Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 37
MENNING
SÍÐASTLIÐIÐ föstudags-
kvöld opnaði hin kúbanska
Mila Pelaez málverkasýn-
ingu á Barnum að Lauga-
vegi 22. Pelaez hefur verið
á flakki milli Kúbu og Ís-
lands frá árinu 2004 ásamt
eiginmanni sínum, Þorbirni
Emil Kjærbo. Þetta er
hennar önnur einkasýning
hér á landi, en sú fyrri var
opnuð á Café Cultura í Al-
þjóðahúsinu í fyrra. „Ég hef
svo mikla ást að gefa og
mér fannst því tilvalið að
koma hingað þar sem er
kalt og deila sól, gleði og
ást til fólksins,“ segir Pela-
ez. Hún vinnur olíuverk á
striga og notar einnig
blandaða tækni í mörgum
verkunum. Þar koma t.d.
við sögu sandur, skeljar og
steinar frá ströndum Ís-
lands og Kúbu.
Pelaez er útskrifuð með
meistargráðu frá E.J.
Varona-háskólanum í Ha-
vana og hefur lengi haft
áhuga á myndlist. „Nýju
verkin mín fjalla mikið um
ferðalagið okkar síðustu
ár. Þetta er um allt, m.a.
ástina, hatrið, lífið, dauð-
ann, tunglið, sólina, jörð-
ina, ferðalög og erfiðleika þeirra,“
segir Pelaez sem vann öll verkin á
Kúbu.
Þorbjörn eiginmaður hennar
fékk þá hugmynd í tengslum við
opnun sýningarinnar að skipu-
leggja dagskrá tengda Kúbu á
Barnum, og hefst hún í kvöld. „Ís-
lendingar hafa mikinn áhuga á
Kúbu. Mér finnst svo gaman að hafa
fullt af fólki í kringum mig og því
fannst mér frábær hugmynd að
skipuleggja eina allsherjar kúb-
anska veislu. Í kvöld og annað kvöld
[kl. 21] ætlar Heiðar Ástvaldsson að
kenna eldheitt kúbanskt salsa. Á
sunnudaginn kl. 15 ætlar Mila svo
að vera með opinn tíma þar sem
fólk getur komið og spurt hana að
hverju sem er um Kúbu,“ segir Þor-
björn. Hann vinnur nú að því að
skipuleggja dagskrána frekar og er
m.a. stefnt að því að fá ýmsa ís-
lenska áhugamenn um Kúbu til að
halda fjölbreytta fyrirlestra. Auk
þess verða alls kyns viðburðir
skipulagðir og verður ókeypis á þá
alla. „Hér á Barnum gefst fólki svo
kostur á að bragða á ýmsum léttum
kúbönskum réttum. Ég stefni að því
að Kúbudagarnir standi yfir í mán-
uð og mun ég kynna dagskrána
jafnt og þétt. Hér verður mikið fjör,
dans, tónlist og gleði.“
Menning | Kúbudagar hefjast á Barnum
Morgunblaðið/Jim Smart
Þau Mila Pelaez og Þorbjörn Emil Kjærbo
bjóða til menningarveislu.
Málverkasýning, eld-
heitt salsa og fleira
ÁTTUNDA tónlistarhátíð Ólafsfirð-
inga, Berjadagar, upphófst í bezta
veðri, sem lék áfram við staðarbúa
alla helgina. Þrídægran flaggaði að
vanda fimm tónleikum; eitt stærsta
litla menningarkraftaverk lands-
byggðar sem væri álíka og 1.500
klassískar sumarhátíðir í Danmörku
– ef allir 500–5.000 manna smábæir
sýndu þar sambærilegan metnað.
Rithöfundurinn og fjöllistamað-
urinn Herdís Egilsdóttir flutti blað-
laust en snjallt inngangsávarp á
upphafstónleikum hátíðarinnar í
þétt setnu félagsmiðstöðinni Tjarn-
arborg. Herdís lagði m.a. áherzlu á
að fagþekking væri engin forsenda
fyrir að njóta sígildrar tónlistar,
enda vissulega erfitt að mótmæla
því. Allra sízt þar eð stórafmæl-
isbarn ársins, W.A. Mozart og höf-
undur allra verka kvöldsins, þykir
sjálfkjörnasta dæmi í klassíkinni um
listamann sem felur list sína undir
blekkjandi einföldum ytri hjúp. Um
þetta var Klarínettkvintettinn í lokin
trúlega eitt magnaðasta dæmi allra
tíma.
Stækkun píanótríósins (píanó á
móti fiðlu og sellói) í píanókvartett –
þ.e. að viðbættri víólu – var
splunkuný af nálinni þegar Mozart
samdi fyrri kvartett sinn af tveim
1785 og er hann stundum jafnvel tal-
inn uppfinnandi greinarinnar, þó svo
að hinum 15 ára Beethoven í Bonn
hafi dottið hún í hug á sama ári
(WoO 36), ef ekki fleirum. Þroska-
verk Mozarts hafa þó skiljanlega
náð meiri vinsældum, og í leikandi
meðferð Guðnýjar, Pálínu, Unnar og
Gunnars naut hinn eldhressi g-moll
kvartett sín með bezta móti, ekki
sízt íbyggin gamansemin í lok-
arondóinu.
Marta Guðrún fór með hálsbrjót-
andi raddflúrið í Laudate Dominum
fyrir sópran, 2 fiðlur, píanó, selló og
kontrabassa úr Vesperae de Dom-
inica eins og að drekka vatn, og átti
m.a.s. litla a cappella „kadenzu“ í
lokin við innlifaðan samleik félag-
anna.
Eins og vænta mátti af fyrrgetinni
blekkingarlist var Klarínettkvintett-
inn í A-dúr hið mesta yndi á að hlýða
fyrir jafnt eyru og heila sem hjarta.
Lækningarmáttur úrvalstónlistar í
úrvalstúlkun verður seint ofmetinn,
og í mínu tilviki gufaði uppsöfnuð
langaksturslýja hér upp sem dögg
fyrir sólu svo nálgaðist enn eitt
kraftaverkið. Prímus mótor að því
var göldróttur klarínettleikur hins
bæverska Alberts Ostermanns er
hríslaðist um sálartetrið sem ískalt
bergvatn í Sahara. Sá kunni sann-
arlega sinn Mozart fram í fing-
urgóma, og fordæmið eggjaði greini-
lega strengjakvartettinn til að sýna
sitt allra bezta. Enda var framlaginu
tekið með fögnuði á fæti.
Kraftaverk á færibandi
TÓNLIST
Tjarnarborg
Mozart: Píanókvartett í g K478; Laudate
Dominum úr K321; Klarínettkvintett
K581. Guðný Guðmundsdóttir / Pálína
Árnadóttir / Hildigunnur Halldórsdóttir
fiðla, Unnur Sveinbjarnardóttir víóla,
Gunnar Kvaran selló, Albert Osterham-
mer klarínett, Marta Guðrún Halldórs-
dóttir sópran, Sigurður Halldórsson selló,
Óttar Sæmundsen kontrabassi og Örn
Magnússon píanó. Föstudaginn 18.
ágúst kl. 20.30.
Berjadagar á Ólafsfirði
Ríkarður Ö. Pálsson