Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 16
16|Morgunblaðið Waring blandarinn er hin upprunalega mulningsvél frá Ameríku. Tveggja hraða mótorinn er kannski öflugri en eldhúsið þarf, en fer líka létt með erfiðustu verk. Bara massíft stál og gler! Verð frá kr. 16.900,- Auk þessa seljum við hágæða capuccinovélar. H ugmyndin að sjálfs- styrkingarnámskeið- unum kviknaði fyrir mörgum árum þegar Margrét starfaði á göngudeild geðdeildar LSH og hef- ur hugmyndavinnan síðan verið í stöðugri þróun. „Ég hef starfað sem sálfræðingur í um tvo áratugi og mér hefur á þeim tíma orðið æ ljósara að það er nánast sama við hvaða vanda fólk glímir, sjálfs- myndin er oftast hluti af honum. Það var m.a. þess vegna sem ég fann mig knúna til að halda sjálfs- styrkingarnámskeið. Ég vildi gefa fólki tækifæri til þess að efla sjálfs- mynd sína.“ Í tvö ár hefur Hafrún starfað með Margréti. „Gott sjálfstraust er lykilatriði í góðri geðheilsu og al- mennri vellíðan.Við getum haft lítið sjálfstraust á sumum sviðum en gott sjálfstraust á öðrum. Þess vegna er gagnlegt að skoða hverjir styrkleikarnir eru og hvaða þætti sjálfsmyndarinnar þarf að styrkja. Það er mikilvægt að benda fólki, sem kemur til okkar á námskeið, á þetta,“ segir Hugrún. Sjálfstraust er lærður eiginleiki „Sjálfstraust er ekki meðfætt heldur áunnið og hægt er að styrkja það markvisst. Sjálfs- styrkur felst í því að geta látið í ljós hugsanir sínar, langanir, óskir, skoðanir og tilfinningar á hreinskil- inn og viðeigandi hátt án þess að ganga á rétt annarra,“ segir Mar- grét og leggur áherslu á að sjálfs- styrk hegðun efli sjálfstraustið. „Á námskeiðunum fáum við fólki í hendur ýmis verkefni sem meðal annars felast í sjálfsskoðun. Sjálfs- mynd vísar í þá skoðun sem við höfum á sjálfum okkur, hvernig við skynjum okkur sjálf, en margt get- ur haft áhrif á það. Reynsla í barn- æsku er oftast grunnurinn að sjálfsáliti okkar en ýmis reynsla síðar á ævinni getur einnig mótað sjálfsmyndina,“ áréttar Hafrún. „Góðu fréttirnar og þær mik- ilvægu eru hins vegar þær að við getum styrkt sjálfsmyndina og eflt hana þrátt fyrir ýmis skakkaföll í lífinu,“ segir Margrét og brosir. Meðvitund um tilfinningar og hugsanir „Með því að vera vakandi fyrir því hvernig við upplifum okkur sjálf í ýmsum aðstæðum, til dæmis í samneyti við annað fólk, getum við áttað okkur á hvar við viljum bæta sjálfstraustið. Sumir eiga til að mynda erfitt með að setja öðrum mörk, að segja nei, nálgast aðra, hrósa eða gagnrýna, bregðast við gagnrýni, tjá reiði, biðjast afsök- unar eða biðja um greiða, svo eitt- hvað sé nefnt. Sumar æfingar á sjálfsstyrkingarnámskeiðunum ganga út á að fólk kryfji hvers vegna tilteknar athafnir reynast því erfiðar og hvort viðhorfið til þeirra sé endilega rétt. Oft er það einnig svo að það er ekki tiltekinn atburður sem skiptir máli heldur hvaða merkingu við leggjum í hann.“ Hafrún útskýrir þetta nánar. „Ég gæti til að mynda lent í því að Gunna heilsaði mér ekki á götu úti og ég myndi e.t.v. túlka atburðinn þannig að hún hefði ekki áhuga á mér, því ég væri svo óspennandi. Þar með yrði ég döpur eða reið, og ákvæði að hunsa hana næst þegar hún heilsar. Hugsanir okkar og túlkun á einhverju hafa áhrif á til- finningar okkar og hegðun, og öf- ugt.“ Geymum innri gagnrýnandann Þær segja að við lærum öll til dæmis tiltekin grunnviðhorf í barn- æsku um okkur sjálf og tileinkum okkur þau. „Við styrkjum síðan þessi viðhorf með því að veita að- eins því athygli sem fellur að myndinni. Ef grunnviðhorf ein- staklings er t.d. að engum þyki vænt um hann gerir hann það að lífsvenju. Það getur síðan birst í ákveðnu hegðunarmynstri, eins og því að viðkomandi reyni að gera öll- um til hæfis.“ Til þess að breyta grunnviðhorf- unum segir Margrét að mikilvægt sé að staldra reglulega við og skoða hugsanir sínar og tilfinningar. „Í stað þess að samsama okkur hugs- uninni eða kenndinni þá getum við hugsað um .Við erum alltof gjörn á að festast í neikvæðum hugsunum um okkur sjálf og neikvæðar til- finningar ná tökum á okkur. Innri gagnrýnandinn er í fullu starfi og dæmir okkur hart. Fólk þarf að læra að vera umburðarlyndara og kærleiksríkara gagnvart sjálfu sér. Ef við komum gagnrýnandanum í höfðinu á okkur í hálft starf eða tökum hann allavega af aukavökt- unum er hálfur sigur unnin,“ segir Margrét og hlær. Gjörhygli er ný nálgun Hún segir eina af uppáhalds- setningum sínum á námskeiðinu vera „Þú verður að vita hverju þú finnur fyrir til að vita hvað þú vilt“. „Við kennum fólki að taka mark á tilfinningum sínum og hugsunum og skoða þær frá öllum hliðum. Til þess að fólk læri þetta gerum við m.a. vissar öndunar- og hug- leiðsluæfingar til að fá fólk til að skoða eigin rann, líta á hugsanir sem hugsanir og jafnframt taka mark á tilfinningum sínum. Hér er um að ræða aðferð sem á rætur sínar að rekja til austrænnar sál- fræði en mikil áhersla er lögð á sjálfsþekkingu. Þessi sálfræði er á ensku nefnd „Mindfulness Psycho- logy“, eða gjörhygli, og er viðbót við þá hugrænu atferlissálfræði sem annars er undirstaða nám- skeiðsins. Ég hef mikla trú á gjör- hyglinni.“ Virk þátttaka á námskeiðunum „Námskeiðin hjá okkur byggjast ekki aðeins á fræðslu heldur ekki síst á virkri þátttöku þeirra sem þau sækja. Allir fá heimaverkefni, enda er það æfingin sem skapar meistarann og fólk verður að prófa sig áfram. Sjálfstraustsæfingar eru því fléttaðar inn í námskeiðin og fólk hvatt til þess að stíga einu skrefi lengra en það þorir, enda þarf það oft að sigrast á óttanum við tiltekið ástand eða aðstæður,“ útskýrir Margrét. Sjálfstraust er lykill að góðri geðheilsu Margir þurfa að styrkja sjálfsmynd sína enda er gott sjálfstraust einn lykillinn að góðri geðheilsu. Bryndís Bjarnadóttir ræddi við sálfræðingana Margréti Bárðardóttur og Hafrúnu Kristjáns- dóttur sem halda sjálfsstyrkingarnámskeið á veg- um sálfræðiþjónustu geðsviðs Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Sjálfstraust Margrét Bárðardóttir og Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingar. Morgunblaðið/Eggert Hollustan er gómsæt. Nú fást alls kyns exótískir ávextir á Fróni, kíví, melónur, sól- aldin, blæjuber og kakísólaldin, blæjuber og kakí eru dæmi úr flórunni. Morgunblaðið/Arnaldur Fjölbreytt flóra ávaxta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.