Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gertrud Sigur-jónsson hús-
móðir fæddist í Bre-
merhaven
Þýskalandi 20.
október 1917. Hún
lést á Sólvangi í
Hafnarfirði 13.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru þau hjónin
Heinrich Gerhard
Abelmann, f. 12.9.
1889, d. 15.6. 1965
og Adelheide Cat-
harina Margarethe
Döscher, f. 1.5. 1889, d. 9.1. 1925.
Systkini Gertrudar eru Heinrich
Claus Ludwig, f. 4.11. 1914, hann
er látinn, Ella Anna Margareta, f.
2.5. 1916, Annemarie Dora Kat-
harine, f. 4.1. 1919, Lydia Maria
Johanna, f. 18.5. 1920 og Johann-
es, f. 22.2. 1927.
19.11. 1990, Gunnar Þór, f. 27.6.
1997 og Ásdísi, f. 14.6. 1999, c)
Davíð Arnar, f. 1.6. 1971, kvæntur
Ingibjörgu Ólafsdóttur, f. 13.3.
1971, synir þeirra eru Ólafur
Andri, f. 11.11. 1999 og Þór Breki
11.11. 1999. 2) Sigurjón, f. 11.2.
1944, var kvæntur Þorbjörgu
Bernhard, f. 1.10. 1946, þau eiga
tvö börn: a) Svövu, f. 16.3. 1968,
gift Vilhjálmi Vilhjálmsyni, f.
27.11. 1965, börn þeirra eru Hin-
rik Steinar, f. 13.9. 1992, Þor-
björg, f. 1.5. 1995 og Vilhjálmur
Andri, f. 11.8. 2004. Svava átti áð-
ur soninn Sigurjón Friðbjörn
Björnsson, f. 1.9. 1988. b) Gunnar
Halldór, f. 10.5. 1972. Sambýlis-
kona Sigurjóns er Hrafnhildur
Valgarðsdóttir, f. 11.1. 1948. 3)
Ludwig Heinrich, f. 10.9. 1945,
kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, f.
4.5. 1950. Þau eiga eina dóttur
Þóru Kristínu, f. 24.1. 1982, sam-
býlismaður Davíð Þór Marteins-
son. Ludwig átti áður soninn Guð-
mund Geir, f. 19.9. 1966.
Útför Gertrudar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Eiginmaður Gert-
rudar var Gunnar
Halldór Sigurjóns-
son loftskeytamaður,
f. 29.11. 1909, d. 23.2.
1985. Gunnar og
Gertrud giftust á Ís-
landi 20.1. 1940 og
bjuggu alla sína tíð í
Hafnarfiði. Þau eign-
uðust þrjá syni, þeir
eru: 1) Þór, f. 2.10.
1940, kvæntur Ásdísi
Valdimarsdóttur, f.
12.5. 1942, þau eiga
þrjú börn: a) Önnu
Margréti, f. 9.4. 1966, gift Ólafi
Gauta Hilmarssyni, f. 25.11. 1967,
þau eiga þrjú börn: Hildigunni, f.
29.1. 1993, Arnar Gauta, f. 23.2.
1998 og Ylfu Margréti, f. 19.8.
2002, b) Þórdísi, f. 29.3. 1967, gift
Degi Hilmarssyni, f. 11.7. 1966,
þau eiga þrjú börn: Hilmar Þór, f.
Elsku besta amma, vinkona okk-
ar, nú hefur þú kvatt þennan heim
og við viljum þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar okkar. Við áttum
ánægjulega og innilega samleið,
elsku amma, og náðum einstaklega
vel saman þó að það væri 50 ára
aldursmunur á okkur.
Amma Gertrud var fædd og
uppalin í Bremerhaven í Þýska-
landi, hún fékk snemma að kynn-
ast sorginni er hún missti móður
sína 8 ára gömul og minntist oft á
það hvað það var erfiður tími fyrir
þau systkinin og föður þeirra. Eft-
ir barnaskóla fór amma í nám í
verslunarskóla og vann síðan sem
einkaritari.
Amma var mjög ákveðin kona og
þegar hún beit eitthvað í sig fékk
hana ekkert stöðvað. Þetta kom
berlega í ljós þegar hún varð ást-
fangin af afa sem var loftskeyta-
maður á togara sem sigldi frá Ís-
landi til Bremerhaven. Þau voru
búin að hittast nokkrum sinnum
þegar amma hafði tekið ákvörðun.
Á einungis þremur dögum tókst
henni að útvega alla nauðsynlega
pappíra, vegabréfsáritun, ferða-
leyfi o.fl. til þess að geta tekið skip
frá Kaupmannahöfn til Íslands fyr-
ir stríð. Hluta af þessum gögnum
þurfti hún að sækja alla leið til
Hamborgar og trúði enginn því að
henni mundi takast þetta. Það var
því mikið áfall fyrir föður hennar
þegar hún fór til Íslands í október
1939. Þremur mánuðum seinna
giftist hún afa.
Amma var mikill dugnaðarfork-
ur og einsetti sér strax við komuna
til Íslands að læra íslenskuna og
auðvitað kom ekki annað til greina
en að gera það með stæl. Eftir
stuttan tíma talaði hún svo góða ís-
lensku að ekki heyrðist vottur af
erlendum hreim á mæli hennar.
Afi og amma bjuggu fyrst í vest-
urbænum í Hafnarfirði, lengst af á
Garðavegi 4. Árið 1958 fluttu þau
síðan í nýtt hús sem afi byggði á
Álfaskeiði 57.
Amma var heimavinnandi fram
eftir aldri en þegar strákarnir
hennar uxu úr grasi fór hún að
vinna hjá Magnúsi Guðlaugssyni
úrsmið í Hafnarfirði.
Amma lagði mikið upp úr því að
vera alltaf vel til höfð og lét aldrei
sjá sig nema með vel lagt hárið og
í sínu fínasta pússi. Hún hafði sér-
staklega gaman af því að fara í
innkaupaleiðangra og bíltúra og
ekki var verra ef þær ferðir end-
uðu með heimsókn á gott kaffihús.
Á meðan afi lifði hafði hann ótak-
markaða þolinmæði í innkaupa- og
kaffihúsaferðum en eftir að hann
dó kom það oft í hlut okkar systra
að fara með ömmu í bæinn og
mátti hún þá stundum sætta sig
við styttri ferðir en hún var vön.
Amma vildi alltaf hafa margt
fólk í kringum sig og þegar hún og
afi fóru í sumarbústað var okkur
systkinunum og foreldrum iðulega
boðið með og var þá mikið fjör.
Eins var amma dugleg að bjóða
heim og eru þá sérstaklega minn-
isstæð kaffiboðin 17. júní og annan
í jólum en þá sló hún upp glæsi-
veislum og það var eins og hún
þyrfti ekkert fyrir þessu að hafa,
enda með eindæmum vel skipulögð
og vinnusöm.
Við systurnar heimsóttum ömmu
og afa reglulega og áttum ynd-
islegar stundir með þeim á Álfa-
skeiðinu. Þau gáfu okkur alltaf
góðan tíma og sinntu okkur vel.
Eins og amma var fín með sig þá
kippti hún sér ekkert upp við það
þó að við gerðum lyftidufts-
sprengjur í eldhúsinu og máluðum
með klessulitunum hans afa sem
festust á öll borð og gólf.
Afi dó árið 1985 og var amma þá
ein eftir á Álfaskeiðinu, en árið
1987 seldi hún húsið og keypti sér
bjarta og fallega íbúð á Króka-
hrauni 12.
Fljótlega eftir að amma flutti á
Krókahraunið fórum við að heim-
sækja hana á sunnudögum. Þessir
sunnudagar okkar hjá ömmu voru
sérstaklega skemmtilegir og voru
á stuttum tíma fastir í sessi. Þegar
amma fór að eldast og átti erfiðara
um vik var sunnudagsklúbburinn
haldinn til skiptis hjá okkur systr-
unum allt þar til að amma fór á
Sólvang. Minningarnar um sunnu-
dagana okkar eru ómetanlegar og
eigum við eftir að geyma þær í
hjarta okkar alla tíð.
Amma mín, við vitum að þú ert
búin að bíða lengi eftir því að kom-
ast til hans afa. Við biðjum góðan
guð að varðveita ykkur bæði. Nú
ert þú farin á betri stað og hefur
endurheimt fyrri kraft og styrk og
við vitum að afi tekur brosandi á
móti þér með einu af ykkar uppá-
haldsljóðum: Eitt bros getur
dimmu í dagsljós breytt sem dropi
breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Einar Ben.
Þórdís og Anna Margrét.
Ég minnist Gertrud frá því er
ég flutti ung til Hafnarfjarðar.
Þar kynntist ég konu sem af al-
úð og sannfæringu sinnti starfi
sínu í versluninni hans Magnúsar
Guðlaugssonar með þvílíkum
glæsibrag, að varla kom annað til
en að ganga þaðan út með gjöf í
hönd, sem myndi gleðja annan,
eða þá með einhvern þann hlut
sem eigin freistingar stóðust ekki.
Svona voru áhrif hennar. Þessi
eiginleiki var fyrst og fremst
náttúrueðli, til að benda á eitt-
hvað fallegt eða passlegt við hin
ýmsu tækifæri, alls ekki sölu-
mennskueðli, og efast ég ekki um
að hennar ágæti vinnuveitandi
hafi metið starf hennar að verð-
leikum.
Heimilið hennar í Hafnarfirði
bar þess glöggt vitni hve hún var
nostursöm og hafði huggulegheit-
in í fyrirrúmi.
Hún var alltaf flott kona, sem
bar með sér sitt þýzka yfirbragð;
klæðnaðurinn óaðfinnanlegur,
hárgreiðslan óhagganlega elegant
en framkoman hógvær.
Gertrud yfirgaf Þýzkaland og
fluttist til Íslands fyrst og fremst
vegna óbilandi ástar á manni sín-
um Gunnari, en þráðurinn til
heimahaganna og ættingjanna
hélst óslitinn. Ánægjulegt er að
jafnvel langömmubörnin hafa
fengið tækifæri til að feta slóð-
irnar á fjarlægri grund þar sem
hún sleit barnsskónum sínum í
fögru umhverfi og framandi
yngstu afkomendum hennar á Ís-
landi.
Góð vinkona mín, Ellenor í Seli,
sem flutti til Íslands á sama tíma
og Gertrud – á örlagatíma margra
þýzkra stúlkna – sagði mér marg-
oft sögur af sér og stallsystrunum
ungu og ef hún nefndi Gertrud
minntist hún ævinlega á Gunnar í
sama orðinu, þeirra samband
hefði verið einstakt.
Nú kveður hún og hverfur til
síns elskaða vinar.
Blessuð veri minning þeirra.
Hildigunnur
Ólafsdóttir.
GERTRUD
SIGURJÓNSSON
✝ Kristín ÞórdísÁgústsdóttir
fæddist í Reykjavík
4. janúar 1940. Hún
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut sunnu-
daginn 13. ágúst síð-
astliðinn Foreldrar
hennar voru Jó-
hanna Andrea Eyj-
ólfsdóttir húsmóðir,
f. 2. desember 1906,
d. 22. febrúar 1992,
og Ágúst Jónsson,
bakarameistari og
kaupmaður, f. 31. ágúst 1901, d. 24.
júlí 1973. Systir Kristínar var
Axel Nielsen, f. 6. júní 1965, og eiga
þau einn son Emil Örn, f. 1. febrúar
2006.
Framan af ævi, eftir skólagöngu,
starfaði Kristín við verslunarstörf
hjá Oculus í Austurstræti. Eftir að
Kristín eignaðist dæturnar helgaði
hún sig að mestu leyti heimilinu og
fjölskyldu sinni og byggði hún þeim
einstaklega fallegt og gott heimili
sem var henni til mikils sóma. Auk
þess aðstoðaði hún foreldra sína
sem ráku blómabúðina Hvamm á
Njálsgötu, sem síðar varð Stefáns-
blóm og vann hún jafnframt annað
slagið hjá Stefáni á meðan verslun-
in var á Njálsgötunni.
Kristín var mikil útilífskona á
meðan henni entist heilsa til. Stund-
uðu þau hjónin saman stangveiði,
skotveiði, skíði og seinni árin golf.
Útför Kristínar var gerð frá
Fossvogskapellu 18. ágúst, í kyrr-
þey að ósk hennar.
Ragnheiður Ágústs-
dóttir, f. 30. mars
1932, d. 31. maí 2001.
Kristín giftist hinn 26.
desember 1959 Sig-
urði Erni Einarssyni,
f. 6. ágúst 1935. Þau
eignuðust tvær dæt-
ur: 1) Jórunni Þóru, f.
18. september 1963,
hún er gift Einari
Magnúsi Ólafssyni, f.
31. jan. 1962, og eiga
þau tvö börn, Helgu
Kristínu, f. 4. jan.
1996, og Sigurð Örn,
f. 19. mars 1997, og 2) Jóhönnu
Ágústu, f. 28. nóv. 1967, hún er gift
Mér varð oft hugsað til Denden
frænku nú þegar ég var í veiði í vik-
unni eftir að hafa setið við dánarbeð
hennar fyrir nokkrum dögum. Það
var hún sem kenndi mér að veiða lax.
Ég fékk fyrsta laxinn með henni í
Svarthöfða þegar ég var ekki mikið
meira en fimm eða sex ára. Grunar
mig að hún hafi nú átt mest í laxtök-
unni þó ég hafi engu að síður verið
mjög stolt af fyrsta laxinum. Denden
var þolinmóðasta veiðikona sem ég
þekki og alltaf tókst henni að lokka
lax upp úr ám hvar sem var. Hún
gafst aldrei upp og það skilaði iðulega
árangri og margt hægt að læra þar.
Ég trúi því vart enn að Denden sé far-
in frá okkur líka, eina systir mömmu,
allt of stuttu eftir að mamma dó. Al-
veg frá því ég man eftir mér fyrst á
Íslandi var Denden alltaf nærri.
Enda bjuggum við í þar næsta húsi
við hana þegar ég var stelpa. Þegar
ég þurfti að fara í pössun sem barn
fór ég til Denden og sömuleiðis komu
þær Hanna og Þóra til okkar þegar á
þurfti að halda. Samgangurinn var
mikill og gott að eiga frænku nálægt.
Denden og Siggi hafa reynst mér
óskaplega vel og hugsað um mig eins
og sína eigin dóttur og vona ég að
Denden hafi skilið hversu mikils ég
mat það. Líklega hitti ég naglann á
höfuðið þegar mér varð að orði á spít-
alanum þegar hjúkrunarfólkið var að
reyna að tengja mig við Denden að
þetta væri eins og hin mamma mín.
Mér finnst eins og ég hafi ansi oft
þvælst með þeim sem barn, hvort
sem var með í veiði, á skíði, í sum-
arbústaði, bíltúra um helgar hingað
og þangað, með eða án mömmu, sér-
staklega eftir að mamma og pabbi
skildu enda ég yngst af okkur systrum
og líklega þurft meiri pössun. Denden
fylgdist alltaf vel með mér og mínum
og tilkynnti Agli það hátíðlega þegar
hann kom í fjölskylduna að hún væri
nú eiginlega tengdamamma hans líka.
Og að sjálfsögðu flaut Egill með í veiði
og ferðir. Denden var mikil fjölskyldu-
manneskja og ræktaði sína vel. Hún
hafði líka mikla ánægju af því að gefa
fólki að borða og ekki var neinn svik-
inn af kræsingum sem hún bar á borð.
Meira að segja þegar við spiluðum
með þeim golf í Flórída í sælureitnum
þeirra þar, þá var Denden með nesti
fyrir okkur öll. Svona var hún alltaf að
hugsa um aðra. Denden var mikil úti-
vistarmanneskja, ekki bara veiðikona
í lax, heldur rjúpu líka, mikil skíða-
kona, bridgespilari, og mjög virk á all-
an hátt og þau Siggi einstaklega sam-
hent hjón í hverju sem þau tóku sér
fyrir hendur. Nú síðast í golfi, sem
hún spilaði eftir mætti í Flórída þar
sem hún naut sín vel í hitanum og sól-
inni eftir að heilsan fór að stríða henni.
Það hentaði henni ekki að vera í lík-
ama sem ekki fylgdi því sem hana
langaði að gera, svo ég vona að nú sé
hún komin á fullan kraft á öðrum stað.
Elsku Siggi, Þóra, Hanna Gústa og
fjölskyldur, missir ykkar er mikill og
hugur minn og Egils er hjá ykkur.
Megi Guð styrkja ykkur í sorginni.
Sigrún Edda (Sísí).
Sunnudagur 13. ágúst, ég var rétt
sestur á bak hesti mínum inni við Ein-
arsstaði í Reykjadal í S-Þingeyjar-
sýslu neðan við kirkjuna, þegar sím-
inn hringdi. Ég var í loftköstum eftir
stóðinu, ég byrjaði á að segja: „Siggi
minn, hringdu í hana Öddu, við ætl-
uðum að fara að hringja í þig. Í
skyndingu laust niður í huga mér: Er
eitthvað að? „Halli minn, Kristín dó í
dag.“ Klukkan stöðvaðist, stóðið hljóp.
Mína samúð, Siggi minn, hvað annað
gat ég sagt eða gert á þessari stundu.
Ég reið með bændum, félögum mín-
um í Aðaldal, dalinn þar sem við höfð-
um átt svo ótal margar ánægjustundir
að veiðum við Laxá í Aðaldal. Margar
hugsanir leituðu á hugann á leiðinni,
hugsanir um unaðsstundir í ótal veiði-
og skíðaferðum víðs vegar á Íslandi og
erlendis sem og öðrum ánægjustund-
um, fjögur eða fleiri saman.
Upphafið að kynnum okkar var í
Bláfjöllum í okkar litla fjölskyldu-
skíðafélagi Eldborg þar sem 16 fjöl-
skyldur áttu unaðsstundir allar helgar
í u.þ.b. aldarfjórðung, baslandi,
skíðandi, hlæjandi, njótandi stritsins
við að koma lyftunum í gang helgi eftir
helgi, skíðaferðir til Lech í Austurríki
þar sem margir eða nokkrir úr hópn-
um eyddu saman fríi. Nú hefur verið
höggvið skarð í okkar hóp í annað
skiptið á tveggja mánaða tímabili,
fyrst Bára og núna önnur heiðurskona
sem kveður hópinn, Kristín, sem var
alltaf eins og drottning, teinrétt, fas-
mikil, hafði skoðanir sem voru ekki á
torgum en ef ágreiningur kom upp var
ljóst hverjar skoðanir Kristínar voru.
Ég get vart ímyndað mér að Kristín
hafi átt óvin. Hafi svo verið er það ljóst
að sá, ef til er, hafði rangt við, hjarta-
hreinni og fölskvalausari manneskju
er vart að finna, nema ef væri Sig-
urður eiginmaður hennar. Það var
hreint ótrúlegt hvað þau gátu verið
yndisleg hvort í annars garð. Hjá
þeim var það sem kallað er ást skil-
greint sem umhyggja, trúnaður,
traust. Öll þessi ár sem við höfum
þekkst hafa þau aldrei troðið hvort
öðru um tær, nema helst þegar við
höfum spilað bridge. Þá heyrðist
mesta hnjóðsyrðið: „Þú spilaðir af þér,
ástin.“
Við sem eftir erum sitjum í söknuði
en söknuður okkar er samt smámunir
miðað við þeirra sem næst standa.
Elskurnar okkar Þóra og Hanna
ásamt mökum og börnum og síðan
okkar einlægi Sigurður Örn, ykkar
harmur er mikill, engin orð fá honum
lýst. Nefndu nafn mitt þá þér liggur
lítið við, er og verður okkar kjörorð í
þessum litla skíða- og fjölskylduhópi.
Blessuð sé minning vinkonu okkar
og félaga Kristínar Þórdísar Ágústs-
dóttur.
Skíðafélagið Eldborg,
Haraldur Haraldsson.
KRISTÍN ÞÓRDÍS
ÁGÚSTSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar alla útgáfudagana.
Skil Greinarnar skal senda í gegnum
vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count). Ekki
er unnt að senda lengri grein. Hægt
er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli Minningargreinum fylgir for-
máli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsing-
ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað
er um, fæddist, hvar og hvenær hann
lést, um foreldra hans, systkini,
maka og börn og loks hvaðan útförin
fer fram og klukkan hvað athöfnin
hefst.
Minningargreinar