Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 38
Júdó er bardagaíþrótt semJapaninn Jigoro Kano þró-aði undir lok 19. aldar,byggt á enn eldri vopn- lausri bardagaíþrótt sem heitir ju jitsu. Eins og sú íþrótt byggist júdó á kastbrögðum, gripum og lásum en Kano setti auk reglna um íþrótt- ina sjálfa strangar heiðursreglur um samskipti íþróttamanna. Björn Halldórsson hefur iðkað júdó frá árinu 1974 og þjálfað í ára- raðir bæði hér heima og erlendis. Áður en hann hóf iðkun júdó hafði hann verið í fimleikum frá barnsaldri. ,,Ég hef þjálfað síðustu árin hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur, ÍR, og tók þátt í stofnun júdódeildar við félagið sem nú státar af flestum virkum deildum allra félaga á land- inu. Það er mikill uppgangur í júdódeildinni, jafnt á meðal yngstu kynslóðanna og þeirra eldri. Það er fólk á öllum aldri í júdó, sem er ekk- ert síður fyrir konur en karla. Þetta mjög góð og holl hreyfing sem jafnvel kynslóðir geta æft sam- an.“ Björn segir að júdó sé eins og skák. „Það má stunda íþróttina sér til skemmtunar en fara líka alla leið í atvinnumennsku. Við bjóðum alla velkomna.“ Útrás Íþróttin veitir áreiðanlega góða útrás ekki síður en holla hreyfingu. Júdókonur Þóra Björg Sigmars- dóttir og Hrönn Gunnarsdóttir hafa æft júdó í tæpt ár. Litrík Beltin í Júdó er litrík og íþróttin er fyrir alla, konur og karla, börn, unglinga sem og þá sem komnir eru yfir miðjan aldur. Vopnlaus Júdó er vopnlaus bardagi þar sem ákveðnar heiðursreglur gilda. Reynslubolti Björn Halldórsson, þjálfari hjá ÍR, hefur stundað júdó í rúm 30 ár. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vopnlaus bardaga- íþrótt og holl hreyfing 38|Morgunblaðið • New Balance 1060 voru valdir bestu skórnir á markaðnum í sumar • Ný glæsileg lína var að koma. • Fást einnig í breiddarnúmerum. • Sérfræðiaðstoð við val á æfinga- og hlaupaskóm Ókeypis göngugreining Sérverslun fyrir hlaupara og annað íþróttafólk Síðumúli 31 • s: 553 1020 • Opið virka daga 11-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.