Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 4
4|Morgunblaðið Lárus Kjartansson, s. 898 2075 www.heilsufrettir.is/larus • bassi@islandia.is Sjálfstæður dreifingaraðili Herbalife HUGSANLEGA HOLLASTI MORGUNMATUR Í HEIMI GJÖF FYLGIR HVERJUM KEYPTUM PAKKA Kristín Marja Baldursdóttirrithöfundur og BjörgvinBjörgvinsson aðstoðaryf- irlögreluþjónn voru í helgarsundi. „Við komum alltaf í þennan pott í Grafarvogslauginni klukkan fimm á föstudögum og búin að gera meira en 25 ár. Áður en laugin hér var opnuð fórum við alltaf í Laug- ardalslaugina.“ Kristín Marja er sundkappinn í sambandinu en handboltakappinn Björgvin er ekki mikið fyrir sundið. Það hefur líka áreiðanlega verið meira fjör á lín- unni í handboltanum á níunda ára- tugnum þar sem hann var andstæð- ingum mikill þyrnir í augum en að svamla einn í sundlaug. Þar lék hann með Víkingi, íslenska landslið- inu og í þýsku Bundesligunni. „Ég kem hins vegar á einkaæfingar á næstum því hverjum degi,“ segir Kristín Marja sem syndir marga kílómetra á viku og hefur gert í mörg ár. „Þegar við bjuggum í Þýskalandi þá fór ég töluvert í sund þar og lærði af Þjóðverjum góða sundtækni sem ég hef búið að síð- an. Sundlaugarnar þar jafnast hins vegar ekkert á við þær íslensku, þær eru í mínum huga hið íslenska spa. Ég er handviss um að tíðar sundferðir og heitu pottarnir í öll- um veðrum styrkja ónæmiskerfið, a.m.k. hef ég ekki fengið kvef í þessi 25 ár,“ segir hún og hlær. „Sundlaugarnar eru ein helsta ástæðan fyrir að ég bý á Íslandi.“ Björgvin segist bara fara í sund þessa einu helgistund í viku til þess að liggja í pottunum. „Ég fer hins vegar þrisvar í ræktina,“ segir hann og brosir. „En ef ég á leið um Mið- jarðarhafsstrendur þá fæ ég mér sundsprett, ég nenni því bara ekki á Íslandi.“ Morgunblaðið/RAX Helgistund í helgarsundi Frændurnir Anton Antonsson og Stefán Máni Unnarsson léku áals oddi í trúðapottinum. Anton, sem er sex ára, sagðist kunnasvona sæmilega að synda þótt hann hefði ekki farið á sund- námskeið. „Ég myndi ekki þora í rennibrautina. Það stendur líka á skiltinu að maður verður að vera 8 ára.“ Hann hafði góðar gætur á Stefáni Mána, frænda sínum, sem er að verða þriggja ára en sá sagði kotroskinn að hann kynni ekki að synda. Hann var þó fljótur að jánka því að það ætlaði hann sko að læra. Sæmilega syndir Morgunblaðið/RAX Syndsamlega gott fyrir heilsuna Morgunblaðið/RAX Heita vatnið er nátt- úrugæði sem Íslend- ingar kunna vel að meta eins og fjöldi sundlauga um land allt sýnir. Slíka sundlaug er að finna í nánast hverju byggðarlagi. Það kost- ar ekki mikið að stunda sund, hver og einn get- ur synt á sínum hraða og með þeirri aðferð sem hann kýs og slakað svo á í heitu pottunum á eftir. Náttúrugæði eru til að nýta þau. Slakar á eftir vinnu Zophanías Baldvinsson sækir sundlaugina í Grafarvogi. ,,Mér finnstgott að koma hingað eftir vinnu en ég starfa sem húsasmiður. Égbæði syndi og fer í heitu pottana og hef gert í mörg ár, bæði þegar ég bjó fyrir norðan og eins eftir að ég flutti suður. Ég geri ekki upp á milli sundlauganna fyrir norðan og hér, mér minnst þær jafngóðar,“ segir hann og brosir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.