Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ stendur yfir til-
tekt hjá 14 lífeyr-
issjóðum sem felst í því
að „leiðrétta of-
greiðslur“ sem stjórn-
endur telja að lífeyr-
issjóðirnir hafi
„ofgreitt“ sjóðsfélögum
sínum í mörg ár. Heild-
arathugun á tekjum ör-
orkulífeyrisþega sýnir að tekjur lág-
launafólks hækkuðu, skv. útreikningi
lífeyrissjóðanna, eftir að þeir voru
metnir öryrkjar.
Þegar skoðað er, hverjir það eru
sem missa greiðslur frá lífeyrissjóð-
unum við tiltektina, kemur í ljós að
það eru öryrkjar sem eru með lægri
greiðslur frá lífeyrissjóðunum en sem
nemur viðmiðum Tryggingastofn-
unar ríkisins um skerðingu bóta-
flokka. Vegna lágra tekna eiga þeir
því einnig rétt á greiðslum örorkulíf-
eyris frá Tryggingastofnun ríkisins
skv. reglum og með hliðsjón af
tekjum frá lífeyrissjóðum. Sam-
anlagður réttur þeirra lægst launuðu
til örorkulífeyris frá TR og lífeyr-
issjóðum samræmist ekki reglum líf-
eyrissjóðanna um örorkulífeyri. Það
eru því þeir sem eru með lægstu tekj-
urnar sem tiltektin nær til og má því
segja að stjórnendur lífeyrissjóðanna
ráðist nú á garðinn þar sem hann er
lægstur.
Margra ára starfsreynsla við fé-
lagsþjónustu hefur veitt okkur innsýn
í kjör fólks sem býr við skerta starfs-
orku og bág kjör. Fólks sem tilheyrir
hópi sem stjórnendur lífeyrissjóð-
anna segja að hafi fengið ofgreiddan
örorkulífeyri og þarf nú að þola
skerðingu og jafnvel niðurfellingu
tekna úr lífeyrissjóðum. Algengt er
að skert starfsgeta leiði til minnkandi
vinnuframlags og lækkunar tekna.
Örorkumat kemur þá í kjölfar skerð-
ingar tekna sem lífeyrissjóðirnir miða
við þegar þeir framreikna örorkulíf-
eyri sjóðsfélaga sinna, en ekki er
framreiknað út frá tekjum sem ein-
staklingarnir höfðu þegar þeir voru
með fulla starfsorku. Þá veldur
hægagangur í kerfinu, þegar kemur
að örorkumati, því að einstaklingum
og fjölskyldum er haldið í óvissu á
meðan umsóknir um örorkumat fara
á milli sérfræðinga og stofnana. Eini
möguleiki margra er að leita aðstoðar
félagsþjónustu sveitarfélaga til að sjá
sér og sínum farborða.
Ákvörðun lífeyrissjóðanna kallar
fram áleitnar spurningar um réttindi
láglaunafólks til örorkulífeyris. Við
viljum vekja athygli á afleiðingum
sem aðgerðir stjórnenda lífeyrissjóð-
anna hafa fyrir öryrkja sem áður
voru í láglaunastörfum. Raunveru-
legt dæmi er um konu sem fékk bréf
frá lífeyrissjóðnum þar sem henni var
tilkynnt að lífeyrissjóðgreiðslur
myndu falla niður þann 1. nóvember
nk. Hún missti heilsuna fyrir um tutt-
ugu árum, en áður vann hún við ræst-
ingar og greiddi í lífeyrissjóð af lág-
um launum. Á meðan hún var með
starfsorku gekk henni sæmilega að
sjá fyrir sér og þremur börnum en
þegar heilsan fór að bila hallaði und-
an fæti. Það fór svo að hún þurfti að
leita til sveitarfélagsins til að geta
framfleytt sér og börnunum. Þegar
hún var metin með 75% örorku
breyttust fjárhagsaðstæður til hins
betra, þó ekki sé hægt að halda því
fram að örorkubætur frá Trygg-
ingastofnun ríkisins og um það bil
25.000 kr. á mánuði í örorkulífeyri frá
lífeyrissjóði séu háar tekjur. Nú hafa
síðustu tekjur konunnar verið upp-
reiknaðar til núvirðis og er henni
áætlað að hún hafi haft rúmlega
800.000 kr. í árstekjur síðustu þrjú
árin sem hún var á vinnumarkaði.
Heildartekjur hennar í dag eru rúm-
lega 1.100.000 kr. á ári eða um
300.000 kr. hærri en meðallaunin sem
lífeyrissjóðurinn ætlar henni að lifa af
þar til hún verður ellilífeyrisþegi. Það
liggur í augum uppi að 25% tekju-
skerðing sem þessi „tiltekt“ lífeyr-
issjóðanna veldur konunni er umtals-
verð auk þess sem óvissa um
framtíðarafkomu er mikil.
Til þess að komast hjá skerðingu
lífeyrissjóðsins hefði konan þurft að
vera með umtalsvert hærri árslaun
en þau sem henni eru nú reiknuð,
jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum
hærri. Þá hefði hún haldið grunnlíf-
eyri frá TR en aðrir bótaflokkar fallið
niður. Greiðslur hennar í lífeyrissjóð
hefðu skilað henni greiðslum úr líf-
eyrissjóðnum. Þar sem konan var
láglaunakona falla greiðslur hennar
niður þrátt fyrir að henni hafi borið
að greiða í lífeyrissjóðinn af lágum
launum. Iðgjöld hennar fara í að
greiða þeim örorkulífeyri sem ekki
njóta tekjutryggingar og annarra
bóta hjá TR. Er þetta réttlátt?
Ef við viljum vera velferðarþjóð-
félag verða stjórnvöld að grípa til að-
gerða og stöðva það ranglæti sem líf-
eyrissjóðirnir komast upp með.
Á láglaunafólk ekki
rétt á örorkulífeyri
frá lífeyrissjóðum?
Olga Björg Jóns-
dóttir og Auður
Sigurðardóttir
skrifa um lífeyr-
isgreiðslur öryrkja
’Ákvörðun lífeyrissjóð-anna kallar fram áleitnar
spurningar um réttindi
láglaunafólks til örorku-
lífeyris.‘
Höfundar eru félagsráðgjafar á Þjón-
ustumiðstöð Laugardals og Háaleitis,
Þekkingarmiðstöð málefna fatlaðra.
Olga Björg
Jónsdóttir
Auður
Sigurðardóttir
ÞESSA dagana er umræða um
geðheilbrigðismál ofarlega á baugi
í íslensku þjóðfélagi. Margt hefur
verið skrifað um þennan málaflokk
og margt sýnist mörgum.
Umræðan úti í hinum stóra
heimi hefur snúist um bataferli,
hvað hvetur og letur bata hjá geð-
sjúkum, hvort hið læknisfræðilega
módel sem vestræn ríki hafa unnið
eftir sé hið eina sanna og svo
mætti lengi telja. Þá hefur um-
ræða um lyfjamál verið ríkjandi.
Eins og kerfið á Íslandi er í dag er
ekki um margar leiðir að ræða í
bataferli. Við eigum nokkrar ágæt-
ar geðdeildir en því miður virðast
þær framleiða fleiri sjúklinga en
þær lækna þar sem fólk ann-
aðhvort festist þar inni eða fer inn
og út af geðdeild um óákveðinn
tíma. Fólk þiggur lyf og bíður eftir
að batinn banki upp á. Hér höfum
við ekki val um úrræði í samfélag-
inu eins og nágrannalöndin okkar
bjóða upp á. Hér hafa notendur
heldur ekki áhrif á þá þjónustu
sem þeir fá innan stofnana og það-
an af síður hafa þeir val um með-
ferðaraðila sinn.
Hugarfarsbreytingar er þörf hjá
notendum sem og fagaðilum. Not-
andinn þarf að gera sér grein fyrir
því að til þess að ná bata verður
hann að vilja vinna að honum sjálf-
ur. Flestar sálfræðilegar meðferðir
stefna að því að notendur lækni
sjálfa sig en því miður eru sálfræð-
ingar ekki hluti af hinu almenna
heilbrigðiskerfi. Að þessu leyti er
það að greinast með alvarlegan
geðsjúkdóm svipað því að vera
alkóhólisti, þú verður sjálfur að
leggja þitt af mörkum til að ná
bata.
Hér á landi hefur kostnaður rík-
isins og TR aukist ár frá ári vegna
lyfja og eru upphæðirnar orðnar
óhugnanlegar. Hins vegar sjáum
við ekki samsvarandi fækkun ör-
yrkja vegna geðsjúkdóma, heldur
sjáum við þær tölur rísa ár frá ári
samhliða auknum lyfjakostnaði. Er
ekki kominn tími til að skoða aðrar
leiðir sem eru betur fallnar til að
hvetja notendur til bata, betur
fallnar til að skila virkum ein-
staklingum út í þjóðfélagið og
fækka sjúklingum og öryrkjum?
Það má ekki líta framhjá því að
reynsla þessara einstaklinga er
dýrmæt og er í raun vannýtt auð-
lind í þjóðfélaginu. Reynsla not-
enda hefur nýst afar vel í geðheil-
brigðisgeiranum annars staðar í
heiminum og því ekki hér?
Við höfum tækifæri til að byggja
upp frábært geðheilbrigðiskerfi
hér á landi ef við stöndum rétt að
málunum.
Það hefur sýnt sig að þar sem
samfélagið tekur ábyrgð og virkan
þátt í geðheilbrigðismálum fækkar
innlögnum og lyfjakostnaður lækk-
ar. Samfélagið í heild nýtur góðs
af því að hafa þessa einstaklinga
virka og reynsla þeirra og þekking
á veikindum og bataferli er nýtt á
jákvæðan hátt. Þessi þekking veit-
ir tækifæri til að grípa fyrr inn í
þegar fólk veikist af geðsjúkdóm-
um í fyrsta sinn og hjálpar ein-
staklingum í bataferlinu.
Hver þekkir betur hvernig það
er að líða illa, að lenda í sál-
arkreppu eða andlegum erf-
iðleikum, en einstaklingur sem hef-
ur upplifað það sjálfur?
Í Hugarafli höfum við haft þessa
hugsjón að leiðarljósi og höfum
unnið eftir hugmyndafræði valdefl-
ingar. Valdefling (empowerment)
miðar að því að efla einstaklinginn
og hlutverk hans í samfélaginu;
efla áhrif hans á eigið bataferli og
sýna honum fram á að hann er
meira en bara samansafn af ein-
kennum. Einstakling-
urinn er ekki sjúk-
lingur um ókomna
tíð, heldur getur
hann náð fullum bata
og orðið fullgildur
þátttakandi í sam-
félaginu ef hann fær
tækifæri til þess.
Áhrifanna er nú þeg-
ar farið að gæta.
Notendur eru byrj-
aðir að hafa áhrif á
geðheilbrigðisþjón-
ustu á Íslandi en bet-
ur má ef duga skal.
Hugarafl stendur fyrir ráðstefnu
dagana 24. og 25. ágúst næstkom-
andi. Yfirskrift ráðstefnunnar er
Bylting í bata og þar verður fjallað
um bata og valdeflingu. Rósin í
hnappagatinu verður Judi Cham-
berlin, bandarískur frumkvöðull í
geðheilbrigðismálum. Einnig munu
flytja erindi m.a. Þórólfur Árna-
son, Óttar Guðmundsson og
Styrmir Gunnarsson. Ráðstefnunni
lýkur með opnum borgarafundi
þar sem pallborðsumræður verða
undir yfirskriftinni: Er geðheil-
brigðiskerfið hugmyndafræðilega
gjaldþrota?
Ég vil nota þetta tækifæri til að
hvetja alla sem vettlingi geta vald-
ið að mæta á þennan fund. Fund-
urinn hefst kl. 14.30 föstudaginn
25. ágúst og aðgangur er ókeypis.
Þarna fær almenningur tækifæri
til að kynna sér nýjustu straumana
í geðheilbrigðismálum Íslendinga.
Nánari upplýsingar um Hugarafl,
ráðstefnuna og borgarafundinn má
finna á heimasíðu Hugarafls,
www.hugarafl.is eða í síma 414-
1550.
Fyrsta stig í bata er að við-
urkenna vandann, og vera tilbúinn
að leggja eitthvað af mörkum til að
ná heilsu að nýju. Annað stig í
bata er að taka meðferð og þiggja
þá læknisfræðilegu hjálp sem með
þarf til að ná tökum á tilverunni.
Það þýðir ekki að fólk eigi að
gegna skilyrðislaust hverju sem
því er sagt að gera, heldur að
vinna með fagaðila í því að finna
bataleið sem virkar fyrir viðkom-
andi og sem einstaklingurinn velur
og er tilbúinn að vinna eftir.
Vantar túlk!
Bylting í bata
– Raunhæfur möguleiki
Björg Torfadóttir og Berglind
Nanna Ólínudóttir skrifa um
geðheilbrigðismál
’Er ekki kominn tími tilað skoða aðrar leiðir sem
eru betur fallnar til að
hvetja notendur til
bata?‘
Björg
Torfadóttir
Höfundar eru starfandi
meðlimir í Hugarafli.
Berglind Nanna
Ólínudóttir
SKAÐINN er skeður. Mig verkjar
við tilhugsunina. Stærsta klúður Ís-
landssögunnar mun brátt eiga sér
stað og það í þágu áliðnaðar. Nú er
ekki aftur snúið. Háls-
lón fyllist brátt af vatni
og landið okkar fagra
drukknar um leið.
Þetta er staðreynd. Það
er einfaldlega of seint
að reyna að bjarga
hlutunum, sama hvað
við reynum. Nú verðum
við að læra af mistök-
unum.
Kárahnjúkavirkjun
– dýr lexía
Eftir svona mikla
eyðileggingu náttúr-
unnar, eigum við nú að sjá til þess að
umhverfisvænar verksmiðjur verði
reistar hér í framtíðinni. Ekki fleiri
loftmengandi álver. Að opna álver
hér er jafnúrelt og risaeðlur. Þar að
auki er hræðilegt að opna álver á Ís-
landi þar sem náttúran er að mestu
ómenguð. Hvað erum við að kalla yfir
okkur? Í dag liggja verðmæti heims-
ins í hreinni náttúru, hreinu lofti,
auðlind sem Ísland á nú þegar að
varðveita.
Við þurfum að byggja upp iðnað,
sem dafnar í sátt við umhverfið. Hvað
með vetnisframleiðslu?Það er mun
farsælla að vinna í samhljóma við
náttúruna en á móti henni, náttúran
launar okkur atlætið. Jörðin kallar á
umhverfisvæna atvinnusköpun sem
er í samhljóma við nátt-
úruna, lykilorðið er
náttúruvernd þegar
reisa á verksmiðju.
Er ekki heilt jurta-
apótek á hálendinu að
fara brátt forgörðum?
Erum við ekki að fórna
einni mestu gróð-
urparadís landsins?
Austurland er gós-
enland Íslands, veð-
urfar er hvergi betra en
þar og loftmengun var
lítil. Þarna voru kjör-
aðstæður fyrir allan
gróður og um leið okkar hreinasta
landsvæði. Það er gott að vera vitur
eftir á. Hvers vegna fórum við ekki í
náttúrulyfjabransann með gull-
kistuna sem þarna vex? Hefðum við
ekki getað opnað verksmiðju sem
framleiddi náttúrulækningalyf frá
landi sem heimurinn lítur nú á sem
hreint landsvæði? Jurtir jarðarinnar
eru okkar apótek. Í framtíðinni verða
náttúrulyf, sem framleidd eru í
hreinu lofti, eftirsótt. Heilsubyltingin
er bara rétt að byrja. Við hefðum get-
að orðið mjög framarlega í fram-
leiðslu á hreinni náttúruafurð vegna
þeirrar ímyndar sem Ísland hefur nú.
Það er feiknargróði í lyfjabransanum
svo það hefði fullnægt hluthöfum.
Hvað getum við gert núna?
Ómetanlegu landsvæði verður nú
fórnað undir virkjun en einnig
ógrynni viðkvæmra jurtategunda.
Dýrin á svæðinu drepast mörg þegar
vatnið flæðir yfir, önnur verða ráð-
villt og heimilislaus. Þetta skiptir allt
máli og já – auðvitað er þetta tilfinn-
ingamál.
Álver er 19. aldar hugsun í náttúru
Íslands, við erum ekki lengur að taka
þátt í iðnbyltingunni, hún er búin.
Það vantar ekki verkamenn lengur til
að grafa skurði, hvað þá erlenda.
Okkur vantar hugsuði, skapandi fólk
til þess að vinna í hátækni og þekk-
ingariðnaði. Verum hugmyndarík!
Það er fleira til í heiminum en álver
til atvinnusköpunar. Okkar vantar
klárlega skapandi hugsun þegar við
sjáum engin tækifæri nema álver. Af
hverju vorum við ekki klók fyrir
Austurland áður en allar fram-
kvæmdir fóru í gang? Voru íbúaþing
haldin með þátttöku allra, sem vildu
leggja hugmyndir fram til atvinnu-
sköpunar? Hvað getum við gert núna
fyrir Suðurnes og Norðurland til að
sporna við álveri þar? Við þurfum að
víkka út sjóndeildarhringinn þegar
kemur að atvinnusköpun, vera hug-
myndarík og þolinmóð þegar leitað
er á ný atvinnumið.
Á Travel channel var þáttur um Ís-
land. Hrá og ósnert náttúra landsins
heillaði þáttastjórnandann mest,
honum fannst náttúra Íslands vera
frá fornsögulegum tíma. Ef fólk vildi
dvelja í óendanlegri þögn og kyrrð
náttúrunnar, upplifa eitthvað ein-
stakt, þá var Ísland svarið að hans
mati.
Erlendis sér fólk ekki mikið af
ósnertu landi. Þegar við lítum td. út
um glugga flugvélar erlendis sjáum
við að ræktuð landsvæði yfirgnæfa
náttúruna, ræktaðir reitir eru alls
staðar. Hér getum við flogið lengi yf-
ir ósnortnu landi. Þetta eru verðmæti
og vonandi gerum við okkur grein
fyrir því áður en við eyðileggjum
meira.
Ég ætlaði að þegja en get það ekki
lengur. Landið mitt grætur og ég
græt með því.
Landið mitt grætur
Marta Eiríksdóttir skrifar um
umhverfismál og stóriðju ’Við þurfum að víkka útsjóndeildarhringinn þeg-
ar kemur að atvinnusköp-
un, vera hugmyndarík og
þolinmóð þegar leitað er
á ný atvinnumið.‘
Marta Eiríksdóttir
Höfundur er kennari.