Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 30
B æklingurinn heitir á frummálinu „Giving up for life“ og er saminn af Jennifer Percival, hjúkrunarfræðingi og ráðgjafa í tóbaksvörnum, hjá Royal College of Nuring í Bretlandi. Bæklingurinn var þýddur og stað- færður af Krabbameinsfélagi Reykjavíkur en þess ber að geta að Reykleysismiðstöð LSH og Lýð- heilsustöð komu einnig að útgáfu hans.“ Halla segir að það hafi tilfinn- anlega skort leiðbeiningar og les- efni á reykleysisnámskeiðum Krabbameinsfélagsins og fyrir þá sem hyggjast hætta að reykja og því hafi verið ákveðið að þýða bækl- inginn. „Á íslensku nefnist bækling- urinn Hættu fyrir lífið. Þar er farið í gegnum undirbúning að reyklausu lífi og fólk leitt skref fyrir skref að því markmiði að hætta að reykja fyrir fullt og allt. Reynslan hefur sýnt að þeir sem undirbúa sig vel fyrir reyklaust líf ná mestum ár- angri. Það er mikilvægt að vita á hverju er von, hvaða tilfinningar vakna fyrstu dagana og langanir og hvaða pytti er best að forðast til að byrja ekki aftur. Taka einn dag í einu Halla segir andlegan undirbún- ing svona mikilvægan því mik- ilvægt sé að reykingafólk byggi upp jákvæða ímynd af sjálfu sér sem reyklausum. „Breytt viðhorf og breyttur lífsstíll er undirstaða þess að hætta að reykja fyrir lífið og ávinningurinn er gífurlegur. Í bæklingnum er farið í gegnum fjárhagslegan en ekki síst heilsu- farslega ávinninginn af því að hætta að reykja sem er gífurlegur. Það er aldrei of seint að hætta því lífslíkur aukast óháð aldri. Rann- sóknir sýna að ef fólk er á miðjum aldri minnka líkur á krabbameini og ef það hættir fyrir þann aldur minnka þessar líkurnar á reyk- ingatengdum sjúkdómum um 90%. Algengustu og alvarlegustu sjúk- dómarnir sem fylgja reykingum eru hjarta- og æðasjúkdómar, lungnakrabbamein og fleiri krabba- mein, langvinn lungnateppa og fleiri lungnasjúkdómar.“ Hjúkrunarfræðingurinn segir að þegar fólk er að hætta að reykja þá sé mikilvægt að taka einn dag í einu og segja við sjálfan sig: „Fyrst ég gat það í gær þá get ég það í dag líka.“ Tíu bestu ráðin til að hætta að reykja fyrir lífið  Hafðu samband við fagaðila í reykleysismeðferð, svo sem Ráð- gjöf í reykbindindi, lækninn þinn eða heilsugæslustöðina þína.  Skipuleggðu þig fram í tímann til að takast á við erfiðar að- stæður.  Veldu rólegan dag til að hætta og haltu þig við hann.  Taktu einn dag í einu og fagn- aðu hverjum degi.  Vertu í sambandi við einhvern sem vill líka hætta svo þú hafir stuðning.  Notaðu nikótónlyf eða nikótíns- laus lyf til að takast á við tób- akslöngun  Til að byrja með skaltu forðast aðstæður þar sem þú gætir freistast til að reykja.  Fylgstu með hvað þú sparar mikla peninga – og njóttu þeirra.  Það er ekkert sem heitir að fá sér aðeins eina sígarettu.  Hugsaðu jákvætt – þú getur hætt! Hættu að reykja fyrir lífið Út er kominn ítarlegur sjálfshjálparbæklingur með ráðleggingum til reykleysis. Halla Grét- arsdóttir hjúkrunarfræðingur, fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, er ein þriggja sem ritstýrðu bæklingnum. » Algengustu og alvarlegustu sjúkdómarnir sem fylgja reykingum eru hjarta- og æðasjúkdómar, lungnakrabbamein og fleiri krabbamein, langvinn lungnateppa og fleiri lungnasjúkdómar. Morgunblaðið/Sverrir Fagaðili Halla Grétarsdóttir hjúkrunarfræðingur segir að það sé mikilvægt að fólk taki einn dag í einu þegar það hættir að reykja. Reyklaus Halla Grétarsdóttir hjúkrunarfræðingur hjálpar fólki að hætta að reykja. 30|Morgunblaðið eitt verð, allt innifalið Faxafeni 9 • 108 Reykjavík • s: 588 0222 Meira fjör, styttri tími og skemmti- legur félags- skapur. Hjá okkur færðu, aðhald og stuðning hvort sem þú þarft að grennast eða styrkjast. Regluleg- ar líkamsmælingar svo þú getir fylgst með árangrinum. Líkamsrækt fyrir konur Betri heilsa á 30 mínútum Hringdu og pantaðu prufutíma og líkamsmælingu 50% afsláttur af þjónustugjaldi Fyrir a llar konur Curves, Bæjarlind 12 - Sími 566 6161 - curves@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.