
bresti. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi sem Landsvirkjun hélt í
gær á Hótel Nordica en auk nefnd-
armannanna þriggja var á fundinum
hópur jarð- og verkfræðinga sem hef-
ur unnið að gerð stíflunnar og fram-
kvæmt rannsóknir á svæðinu.
Voru þeir allir á einu máli um að
stíflan væri örugg.
„Þetta lítur allt saman vel út á
Kárahnjúkum,“ sagði Nelson S.
Pinto, einn sérfræðinganna í nefnd
Landsvirkjunnar, sem hefur séð um
eftirlit með framkvæmdunum við
stífluna.
Fram kom á fundinum að við hönn-
un stíflunnar hafi verið gert ráð fyrir
því að jarðskjálfti upp á allt að 6,5 á
Richter gæti orðið og stíflan myndi
þola slíkan skjálfta.
Aðgerðir vegna misgengis
Hins vegar hafi árið 2004 komið
fram nýjar upplýsingar varðandi
misgengi á svæðinu og brugðist hafi
verið við þeim upplýsingum með því
að gera ýmsar breytingar á steypu-
kápu stíflunnar. Settur var teygjan-
legur dúkur á távegg stíflunnar og
stálplata yfir liðamót. Pálmi Jóhann-
esson, verkfræðingur og einn hönn-
uða stíflunnar, segir að í raun hafi
verið bætt við teygjanlegum dúk ofan
á steypukápuna en dúkurinn haldi
vatninu ef steypan myndi bresta. Þá
hafi einnig verið farið í allar sprungur
og sprautað inn í þær eins og hægt
var og mælitækjum komið fyrir í
göngum sem fari eftir endilangri
stíflunni. Pálmi segir að tækin mæli
hvort einhver hreyfing verði í
sprungunum út frá vatnsþrýstingi og
færslu.
Á fundinum kom einnig fram að við
hönnun stíflunnar hafi verið gert ráð
fyrir að sprungur gætu komið í
steypukápu stíflunnar en vatnsþung-
inn í lóninu hvílir á kápunni. Stór
sprunga kom í Campos Novos-stífl-
una í Brasilíu, sem er sambærileg
stíflunni á Kárahnjúkum en að sögn
Nelsons Pintos stöndum við betur að
vígi. Grjótfyllingin í Kárahnjúkastíflu
sé þéttari og steypukápan þakin fyll-
ingarefni sem geri það að verkum að
komi sprungur í kápuna fylli efnið í
sprungurnar. Pinto tók fram að mik-
ilvægt væri að hafa í huga varðandi
frásagnir af stíflunni í Brasilíu að
sprungan í klæðningunni væri ekki
ástæða þess að lónið hefði tæmst,
heldur bilun í hjáveitugöngum.
Í samantekt Landsvirkjunar kom
fram að viðbúið væri að Hálslón muni
leka, eins og öll uppistöðulón. Búist
er við að lekinn nemi um 5 rúmmetr-
um á sekúndu miðað við hæstu stöðu
lónsins en að smám saman dragi úr
lekanum samhliða því að stíflan þétt-
ist.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, gat þess á fundinum
að nýtt áhættumat verði kynnt á
stjórnarfundi Landsvirkjunar á
mánudag þar sem lögð verði sérstök
áhersla á jarðskjálfta og jarðskorpu-
hreyfingar. Í kjölfarið yrði svo gefin
út viðbragðsáætlun byggð á áhættu-
mati og útreikningum á stærð flóða
vegna stíflurofs.
„Þetta lítur allt saman
vel út á Kárahnjúkum“
Eftir Árna Helgason og
Sunnu Ósk Logadóttur
Landsvirkjun
undirbýr
viðbragðsáætlun
Morgunblaðið/RAX
Henrique Perez og Pálmi Jóhannesson, hönnuðir Kárahnjúkastíflu, sem er í baksýn.
Öryggi stíflunnar | Miðopna
EKKI verður gefin út endurákæra
á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni, forstjóra Baugs Group, vegna
ákæruliðar sem varðar kaup á 10–
11-verslununum og vísað var frá
dómi fyrr í sumar í annað sinn.
Settur ríkissaksóknari segist í bréfi
til fjölmiðla meta það svo að ekki sé
nægilega líklegt að sakfelling náist.
Þar segir ennfremur að Jóni Ás-
geiri hafi verið tilkynnt um þessa
afstöðu ákæruvaldsins, en þar komi
fram að þessi ákvörðun lúti ein-
göngu að þeim ætluðu brotum sem
honum voru gefin að sök í þessum
ákærulið, en hafi ekki áhrif á rann-
sókn vegna annarra brota er kunni
að vera til rannsóknar hjá efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra,
enda falli þau utan umboðsskrár
Sigurðar sem setts ríkissaksókn-
ara.
„Þessi niðurstaða kemur mér
ekki á óvart. Ég tel reyndar að
dómstólar hafi verið búnir að lýsa
þeirri efnislegu niðurstöðu að í
fyrsta ákæruliðnum hafi verið
fjallað um viðskipti en ekki auðg-
unarbrot, og þá fannst mér sjálf-
gefið að það gæti ekki komið til
frekari ákæru,“ segir Gestur Jóns-
son, verjandi Jóns Ásgeirs.
„Mér finnst hins vegar frétta-
tilkynning sem kom frá settum rík-
issaksóknara ekki vera stórmann-
leg. Þar er í raun fyrst og fremst
verið að reyna að setja málið í þann
búning að gera lítið úr þeirri nið-
urstöðu að stærsti hluti málsins
skuli vera endanlega úr sögunni,“
segir Gestur.
„Ég hef frá upphafi sagt að þessi
ákæruliður, sem oft hefur verið
kenndur við 10–11-verslanirnar,
snúist um viðskipti og ekkert ann-
að. Þetta hafa dómstólar staðfest
bæði héraðsdómur og Hæstiréttur.
Það var því einkennilegt að þurfa
að sitja undir því svo vikum skipti
að Sigurður Tómas Magnússon
segðist vera að velta því fyrir sér
að ákæra í þriðja sinn af þessu til-
efni. Því verður vart trúað að slíkt
hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá
dóma sem gengið höfðu,“ segir í yf-
irlýsingu frá Jóni Ásgeiri.
Eftir standa 18 ákæruliðir sem
bíða efnislegrar meðferðar í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur. Lúta þessir
ákæruliðir m.a. að fjárdrætti, ólög-
legum lánveitingum, meiriháttar
bókhaldsbrotum og röngum til-
kynningum um afkomu Baugs hf.
til Verðbréfaþings Íslands, eins og
fram kemur í bréfi ríkissaksóknara.
Settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu hefur ákveðið að gefa
ekki út endurákæru vegna kaupanna á verslunum 10–11
Ekki nægilega líklegt
að sakfelling náist
Þessi niðurstaða
kemur ekki á óvart
segir verjandi
forstjóra Baugs
Ekki ákært | 6
FYRRVERANDI
borgarstjóri
New York borg-
ar, Rudolph
Giuliani, kemur
til Íslands 29.
september.
Heimsóknin er í
boði Símans og
mun Giuliani
halda fyrirlestur
á ráðstefnunni Leiðtogar til fram-
tíðar, sem efnt verður til vegna 100
ára afmælis Símans.
Giuliani, sem oft hefur verið
nefndur borgarstjóri Bandaríkj-
anna, var borgarstjóri New York
borgar frá árinu 1994 til ársloka
2001. Hann öðlaðist heimsfrægð
fyrir framgöngu sína í kjölfar
hryðjuverkaárásanna sem gerðar
voru á World Trade Center 11.
september 2001. Nafn hans hefur
oft borið á góma í umræðu um
hugsanlega frambjóðendur
repúblíkana til embættis banda-
ríkjaforseta árið 2008.
Giuliani sækir
Ísland heim
Rudolph Giuliani
ÍSLENSKA landsliðið í opna
flokknum á Evrópumótinu í brids
er komið í 4. sæti eftir spila-
mennsku gærdagsins og eygir nú
möguleika á að berjast um verð-
launasæti, gangi allt að óskum í
lokaumferðunum.
Ísland vann Hvíta-Rússland, 25:3,
í 23. umferð í gærmorgun, tapaði
fyrir Ungverjum, 14:16, í 24. um-
ferð og fékk 18 stig fyrir yfirsetu í
25. umferð.
Þegar 8 umferðir eru eftir af
mótinu hafa Ítalir 500 stig, Norð-
menn 460, Írar 459, Íslendingar 441
og Hollendingar og Svíar 434 stig.
Ísland spilar við Eistland og San
Marínó í dag.
Í kvennaflokki vann Ísland Ítalíu
í gærkvöldi, 20:10, en er enn í 22.
og neðsta sæti. | 9
Ísland komið í 4.
sæti á EM í brids
ALMANNAVARNADEILD rík-
islögreglustjóra hyggst í dag prófa
svokallaðar hljóðbombur í ná-
grenni við Hrafntinnusker, en kom-
ið hefur til skoðunar að nota þær til
að vara fólk við Kötlugosi ef til þess
kæmi. Um er að ræða eins konar
flugeld sem þó gefur ekki frá sér
neinn bjarma heldur einungis há-
vært hljóð. „Hugmyndin er sú að
hafa hljóðbomburnar í læstum
hirslum í skálunum en um leið og
viðvörun kæmi um að Kötlugos
væri í vændum yrði þeim skotið upp
til þess að vara þá við sem eru á
gönguleiðinni,“ segir Svanur Sæv-
ar Lárusson, formaður Flugbjörg-
unarsveitarinnar á Hellu.
„Við vitum hins vegar ekki
hvernig þetta virkar og hvort
göngumenn heyra nokkuð. Sam-
hliða þessu ætlum við að skjóta upp
stórri tívolíbombu og sjá hvort ein-
hver munur er þarna á.“
Í sömu ferð verður viðvörunar-
skilti um hrun úr íshellum sett upp í
Hrafntinnuskeri. Fulltrúar björg-
unarsveita, lögreglu og sýslu-
mannsembættisins í Rangárvalla-
sýslu munu koma skiltinu fyrir.
Prófa hljóðbombur til að
að vara við Kötlugosi
♦♦♦