Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 16
Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur K 6.80 M Plus ■ Vinnuþrýstingur: 20-135 bör ■ Vatnsmagn: 530 ltr/klst ■ Túrbóstútur + 50% ■ Lengd slöngu: 9 m ■ Sápuskammtari ■ Stillanlegur úði K 7.80 M Plus ■ Vinnuþrýstingur 20-150 bör ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari K 7.85 M Plus ■ Vinnuþrýstingur: 20-150 bör ■ Vatnsmagn: 550 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% ■ 12 m slönguhjól ■ Vatnsmagn: 550 ltr/klst ■ Túrbóstútur + 50% ■ Lengd slöngu: 9 m SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS K 5.80 M Plus ■ Vinnuþrýstingur: 20-125 bör ■ Vatnsmagn: 450 ltr/klst ■ Lengd slöngu: 7,5 m ■ Stillanlegur úði ■ Túrbóstútur + 50% ■ Sápuskammtari Ýmsir aukahlutir Snúningsdiskur Húsavík | Það virðist ætla að verða gott berjaár í Keldu- hverfi í ár ef svo heldur fram sem horfir með berjasprettuna. Kristel Eva Gunnarsdóttir er ung Húsavíkurdama sem þykir berin góð og er hún sótti ömmu sína og afa heim í sumarhús þeirra í Sultum um helgina fékk hún nóg af þeim í gogg- inn. Í Sultum er allgott berja- land og mikið af berjum í ár að sögn þeirra Sultarsystra sem þar dvöldu við berjatínslu um helgina. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kristel Evu þykir berin góð Sveitin Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN FERMINGARÁRGANGAR frá Eski- fjarðarkirkju, árin 1951, 1952 og 1953 héldu sameiginlegt fermingarbarnamót á Eskifirði í júlí sl. Af því tilefni gáfu þau Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Huldu- hlíð peningaupphæð sem nota á til kaupa á afþreyingarefni fyrir íbúa heim- ilisins. Myndin er af fulltrúum gefendanna og Hulduhlíðar við afhendingu gjafarinnar. Færðu Hulduhlíð gjöf Rúnar Kristjánssoná Skagaströndheyrði um upp- gröftinn í Hringsdal og landnámsmanninn sem fluttur var suður á safn. Það að brjóta grafargrið getur skapað úfa. Þúsund ára þagnarfrið þurfti í engu að rjúfa. Og Rúnar bætir við: Upp þeir grafið hafa Hring, hyllt þar ranga siði. Ævagamlan Íslending á að láta í friði! Og loks: Í Arnarfirði út með sjó að sér stefna meinum, menn sem granda grafarró og gramsa í fornum beinum. Davíð Hjálmars Har- aldsson las í Morgun- blaðinu ummæli Guðna Ágústssonar sem féllu á flokksþinginu: „Förum inn í skólana …“: Á fjórðu síðu er Framsókn enn að faðmast, klappa og dóla. Greinilega gleðjast menn en Guðni vill í skóla. Uppgröftur í Hringsdal pebl@mbl.is ♦♦♦ ÁRSFUNDUR Vestnorræna ráðsins var í Færeyjum 21. ágúst sl. og samkvæmt ályktun sem samþykkt var eiga ríkisstjórn- ir Íslands, Færeyja og Grænlands að kanna möguleikann á aðild Grænlands að nýjum fríverslunarsamningi Íslands og Færeyja, svokölluðum Hoyvíkur-samningi. Vestnorræna ráðið er samstarfsvett- vangur þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Hoyvíkur-samningurinn er einn víðtækasti fríverslunarsamningur sem gerður hefur verið og mun í raun leiða til ís- lensks-færeysks efnahagssvæðis þegar hann tekur gildi síðar á árinu. Heimamarkaður Íslands mun þá stækka um 50.000 manns. Í samningnum er sér- staklega gert ráð fyrir útvíkkun hans til fleiri hluta konungsveldisins Danmerkur og vill Vestnorræna ráðið að möguleikar á þátttöku Grænlands verði nú kannaðir. Með þátttöku Grænlands yrði í raun til vestnorrænt fríverslunarsvæði. Ráðið sam- þykkti einnig að löndin þrjú skuli skiptast á launuðum konsúlum með diplómatíska stöðu sem styrkja mundi samstarf þeirra enn frekar. Á ársfundinum var Jonathan Motzfeld, formaður grænlenska þingsins, kjörinn for- maður og Halldór Blöndal, formaður utan- ríkismálanefndar og Íslandsdeildar Vest- norræna ráðsins, kjörinn varaformaður. Forseti Norðurlandaráðs, Ole Stavad, sagði frá því að forsætisnefndir Vestnor- ræna ráðsins og Norðurlandaráðs hefðu ákveðið að gera uppkast að formlegum samstarfssamningi milli ráðanna tveggja. Fundurinn samþykkti einnig tillögur þess efnis styrkja skuli samstarf þjóðanna í ferðamálum og í baráttu gegn reykingum. Vestnorrænt fríverslunar- svæði EIGENDUR lands á Langanesi hafa sent sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi bréf þar sem ítrekuð er krafa þeirra um að bandarísk stjórnvöld fjarlægi úrgang þann og spilliefni sem þau eru með í geymslu á Heiðarfjalli. Segir í bréfinu að um sé að ræða úr- gang og spilliefni sem séu í geymslu á há- bungu Heiðarfjalls, án nokkurra örygg- isráðstafana, fyrir ofan grunnvatn og vatnsból. Geymslan sé ólögleg auk þess sem landeigendur hafi ekki gefið leyfi fyr- ir henni. Úrgangur verði fjarlægður Vita- og strandmenning | Í tilefni af al- þjóðavitadeginum sem var 20. ágúst sl., hef- ur stjórn Íslenska vitafélagsins sent rík- isstjórn Íslands eftirfarandi ályktun sem gerð var á ráðstefnu um vita- og strand- menningu á Norðurlöndum í Stykkishólmi í vor. Þar er lagt til við rík- isstjórn Ís- lands að hún setji í gang vinnu til að koma á fót verkefni með það að mark- miði að auka verðmæta- sköpun í tengslum við íslenska vita- og strand- menningu. „Þetta verkefni getur orðið verk- færi þjóðarinnar til að þróa og efla vita- og strandmenningu á Íslandi og samtímis byggja upp ferðaþjónustu á þessum grunni. Verkefnið þarf að innihalda lýsingu á starfs- aðstöðu, fjárveitingum og því sjálfboðastarfi sem hægt er að nýta sér,“ segir í ályktuninni. Þátttakendur á ráðstefnunni mæla með því að skipulögð verði innanlandsráðstefna með samtökum, stofnunum og fulltrúum hins opinbera og einkafyrirtækja, sér- staklega í ferðaþjónustunni, til að ræða bet- ur möguleika á samstarfi og skipulagningu á þróunarverkefnum og framtíðarhorfum fyr- ir íslenska vita- og strandmenningu. Nýir skólastjórar | Nýr skólastjóri, Börkur Vígþórsson, tekur til starfa í Grandaskóla, á þessu skólaári. Á vorönn hófu tveir nýir skólastjórar störf í grunnskólum Reykjavíkur, þær Dagný Annasdóttir í Öskjuhlíðarskóla og Jóhanna Vilbergsdóttir í Engjaskóla.       Nýr hellir í Undirhlíðum | Tilfærsla efnis í malarnámu í Undirhlíðum leiddi í ljós op sem við nánari athugun reyndist vera munni hraunhellis sem er um það bil 30 metra langur. Hellirinn er norðarlega í námunni sem er við Bláfjallaveg. Segir á heimasíðu Ferlis, þar sem til- kynnt er um hellisfundinn, að um sé að ræða nokkuð sjaldgæft fyrirbæri hér á landi. Helli eða rás, í bólstrabergi, sem virð- ist hafa orðið til er hraun rann í holrúmi á töluverðu dýpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.