Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 32
32|Morgunblaðið OKKAR STYRKUR - YKKAR STYRKUR Sjúkraþjálfun Styrkur • Stangarhyl 7 • 110 Reykjavík Nánari upplýsingar er að finna á vef okkar www.sstyrkur.is Skráning er í síma 587 7750 Í Sjúkraþjálfun Styrk, Stangarhyl 7 er haust- dagskráin að hefjast að nýju. Í boði verða bæði hópar og námskeið sem hafa notið visælda undanfarin ár. Takmarkaður fjöldi verður í hópana og vel er fylgst með hverjum og einum. Allir leiðbein- endur eru sjúkraþjálfarar. Frjáls aðgangur að tækjasal fylgir öllum hópum og námskeiðum. Bjóðum nýja þátt- takendur velkomna. • HL - hópar - viðhaldsþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga með reglulegum mælingum • Vefjagigtarhópur fyrir konur - úthalds- þjálfun, liðleiki og styrkur • Berta form - Námskeið með áherslu á líkamsvitund, styrk og teygjur í bland við öndun og einbeitingu • Kátir krakkar - skemmtileg hreyfing fyrir 10 - 12 ára börn í yfirvigt • Tækjasalur - mánaðarkort / árskort í vel útbúinn tækjasal V iðamikil rannsókn á eiginleikum og heil- næmi jarðhitabaða var gerð fyrir tveimur ár- um en nokkrar stofn- anir stóðu að verkefninum, Há- skólasetrið í Hveragerði, Ferðamálasetur Íslands, Ferða- málaráð og Prokaria ehf. Tryggvi Þórðarson, vatnavistfræðingur og forstöðumaður Háskólassetursins í Hveragerði var verkefnisstjóri. „Það voru skoðað um 28 nátt- úrulegar baðlaugar á landinu öllu, með tilliti til efnasamsetningar vatnins og heilnæmi þeirra. Á vettvangi voru skráðar upplýs- ingar um sýrustig, leiðni, hitastig og fleira auk þess sem sýni voru tekin úr laugunum til frekari efna- greiningar. Í tengslum við rannsóknina var auk þess safnað almennum upplýs- ingum um laugarnar, eins og stað- setningu þeirra og aðgengi, og viðhorfskönnun gerð á meðal heimamanna um nýtingu lauganna í tengslum við ferðaiðnað. Ekki vísindalega sannreynt Tryggvi segir að meginhvatinn að baki rannsókninni hafi verið sá að tengja saman upplýsingar um efnaeiginleika náttúrlegra baða, heilnæmi jarðhitabaða og nátt- úrulegar forsendur fyrir heilsu- böðum á Íslandi. „Ef hægt er að tala um heilnæmi eða lækning- armátt lauganna verða menn a.m.k. að vita eitthvað um efna- samsetningu þeirra og eiginleika. Í Mið-Evrópu þekkjast ýmsir staðlar sem notaðir eru til að meta heilnæmi náttúrulegra baðlauga en vatnið þar er mjög efnaríkt. Um kalk, sölt, þungmálma eða jafnvel brennistein getur verið að ræða en þungmálmar eru til að mynda ekki heilsusamlegir. Ís- lenska vatnið er aftur á móti fremur efnasnautt, nema ef vera skyldi vatn á háhitasvæðum lands- ins, eins og t.d. Bláa Lónið. Við skoðum því einnig aðra eiginleika eins og t.d. örverur.“ Hann bætir við að enda þótt ýmislegt sé nú vitað um efna- samsetningu náttúrulegra bað- lauga á Íslandi sanni það ekki hvort eða hvernig gerð vatnsins hefur áhrif til heilsubótar. Upplýs- Auður úr iðrum jarðar Baðmenning íslensku þjóðarinnar er eitt af aðalsmerkjum hennar í augum útlendinga. Að- dráttarafl baða, al- menningssundlauga jafnt sem náttúrulauga er tengt heilnæmi þeirra og lækning- armætti. Bryndís Bjarnadóttir ræddi við Tryggva Þórðarson, vatnavistfræðing og Jan Triebel, yfirlækni hjá Heilsustofnun Náttúrulækingafélags Íslands í Hveragerði um heilsuböð á Íslandi. Morgunblaðið/Eggert Læknandi Kísillinn í Bláa Lóninu hefur góð áhrif á húðina og dregur lónið að sér ferðamenn víða úr heiminum. »Einnig að vatnið væri almennt mýkjandi og hefði afslappandi áhrif. Tryggvi Þórðarson H eilsustofnun Nátt- úrulækningafélags Íslands hefur sér- hæft sig í vatns- meðferðum og hafa þær verið notaðar í lækninga- og heilsufarsskyni um árabil. Jan Triebel yfirlæknir á Heilsustofn- uninni lærði læknisfræði í Þýska- landi og hefur mikla trú á heil- næmi og læknisfræðilegu gildi vatnsmeðferða. ,,Það þykir margsannað að böð bæta jafnt líkamlegt sem andlegt ástand. Baðmeðferðir eru ekki nýtt fyrirbæri enda stunduðu Grikkir og Rómverjar mikið böð og gufur og trúðu á heilnæmi þeirra. Fyrir 2400 árum benti læknirinn Hippókrates á þá stað- reynd að allt líf er komið úr vatni og mannslíkaminn er um 60% vatn, þó það sé misjafnt eftir aldri og kyni. Vatn hlýtur því að hafa mikil áhrif á líf okkar,“ segir Jan. „Eiginleikar vatns eru líka þannig að það hefur beinni áhrif á okkur en margt annað. Almennt séð er heilnæmi baða, af ýmsu tagi, fólgið í styrkingu líkams- vefja, liða, stoðkerfis, ónæm- iskerfis og æðakerfis, auk þess sem þau hafa slakandi áhrif. Vatnsmeðferðir eru styrkjandi og geta haft fyrirbyggjandi áhrif, ef rétt er farið að, en eru ekki bein- línis læknandi,“ útskýrir Jan. ,, Að setja fólk í heit böð er áhrifarík leið til að lina verki í stoðkerfinu og hjálpa fólki til að losna við streitu og vinna á svefnleysi.“ Baðmeðferðir í heilsuböðum, leirböðum og heitum pottum eru þó notaðar við ýmsum kvillum. „Hveraleir hefur sýkladrepandi áhrif og leirböð hafa góð áhrif á psoriasis og nokkur önnur húð- vandamál. Sú svífandi tilfinning sem fólk upplifir í leirnum virkar slakandi. Fólk sem er haldið alvar- legum hjarta- og lungnasjúkdóm- Heilsusamlegt Jan Triebel hefur trú á leirböðum og vatnsmeðferðum. Böð til lækninga og heilsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.