Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
en messan sjálf hefst svo kl. 20.30
á Vígsluflöt. Þar mun séra Auður
Eir Vilhjálmsdóttir prédika og
Kór Kvennakirkjunnar leiða söng
undir stjórn Aðalheiðar Þorsteins-
dóttur.
KVENNAKIRKJAN heldur messu
í Heiðmörk í samvinnu við Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur í dag.
Gert er ráð fyrir að safnast verði
saman kl. 19 og grillað þar sem
hver og einn kemur með sitt nesti
Messa og grill í Heiðmörk
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
afhjúpaði í gær, að viðstöddum for-
sætisráðherra og utanríkisráðherra
Eistlands, minningarskjöld um að
15 ár eru liðin frá því að Ísland varð
fyrst ríkja til að viðurkenna end-
urheimt sjálfstæðis Eistlands.
Skjöldurinn hangir utan á húsnæði
utanríkisráðuneytis Eistlands í
Tallinn sem er við Íslandstorg núm-
er eitt.
„Þetta var mjög hátíðleg og
ánægjuleg athöfn en Eistar leggja
mikla áherslu á að minnast atbeina
Íslands að sínu sjálfstæði á þessum
tíma fyrir fimmtán árum,“ sagði
Geir í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins í gær en opinberri heim-
sókn hans og eiginkonu hans, frú
Ingu Jónu Þórðardóttur, til Eist-
lands lýkur í dag. Tilefni heimsókn-
arinnar er að 15 ár eru liðin frá því
Eistland endurheimti sjálfstæði sitt
en Ísland varð fyrst ríkja til þess að
viðurkenna stjórnmálasamband við
landið.
„Ísland er þeim ofarlega í huga
og það er mikill áhugi á landi og
þjóð hér í Eistlandi. Það sást á fundi
sem ég átti með eistneskum blaða-
mönnum en margir þeirra voru
ágætlega vel að sér bæði um stöð-
una í efnahagsmálum á Íslandi og
stöðuna í varnarmálum.“
Ræddu efnahags-
og viðskiptamál
Dagskrá heimsóknarinnar var
þétt skipuð en auk fundar með for-
sætisráðherra Eistlands, Andrus
Ansip, átti forsætisráðherra fundi
með Arnold Rüütel, forseta Eist-
lands, Thomas Varek, forseta þings-
ins, og Urmas Paet utanrík-
isráðherra. Að sögn Geirs ræddu
hann og æðstu ráðamenn Eistlands
mikið um þá atburði sem áttu sér
stað fyrir fimmtán árum auk sam-
skipta ríkjanna í dag og hvað fram-
tíðin kynni að bera í skauti sér í
þeim efnum.
„Við höfum rætt bæði um efna-
hagsmál og viðskipti en einnig um
samstarfið innan Atlantshafs-
bandalagsins (NATO).“
Miklar umræður hafa undanfarið
átt sér stað í Eystrasaltsríkjunum
um eftirlit með lofthelginni og sagði
Geir að þau mál hefði borið á góma.
Aðspurður sagði hann það ekki vera
á dagskrá á næstu árum að Eistar
myndu sjálfir annast eftirlit með
lofthelginni enda væri ákveðið sam-
starf í gangi innan NATO þar um.
Greinilegur uppgangur og
bætt lífskjör fólksins í landinu
Lofthelgieftirlitinu svonefnda er
haldið uppi af NATO og skiptast að-
ildarríkin á að sinna því þar eð
Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland,
Lettland og Litháen, ráða ekki yfir
flugherjum.
„Þeir eru hins vegar með her-
menn bæði í Afganistan og Írak og
vilja vera virkir í samstarfinu innan
NATO meðal annars á þeim for-
sendum.“
Geir heimsótti Eistland fyrst árið
1992 en hann segir greinilegt að
mjög hraður uppgangur hafi verið í
Eistlandi á þeim fimmtán árum sem
liðin eru frá því landið endurheimti
sjálfstæði sitt.
„Því var spáð að þegar Eistland
yrði frjálst og lýðræðislegt land að
miklir kraftar myndu leysast úr
læðingi sem myndu á endanum
bæta lífskjör fólksins í landinu til
muna en þeir spádómar hafa nú
greinilega ræst.“
Geir segir að eftir fall komm-
únismans og endurheimt sjálfstæðis
landsins hafi Eistland í raun byrjað
á byrjunarreit. Þannig hafi gefist
tækifæri til þess að byggja upp
bæði stjórnkerfi og skattkerfi
landsins frá grunni án þess að þurfa
að taka tillit til þess sem fyrir var
en Eistar tóku upp flatan tekjuskatt
árið 1994, fyrstir allra í Austur-
Evrópu.
„Eistar hafa tekið upp mjög nú-
tímalegt skattkerfi og það fyr-
irkomulag sem þeir tóku upp í
gjaldeyris- og gengismálum á þess-
um tímamótum er enn við lýði en
það var nýlunda þá. Þá innleiddu
þeir mjög fljótlega rafræna stjórn-
sýslu en ríkisstjórnarfundir þeirra
eru nánast allir í rafrænu formi og
hver ráðherra hefur sína tölvu.“
Geir segir að Íslendingar geti án
efa tekið Eista til fyrirmyndar í
ýmsum efnum en bendir á að hér á
landi sé rafræn stjórnsýsla einnig
langt á veg komin.
Forsætisráðherra heimsótti í gær
nokkur fyrirtæki sem tengjast við-
skiptum við Ísland en þeirra á með-
al voru Rúmfatalagerinn og eist-
nesk ferðaskrifstofa sem selur
töluvert af ferðum til Íslands. Þá
heimsótti hann einnig Norrænu
upplýsingaskrifstofuna sem starfar
í Eistlandi fyrir Norðurlandaráð.
Opinberri heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Eistlands lýkur í dag
„Mjög hátíðleg og ánægjuleg athöfn“
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Andrus Ansip, forsætisráðherra
Eistlands, afhjúpa skjöld til minningar um að Ísland varð fyrst ríkja til að
viðurkenna sjálfstæði Eistlands.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra,
og Andrus Ansip, forsætisráðherra
Eistlands, í stjórnarráði Eistlands.
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
ÞAÐ er raunhæft markmið að arn-
arstofninn á Íslandi verði 100 pör á
næstu tíu til fimmtán árum gangi allt
að óskum að sögn Kristins Hauks
Skarphéðinssonar, fuglafræðings hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands. Eins
og greint var frá í Morgunblaðinu var
arnarvarp í ár eitt það lakasta í tutt-
ugu ár en Kristinn Haukur segir að
hlutfallslega sé þetta eitt lakasta varp
síðan farið var að fylgjast með arn-
arvarpi fyrir um fimmtíu árum.
„Það urðu umskipti árið 1998 en þá
fór varpið að ganga mjög vel og hefur
gengið hlutfallslega vel þar til nú,“
segir Kristinn. „Tíðarfarið var afleitt í
vor en það er sterk fylgni á milli vor-
veðráttu og varpárangurs hjá örnun-
um. Þetta þyrfti þó að vera með þess-
um hætti í fleiri ár til þess að hafa
áhrif enda er örninn langlífur fugl.“
Örninn komist úr hættu
Að sögn Kristins er stefnt að því að
stofninn stækki smám saman og fari
að ílengjast í öðrum landshlutum en
Vesturlandi. Menn vonist til þess að
stofninn verði 100 pör innan tíðar, en
arnarstofninn hefur rúmlega þrefald-
ast á síðastliðnum fjörutíu árum.
„Til þess að það gerist verður varp-
árangurinn að vera góður ár eftir ár.
Ef það koma fleiri svona ár er hins
vegar ljóst að stofninn kemur til með
að standa í stað og síðan hnigna.
Langtímamarkmiðið er að örninn
komist úr hættu þannig að stofninn
verði ekki bundinn við Vesturland og
stækki. […] Við vitum um líklega 180
hefðbundin arnarsetur á landinu og
nú er ekki nema þriðjungur þeirra í
ábúð. Þannig virðist mikið svigrúm til
vaxtar í stofninum miðað við hvað
hann var algengur hér áður fyrr.“
Hugsanlega fóðraðir í vetur
Kristinn segir að fyrir tíu árum hafi
menn íhugað að fara út í sértækar að-
gerðir til aðstoðar erninum með því
að reyna að ala upp unga og flytja þá
á ákjósanlega staði. Slíkar fram-
kvæmdir séu þó kostnaðarsamar og
erfiðar og ekki verið farið út í þær því
stofninn hafi tekið við sér um það leyti
sem menn voru komnir á fremsta
hlunn með að gera eitthvað róttækt.
„Það besta sem hægt er að gera
fyrir svona stofn er að stuðla að sem
bestum varpárangri þannig að hann
sjái um þetta sjálfur,“ segir Kristinn
og bendir á að almennar verndarað-
gerðir hafi skipt mjög miklu.
„Síðan eru ýmsar aðrar aðferðir til
sem hafa hjálpað örnunum líkt og að
fóðra þá á veturna en það hjálpar
fyrst og fremst ungfuglunum yfir erf-
iðasta hjallann fyrsta veturinn.“
Að sögn Kristins stóð Fuglavernd-
arfélag Íslands fyrir því að borga
bændum fyrir að bera út hræ áður
fyrr þegar örninn var mjög fáliðaður
en sú iðja lagðist af fyrir löngu.
Fuglaverndarfélagið hafi hreyft því
að nýju að fóðra erni og það verði von-
andi gert á einum stað í vetur.
„Það mun um leið auðvelda eftirlit
að fá ernina inn á fóðurstöðvar en sl.
þrjú ár hafa ernir verið litmerktir.
Með þessum hætti væri hægt að
fylgjast með þeim og sjá hvar þeir
væru staðsettir. Það var rætt um
þetta í vetur en vonandi kemst þetta á
framkvæmdastig í haust.“
Arnarstofninn kann að verða 100 pör á næstu 10 til 15 árum
„Mikið svigrúm til
vaxtar í stofninum“
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
ÞÖRF er á fjármögnun til íslenskra
háskóla umfram það sem hið opin-
bera hefur tök á að leggja til þar sem
líklegt er að hægi á vexti þjóðarfram-
leiðslu næstu misserin. Líklegt má
telja að aukning fjármagns til há-
skólastigsins hérlendis og nýjar fjár-
mögnunarleiðir verði meginviðfangs-
efni stefnumótunar fyrir
háskólamenntun á Íslandi. Það sé
hins vegar verulega viðkvæmt póli-
tískt viðfangsefni þar sem það feli að
öllum líkindum í sér nauðsyn þess að
víkja frá hinu rótgróna viðhorfi að há-
skólamenntun sé réttur allra sem
þess óska og skilgreina hana þess í
stað sem sérstakan ávinning þeirra
sem hennar njóta.
Þetta er meðal þess sem fram kem-
ur í skýrslu Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD) um æðri
menntun á Íslandi sem birt var í gær.
Skýrslan er hluti af úttekt OECD á
háskólastiginu í 24 löndum og er
markmið hennar að kanna áhrif op-
inberrar stefnumörkunar í málefnum
háskóla í löndunum og vísa veginn um
úrbætur og nýjungar. Hún er samin
af sex erlendum sérfræðingum sem
dvöldu hér á landi í vikutíma, heim-
sóttu alla háskóla og hittu að máli fjöl-
marga hagsmunaaðila.
Boða til málþings um skýrsluna
Að mati skýrsluhöfunda er, eftir
hraða uppbyggingu íslenska háskóla-
stigsins undanfarin ár, nauðsynlegt
að samhæfa stefnumótun og endur-
skoða tiltekna þætti starfseminnar.
Þetta eigi sérstaklega við um fjár-
mögnun kennslu og rannsókna í há-
skólum og gæðamál. Bent er á að ís-
lenska háskólakerfið hafi sýnt mikinn
sveigjanleika og samkeppni milli há-
skóla hafi leitt til þess að komið hafi
verið til móts við vaxandi eftirspurn,
en Ísland er nú í fjórða sæti innan
OECD hvað varðar sókn í háskóla-
menntun.
Skýrsluhöfundar velta upp þeirri
spurningu hvort aðferðir við viður-
kenningar nýrra prófgráða séu nægi-
lega vandaðar til að tryggja gæði
námskeiðanna til lengri tíma, sérstak-
lega með tilliti til þess fjölda nýrra
námsleiða sem stofnað hafi verið til
síðustu árin. Í ljósi þessa er lagt til að
komið verði á formlegu kerfi til að
skilgreina nýjar námsleiðir, meta
gæði þeirra og eftirspurn eftir þeim.
Mikið er talið skorta á afkastagetu
stjórnkerfisins þegar kemur að því að
samþykkja nýjar námsleiðir.
Þess má að lokum geta að mennta-
málaráðneytið efnir til málþings um
skýrsluna 8. september nk. þar sem
sérfræðingur OECD mun skýra nið-
urstöður hennar og fulltrúar mennta-
málaráðuneytis, háskóla, atvinnulífs
og nemenda fjalla um þýðingu hennar
fyrir stefnu stjórnvalda og starf há-
skóla. Skýrsluna má í heild sinni nálg-
ast á slóðinni: www.oecd.org/edu/ter-
tiary/review.
Aukning fjármagns til
háskólastigsins brýn