Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 13 ÚR VERINU Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf NORSK-íslenzka síldin hefur í sumar haldið sig mun vestar en venjulega og hefur megnið af veiði íslenzku skip- anna verið innan lögsögu Íslands. Mest af stærstu síldinni hélt sig í sumar austur af landinu, en smærri síld var austar, innan lögsögu Nor- egs. Ekki liggur fyrir hve mikið af síldinni hefur verið innan lögsögunn- ar í sumar, en Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofn- uninni, telur að það hafi getað verið ein til tvær milljónir tonna. Fiskifræðingar frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Írlandi og Rússlandi hittust í Reykjavík í síð- ustu viku til að bera saman bækur sínar og fara yfir mælingar, rann- sóknir og upplýsingar úr veiði í sum- ar. Þessar upplýsingar voru síðan bornar saman við upplýsingar frá fyrri árum. Veturseta á Rauða torginu? Niðurstöður benda eindregið til þess að síldin sé aftur farin að ganga vestar, en hlé varð á vesturgöngum í nokkur undanfarin ár. Í fyrra haust varð hins vegar nokkuð eftir af norsk-íslenzku síldinni, þegar megnið af stofninum hélt á hefðbundnar vet- ursetustöðvar síðustu ára undan ströndum Noregs við Lófóten. Því velta fiskifræðingarnir því nú fyrir sér hvort möguleikar séu á því að norsk-íslenzka síldin taki á ný upp göngumynstrið frá ævintýraárunum á sjöunda áratugnum er hún hafði vetursetu á Rauða torginu austur af landinu. Hjálmar Vilhjálmsson segir það sé kannski of snemmt að segja til um það. Þetta sé hins vegar merkilegt ár fyrir margra hluta sakir. Það sé greinilegt á öllu að síldin sé stöðugt að sækja vestar í ætisleit og þá sé það spurningin hvort og þá hvenær hún hætti að ganga til baka til Noregs og haldi sig við landið yfir veturinn. Hafrannsóknastofnunin hóf rann- sóknir sínar viku af maí í vor og var byrjað að leita að kolmunna á svæð- inu frá Dorhnbanka í vestri og suður og austur með landinu. Mikið reynd- ist af kolmunna á svæðinu, tæpar tvær milljónir tonna. Mest veitt út af Langanesi „Það var töluvert af síld á svæðinu vestur af Færeyjum, sunnan við köldu tunguna austur af Gerpi og síð- an við austurmörk landhelginnar um áttundu gráðu vestur og á 180 til 200 mílna kafla norður að 68. gráðu. Þetta var alfarið mjög stór síld af ár- göngunum 1991 og 1993. Á þessum tíma var lítill áhugi á veiðum vegna markaðsmála og því ekki nóg vitað um magn og útbreiðslu. Þegar veið- arnar hófust kom svo í ljós að mest var af síld innan lögsögunnar og mest veiddist út af Langanesi. Við vitum ekki hve mikið var á þessum tíma inn- an lögsögunnar en ég gizka á að það hafi verið ein til tvær milljónir tonna. Við mældum rúmar tvær milljónir tonna í maí, en meiri hluti þess var innan eða rétt austan íslensku lög- sögunnar. Við gátum ekki mælt þetta betur þá og gátum ekki heldur kannað stöð- una á Árna Friðrikssyni í júlí, þrátt fyrir að hann væri ekki bundinn í öðr- um verkefnum þá. Til þess skorti peninga,“ segir Hjálmar. Hann segir það merkilegt hve lengi þetta ástand varði, eða allt fram í ágúst. Það hafi ekki verið fyrr en þá, sem veiðarnar færðust norður í haf. Þá mældu Norðmenn útbreiðslu síld- arinnar á tveimur leiguskipum í júlí og skráðu töluvert af stærstu síldinni innan íslenzku lögsögunnar. Þeir töldu þá að síldin væri á hægri göngu til austurs, en Hjálmar vonast til þess að það hafi verið óskhyggja. Það sé þó kannski ekki kominn tími á það að hún fari að breyta göngumynstrinu. „Hins vegar eru að koma tveir mjög stórir árgangar inn í stofninn, frá 2001 og 2003. Sá fyrri er kominn út úr Barentshafinu og kominn í æti út af ströndum Noregs og sá seinni fylgir í kjölfarið. Við innkomu þessara ár- ganga stækkar stofninn mjög mikið og þá er aldrei að vita hvað gerist. Hugsanlega gengur síldin enn lengra til vesturs og hefur vetursetu á Rauða torginu á ný. Það varð dálítið eftir af þessari síld í fyrra og nú verð- ur spennandi að sjá, þegar veiðar á ís- lenzku sumargotssíldinni hefjast í haust, hvort sú norsk-íslenzka hefur blandazt henni í meira mæli en í fyrra,“ segir Hjálmar. Kalda tungan minni tálmi Kalda tungan svokallaða eða Aust- ur-Íslandsstraumurinn hefur verið nokkur tálmi á göngu síldarinnar til vesturs undanfarin ár vegna þess hve langt til suðurs hún hefur teygt sig. Hún hefur nú hopað nokkuð en nær til suðurs á móts við 65. gráðu. Síldins getur því í einhverjum mæli gengið suður fyrir hana, en einnig getur hún farið yfir hana í yfirborði sjávar, þeg- ar hitastig þar er komið í 4 gráður eða hærra. Því má gera ráð fyrir því að í sumar hafi síldin farið yfir köldu tunguna eftir að sjórinn hlýnaði að mati Hjálmars. Stærsta síldin í auknum mæli við Ísland Árið í ár á margan hátt merkilegt að mati Hjálmars Vilhjálmssonar Veiðar Mikil breyting hefur orðið á veiðum á norsk-íslenzku síldinni milli ára. Nú er megnið af veiðinni innan ís- lenzku lögsögunnar, en var mest í Síldarsmugunni og við Svalbarða í fyrra. % & %& '& (& & (& '& %& % & (& '& ) ) & N   1   1 1 O         ! "            #    ! " N   1   1 1 O % & %& '& (& & (& '& %& % & Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is FISKAFLI við Færeyjar er nú heldur slakari en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fiskveiðieftirlitnu í Fær- eyjum. Þorskafli er nú 2.6000 tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Af ufsa hefur veiðzt um 2.000 tonnum minna en í fyrra og af ufsa og karfa hefur aflinn dregizt saman um 1.000 tonn. Afli af skötusel og öðrum fisk- tegundum jókst á hinn bóginn um 2.000 tonn. Samtals er fiskaflinn við Færeyjar og Ísland fyrstu sjö mánuði ársins um 76.000 tonn nú en var 80.000 tonn í fyrra. Minni afli við Færeyjar                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                  * #      2 *  #     3  #  0                 ,3*# P 24*# , 2 *# & //*# &! *# '#*# 0*#                       :# QR4# 0A* 2   'A% #$3    6 / *E < !2 # #  !"   #!$% &#% ( )*"   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.