Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 22
22|Morgunblaðið STAFGANGA Í LAUGARDAL • Eykur vellíðan líkama og sálar • Áhrifarík leið til heilsubótar • Útivera og súrefni eykur þol • Góð leið til líkamsræktar • Gaman að ganga saman www.s ta fganga. i sSuðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Með Magimix safapressunni er engin þörf á töframeðulum til að hressa upp á heilsuna Magimix safapressan er afar handhæg og einföld í notkun. Á örskotsstund má töfra fram með henni vítamínríka og kaloríusnauða ávaxta- og grænmetisdrykki sem hressa bæta og kæta. Magimix safapressuna er auðvelt að þrífa, hún er stílhrein, krafmikil og endingargott töfratæki. Töfratæki fyrir heilsuna og línurnarvilb or ga @ ce nt ru m .is Fæst með berjapressu F yrir átján árum eign- aðist ég barn en fæð- ingin var mjög erfið. Ég tognaði illa í mjaðmargrind og mjó- hrygg og hafði mikla verki eftir fæð- inguna,“ segir Harpa, en hún var þá á öðru ári í sjúkraþjálfun. „Ég hafði fram að því verið í fimleikum og djassballett sem eftir fæðinguna var vonlaust fyrir mig að stunda. Ég var vitaskuld ekki sátt og fór að lesa mér til og þróaði smám saman æfingakerfi sem virkaði það vel að ég náði fljót- lega fullri heilsu.“ Þegar Harpa síðan útskrifaðist sem sjúkraþjálfari hóf hún að kenna bakleikfimi og hefur gert það síðan, auk þess sem hún hefur bætt við sig í námi. „Ég hef lokið sérfræðinámi og mastersnámi í skoðun á hrygg og útlimaliðum (manual therapy) og er núna í doktorsnámi við Háskóla Ís- lands. Í sérnáminu beindi ég athyglinni að mjaðmargrind, mjöðmum og mjóhrygg en í mastersnáminu að hálshrygg og hálstognunum. Dokt- orsverkefnið mitt fjallar hins vegar um starfsemi axlargrindarinnar en þar hef ég verið að þróa aðferðir til þess að meta truflanir á hreyfist- arfsemi herðablaðs hjá fólki með og án einkenna frá hálshrygg.“ Einhæft álag og kyrrsetuvinna Harpa segir að klínísk reynsla við meðhöndlun fólks með einkenni frá hálsi og herðum bendi til truflunar á stöðu og vöðvavirkni í kringum herðablaðið. „Það hafa hins vegar engar rannsóknir verið gerðar sem staðfesta þetta. Það er frábært að geta kennt samhliða því að vera í námi því þannig get ég alltaf miðlað því nýjasta í þessum fræðum og hagnýtt það, en ég kenni einnig nemum í sjúkraþjálfun við lækna- deild HÍ og hef auk þess haldið námskeið fyrir sjúkraþjálfara.“ Hún segir bak- og hálsverki mjög algenga í okkar samfélagi. „Ástæð- una má oftast rekja til einhæfs álags við langvarandi setu og kyrrstöðu- vinnu, til áverka, meðfæddra galla og svo sjúkdóma. Það er talið að um 80% fólks finni einhvern tímann til í baki og um 60% í hálsi. Svo virðist sem tíðnin fari hækkandi og það sem vekur ugg er að það er æ al- gengara að ungt skólafólk, sem ekki er einu sinni komið út á vinnumark- að, kvarti í vaxandi mæli um ein- kenni frá stoðkerfinu. Það má að öll- um líkindum rekja til lélegs líkamsástands, mikillar setu og kyrrstöðu.“ Sjúkraþjálfarinn segir bakleikfimi langt frá því að vera ein- hæfa. „Ég er með hópa í Hreyfi- greiningu og eins í sundlaug Hrafn- istu og í Grensáslaug. Vatnsleikfimin hentar mjög vel þeim sem finna fyrir auknum verkj- um í æfingum á gólfi. Ég legg áherslu á að þjálfa mikilvæga vöðva í hálsi, baki, axlargrind, mjaðm- argrind og mjöðmum. Þá lærir fólk að anda rétt, hvernig á að virkja grindarbotnsvöðvana og draga úr óæskilegri vöðvaspennu án þess þó að draga úr virkni djúpu vöðvanna sem styðja við liðina. Í leikfiminni eru svo þjálfuð upp hreyfimynstur sem eru góð fyrir vöðva og lögð er áhersla á að sam- tvinna þessi mynstur hversdags- legum athöfnum þannig að þau verði ómeðvituð. Liðkandi æfingar og vöðvateygjur, sem auka líkams- vitund, samhæfingu og jafnvægi, eru einnig þjálfaðar upp auk þess sem unnið er að því að auka almennt úthald og álagsþol líkamans.“ Bakið gegnir burðarhlutverki Það var persónuleg reynsla sem varð til þess að Harpa Helga- dóttir, sjúkraþjálfari og dokt- orsnemi við Háskóla Íslands, einbeitti sér að því að rannsaka og þróa leikfimi fyrir bakið sem hún kennir í dag. Styrkjandi Bakleik- fimin byggist á æf- ingum sem styrkja og liðka bak- og háls- vöðva. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsuerindreki Harpa Helga- dóttir, sjúkraþjálfari og dokt- orsnemi, hjálpar fólki sem glímir við stoðkerfis- og vöðvaverki. TENGLAR .............................................. www.bakleikfimi.is Vöðvaspenna Ungt fólk kvartar í vaxandi mæli undan verkjum í baki og hálsi sem senni- lega má rekja til lífsstíls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.