Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 28
28|Morgunblaðið Vestlandslefsa með skinkufyllingu 1 Vestlandslefsa 1 sneið skinka ½ epli ½ dl kotasæla 1 msk. fersk basilíka ½ gul paprika 2 msk. smurostur með pipar Það er gott að eiga Vestlandslefsur í eld- hússkápnum en þær hafa mikið geymsluþol. Bleytið lefsu og látið standa í um 10 mínútur eða þar til hún er orðin mjúk. Skerið skinku í bita, rífið epli niður og hrærið hvoru tveggja sam- an við kotasælu og ferska basilíku. Dreifið úr hrærunni yfir helminginn af kökunni. Smyrjið smurostinum á hinn helminginn og leggið paprikuna þar yfir. Rúllið kökunni upp og pakkið vel í plast eða álpappír. Brauð með tómötum og þistilhjörtum fyrir 2 4 msk. smurostur 2 heilkorna- brauðsneiðar 4 salatblöð 2 tómatar, skornir í sneiðar 4 þistilhjörtu, skorin í bita 1 tsk. sítrónusafi salt og pipar Smyrjið smurosti á brauðið, leggið salatblað, tómatsneiðar og þist- ilhjörtu ofan á og dreypið síðan sítrónusaf- anum yfir allt saman. Saltið og piprið. Ef ætlunin er að taka þessa brauð- sneið með sem nesti þá er snjallt að smyrja aðra brauðsneið með smur- osti og leggja yfir svo úr verði sam- loka áður en henni er pakkað inn. Heilsunammi heslihnetur möndlur sólblómafræ graskersfræ rúsínur döðlubitar litlar gráfíkjur þurrkað mangó Blandið saman heslihnetum, möndlum, sólblómafræjum og gras- kersfræjum í líkum hlutföllum og ristið á pönnu. Setjið í skál og blandið saman við þurrkuðum ávöxtum til dæmis rúsínum og döðlubitum. Úr- valið í verslunum er orðið svo mikið að það er um að gera að prófa. Setjið í litla poka og hafið með í farteskinu í dagsins önn. Ótrúlega gott, saðsamt orkuríkt og heilsu- samlegt nasl. Hnetur innihalda holla fitu og möndlur þar að auki kalk. Þurrkaðir ávextir, ýmis hollefni og góðar trefjar. Bulgursalat með túnfiski fyrir 2–4 4 dl bulgur 6½ dl vatn 3 msk. fljótandi grænmetiskraftur ½ dl furuhnetur 4 aspas 250 g kokkteiltómatar ½ rauðlaukur 200 g spínat 1 dós túnfiskur í olíu örlítið ferskt timían Sósa: 2 msk. ólífuolía 1 sítróna, safi salt og pipar 1 hvítlauksgeiri Setjið vatn, bulgur og grænmet- iskraft í pott og látið sjóða í nokkrar mínútur. Látið standa í 10 mínútur og hellið þá umframvökvanum af. Ristið furuhnetur á þurri pönnu. Skerið burt neðsta hluta aspasins og steikið á pönnu smá stund.(Það má líka nota niðursoðinn aspas en hann er ekki eins góður). Skerið tómata í helm- inga, rauðlauk í þunnar skífur og spí- natið gróft og blandið öllu saman. Hrærið öllu sem á að fara í sósuna saman og hellið henni yfir. Setjið í skál og dreifið túnfisknum yfir í litlum hrúgum hér og þar og síð- an timían yfir allt saman. Tilvalið er að setja salatið í rúmgott nestisbox og taka með í vinnu eða skóla ásamt grófu brauði. Hollt snarmeti í nesti Morgunblaðið/Eggert Brauð með tómötum og þistilhjörtum. Það er skemmtilegt og spennandi að taka með sér nýtt nesti í vinnuna eða skólann í stað þess að grípa eitthvað minna skynsamlegt. Heiða Björg Hilmisdóttir næringarráðgjafi töfraði fram girnilegt nesti sem enginn fær staðist. Morgunblaðið/Eggert Heilsunammi. Bulgursalat með túnfiski. Vestlandslefsa með skinkufyllingu. „ÞAÐ ER góð fjárfesting að huga að heilsunni með því að borða vel sam- settan og hollan mat. Nesti er gott að undirbúa eða búa til kvöldinu áður ef tíminn er lítill á morgnana. Það þarf ekki að vera flókið, galdurinn felst í því að búa til nesti sem þér finnst gott. Mikilvægt er að pakka matnum vel inn og geyma í kæli þar til þess er neytt, þar sem það er mögulegt. Nestið verður einnig miklu ferskara ef sósur, olíur og annar lögur er settur á mat- inn þegar komið er að matmálstíma en slíkar er gott að geyma í sérstökum, litlum ílátum.“ Hollráð frá Heiðu Björgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.