Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 227. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Leikhús
fyrir alla
Þormóður Dagsson veltir fyrir sér
leikhúsmenningunni | Af listum
Táknrænasti
skartgripurinn
Hringar eru persónulegir en hlíta þó
duttlungum tískunnar | Daglegt líf
Eigum fyrir salti í grautinn
Marel til Molde Gatlin í átta
ára bann Stórsigur Barcelona
LANDSBANKINN (LÍ) hefur með útgáfu
skuldabréfa í Bandaríkjunum fyrir 2.250 millj-
ónir dala, jafngildi um 158 milljarða króna,
gengið frá stærstu einstöku lántöku íslensks
banka á fjármálamörkuðum til þessa. Með
skuldabréfaútgáfunni og lántökum í síðasta
mánuði hefur bankinn nú fjármagnað 85% af
meðallöngum og löngum lántökum sem koma til
gjalddaga á næsta ári.
Landsbankinn bauð út tvenns konar skulda-
bréf í Bandaríkjunum, skuldabréf til fimm ára
með föstum vöxtum að andvirði 1.500 milljónir
dala og skuldabréf fyrir 750 milljónir dala til
þriggja ára með breytilegum vöxtum.
Heildareftirspurn eftir báðum flokkunum
nam 3.600 milljónum dala og sökum mikillar
eftirspurnar var ákveðið hækka lántökufjár-
hæðina úr þúsund milljónum dala í 2.250 millj-
ónir dala.
Mikil traustsyfirlýsing
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands-
bankans, segir mikla eftirspurn vera mikla
traustsyfirlýsingu við bæði starfsemi og stefnu
bankans. Lántakan beri vott um gott aðgengi
Landsbankans að fjármálamörkuðum þrátt fyr-
ir umrót í kringum íslenska banka að und-
anförnu. Halldór segir það jafnframt vera afar
mikinn áfanga fyrir bankann að hafa fjármagn-
að mestallar langtímaafborganir ársins 2007
þegar það ár gangi í garð. Með þessari útgáfu
sé bankinn kominn afar langt með að ná því
markmiði og verið sé að skoða ýmsa aðra fjár-
mögnunarkosti í framhaldinu.
Þriggja ára skuldabréf Landsbankans voru
verðlögð 0,7% yfir millibankavöxtum (LIBOR)
og fimm ára bréfin sem samsvarar 0,85% yfir
sömu vöxtum.
Spurður um vaxtakjörin segir Halldór þau
vera í takt við þær væntingar sem bankinn hafi
haft um fyrsta skuldabréfaútboð í Bandaríkj-
unum og af þeirri stærðargráðu sem um ræði.
Hann segir tilganginn með að færa sig um
set á Bandaríkjamarkað vera að geta sótt jöfn-
um höndum fjármagn bæði á Evrópu- og
Bandaríkjamarkað. Mikilvægt sé, eftir því sem
bankinn stækki, að ná til stærri hóps fjárfesta
með skuldabréfaútgáfur bankans.
Endurfjármögnun LÍ fyrir
næsta ár að mestu lokið
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is Landsbankinn gefur út
skuldabréf í Bandaríkj-
unum fyrir 158 milljarða
ENGINN komst lífs af þegar rúss-
nesk farþegaflugvél af gerðinni
Tupolev 154 fórst í austurhluta
Úkraínu í gær. 160 farþegar, þar af
um 40 börn, og tíu manna áhöfn voru
um borð. Ekki er ljóst hvað olli slys-
inu en stjórnvöld útiloka hryðjuverk.
Talið er að eldur hafi komið upp í vél-
inni og hún ef til vill orðið fyrir eld-
ingu en hún er sögð hafa lent í
þrumuveðri.
Vélin var á leið frá sumarleyfis-
staðnum Anapa við Svartahaf til
Sankti Pétursborgar en hún var í
eigu Pulkovo, sem er eitt stærsta
flugfélag Rússlands. Neyðarmerki
barst frá vélinni um klukkan hálf-
fjögur að staðartíma og tveimur mín-
útum síðar hvarf hún af ratsjám.
Flugmaðurinn hafði þá óskað eftir að
fá að nauðlenda.
Björgunarfólk var að störfum í
brennandi flakinu í gærkvöldi en
rússneskur embættismaður sagði að
fundist hefðu um 30 lík. Bolur vél-
arinnar mun hafa gereyðilagst. Íbú-
ar þorpsins Sukha Balka, sem er um
640 km austur af Kænugarði, fundu
brak úr vélinni á mýrarsvæði.
„Hún flaug stefnulaust, fór í hringi
og svo hrapaði hún og það varð strax
sprenging,“ sagði kona sem sá slysið.
Úkraínsk yfirvöld sögðu að eldur
hefði komið upp í vélinni og áhöfnin
því ákveðið að reyna neyðarlend-
ingu. Lendingarbúnaðurinn hefði
ekki virkað sem skyldi og flugvélin
því lent „á maganum“. Rússneskir
embættismenn sögðu að líklega
hefði vélin orðið fyrir eldingu. Yfir-
völd hafa fyrirskipað rannsókn á
slysinu en vélin var smíðuð árið 1992.
Reuters
Harmi lostið fólk sem varð vitni að slysinu. Vélin er sögð hafa flogið stefnulaust um hríð og síðan hrapað.
170 manns fórust í
flugslysi í Úkraínu
Vélin talin hafa
lent í ókyrrð
og þrumuveðri
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
bryndis@mbl.is
SAN Francisco-ballettinn, sem
Helgi Tómasson veitir listræna for-
stöðu, er væntanlegur á Listahátíð í
Reykjavík næsta vor. Mun hóp-
urinn, sem samanstendur af 60
dönsurum, sýna fimm verk eftir
Helga sjálfan í dagskrá sem hann
hefur sett sérstaklega saman fyrir
Íslandsferðina og mun bera yf-
irskriftina HELGI.
Alls verða sjö sýningar á þeirri
viku sem hópurinn dvelur hér-
lendis, sú fyrsta að líkindum 16.
maí. | 36
Ljósmynd/Chris Hardy
Úr verki Helga Tómassonar „7 For
Eight“, en úr því verki verður m.a.
dansað í Borgarleikhúsinu í vor.
San Franc-
isco-ballettinn
á Listahátíð
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
segir í samtali við Morgunblaðið að
það hafi komið sér nokkuð á óvart
hversu ofarlega Ísland virtist vera í
huga Eista en í gær afhjúpaði hann
minningarskjöld um að 15 ár eru
liðin frá því að Ísland varð fyrst
ríkja til að viðurkenna endurheimt
sjálfstæðis Eistlands.
„Þetta var mjög hátíðleg og
ánægjuleg athöfn en Eistar leggja
mikla áherslu á að minnast atbeina
Íslands að sínu sjálfstæði á þessum
tíma fyrir fimmtán árum. Ísland er
þeim ofarlega í huga og það er mik-
ill áhugi á landi og þjóð hér í Eist-
landi.“
Opinberri heimsókn Geirs og eig-
inkonu hans, Ingu Jónu Þórð-
ardóttur, til Eistlands lýkur í dag
en í gær átti Geir fundi með æðstu
ráðamönnum landsins. | 10
„Ísland er
þeim ofar-
lega í huga“
Geir H. Haarde og Andrus Ansip,
forsætisráðherra Eistlands.
Peking. AFP. |
Soltin kinda-
hjörð át allan
sveitarsjóð
þorpsins Linji-
awan í norður-
hluta Kína,
bóndanum,
sem einnig var
féhirðir þorps-
ins, til mikillar
armæðu. Bóndinn, Zhang, hafði
grafið sjóðinn, sem voru seðlar
upp á 880 þúsund krónur, á beiti-
landi sínu. Hann hafði komið pen-
ingunum þarna fyrir til að koma í
veg fyrir að þjófar næðu í þá.
Zhang og aðrir þorpsbúar slátruðu
undir eins kindunum tíu sem grun-
aðar voru um að hafa japlað á
sjóðnum en fundu eingöngu hálf-
melt seðlasnifsi í maga þeirra. Þeir
límdu bútana saman en tókst að-
eins að endurheimta nokkra af
seðlunum.
Banki sá aumur á þorpsbúunum
og ákvað að bæta þeim tjónið að
einhverju leyti með því að skipta
fyrir þá nokkrum hálfmeltum seðl-
um.
Fégráðugar
kindur
FUGLAVERNDARFÉLAG Ís-
lands hefur hreyft því að ernir verði
fóðraðir hér á landi en að sögn Krist-
ins Hauks Skarphéðinssonar, fugla-
fræðings hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands, hefur þessi hugmynd verið
rædd og mun vonandi koma til fram-
kvæmda á einum stað nú í haust.
„Það mun um leið auðvelda eftirlit að
fá ernina inn á fóðurstöðvar en síð-
astliðin þrjú ár hafa ernir verið lit-
merktir. Með þessum hætti væri
hægt að fylgjast með þeim og sjá
hvar þeir væru staðsettir,“ segir
Kristinn Haukur.
Rætt um að
fóðra örninn
Mikið svigrúm | 10
♦♦♦
Íþróttir í dag