Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 17 MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Skagafjörður | Á meðan Landbún- aðarsýningin í Skagafirði stóð yfir voru afhentar umhverfisviðurkenn- ingar sem sveitarfélagið Skagafjörð- ur veitir. Þessi viðurkenning var nú veitt í annað skiptið. Hún skiptist í sex hluta og kom viðurkenning fyrir snyrtilegustu bújörð þar sem stund- aður er hefðbundin búskapur. í hlut bænda á Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit. Þar er tvíbýli, yngri hjónin Atli Traustason og Klara Helgadóttir búa með um 600 kindur en foreldrar Atla, Trausti Kristjánsson og Ingi- björg Aadnegard, búa með um 40 kýr og nokkuð af hrossum. Einnig á Jóna, móðir Trausta, heima á Syðri- Hofdölum. Ættmenni Trausta hafa búið á jörðinni síðan árið 1936 og er Atli fjórði ættliðurinn sem þar býr. „Við erum að sjálfsögðu öll ákaf- lega ánægð með að fá þessa við- urkenningu. Foreldrar mínir lögðu áherslu á að hafa snyrtilegt í kring- um sig og við Ingibjörg héldum þeirri stefnu áfram eftir að við tók- um við búskapnum fyrir um þrjátíu árum. Við og ungu hjónin höfum verið samhent í þessu. Þau eru búin að byggja íbúðarhús og stór fjárhús og þeirra byggingar blasa við af þjóðveginum sem liggur í gegnum land jarðarinnar en eldri bygging- arnar sem allar eru steinsteyptar standa heldur lengra frá,“ sagði Trausti Kristjánsson bóndi af þessu tilefni. Trausti sagði að líklega hefði það síast inn í sig sem barn að ganga þokkalega um. Faðir hans hefði þótt ganga sérlega vel um í útihúsum. ,,Það er miklu skemmtilegra að hafa þokkalega snyrtilegt í kringum sig. Ég held að fólki líði betur þannig og verði miklu ánægðara með lífið og tilveruna,“ sagði Trausti Krist- jánsson. Miklu skemmti- legra að hafa snyrti- legt í kringum sig Með viðurkenningarskjöl Þau veittu Umhverfisverðlaunum Skagafjarðar árið 2006 viðtöku. Frá vinstri Sig- urbjörg Guðjónsdóttir og Rósa Óskarsdóttir fyrir götuna Brennihlíð á Sauðárkróki. Guðrún Þorvaldsdóttir og Valgeir Þorvaldsson fyrir Vesturfarasetrið á Hofsósi. Guðmundur Árnason og Sigurjón Gestsson fyrir Golfklúbb Sauðárkróks. Erna Hauksdóttir og Skúli Halldórsson fyrir fallegustu lóðina sem er að Hólatúni 7 á Sauðárkróki. Margrét Stefánsdóttir og Álfur Ketilsson fyrir jörðina Brennigerði og Klara Helgadóttir, Ingibjörg Aadnegard, Trausti Kristjánsson og Atli Traustason fyrir jörðina Syðri-Hofdali. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson SAMNINGAR við dagforeldra, endurskoðun svonefndra au-pair greiðslna og opnun sér- stakra smábarnadeilda á leikskólum borg- arinnar eru meðal verkefna sem fram undan eru hjá nýstofnuðu leikskólaráði, að sögn Þor- bjargar Helgu Vigfúsdóttur, verðandi for- manns ráðsins. Borgarráð samþykkti stofnun ráðsins á fundi sínum í síðustu viku, en það tekur formlega til starfa 15. september næst- komandi. Þorbjörg Helga segir að í kosningabarátt- unni í vor hafi mikil áhersla verið lögð á þjón- ustu við yngstu börnin. Leikskólagjöld muni lækka um 25% hjá öllum börnum 1. september og þá gangi í gildi svokallað fjölskyldugjald, en það hefur í för með sér að ekkert gjald er greitt fyrir systkini leikskólabarna. Þorbjörg Helga segir að í samkomulagi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá í vor, þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í borginni, hafi verið kveðið á um að leitað yrði leiða til að brúa bilið frá þeim tíma sem fæð- ingarorlofi lýkur og þar til leikskólaganga hefst. „Það verður fyrsta verkefnið mitt að ganga til samninga til dagforeldra og skoða au-pair greiðslur,“ segir hún. Tryggja þurfi að framboð dagforeldra auk- ist en einnig sé í bígerð að opna sérstakar smá- barnadeildir við einn leikskóla í hverju hverfi. Stefnt sé að því að opna að minnsta kosti tvær slíkar deildir á næsta ári. „Ég tel að val um þjónustu, ýmist hjá leikskólum, dagmæðrum eða au-pair, geti slegið strax á þá þörf sem er fyrir hendi. Um leið og við getum greitt meira með hverri dagmóður batni staðan,“ segir Þor- björg Helga. Niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun for- eldra um dagforeldra sýni að mikill meirihluti þeirra, eða yfir 90%, séu mjög ánægðir eða ánægðir með þjónustu dagforeldra. „Það sýnir að við megum aldrei láta þessa þjónustu verða hornreka,“ segir hún. Þorbjörg Helga segir mörg önnur verkefni fram undan hjá leikskólaráði. Til að mynda þurfi að huga að sérkennslumálum hjá leik- skólununum. „Ég tel sérkennsluna í leikskól- unum vera betur hannaða og skilgreinda held- ur en í grunnskólanum og ég held að við ættum að efla hana enn frekar og vera leiðandi í henni og aðstoða grunnskólann í þessum málum, segir hún. Þá vilji hún láta skoða starfsumhverfi leik- skólakennara. Ekki sé nóg að fá kennara til starfa í skólunum, heldur þurfi að hlúa vel að þeim þar. Ennfremur hafi hún hug á að skoða gæslu- vallalóðir í borginni. Þeim megi hugsanlega breyta í smábarnaleikvelli sem yrðu settir upp sem slíkir. „Í Evrópu er mjög algengt að það séu öðru- vísi leikvellir fyrir yngri börn. Þeir eru girtir af, með rólum sem börnin detta ekki úr og leik- tækin eru minni,“ segir Þorbjörg Helga. Margt af því sem nú bjóðist í þessum efnum í Reykjavík henti ekki yngstu börnunum. Fleira sé fram undan en sumt eigi eftir að móta frek- ar í samráði við leikskólakennara í borginni. Þorbjörg Helga segist vonast til þess að sam- starfið við leikskólakennara verði gott. Leik- skólakennarar lýstu á dögunum óánægju með þá ákvörðun að stofna sérstakt leikskólaráð sem er aðskilið menntaráði. Þorbjörg Helga segist búast við því að sú óánægja „snúi að stjórnsýslubreytingunum en síðan, þegar þær eru um garð gengnar, hljóta allir að vilja hag skólanna sem mestan.“ Verðandi formaður nýstofnaðs leikskólaráðs í Reykjavík segir mörg verkefni fram undan Tvær smábarna- deildir opnaðar á leik- skólum á næsta ári Morgunblaðið/Eyþór Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Langholt | Harpa Rut var að vonum spennt þegar hún mætti ásamt for- eldrum sínum og litlu systur í viðtal hjá kennaranum sínum Önnu Guð- rúnu Harðardóttur í gær en dag- urinn markaði upphafi skólagöngu Hörpu í 1. bekk Langholtsskóla. Grunnskólar landsins voru al- mennt settir í gær en gera má ráð fyrir að um 45 þúsund börn og ung- lingar leggi stund á nám í skólunum sem eru rúmlega 180 talsins. Morgunblaðið/Ásdís Fyrsti skóladagurinn Reykjavík | Um eitt þúsund börn á eru á biðlistum eftir plássi á frí- stundaheimilum grunnskólabarna í Reykjavík en eftirspurn hefur aukist um 300 til 400 pláss frá því í fyrra. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu hefur Reykjavíkurborg að undanförnu auglýst eftir fólki til hlutastarfa á frístundaheimilunum vegna þessa en nú er búið að manna um 150 stöður. Reykjavíkurborg þarf hins vegar að manna um 70 stöður til viðbótar ef reka á öll frí- stundaheimili borgarinnar með góðu móti að sögn Björns Inga Hrafns- sonar, formanns borgarráðs. „Staðan virðist vera að lagast en það hefur gengið ágætlega að ráða í stöðurnar síðustu daga,“ segir Björn Ingi en hann vonast til þess að stöð- urnar verði fullmannaðar á næstu vikum. Manna þarf 70 stöður til viðbótar Um 1.000 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.