Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn er einstakur og þarf ekki að
gera málamiðlanir eða herma eftir öðr-
um, jafnvel þó að þeir séu að gera eitt-
hvað vel. Notaðu daginn til þess að segja,
gera og hafa hlutina eins og þú vilt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Valkostir dagsins varða siðfræði og siða-
reglur. Vertu sjálfum þér til sóma og
lifðu eftir reglunum sem þú hefur sett
sjálfum þér, umheimurinn mun styðja
þig.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Spennandi, leiðinlegt, upplífgandi,
hræðilegt, hversdagslegt og töfrandi –
eru allt orð sem hægt væri að nota á ein-
hverjum tímapunkti til að lýsa langtíma
ástarsambandi. Allir sem eru í þínum
innsta hring, eru þar af tiltekinni
ástæðu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Réttar siðareglur skipta máli, farðu rétta
boðleið og virtu samskiptareglur þó að
þér finnist það tilgerðarlegt. Þú batnar
með æfingunni. Ef þú ert ekki viss um
hvað er við hæfi skaltu spyrja steingeit.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Farðu á hugarflug í leit að hugmyndum
um nýtt starf. Krabbi og meyja eru liðs-
menn þínir á kosmíska sviðinu og hvetja
þig á ólíkan er árangursríkan máta.
Lærimeistari firrir þig vandræðum áður
en þú lendir í þeim.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Skapgerðin vegur þyngra en hæfileikar,
gáfur eða vöðvastyrkur. Þú ert ekki á
báðum áttum, enda veistu hver þú ert.
Himintunglin varpa ljósi á rétta ákvörð-
un og það eina sem þú þarft að gera er að
samþykkja hana.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin glímir við óleyst vandamál og þá
er gott að eiga vini. Varpaðu hug-
myndum á milli og vittu hvort lausnin
lætur ekki á sér kræla. Ef þú getur hugs-
að upphátt fyrir framan einhvern er við-
komandi svo sannarlega vinur þinn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ef það sem þú vilt er hræðilega óprakt-
ískt, hvað þá á viðráðanlegu verði, felst
lausnin ekki í því að gefast upp. Haltu
frekar áfram að hugsa stærra, furðu-
legar og af dirfsku.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn skapar sér sess sem hið
opinbera merki ferðaþrárinnar. Þú lagð-
ir af stað fyrir löngu og ert enn á ferð-
inni. Þú færð að upplifa alls kyns fallega
staði ef þú hlýðir kölluninni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin tekur breytingum innra með
sér og endurspeglar það með því að
breyta umhverfi sínu. Þú kemst að því
hvað þú vilt með því að losa þig við það
sem þú vilt ekki. Byrjaðu á því að taka til
í skápunum og notaðu það sem myndlík-
ingu fyrir líf þitt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hvernig getur lykillinn að því sem þú vilt
verið að vera sama hvort þú færð það eða
ekki. Hlutlaust yfirbragð þitt er svo
áhrifaríkt til að laða að þér það sem þú
þráir að það gæti breytt aðferðafræðinni
til frambúðar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Eitthvað sem þú hélst að þú skildir virð-
ist flóknara en nokkru sinni fyrr. Nám
færir þér heppni. Allt sem þarf er augna-
bliks skýrleiki til að varpa ljósi á svarið
við nokkrum vandamálum.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Sól í meyju hvetur okkur
til að láta hendur standa
fram úr ermum. Og fyrst
við erum byrjuð væri ekki úr vegi að
reyna að gera það hraðar, hagkvæmar og
betur. Orka meyjunnar er í sífelldri við-
leitni að bæta sjálfa sig. Þar að auki er
tunglið nýtt og sú tilfinning allsráðandi
að allt sé mögulegt. Höfum hlutina ein-
falda, samt sem áður, einbeitum okkur að
einhverju einu sem við myndum vilja
breyta og byrjum þar.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 dans, 4 fífla, 7
agnar, 8 slítum, 9 auk-
reitis, 11 samsull, 13 þjót-
um, 14 trylltur, 15 málm-
ur, 17 sníkjudýr, 20
bókstafur, 22 sjófugl, 23
hátíðin, 24 nam, 25 mis-
kunnin.
Lóðrétt | 1 óreglu, 2 sil-
ungur, 3 sleif, 4 gaffal, 5
örðug, 6 sárum, 10 um-
fang, 12 skaut,
13 sómi, 15 aldin, 16 róm-
ar, 18 vitlaust, 19 hinn,
20 geðvonska, 21 rándýr.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 nautshaus, 8 sunna, 9 lesin, 10 ryk, 11 kompa,
13 sytra, 15 hatts, 18 endar, 21 kyn, 22 lesti, 23 gnótt, 24
niðurlúta.
Lóðrétt: 2 afnám, 3 tjara, 4 hólks, 5 umsát, 6 ósek, 7
unna, 12 pot, 14 yxn, 15 held, 16 tossi, 17 skinu, 18 engil,
19 drótt, 20 rétt.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Myndlist
101 gallery | Serge Comte – sjö systur – se-
ven sisters. Opið fim.–laug. kl. 14–17.
Anima gallerí | Bára Kristinsdóttir sýnir
ljósmyndir. Myndirnar eru allar teknar í
Jupiter í Flórída á þessu ári. opið miðvi-
kud.–laugard. kl. 13–17. www.animagalleri.is
Art-Iceland Mublan | Fyrsta samsýning
gallerísins Art-Iceland.com. Sýnendur eru:
Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurð-
ardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Sýningin
er í Versluninni Mublunni, Nýbýlavegi 18,
Kópavogi.
Byggðasafn Garðskaga | Samsýning:
Reynir Þorgrímsson, Reynomatic-myndir,
nærmyndir af náttúrunni. Björn Björnsson
tréskúlptur. Opið kl. 13–17. Kaffihús á staðn-
um.
Café Karólína | Karin Leening sýnir.
DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým-
isverk. Stendur til 26. ágúst. Opið virka
daga og laugardaga kl. 14–18 í sumar.
Eden, Hveragerði | Vaddý (Valgerður Ing-
ólfsdóttir) sýnir akríl-, vatnslita-, olíu- og
pastelmyndir. Til 28. ágúst.
Energia | Sölusýning á landslagsmyndum
eftir myndlistarmanninn Mýrmann. Nánari
uppl. á http://www.myrmann.tk
Gallerí Fold | Sýning á verkum Þorvaldar
Skúlasona er haldin í tilefni 100 ára fæðing-
arafmælis listamannsins. Verkin eru úr
einkasafni Braga Guðlaugssonar dúklagn-
ingameistara en verk úr því hafa aldrei áð-
ur komið fyrir almennings sjónir.
Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson –
Sagnir og seiðmenn. Ketill Larsen – And-
blær frá öðrum heimi. Jón Ólafsson –
Kvunndagsfólk. Opið mán.–fös. kl. 11–17,
mið. kl. 11–21 og um helgar kl. 13–16.
www.gerduberg.is.
Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin
blíðu hraun er frá Jóhannesi Kjarval og
með henni er sjónum beint að hrauninu í
Hafnarfirði. Tólf listamenn sýna. Til 28.
ágúst.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Ásgerðar
Búadóttur veflistakonu .
Handverk og hönnun | Til sýnis íslenskur
listiðnaður og nútíma hönnun eftir 37 aðila.
Opið alla daga kl. 13 –17, aðgangur er
ókeypis.
Kaffi Sólon | Kolbrún Róberts sýnir af-
strakt málverk.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafn Íslands | Landslagið og þjóð-
sagna, sýning á íslenskri landslagslist frá
upphafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna.
Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jóns-
sonar. Leiðsögn þriðjud. og föstud. kl.
12.10–12.40, sunnud. kl. 14. . Ókeypis að-
gangur.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir,
gifs, stein, brons og aðra málma. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erro –
Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabil-
um í list Errós þær nýjustu frá síðastliðnu
ári.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning á verkum úr eigu safnsins. Margir af
helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýn-
ingunni sem spannar tímabilið frá aldamót-
unum 1900 til upphafs 21. aldarinnar.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
völdum skúlptúrum og portettum Sig-
urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema
mánudaga kl. 14–17. Kaffistofan er opin á
sama tíma. Tónleikar á þriðjudagskvöldum.
Sjá nánar á www.lso.is
Norræna húsið | Out of Office – Innsetning.
Listakonurnar Ilmur Stefánsdóttir og
Steinunn Knútsdóttir í sýningarsal til 30.
september. Opið alla dag kl. 12–15, nema
mánudaga. Gjörningar alla laugardaga og
sunnudaga kl. 15–17.
Sumarsýning í anddyri til 27. ágúst. Ljós-
myndir frá Austur Grænlandi eftir danska
ljósmyndarann Ole G. Jensen. Opið virka
daga til kl. 9–17, laugardaga og sunnudaga
kl. 12–17.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina.
Saltfisksetur Íslands | Sýningu Sigridar
Österby lýkur 30. ágúst.
Sögusetrið á Hvolsvelli | Einkasýning Hel-
enu Hansdóttur samanstendur af víd-
eógjörningi, innsetningu og ljósmyndum.
Opið kl. 10–18.
Thorvaldsen bar | Málverkasýning Arnars
Gylfasonar stendur til 8. sept.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni af
70 ára afmæli Laugarnesskóla stendur yfir
á Reykjavíkurtorgi, Tryggvagötu 15, 1. hæð.
Opin virka daga kl. 11–19, um helgar kl. 13–
17.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á
skipulagstillögum sem aldrei var hrint í
framkvæmd; þar á meðal líkön og ljós-
myndir af Ráðhúsi í Reykjavík og teikn-
ingar af skipulagi nýs miðbæjar. Grófarhúsi,
Tryggvagötu 15, 3. hæð. Opið kl. 10–16.
Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú-
inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk-
aðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í
Gamla Presthúsinu. Opið daglega kl. 9–18,
fimmtud. 9–22. 500 kr. inn, frítt fyrir börn.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla
daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á ís-
lensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðl-
unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu.
Frekari uppl. á www.gljufrasteinn.is og í
586 8066.
Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vél-
ar og verkfæri af öllum stærðum og gerð-
um, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega frá
13–17 til 15. sept. 400 kr. inn, frítt fyrir börn.
Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn-
arfirði sem er bústaður galdramanns og lit-
ið er inn í hugarheim almúgamanns á 17.
öld. Opið alla daga kl. 12–18, til 31. ágúst.
Landnámssýningin Reykjavík 871±2 |
Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld
sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja-
vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er
miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla
daga kl. 10–17.
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Ritað í voðir.
Sýning Gerðar Guðmundsdóttur.
Myrkraverk og misindismenn. Reykjavík í
íslenskum glæpasögum.
Sýning á teikningum Halldórs Bald-
urssonar byggðar á Vetrarborginni eftir
Arnald Indriðason.
Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist?
Brúðkaupssiðir fyrr og nú fjallar um brúð-
kaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. Op-
ið alla daga kl. 10–17, til 15. sept.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–
18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum leik-
myndir sem segja söguna frá landnámi til
1550. ww.sagamuseum.is
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn –
uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum
munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið
alla daga 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is
Víkin-Sjóminjasafnið | „Togarar í 100 ár“.
Sýningunni er ætlað að veita innsýn sögu
togaraútgerðar og draga fram áhrif hennar