Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 12
12|Morgunblaðið
Heilsu- og lífsstílsklúbbur Rakelar og Sindra
Í boði á haustönn
● Heilsuklúbbar, þriðjudaga (uppbókað -
hófst 22. ágúst) og miðvikudaga (hefst 6. sept.
- skráning stendur yfir) kl. 19:30-21. Fyrir þá
sem vilja bæta heilsuna og komast í kjörþyngd
með því að nota Herbalife og vera í öflugum
stuðningshópi sem er staðsettur í Hafnarfirði.
Aðeins 10 í hóp.
Fræðsla
Gönguklúbbur 2-3 í viku
Aðhald
● Netheilsuklúbbar,
Fyrir þá sem ekki eiga
heimangengt eða búa langt í burtu og vilja
samt fá fræðslu, hreyfingu og gott aðhald.
Vikulega er sendur fræðslumoli.
Aðhald fer fram í gegnum síma og
tölvupóst.
● Almenn Herbalife þjónusta
Eigum ávallt nægar vörur á lager
og bjóðum alla velkomna.
Kennsla og fræðsla fyrir
dreifingaraðila í okkar línum.
www.kolbrunrakel.is
Rakel tók af sér 50 kg á 15 mánuðum og hefur haldið þeim af í rúm 2 ár.
Sindri tók af sér 27 kg á 7 mánuðum og heldur sér í kjörþyngd.
Við getum hjálpað þér að ná árangri.
Hafðu samband í síma 869 7090 (Rakel) eða í síma 861 7080 (Sindri).
Allar nánari upplýsingar fást í gegnum heimasíðuna www.kolbrunrakel.is
Hreystidrykkur
fyrir 2
2 dl frosin sólber (eða frosin brómber (black-
berries))
2½ dl vanillusojamjólk
1 msk. hörfræjaolía
1 msk. mysupróteinduft
Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og
blandið því vel saman.
Hellið í glös og njótið.
Jarðarberjabomba
fyrir 2–3
100 g frosin jarðarber
1 banani, frystur í litlum sneiðum
½ tsk. vanillusykur
fersk myntulauf
Setjið banana og ber í matvinnsluvél og
maukið saman. Bætið skyrinu og vanillusykr-
inum saman við og svo myntulaufunum. Mauk-
ið og hellið í glös. Þessi drykkur hentar vel
bragðlaukum flestra barna og er jafnvel hægt
að nota hann sem eftirrétt.
Trönuberjadrykkur
fyrir 4
125 g frosin hindber
2½ dl trönuberjasafi (sykurlaus)
2 msk. hrásykur
½ avókadó
Maukið saman hindber, safa og kjötið úr
avókadó-ávextinum. Hellið í glös. Trönuber
hafa góð áhrif á vökvajafnvægi líkamans og eru
talin hafa jákvæð áhrif á blöðru og nýrna-
sjúkdóma, þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvern-
ig. Auk þess inniheldur avókadó mikið af ein-
ómettuðum fitusýrum sem gera okkur gott.
Mangódrykkur
fyrir 2
1 vel þroskað mangó
2 dl vanilluskyr
2 dl vatn
2 tsk. hunang
1/8 tsk. kardimommuduft (má sleppa)
Afhýðið mangó og setjið í matvinnsluvél með
öllu öðru sem á að fara í drykkinn nema kardi-
mommuduftinu. Maukið saman og hellið í glös
sem settir hafa verið ísmolar í og stráið smávegis
af kardimommudufti yfir.
Orkuskot að morgni dags
Morgunverður er mikilvæg máltíð. Það er heilsubót að
vakna snemma og næra sig á morgunverði samsettum úr
nokkrum fæðuflokkum. Sumir hafa þó lítinn tíma á morgn-
ana og vilja fljótlegt orkuskot. Heiða Björg Hilmisdóttir
næringarrekstrarfræðingur átti í sínum ranni fjölda upp-
skrifta að fljótlegum og næringarríkum drykkjum.
Morgunblaðið/Eggert
Hugmyndarík Heiða Björg með morgunverðarbakka fullan af hollum drykkjum.
Mangódrykkur.
Hreystidrykkur.
Trönuberjadrykkjur.
» Þessi drykkur
hentar vel bragð-
laukum flestra barna og
er jafnvel hægt að nota
hann sem eftirrétt.
„DRYKKIRNIR eru stútfullir af hollefnum en í þeim eru ávextirnir notaðir heilir og
trefjarnar ekki pressaðar frá eins og þegar notaðar eru safavélar. Verið óhrædd við að
breyta og bæta drykkina, setjið uppáhaldsberin ykkar út í drykk, aðra tegund af jógúrt
eða krydd að vild og smekk. Það er gott að frysta ber og ávexti áður en þeir eru settir í
drykki því þá verður drykkurinn þykkari og kaldari en það er þó engin nauðsyn.“
Hollráð frá Heiðu Björgu
Heilsusamlegur Hilmi finnst jarðarberjabomban æðisleg.