Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 21
Aðstoð Það eru ekki allir svo heppnir að hafa fagfólk við að koma hárinu í lag. Litað Permanett og önnur efnameðferð getur orsakað prótínskort í hári. »Með aðstoð fagfólk, góðs mataræðis og réttra hár- efna á ekki að vera mikið mál að ráða við hárið, hvernig sem það er gert af náttúrunnar hendi. jafnaði en þá stöðvast vöxturinn og hárið fellur að lokum og nýtt kemur í staðinn. Eftir því sem aldurinn færist yfir fækkar svo nýj- um hárum og hárið tekur að þynnast. Hins vegar er eðlilegt að fólk á besta aldri missi um 100 hár daglega en hver einstaklingur er með um það bil 100.000 hár á höfðinu. Margt getur valdið óeðlilegu hárlosi eins og alvar- legir sjúkdómar, hormónabreytingar, barns- fæðing, tilfinningaleg og líkamleg streita, sveppasýking og vöðvabólga. Ef hárlos á rætur sínar að rekja til geislameðferðar, sjúkdóma eða lyfja er lítið hægt að gera en yfirleitt vex hárið aftur þegar meðferð lýkur eða sjúkdómar ganga yfir. Þegar um annað er að ræða er gott ráð að taka inn B-vítamín og borða hollan mat. Útivera og líkamsrækt hjálpar einnig, því við hana eykst blóðflæði í hársverðinum.“ Flasa, sá hvimleiði ári – Hvað ber að gera? „Flasa er eðlileg endurnýjun en hún getur líka verið fylgifiskur hárloss eða sveppasýk- ingar, skorts á vítamínum eða fitusýrum. Til að sporna við mikilli flösu þarf að þvo hárið vel og reglulega með góðu flösusjampói sem látið er liggja í hárinu í 3–5 mínútur. Nudda þarf sjampóinu vel í hársvörðinn og skola með volgu vatni fremur en heitu. Það er jafn- framt lykilatriði að láta hárið ekki þorna í blautu tagli. Einnig er hægt að nota Funger- al, sem er efni sem oft virkar á sveppasýk- ingu í hársverðinum.“ Er umhirða hárs mismunandi að vetri til og sumri ? „Það er vissulega oft munur á ástandi hársins á veturna og á sumrin. Á veturna borðum við oft minna af grænmeti og ávöxt- um og borðum þyngri og óhollari mat. Vatns- drykkja minnkar töluvert á veturna vegna þess að við erum oftast ekki eins þyrst á þessum árstíma. Vatnið og hollu bitarnir hafa góð áhrif á hárið eins og annað.“ Morgunblaðið |21 ekki í samræmi við umhverfið. Umhverfisþættir: Ef þú ert í her- bergi sem er of heitt eða of kalt, há- vaðasamt eða of bjart getur það haft áhrif á svefn og svefngæði. Rúmið þarf einnig að vera þægi- legt. Svefnvenjur maka hafa áhrif á þínar svefnvenjur, sem og hávaði heimilisfólks. Líkamlegir þættir: Liðagigt, bakverkir eða aðrir sjúkdómar sem valda stöðugum óþægindum eða verkjum hafa augljóslega áhrif á svefn. Kæfisvefn veldur því að við- komandi vaknar oft, en þetta veld- ur þreytu og syfju yfir daginn. Kæfisvefn einkennist af hrotum og tímabundinni stöðvun öndunar. Konur finna oft fyrir svefntrufl- unum vegna hormónabreytinga á meðgöngu. Hormónabreytingar og líkamleg einkenni sem fylgja tíðablæðingum og tíðahvörfum geta einnig valdið svefntruflunum. Lyf: Mörg lyf hafa aukaverkanir sem geta truflað svefn. Nokkur ráð sem bæta nætursvefninn » Forðastu koffín, nikótín og áfengi seint á kvöldin. » Leggðu þig ekki á daginn. » Hreyfðu þig reglulega. » Gerðu reglulega eitthvað afslapp- andi áður en þú leggst til hvílu. » Reyndu að gera svefnumhverfið eins þægilegt, dimmt og kyrrlátt og mögulegt er. » Ef þú sofnar ekki innan 30 mín- útna skaltu fara fram úr og gera eitthvað róandi. Reyndu að leiða hugann frá daglegum vanda- málum. og rökhugsun » Áfengi og koffín geta haft óæskileg áhrif á svefn og svefngæði. Kínverjar hafa í árþúsundirþróað mjög margar aðferð-ir, eins og nudd, nálastung-ur og kínverska leikfimi, til þess að bæta heilsu og öðlast hugarró. Guan Don Quing í Heilsudrekanum segir að í kínversku nuddi sé unnið með orkurásir líkamans. „Fjölbreyttri tækni er beitt í nuddinu til þess að byggja upp jafnvægi líkamans og auk þess eru notaðar ýmsar olíur eftir því hvert vandamálið er, mígreni, þung- lyndi eða annað. Fyrir þá sem eru t.d. þunglyndir er til sérstök olía sem hefur jákvæð áhrif á og hjálpar fólki oft að komast upp úr öldudalnum, ásamt öðru. Það eru líka til olíur sem bornar eru á iljarnar en þær, ásamt nuddinu, koma betra jafnvægi á innri lífærin.“ Kínverskt jafnvægi Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.