Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
RÚMENSKUR ferðamaður sefur á
bar, sem eyðilagðist í skógareldi, á
strönd þorpsins Hanioti á Halki-
diki-skaga í Grikklandi. Nokkur
þúsund ferðamanna og heima-
manna urðu að flýja hótel, tjald-
svæði eða heimili á skaganum eftir
að eldurinn blossaði upp í fyrra-
kvöld. Hundruð manna þurftu að
sofa undir berum himni á strönd-
inni í fyrrinótt.
Fertugur Þjóðverji drukknaði
þegar hann reyndi að flýja skógar-
eldinn og tugir manna voru fluttir á
sjúkrahús með brunasár eða önd-
unarerfiðleika.
Grísk yfirvöld höfðu ekki metið
tjónið af völdum skógareldsins sem
geisaði enn í gær. Fregnir hermdu
að hundruð hektara af furuskógi
hefðu orðið eldinum að bráð á
svæði sem er rómað fyrir nátt-
úrufegurð, auk tuga heimila,
bóndabýla og bifreiða.
AP
Þúsundir manna flúðu
skógareld í Grikklandi
Reuters
Stokkhólmi. AFP, AP. | Þar sem gert er
ráð fyrir því að jarðarbúum fjölgi um
allt að þrjá milljarða fyrir árið 2050
og vatn er nú þegar af skornum
skammti víða um heim þarf að gera
róttækar breytingar á nýtingu vatns,
að sögn sérfræðinga á alþjóðlegri
ráðstefnu í Stokkhólmi um vatnsbú-
skapinn í heiminum.
„Einn af hverjum þremur jarð-
arbúum býr við vatnsskort í ein-
hverri mynd,“ segir í skýrslu sem 700
sérfræðingar unnu á fimm árum og
lögð var fram þegar ráðstefnan var
sett í fyrradag.
„Vatnsskorturinn er miklu út-
breiddari en við töldum í fyrstu,“
sagði Frank Rijsberman, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðavatnsstjórn-
unarstofnunarinnar (IWMI). „Þetta
er mikið áhyggjuefni. Við sjáum fram
á ástand, sem hægt er með réttu að
kalla vatnskreppu, í nokkrum lönd-
um,“ sagði Rijsberman og tiltók
Ástralíu, sunnanvert Mið-Kína og
þurrkasvæði á Indlandi sem dæmi.
Að sögn Rijsbermans er skort-
urinn tvíþættur: annars vegar eru til
svæði þar sem vatnið er ofnýtt, þann-
ig að grunnvatnið minnkar og ár
þorna upp; en í öðrum löndum er til
nóg vatn en skortur á fjármunum og
búnaði til að nýta það.
Rijsberman bætti við að vatns-
skorturinn væri af mannavöldum í
98% tilvika.
Í skýrslu sérfræðinganna segir að
nú sé einn lítri af vatni notaður til að
framleiða eina kaloríu af matvælum.
Til að framleiða kíló af hveiti séu not-
aðir 4.000 lítrar að jafnaði en 10.000
lítra þurfi til að framleiða kíló af
kjöti.
Rijsberman segir að þjóðir, sem
nota of mikið af vatni, þurfi að beita
öllum ráðum til að nýta vatnið betur
og fá sem mest af matvælum út úr
vatninu.
Sérfræðingarnir leggja einnig til
að regnvatn verði nýtt betur og að
ræktaðar verði korntegundir sem
þurfi minna vatn.
Rijsberman segir að vatnsforði
heimsins eigi að duga til að auka mat-
vælaframleiðsluna og mæta mann-
fjölguninni í heiminum næstu hálfu
öldina. Eitt af úrlausnarefnunum sé
að sjá til þess að landbúnaðurinn fái
nógu mikið af vatni án þess að spilla
náttúrunni. „Annars vegar þurfum
við vernda náttúruna og hins vegar
að taka tillit til þess að fátækt fólk
þarf meira vatn og lífsviðurværi.“
Vatnið verði nýtt
betur til að mæta
mannfjölgun
*
++ +
+ ,
,+
-+.
+
"+ +",+
+. / -
"+ ++ / 0 / + +
1 1
/#$
+ #$ 02342
1
+,
- ' 5. 6
+ #
- , /$
-
!"#$ $$%
&
'
S
1 )(5
6 /
'5
<
%'5
(
) *
7+ + , 8 + , "
,
- ,
111N / 42 /
$% / / 42
3 R2/ ) /
3 E
821A
821(A
0R2 A
2
*A4
3
89 # #
? * *
*R
/ 42 $9 3
R2/ ) / K#
3
43// # $%2
2 9 )2E
643 3R/ )4K2/ A A #
A 2 9 2 / $ 2
/ 2 3 /R/ /2 )A 2
* # K*9 22 E
A 0
8217**
’Annars vegar þurfumvið að vernda náttúruna
og hins vegar að taka
tillit til þess að fátækt
fólk þarf meira vatn
og lífsviðurværi.‘
Washington. AFP. | Rússneski vísinda-
maðurinn Grígorí Perelman afþakk-
aði í gær Fields-stærðfræðiorðuna
sem talin er jafn-
gilda Nób-
elsverðlaunum að
mikilvægi, en þau
fékk hann fyrir
að leysa flókna
stærðfræðiþraut
árið 2002. Margir
stærðfræðingar
telja að hann hafi
leyst svonefnda
Poincaré-tilgátu, sem nú er talin ein
stærsta þraut stærðfræðinnar.
Perelman er þekktur fyrir hlé-
drægni. Hann afþakkaði m.a. milljón
dollara [nær 70 milljónir króna]
verðlaun sem Clay-stærðfræðistofn-
unin í Boston vildi afhenda honum
fyrir afrekin. Þess má geta að enn er
deilt um það hvort lausn Perelmans
sé fullnægjandi.
Perelman sagði í byrjun janúar
upp stöðu sinni hjá Steklov-stærð-
fræðistofnuninni í Sankti Péturs-
borg lausri án nokkurra skýringa.
Segir hann í viðtali við tímaritið The
New Yorker í gær að tilhugsunin um
að hann gæti unnið jafnfræg verð-
laun og um ræðir hafa valdið því að
hann hafi hætt að sinna fræðigrein
sinni. Hann sá fyrir sér að ef til vill
myndi hann neyðast til að tjá sig op-
inberlega um efni eins og siðferð-
islegar hliðar rannsókna sinna.
„Nú þegar ég myndi verða mjög
þekktur maður gæti ég ekki lengur
verið eins og þægt gæludýr og þag-
að. Þess vegna varð ég að hætta,“
segir Perelman.
Hafnaði
stærð-
fræðiorðu
Grigorí Perelman
NÆRRI þrír af hverjum fjórum
Bretum líta svo á að utanríkisstefna
stjórnar Tony Blair forsætisráðherra
hafi gert landið að skotmarki hryðju-
verkamanna, samkvæmt niðurstöð-
um nýrrar könnunar, að sögn breska
dagblaðsins The Guardian. Þá hefur
stuðningur bresks almennings við
Verkamannaflokkinn ekki mælst
minni í nítján ár. IMC-stofnunin vann
könnunina fyrir The Guardian.
Fram kemur að aðeins 1% lands-
manna telja utanríkisstefnu stjórnar-
innar, þá er ekki síst átt við afskiptin
af málefnum Afganistans og Íraks,
hafa aukið öryggi landsins en 72%
telja hana hafa aukið líkurnar á því að
á það verði ráðist.
Niðurstöðurnar benda til þess að
Íhaldsflokkurinn fengi nauman meiri-
hluta á þingi yrði gengið til kosninga
núna. Stuðningur við Verkamanna-
flokkinn er nú 31% en það er minnsta
fylgi sem mælst hefur við hann í
könnun fyrir blaðið frá árinu 1987.
1.007 manns tóku þátt í könnuninni.
Íhaldsflokkur
í mikilli sókn
London. AFP. | Mikil öryggisgæsla var
við dómshús í London þar sem þeir
11 manns, sem ákærðir eru fyrir
hryðjuverkaáform, mættu fyrir dóm-
ara í gær. Hópurinn er sakaður um
að hafa ætlað að sprengja allt að 10
farþegaþotur sem fljúga áttu frá
Bretlandi til Bandaríkjanna. Átta
þeirra hafa verið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald fram í september.
Hinir ákærðu eru flestir á þrítugs-
aldri. Meðal þeirra er 23 ára gömul
kona, Cossar Ali, frá Walthamstow í
Austur-London, hún á átta mánaða
gamalt barn. Er hún sökuð um að
hafa látið hjá líða að veita lögreglunni
upplýsingar um áætlanirnar. 17 ára
drengur er sakaður um að hafa haft í
fórum sínum bók um sprengjugerð,
einnig sjálfsvígsskilaboð og erfða-
skrár fólks sem segist vera reiðubúið
að fremja sjálfsmorðstilræði.
Tilræðismenn
fyrir dómara
♦♦♦