Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 6
6|Morgunblaðið Fitusog án skurðaðgerðar • Á aðeins 10 dögum færðu árangur sem jafnast á við fitusog • Húðin stinnist og appelsínuhúðin hverfur • Þú ert mæld,magi rass og læri, fyrir og eftir • Öflugasta cellómeðferð hingað til sem stittir biðtímann um margar vikur • 6 mismunandi aðferðir notaðar á þig til að skila sem mestum árangri • 100% ánægja þegar meðferðinni er lokið... Verð: 37.400,- Ef þú pantar strax í dag Minna Mál grenningarmeðferðina færðu hana á tilboðsverði kr: 21.900,- Hringdu núna, síminn er: 577 7007 Kínastofan • Stórhöf›i 17 • 110 Rvk S igrún Grendal opnaði dansskóla fyrir átta ár- um sem sérhæfir sig í Afródönsum. „Ég var þá nýkomin heim frá Gíneu þar sem ég lærði af einum virtasta Afrókennara í heimi Moustapha Bangoura. Gínea er oft nefnd Mekka dans- og tónlistar í Afríku en ég hef farið þangað á ári hverju í ein 9 ár. Það eru reyndar 20 ár síðan Sigrún fór á sitt fyrsta Afró- námskeið. „Ég fann samstundis fyrir kraftinum sem fylgir dans- inum, bæði andlegum og lík- amlegum. Síðar, þegar Moustapha kom til Íslands að halda sín nám- skeið, fóru að renna upp fyrir mér enn aðrir leyndardómar sem ég hafði ekki uppgötvað áður. Það má segja að ég hafi fundið sálina í dansinum, merkingu hvers spors sem síðan tilheyrir ákveðnum takti sem hefur svo sitt nafn og þýð- ingu. Hvert land í Afríku hefur sína sérstöku dans- og tónlistarmenn- ingu og hún er ólík milli landa. Sigrún segir að sér hafi verið ótrúlega vel tekið í öll skiptin sem hún heimsótti og dvaldi í Gíneu. „Það var eins og innfæddir litu á það sem köllun sína að gera mig að verðugum umboðsmanni dans- listarinnar,“ segir hún hlæjandi. En hvað er það sem heillar við Afródansinn? „Hann er ekki ald- ursbundinn og hefur ekkert með vaxtarlag og þyngd dansarans að gera. Allir geta notið þess að dansa og fundið þá ánægjutilfinn- ingu sem hríslast um kroppinn þegar lifandi trommuslátturinn hrífur mann með sér. Við Íslend- ingar erum villtir og ástríðufullir þegar á reynir. Síðan fylgir sá bónus Afródansinum að hann er orkufrekur og því stórhættlegur þaulsetnum kaloríum.“ Húsdans, Reggaeton-dans og Balkan-dansar Kramhúsið er að hefja sitt tutt- ugusta og fjórða starfsár og þar verða ýmis spor stigin í vetur. „Á meðal nýjunga í vetur verður svo- kallaður húsdans eða það sem á ensku nefnist „Housedance“ sem nýtur vaxandi vinsælda í Evrópu, einkum Frakklandi og tengist samnefndri tónlistarstefnu. Dans- inn er sambland af hip-hop-dansi og fönki,“ segir Vigdís Arna Jóns- dóttir í Kramhúsinu. „Þá verðum við í suður-amerískum dansbræð- ingi við Reggaeton-danstónlist og með Balkan-dansa en danshefðin á Balkan-skaganum er óvenju ríku- leg. Þar dansar fólk á öllum aldri saman við ýmis tækifæri, byrj- endur og lengra komnir, við takt tónlistarinnar sem margslunginn og óvenjulegur.“ Vigdís segir greinilegt að dans- sveifla hafi riðið yfir landið und- anfarin ár enda sé dansinn góð hreyfing og skemmtileg líkams- rækt. „Það er sérstaklega gaman að sjá hvað strákar á öllum aldri eru að taka við sér.“ Salsa, jive og fugladansinn Það er gott að hafa grunn í samkvæmisdönsunum því þeir nýt- ast oft á fínni dansleikjum og árshátíðum fyrir utan að vera skemmtileg íþrótt og iðja. „Jive, cha cha cha, mambó, salsa og fleiri eru vinsælir samkvæmisdansar en aðsóknin hefur aukist mjög síðustu ár og jafnvel hjá unglingum,“ seg- ir Kara Arngrímsdóttir hjá Dans- skóla Jóns Péturs og Köru. „Við erum bæði með námskeið fyrir byrjendur og eins þá sem eru að keppa í samkvæmisdönsum. Fyrir litla fólkið eru námskeið þar sem við kennum börnunum að hreyfa sig í takt við tónlistina, syngja og leika. Sígildu dansarnir eins og fugladansinn, fingrapolkinn og skósmíðadansinn eru að sjálfsögðu í grunnnámsefninu. Eldri börnin og unglingar læra fyrstu sporin í nokkrum samkvæmisdönsum, skottís og léttir Freestyle-dansar eru líka á dagskránni.“ Freestyle og söngleikjadansar Dansskóli Birnu Björnsdóttur sérhæfir sig í svonefndum Free- style-dönsum. „Það eru nokkrir dansstílar sem koma þar við sögu eins og „hip hop“ og „street dance“, segir Birna Björnsdóttir danskennari. „Við sérhæfum okk- ur einnig í söngleikjakennslu en þar leggjum við mikla áherslu á leikræna tjáningu og sviðs- framkomu. Á hverju ári er nem- endasýning þar sem nemendur á öllum námskeiðum vetrarins koma fram á stórri sýningu í Borgarleik- húsinu. Birna á gott samstarf við systur sínar, þær Guðfinnu Björnsdóttur dansara og Selmu Björnsdóttur söngkonu. „Við Guð- finna höfum lengi unnið saman sem danshöfundar í söngleikjum, bæði fyrir atvinnuleikhúsin og Verslunarskóla Íslands. Meðal þeirra söngleikja sem við höfum staðið að eru Grease, Fame og Kalli á þakinu. Þá hefur Selma verið tíður gestur í skólanum og kennt nemendum í söngleikjum, sviðsframkomu og tjáningu. Það er ómetanlegt að eiga samleið með systrum sínum í listinni og án efa verður áframhald á okkar sam- starfi.“ Dansinn dunar í vetur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Samkvæmisdans Nýtur sívaxandi vinsælda og um að gera að taka sér gott rými á dansgólfinu á árshátíðinni eftir slíkt námskeið. Morgunblaðið/Ómar Línudans Kúrekinn hefur tekið sér bólfestu í mörlandanum. Dans er talinn hafa fylgt manninum frá örófi alda og oft hefur hann gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Dans hefur oft verið hluti af helgiathöfnum eins og vígslum, hjóna- böndum, frjósemisathöfnum, en er auðvitað hin besta skemmtun og líkamsrækt. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ballett Klassískur dans sem iðkendur búa að alla ævi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þjóðdansar Skemmtilegir dansar fyrir unga sem aldna. Morgunblaðið/Jim Smart Afródans Landinn dáir taktfastan dansinn. Morgunblaðið/Kristinn Magadans Íslenskar konur hafa fallið fyrir magadansinum sem er munúðarfull líkamsrækt. »Ég fann sam- stundis fyrir kraftinum sem fylgir dansinum, bæði andlegum og líkamlegum. Morgunblaðið/Ali Vigfússon Barnadans Fugladansinn vekur alltaf lukku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.