Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 24
24|Morgunblaðið G uðrún Jónsdóttir var frá upphafi staðráðin í að taka þátt í Reykjavík- urmaraþoninu og hafði ráðgert að hlaupa þrjá kílómetra. Þess í stað fór hún tíu en ekki á tveimur jafnfljótum eins og upphaflega stóð til, heldur í hjóla- stól. „Ég fékk heilablóðfall rúmum mánuði fyrir maraþonið sem leiddi til lömunar á vinstri helmingi lík- amans,“ segir Guðrún sem á nokkuð erfitt með mál. Það varð henni til happs hversu fljótt hún leitaði lækn- is. „Ég fór til læknis mjög fljótlega eftir að ósköpin riðu yfir. Ef ég hefði ekki komist undir læknishendur eins fljótt og raun bar vitni, en hægt var að hefja blóðþynningu strax að greiningu lokinni, þá er ekki að vita nema að ástand mitt hefði orðið mun verra.“ „Hljóp“ í hjólastól Guðrún, sem er fjögurra barna móðir, hefur starfað hjá Glitni í ein 20 ár en hún gegnir stöðu aðalfé- hirðis innan viðskiptasviðs bankans. Þrátt fyrir áfallið lét hin unga áræðna kona ekki deigan síga heldur hélt sig við fyrri áform og tók þátt í maraþoninu með aðstoð fjölskyldu og vina. „Það kom ekkert annað til greina og ekki dugði að fara skemmti- skokkið því maðurinn minn, Sig- urður H. Sigurðsson, og ég ákváðum að fara saman tíu kílómetrana. Hann hljóp og ók mér í hjólastól sem ég fékk lánaðan hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Ég gerði þetta því með góð- um stuðningi hans,“ segir Guðrún og brosir. Óspart hvött til dáða Guðrún lýsir stemningunni í kringum hlaupið sem einstakri upp- lifun og að samstarfsfólk sitt hafi óspart hvatt sig til dáða. „Að hlaup- inu loknu var ég í sæluvímu. Bar- áttugleðin var allsráðandi hjá mér að kvöldi þessa dags. Þegar við kom- um heim gekk ég í fyrsta sinn eftir heilablóðfallið upp stiga á heimilinu, en þeir eru þar nokkrir, svo það var líka áfangi.“ Sigurður er líka stoltur af sinni konu. „Hún sendi samstarfs- fólki sínu tölvupóst rétt fyrir mara- þonið þar sem hún hvatti fólk til þess að hlaupa eða ganga maraþonið til styrktar Heilaheillum, en það eru samtök fólks sem hafa fengið slag eða blóðtappa. Það söfnuðust þó nokkrir fjármunir sem runnu til fé- lagsins. En hún minnti vinnufélag- ana einnig á að hugsa vel um heils- una, njóta lífsins meðan færi gefst, því það er aldrei að vita hvenær manni er kippt úr hringiðunni, og minnti það á að rækta sambandið stöðugt við fjölskyldu og vini.“ Guðrún segir að lífssýn sín og áherslur hafi breyst nokkuð í kjölfar heilablóðfallsins. „Ég lít svo á, í rík- ari mæli en áður, að sönn verðmæti hljóti að felast í heilsu, fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Maður á aldrei að geyma að gera það sem manni finnst skemmtilegt og áhuga- vert í hverju sem það kann að felast. Tíminn er núna. Vissulega er fjár- hagslegt öryggi líka verðmætt en Hlaupið í þágu góðgerðarmála Hin sönnu verðmæti lífsins Nær tíu þúsund manns hlupu í vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í ágúst sl. Starfs- menn bankans lágu ekki á liði sínu og reimuðu 502 á sig hlaupaskóna og söfnuðu um leið áheitum fyrir 22,2 milljónir króna sem renna til ýmissa góðgerðarsamtaka í landinu. Bryndís Bjarnadótt- ir fékk að heyra tvær mjög ólíkar hlaupasögur. Morgunblaðið/Ásdís Baráttukona Guðrún Jónsdóttir er nú í stífri endurhæfingu eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir skömmu. »Ég er þrjósk og skaprík en það eru ættarfylgjur sem ekki hafa alltaf talist til mannkosta en í svona tilvikum hljóta þeir að vera það. R eykjavíkurmaraþon Glitnis var hið fjórða sem Vilhelm Már Þor- steinsson for- stöðumaður hefur tek- ið þátt í. Áður hafði hann tekið þátt í slíkum hlaupum, bæði í New York og London. „Ég bjó í New York um tveggja ára skeið þar sem ég var í námi og þar tók ég upp á því að hlaupa nokkuð reglulega. Það var þó fremur af nauðsyn en að ég hafi haft gaman af því, kannski ekki ill nauðsyn en mikil,“ segir Vilhelm og hlær. Hann var lengi í skíðamennsku þar sem hann keppti í alpagreinum með íslenska landsliðinu. „Ég var vanur því að vera í góðu formi en einn góðan veðurdag, mörgum árum eftir að ég lagði skíðin á hilluna, vaknaði ég upp við vondan draum. Ég var orðinn tuttugu kílóum þyngri og kominn með brjósklos. Ég ákvað að snúa við blaðinu og koma mér í form að nýju.“ En það er eitt að hafa vilja, annað að framkvæma enda segir Vilhelm það hafa tekið nokk- urn tíma að undirbúa sig andlega fyrir hlaupið. „Þetta var löng með- ganga,“ segir hann sposkur. „Ég byrjaði á því að kaupa mér hlaupa- bók fyrir byrjendur og las hana spjaldanna á milli, oftar en einu sinni. Ég held að ég hafi lesið hana fjórum eða fimm sinnum á nokkrum mánuðum. Síðan keypti ég bestu hlaupaskóna á markaðinum og fjár- festi í fínum íþróttagalla en aldrei hófust æfingarnar. Konan mín hélt að ég væri að sturlast í þessum langa aðdraganda. Dag einn dustaði ég þó rykið af skónum og hef ekki stoppað síðan. Nú eru liðin ein fimm ár,“ seg- ir Vilhelm brosandi. Æskuvinirnir hlupu í Central Park Hann segir að konan sín sé stund- um spurð að því hvernig hún geti sætt sig við slíkar maraþonæfingar því auðvitað fari mikill tími í þær. „Hún hefur svarað því til að hún þekki ekkert annað og finnst tím- anum vel varið þótt hún sjái minna af mér í heimilisstörfunum fyrir vik- ið. En það er alveg ljóst að ég gæti ekki gefið mig í þetta án hennar stuðnings.“ Vilhelm hefur tvisvar tekið þátt í maraþoninu í New York og segir það hafa verið gífurlega skemmtilega reynslu. „Það voru um 36.000 hlauparar og um 2,5 milljónir manna sem fylgdust með. Við hlup- um í gegnum hin ýmsu hverfi borg- arinnar, eins misjöfn og þau nú eru. Í seinna skiptið sem Vilhelm hljóp maraþonið í New York fékk hann með sér æskuvini sína frá Akureyri, þar sem hann ólst upp. „Við byrj- uðum að æfa reglulega í fyrra. Ég var svo heillaður af upplifun minni úr New York maraþoninu að ég sannfærði þá um að taka líka þátt í því. Mér leið dálítið eins og trúboða sem væri að boða fagnaðarerindið.“ Það virðist hafa tekist vel því 12 vin- ir Vilhelms héldu með honum utan og hlupu þeir allir heilt maraþon eða 42 kílómetra. „Stemningin var stór- kostleg en við vorum samt ekki einu Íslendingarnir sem tókum þátt í hlaupinu því mér skilst að hátt í 40 aðrir hafi líka hlaupið. Við héldum nokkurn veginn hópinn en það var auðvitað ákveðin hvatning.“ Driffjöðurin góðgerðarmál Nokkrar ástæður lágu að baki ákvörðunar Vilhelms að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir skemmstu. „Í fyrsta lagi var ég Vanur maraþonhlaupari Keppnismaður Vilhelm Már Þorsteinsson hleypur oft í þágu góðgerðamála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.