Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 25
Sagt var: Hann hneigist til kenningu katóla. RÉTT VÆRI: … til kenningar katóla. Gætum tungunnar Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú, vísindi. Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar HÁTTVIRTIR fulltrúar Sigl- ingastofnunar eiga grein í Morg- unblaðinu 14. júní sl. sem svar nr. tvö við áður sendum greinum und- irritaðs. Aumt er til þess að vita að þekkingu mannanna virðist vera jafn ábótavant og fram kemur í umræddri grein. Reyna þre- menningarnir að rétt- læta orðið „skips- klukka“ með tilvísun í áðurnefndar siglinga- reglur (tilskipun nr. 47. frá 7. júlí 1953) jafn- framt því að væna und- irritaðan um að hafa ekki lært nógu vel á sínum tíma. Í tilvitnun þeirra þremenninganna í áðurnefnd- ar reglur er getið um klukku en aldrei um „skipsklukku“ þar sem það samsetta orð er ekki til í um- ræddum reglum. Eins og reglu- gerðameistararnir viðurkenna í skrifum sínum þá er aðeins getið um að slá greinileg högg á klukkuna sem er bjalla eða klukka framarlega á skipi. Nýyrði meistaranna er því úr takti við hina hefðbundnu nafn- gift á áhaldinu. Eftir stendur að skipsklukkan, öðru nafni með dönskuslettuívafi „bestikks- klukkan“, hefur verið tímamælir en ekki hljóðgjafi og staðsett oftast nær í kortaklefa skips eða á stjórn- palli. Tilvitnun meistaranna virkar því eins og ástralska tólið sem kallað er boomerang, það hittir þá sjálfa. Eftir sem áður er samkvæmt regl- unum glamrað á skipsklukkuna (tímamælinn). Ath. skipsklukka er ekki sama og sjóúr þótt hvoru- tveggja séu tímamælar. Þremenningarnir hafa ekki lesið greinar undirritaðs nema á hunda- vaði í taugaáfalli að því er virðist. Þeir eru ósáttir við að minnst var á orðið „útvörður“ og tala um að ég hafi verið á móti því orði. Höfðingj- arnir hafa orðið sárir út af spurn- ingum í greininni um nánari skýr- greiningar á fyrir hvað orðið stendur sem nýyrði í íslenskum reglum. Þremenningunum til hug- arhægðar þá stendur í áður sendri grein „Ekki er verið að amast við orðinu sem slíku en skýra þarf fyrir hvað það stendur. Spurt er:“ og koma þar nokkrar spurningar. Þremenningarnir hafa ekki treyst sér til að svara spurningunum og því orðið sárir og reyna að snúa út úr. Fljótaskrift þrí- menninganna á svar- grein sinni kemur skýrt fram í útúrsnún- ingi þeirra þegar kem- ur að 28. reglu: Skip böguð vegna djúpristu. Þar stendur: „Skip sem er bagað vegna djúpristu má, auk ljósanna sem mælt er fyrir um í 23. reglu fyrir vélskip, hafa uppi, þar sem þau sjást best, þrjú rauð hringljós, lóðrétt hvert upp af öðru eða sívalning.“ Er hvergi í þessari grein minnst á dag- merki heldur aðeins ljós eins og 23. gr. fjallar um þ.e. hin svonefndu siglingaljós. Þar af leiðandi skaut fyrrverandi kennari í siglingareglum við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og skóla- meistari sjálfan sig illilega í fótinn þegar hann ýjar að því að undirrit- aður hefði átt að læra betur til- skipun nr. 47 frá 7. júlí 1953. Í seinni grein þremenninganna er bent á að um sé að ræða þýðingu úr erlendu tungumáli. Ef texti á hinu erlenda tungumáli er eins illa orð- aður og umrætt ritverk, að ekki er hægt að fara eftir reglunum þar sem hann er ekki skiljanlegur, verður að vitna í orð Jóns Sigurðssonar for- seta: að menn eigi ekki að hlýðnast lögum sem þeir ekki skilja. Hinir háttvirtu reglugerðarmeist- arar vitna til þess að undirritaður eigi að snúa mér til IMO eða ann- arra erlendra aðila ef hann er ósátt- ur. Hinum háu herrum, skjald- sveinum samgönguráðherra, skal á það bent að á Íslandi gilda lög sem skrifuð eru á íslensku. Enginn Ís- lendingur er skyldugur að fara að lögum sem ekki eru skráð á ís- lensku. Léleg þýðing eða ófullnægj- andi og óskiljanlegur texti á erlendu tungumáli er ekki vandamál Íslend- inga. Háttvirtu reglugerðarmeistarar. Varðandi yfirklór ykkar í sambandi við stjórnskipanir við gangskiptingu vélar eða véla skal á það bent að ef aðeins hefði verið hugleitt að koma þessum skipunum yfir á skiljanlegt íslenskt mál þá var hægt að nota orðið „afl“ í stað snúningshraða sem er rangt. Orðin „fullt afl aðalvélar“ eða „hálft afl aðalvélar“ nær yfir bæði snúningshraða og stigningu skrúfu. Hægt er að gefa skipun um hvaða orkustig sem óskað er með þessum hætti. Ekki hafa þremenningarnir treyst sér til að svara öðrum athugasemd- um sem fram koma í greinum und- irritaðs vegna klúðurslegrar fram- setningar í umræddu fræðsluriti. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, sem nefndur var forseti, að menn eigi ekki að hlýðnast lögum sem þeir skilja ekki. Því var hér á árum áður reynt að vanda til verka við setningu laga og reglna hvað orðalag varðar og forðast að nota slanguryrði eins og „keyrslu katla“. Tríó Siglingastofnunar ætti að taka upp sem leiðarljós í framtíð- arverkefnum orð Jóns Sigurðssonar „að menn eiga ekki að hlýðnast nein- um lögum sem þeir skilja ekki“ og vanda sig aðeins betur í orðavali og framsetningu í þeim verkefnum sem þeim verða falin svo ekki valdi mis- skilningi og tjóni. Lög og reglur eru sett þegnunum til eftirbreytni og því þurfa þau að vera orðuð þannig að aðrir en semjendur skilji svo að hægt sé að fara eftir þeim. Verður þetta látið nægja að sinni. Glamrað á skipsklukku Kristján Guðmundsson skrifar um grein fulltrúa Siglingastofnunar 14. júní sl. ’Enginn Íslendingur erskyldugur að fara að lög- um sem ekki eru skráð á íslensku.‘ Kristján Guðmundsson Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 25 UMRÆÐAN SÍÐAN stríðið í Líbanon hófst hefur varla komið ein einasta frétt um hvað er að gerast í Palestínu. Ástandið þar er engu betra en í Líbanon þó að mannfallið hafi verið jafn mikið. Sam- kvæmt upplýsingum frá heilbrigð- isráðuneyti Palestínu hafa 203 Palest- ínumenn, þar á meðal 58 börn og 25 konur, verið drepin af Ísraelsher frá 26. júní. 738 hafa verið særðir, þar á meðal 281 barn og 86 konur. Af þeim særðu hefur þurft að fjarlægja útlimi á 72. Það er vatnsskortur og raf- magnsleysi á Gaza, en Ísraelsher hef- ur ráðist á orkuver þeirra. Hung- ursneyð er víða, árásir halda áfram. Fólk þreyir þarna þorrann og deyr og ekkert er talað um það í fjölmiðlum. Palestínumenn hafa verið rændir skattfé sínu og þessi bláfátæka þjóð, sem er algjörlega undir fjárstyrkjum erlendra ríkja komin, er nú fjársvelt af ESB, Bandaríkjunum, Ísrael og Kanada. Árásir halda áfram, hernám- ið er ennþá, uppbygging múrsins einnig, allt í trássi við alþjóðalög. Auðvitað er illmögulegt að fylgja öllum átökum eftir en þetta er hluti af sömu myndinni. Átökin við Hizbollah eru nátengd átökunum á Gaza og her- náminu. Frá því að stríðið í Líbanon hófst hef ég varla orðið var við múkk um þetta í íslenskum fréttum. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og hér hafa þeir brugðist upplýsingahlutverki sínu. Mér er því spurn: Er það og ásetn- ingur íslenskra fjölmiðla að þegja um ástandið í Palestínu? Virðingarfyllst, EINAR STEINN VALGARÐSSON háskólanemi, Hólatorgi 4, Reykjavík. Opið bréf til íslenskra fjöl- miðla um ástandið í Palestínu Frá Einari Steini Valgarðssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ ER flokksþingi framsókn- armanna lokið. Þetta var óvenjulegt þing, haldið á óvenjulegum tíma af ástæðum sem öllum eru kunnar. Þetta er heitt sumar í sögu flokks- ins. Á þinginu var það meginmálið að kjósa nýja forustu en framhaldsþing þar sem stefnan fyrir næstu kosn- ingar verður mörkuð verður haldið á komandi vetri. Ný forusta Eftir kosningu nýrrar forustu mega allir vel við una. Nýr formaður flokksins Jón Sigurðsson fær ótví- rætt fylgi og nýr ritari, Sæunn Stef- ánsdóttir, kemur mjög sterk inn í forustu flokksins. Ég veit að þarna er afar gott fólk á ferðinni og vænta má mikils af því. Það byggi ég á löngum kynnum af Jóni og frábæru samstarfi við Sæunni sem var að- stoðarmaður minn í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og félags- málaráðuneytinu í erfiðum verk- efnum. Guðni Ágústsson fékk endurnýjað um- boð til varaformennsku með traustu fylgi, og Siv fékk góða kosningu þótt það nægði ekki til formennsku, og Jónína fékk verulegt fylgi sem varaformaður á móti sitjandi varaformanni. Allir geta því staðið uppréttir eftir þessar kosningar. Viðbrögðin Viðbrögð stjórn- arandstöðunnar voru eins og venja er til, nöldursöm, svo sem að „fram- sóknarmaddaman hefði púðrað sig“, og að „konurnar rekið sig upp undir glerþakið í flokknum“, svo vitnað sé í Steingrím og Ingibjörgu Sólrúnu. Ennfremur að engin breyting yrði á stefnu flokksins með þessum úrslit- um o.s.frv. Það er engin ástæða til þess að hafa sérstakar áhyggjur af þessu nöldri. Þessir ágætu foringjar álíta sig hafa gert skyldu sína með þessum viðbrögðum. Ég vil um þetta að- eins segja það eitt að í Framsóknarflokknum hafa konur verið kall- aðar til mikillar ábyrgðar og nægir að nefna að þrjár konur gegna nú ráðherra- embætti fyrir flokkinn og þar af ein embætti utanríkisráðherra fyrst kvenna hér á landi. Stefnubreyting? Það verða ávallt breytingar með nýrri forustu. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að sú forusta sem var kosinn í Framsóknarflokknum um helgina muni ekki kúvenda í stefnu flokksins. Hún er skýr. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið frjálslyndur flokkur á miðju stjórnmálanna og verður það áfram. Stefna Framsóknarflokksins bygg- ist ekki á sósíalisma eða nýfrjáls- hyggju. Hún byggist á því að saman fari öflugt atvinnulíf og traust og gott velferðar- og félagskerfi. Stefna flokksins byggist meðal annars á því að viðhalda norræna módelinu, sem er kallað svo í velferðarmálum. Bæði sósíalistum og frjáls- hyggjumönnum hættir til að aðskilja þetta tvennt atvinnulífið og velferð- ina, beina þessum þáttum gegn hvor öðrum. Við framsóknarmenn teljum þá hins vegar óaðskiljanlega. Það hafa nágrannar okkar á Norð- urlöndunum einnig gert með þeim árangri að litið er til þessara þjóða sem fyrirmyndar um gott fé- lagskerfi og traustan efnahag. Gildi velferðarinnar Ég rakst nýlega á ágætis bók „The end of povertry“ sem er eftir hinn virta hagfræðing Jeffrey Sachs, sem veitir forstöðu rann- sóknarstofnun við Columbia-háskóla og er sérstakur ráðgjafi fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Bókin er efnismikil umfjöllun um efnahags- og þjóðfélagsmál heims- ins og möguleika hinna fátæku ríkja til þess að binda enda á hina sáru fá- tækt og örbirgð sem allt of víða rík- ir. Niðurstaða hans er skýr. Þjóð- félag sem hefur ekki undirstöður í velferð, góðu heilbrigðis-, mennta- og félagskerfi á sér ekki viðreisnar von. Heilbrigði og menntun eru und- irstaðan, órjúfanlegur þáttur af efnahagslegum framförum. Í bók- inni getur Jeffrey Sachs þess að ýmsir sérfræðingar í efnahags- málum, þar á meðal innan alþjóða- bankans, eigi í erfiðleikum með að skilja þetta. Mér er þetta hugstætt vegna þess að ég sá það haft eftir hérlendum sérfræðingum að við nytum „þess vafasama heiðurs“ að vera í efstu sætunum af OECD -ríkjunum í útgjöldum til heilbrigð- ismála. Vinstri eða hægri Eftir flokksþingið heyrði ég að stjórnmálafræðingar voru að ýja að því að Jón Sigurðsson mundi færa Framsóknarflokkinn til hægri ef eitthvað væri. Ekki veit ég á hverju þessir ágætu menn byggja þetta. Ekkert í framgöngu Jóns í stjórn- málum er sérstakt leiðarmerki til hægri. Jón hefur sjálfur sagt að framsóknarstefnan hangi ekki á snúru milli hægri og vinstri. Hún sé frjálslynd og þjóðleg félagshyggju- stefna á miðju stjórnmálanna. Ég er sammála þessu. Við framsókn- armenn höfum átt farsælt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í ellefu ár, á mesta framfaraskeiði í sögu þjóð- arinnar. Á meðal þess sem gert hef- ur verið er að auka framlög að raun- gildi til mikilla muna til félags, heilbrigðis og menntamála, með öðr- um orðum til velferðarkerfisins. Þetta hefur verið gert með sam- komulagi. Hins vegar eru flokkarnir ólíkir og standa hvor fyrir sína stefnu í þjóðmálum rétt eins og stjórnarandstaðan. Stjórnmál á sumri Jón Kristjánsson skrifar um stöðu Framsóknarflokksins að loknu flokksþingi ’Ég veit að þarna er afargott fólk á ferðinni og vænta má mikils af því. ‘ Jón Kristjánsson Höfundur er þingmaður. ÞAÐ var blendin tilfinning sem fylgdi því fyrir nokkru að rífa sig frá fjölskyldunni til að vinna sem forstöðumaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Það er nefnilega erfitt að byrja að vinna á ný eftir að hafa haft tækifæri til að vera heima með nýfæddum syni sínum í rúma sex mánuði. Um leið var spennandi að mæta í Vatnaskóg eftir nokkurra ára hlé. Á staðnum beið nýtt sam- starfsfólk, nýir strákar, sömu sum- arbúðir. Reglulega heyrast hugleiðingar og birtast greinar um að heimur versnandi fari, spennan í þjóðfélag- inu, þenslan og lífsgæðakapp- hlaupið sé að fara með fjölskyldulíf í gröfina. Börn séu óalandi og óferj- andi, beri ekki virðingu fyrir neinu og erfiðleikarnir aukist sífellt í skólakerfinu. Í 6. flokki í Vatna- skógi 2006 hugsaði ég oft með mér að heimsendaspámennirnir færu villtir vegar. Klárir athugulir, hjálp- samir strákar sem gleymdu sér í leik og áttu auðvelt með að hlusta var það sem mætti mér í skóginum. Önnur orð sem lýsa drengjunum sem ég dvaldist með eru hug- myndasamir, fyndnir, kurteisir og vingjarnlegir. Á knattspyrnuvell- inum í Svínadal spiluðu drengir með meiri hópþroska en sjá mátti hjá þekktustu knattspyrnumönnum heims í júní. Óeigingirni einkenndi leikmenn í kappleiknum við for- ingja staðarins og ljóst að orð sr. Friðriks um að kappið mætti ekki bera fegurðina ofurliði voru í heiðri höfð. Auðvitað gekk ekki allt hnökra- laust fyrir sig, fyrr má nú vera í 100 manna hópi, en drengirnir áttu auðvelt með að fyrirgefa og sættast ef upp komu árekstrar. Hegðun sem mörg okkar sem eldri eru mættu læra af. Ég veit vel að ég er hvorki töl- fræðingur né virtur fræðimaður á sviði félagsvísinda, en þessi kynni af 96 drengjum á aldrinum 10–12 ára sannfærðu mig um að víða eru foreldrar að vinna frábært starf við uppeldi barna sinna. Starf sem allt of sjaldan er ausið því lofi sem það á skilið, en þeim mun oftar kaffært í neikvæðum samanburði við fortíð sem líklegast aldrei var. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þann heiður sem mér og starfsfólki Vatnaskógar var sýndur með því að leyfa okkur að njóta frá- bærra samskipta við einstaka drengi um miðjan júlí. HALLDÓR E. GUÐMUNDSSON, starfsmaður í sumarbúðunum Vatnaskógi og meistaranemi við Trinity Lutheran Seminary í Ohio, BNA. Þökk fyrir samveruna, takk fyrir traustið Frá Halldóri E. Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.