Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fyrstu 1000
pöntunum í dag
fylgja ókeypis
kartöflubátar
STÓR DAGUR HJÁ LÍ
Landsbanki Íslands (LÍ) hefur
gengið frá stærstu einstöku lántöku
íslensks banka á fjármálamörkuðum
til þessa, með útgáfu skuldabréfa í
Bandaríkjunum fyrir jafngildi 158
ma. íslenskra króna. Bankastjóri LÍ
segir hina miklu eftirspurn vera til
marks um það traust sem bankinn
nýtur.
Lítil hætta
Samkvæmt upplýsingum Lands-
virkjunar er hætta á náttúrulegum
jarðskorpuhreyfingum af völdum
eldgosa eða jarðhræringa á Kára-
hnjúkasvæðinu álitin mjög lítil.
Endurákærir ekki
Settur ríkissaksóknari hefur
ákveðið að endurákæra ekki Jón Ás-
geir Jóhannesson, vegna kaupa á 10-
11, en ákæruliðnum var í annað sinn
vísað frá fyrr í sumar.
Flugslys í Úkraínu
Enginn komst lífs af þegar rúss-
nesk farþegaflugvél af gerðinni
Tupolev 154 fórst í austurhluta
Úkraínu í gær. 160 farþegar og tíu
manna áhöfn voru um borð. Yfirvöld
hafa útilokað hryðjuverk. Talið er að
eldur hafi komið upp í vélinni en hún
mun hafa lent í miklu óveðri.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 22
Viðskipti 12 Bréf 25
Úr verinu 13 Minningar 26/30
Erlent 14/15 Myndasögur 32
Minn staður 16 Dagbók 32/35
Höfuðborgin 17 Staður og stund 34
Landið 17 Menning 36/41
Akureyri 18 Bíó 38/41
Suðurnes 18 Ljósvakamiðlar 42
Daglegt líf 20 Veður 43
Umræðan 21/25 Staksteinar 43
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
blaðið Austurland 2006.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
NORÐLINGASKÓLI í Norð-
lingaholti var settur í gær og þar
með hófst formlega annað starfsár
skólans en hann er nýjasti grunn-
skólinn í Reykjavík. Nemendum
skólans hefur fjölgað umtalsvert en
nú eru skráðir þar til náms 103
nemendur samanborið við 40 nem-
endur undir lok síðasta starfsárs.
Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri
Norðlingaskóla, segir að gert sé
ráð fyrir töluverðri fjölgun nem-
enda þegar líður á skólaárið enda
sé hann staðsettur í nýju hverfi sem
byggist hratt upp.
„Það er ekki óraunhæft að nem-
endur verði um 130 talsins í vor en
við eigum von á því að fjöldi barna
fari upp í 500 á næstu tveimur til
þremur árum,“ segir Sif en fyrsta
starfsár skólans voru nemendur í 1.
til 6. bekk í skólanum en nú verða
einnig nemendur í 7. og 8. bekk.
Gert er ráð fyrir því að Norð-
lingaskóli verði heildstæður grunn-
skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk
þegar hann verður fullbúinn.
Starf skólans mun líkt og síðasta
skólaár fara fram í færanlegum
skólastofum sem reistar hafa verið
í útjaðri væntanlegrar skólalóðar
en fyrirhugað er að reisa skólahús
á Klapparholti við Árvað, þar sem
um árabil stóðu hesthús.
„Við fáum viðbótarskála eftir því
sem okkur fjölgar en það húsnæði
sem nú er til staðar er ætlað fyrir
80 nemendur.“
Fyrsti skóladagurinn á
heimilum nemendanna
Í Norðlingaskóla er lögð mikil
áhersla á samstarf við foreldra
nemenda en á laugardaginn var
svokallaður skólaboðunardagur.
„Það var í raun fyrsti skóladag-
urinn en hann fór fram á heimilum
nemenda og var mjög skemmti-
legur,“ segir Sif en þá fóru fulltrú-
ar skólans á fund foreldra á hverju
heimili og boðuðu nemendur per-
sónulega í skólann.
„Markmiðið með þessu var að
hitta foreldra og nemendur við eld-
húsborðið og gera grein fyrir starf-
inu í vetur. Það er mikilvægt að
samstarfið við heimilin virki í báðar
áttir og þetta þarf ekki alltaf að
vera þannig að foreldrarnir komi
til okkar.“
Nemendum fjölgar í Norðlingaskóla
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Við setningu Norðlingaskóla í Norðlingaholti í gær var nemendum, for-
eldrum og starfsmönnum skólans boðið í grillveislu. Elsa Karen sem er 6
ára, og er því að setjast á skólabekk í fyrsta sinn, var ánægð með veislu-
höldin og hlakkaði til að fara að læra meira.
GENGIÐ hefur verið frá kaupum
Skinneyjar Þinganess á Hornafirði á
kaupum á útgerðarfélaginu Langa-
nesi frá Húsavík. Í kaupunum fylgja
tvö uppsjávarveiðiskip og veiðiheim-
ildir sem svara til ígilda ríflega 1.400
tonna af þorski miðað við úthlutun á
þessu fiskveiðiári. Þær heimildir eru
fyrst og fremst í síld og loðnu. Kaup-
verð fæst ekki gefið upp, en gera má
ráð fyrir að það sé vart undir tveim-
ur milljörðum króna.
Langanes gerir út skipin Björgu
Jónsdóttur sem er vinnsluskip búið
til veiða á uppsjávarfiski og Björn
Sveinsson, sem einnig er búið til
slíkra veiða en er ekki með vinnslu
um borð. Engar veiðiheimildir eru
skráðar á síðarnefnda skipið, en á
Björgu eru skráðar heimildir sem
svara til ríflega 1.400 tonna af þorski
á þessu fiskveiðiári. Þær heimildir
byggjast fyrst og fremst upp á síld
og loðnu. Hlutdeild skipsins í loðnu-
kvótanum er 2%, 2,2% í íslenzku
sumargotssíldinni, 2,8% í norsk-ís-
lenzku síldinni og 0,2% í kolmunna.
Þá er skipið með 0,9% hlutdeild í út-
hafsrækju og lítilsháttar heimildir í
botnfiski. Á þessu fiskveiðiári svar-
aði þessi hlutdeild til 3.400 tonna af
loðnu, 2.400 tonna af sumargotssíld,
4.300 tonna af norsk-íslenzku síld-
inni og 600 tonna af kolmunna.
Síldarvinnslan átti áður 37% í
Langanesi, en félagið leysti til sín
þann hlut fyrr í sumar og seldi
Skinney Þinganesi, sem nú kaupir
það, sem eftir stendur. Hvorki kaup-
andi né seljandi vildu gefa upp kaup-
verð. Erfitt er að meta það þar sem
óljóst er hve mikils virði hlutdeildin í
loðnu er metin. Á þessu ári skilaði
hún aðeins 3.400 tonna aflamarki, en
í góðu meðalári gæti hún skilað um
20.000 tonnum miðað við milljón
tonna úthlutun.
Skinney Þinganes mun taka við
skipunum í haust, en fyrir á félagið
uppsjávarveiðiskipin Jónu Eðvalds
og Ásgrím Halldórsson, það síðara
með Síldarvinnslunni í Neskaupstað.
Ekki liggur fyrir hvaða breytingar
verða gerðar á útgerð Skinneyjar
Þinganess við þessi kaup, en ljóst er
að hlutdeild félagsins í uppsjávar-
fiski eykst verulega.
Útgerðarfélagið Langanes
selt til Hornafjarðar
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Björg Jónsdóttir kemur til hafnar á Húsavík, líklega úr sínum síðasta túr
undir merkjum Langaness. Á Björgu eru skráð 1.400 þorskígildistonn.
Tvö uppsjávarveiðiskip og 1.400
þorskígildistonn fylgja með í kaupunum
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
LÖGREGLAN á Egilsstöðum vinnur
nú að rannsókn líkamsárásar á kín-
verskan starfsmann Impregilo við
Kárahnjúka 20. ágúst. Óskar Bjart-
marz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöð-
um, segir að lögregla hafi engar
ákveðnar vísbendingar og hún sjái
ekki fyrir endann á rannsókninni.
Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík
lauk rannsókn á vettvangi í gær og
væntir lögreglan á Egilsstöðum þess
að upplýsingar úr þeirri rannsókn
varpi nýju ljósi á atburðinn. Óskar
segir að samkvæmt framburði hins
slasaða hafi árásarmennirnr verið
tveir og höfðu þeir hulið andlitið þeg-
ar þeir réðust á sofandi manninn.
Brúnin að léttast
á starfsmönnum
Steingrímur Þorbjarnarson, trún-
aðarmaður starfsmanna Kárahnjúka-
svæðisins, segir að ástandið í vinnu-
búðunum hafi róast talsvert. „Brúnin
er heldur að léttast á mönnum og þeir
farnir að óska þeim er vinna að rann-
sókn málsins góðs gengis við að leysa
úr öllu saman,“ segir Steingrímur.
Hann segir að þótt starfsöryggi sé
mikið á svæðinu, þá hafi öryggisgæsla
í búðunum sjálfum verið nokkuð van-
rækt til að byrja með. Að undanförnu
hafi hins vegar verið unnið markvisst
að því að uppræta illindi meðal starfs-
manna og bæta samskipti þeirra. Að-
spurður hvort árásin á Kínverjann
hafi eitthvað með kynþáttahatur að
gera, segir Steingrímur ekkert benda
til þess. „Það liggur hins vegar fyrir
að mikill fjöldi Kínverja sem starfaði
fyrir Impregilo í Kína kom til Kára-
hnjúka að loknum framkvæmdum í
Kína. Sumum starfsmönnum sem fyr-
ir voru á svæðinu blöskraði að sjá
þennan stóra og samstæða hóp koma
og mikið var um hann talað til að
byrja með. Oft láta menn það flakka
að hér séu margir Kínverjar, en ekki
af sérstakri heift,“ segir Steingrímur.
Árás á starfsmann
Impregilo óupplýst
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is