Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 36
36|Morgunblaðið * Koffín Eykur orku og fitubrennslu. * Hýdroxísítrussýra Minnkar framleiðslu fitu. * Sítrusárantíum Breytir fitu í orku. * Króm pikkólínat Jafnar blóðsykur og minnkar nart. * Eplapektín Minnkar lyst. * L-Carnitine Gengur á fituforða. BYLTING Í FITUBRENNSLU! - ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR Perfect bu rner töflu r 90 stk. Hagkvæm ustu kaup in! Söluaðilar: Hagkaupsverslanir, Heilsuhúsið, Hreysti, Lyfjuverslanir og helstu líkamsræktarstöðvar. Perfect burner er því lausnin á því að tapa þyngd á árangursríkan, skynsaman og endingagóðan hátt. B örn og mataræði hafa mikið verið í um- ræðunni undanfarin ár en fréttirnar hafa því miður flestar verið á neikvæðu nótunum. Það er fjallað um offitu barna, matvendni og skyndi- bita en miklu minna sagt frá því já- kvæða sem er að gerast og er upp- byggjandi,“ segir Sólveig Eiríksdóttir sem lengi hefur starfað í grasrót hinnar óformlegu holl- ustuhreyfingar á Íslandi. Hún hefur nefnilega allt aðra sögu að segja. „Mér finnst börn almennt vera alveg ótrúlega áhugasöm um heilsu og mataræði, sérstaklega þegar áhugi þeirra er vakinn á lifandi og skemmtilegan hátt. Ég á t.d. lítinn 6 ára vin sem á alla matreiðsluþættina hennar Nigellu á spólu. Hann setur á sig svuntu og fær sér litlar gulrætur í skál áður en hann sest fyrir framan tækið og horfir andaktugur á,“ segir hún og brosir. „Sjálfur segist hann ætla að verða grænmetispylsukarl þegar hann verður stór og búa þá til þætti þar sem hann kennir öllum á hnettinum að búa til grænmet- ispylsur. Uppskriftin er mjög einföld. Hann velur stórt spínatblað, fyllir það með alfaalfa-spírum og rifnum gulrótum og sporðrennir svo hverri „pullunni“ á fætur annarri. Síðan fer hann í íþróttaálfsbúninginn sinn og hengir á sig Súpermann-skikkjuna og mamma hans og ég staðfestum að við sjáum vöðvana vaxa. Hann er handviss um að Súpermann sé út- lenska gerðin af íþróttaálfinum og að Nigella sé kærastan hans!“ Matur með spennandi nöfnum Sólveig segist trúa því að þegar hinir fullorðnu ætli að gera breyt- ingar á mataræði barnanna sé best að líta í eigin barm, því þeir séu jú fyrirmyndin. „Það var líka nákvæmlega það sem vinkona mín gerði. Hún breytti inn- kaupunum, skúffurnar fylltust af speltpasta, hrökkbrauði, hnetu- smjöri og fleira góðgæti. Út úr ís- skápnum flæddu gulrætur og spínat, frystirinn fylltist af íspinnaformum með frosnum ávaxtasafa og á hverju borði mátti sjá skálar fullar af fersk- um ávöxtum. Um leið og mamman fjarlægði freistingarnar af heimilinu varð auðveldara fyrir vin minn að halda sig við spínatið. Í byrjun varð hann reyndar ansi viðskotaillur og hótaði að flytja að heiman. En mamman er skemmtileg og náði að telja sinn mann á sitt band, m.a. með því að skíra réttina spennandi nöfn- um, eins og Súpermann-baka, engla- salat, Sollu stirðu-pasta, íþróttaálfs- bollur og Barcelona-buff, svo eitthvað sé nefnt.“ Hrósa og gera að hjálparkokkum „Það er óbrigðult ráð að fá börn til að hjálpa sér við eldamennskuna. Þau elska að hjálpa til og eru bestu hjálparkokkar. Foreldrar mínir voru mér frábær fyrirmynd. Það var mik- ið um grænmeti og hollan mat á mínu heimili og þau voru dugleg að hvetja okkur á hugmyndaríkan og skemmti- legan hátt til að borða matinn. Þetta hef ég haft að leiðarljósi við uppeldið á stelpunum mínum. Ég hvet því þá sem fjalla um mataræði barna til að vera jákvæða, skemmtilega og for- dómalausa og umfram allt óspara á hrósið þegar vel gengur og verðlauna framfarir. Það er aldrei of seint að byrja á því að bæta mataræðið og all- ar breytingar til hins betra, hversu litlar sem þær eru, telja. Við vitum aldrei hvenær töfraheimar hollust- unnar opnast börnum frekar en full- orðnum, þessi himneska hollusta sem við öll eigum skilið.“ Barcelona-buff 2 dl soðnar kjúklingabaunir* 2 dl soðnar kartöflur ½ dl rifinn ostur/sojaostur (má sleppa) 1/2 dl sesamfræ* 1 tsk. karrí Setjið allt hráefnið í skál og hnoðið saman. Notið ískúluskeið til þess að búa til kúlur og fletjið þær síðan út á milli lófanna svo úr verði flatt buff. Setjið buffið í ofnskúffu með bök- unarpappír og bakið við 200ºC í 10– 15 mín – eftir stærð buffanna. Englasalat með blómum ferskt spínat,* magn eftir smekk hnúðkál gulrætur kókosflögur* annað grænmeti sem ykkur finnst gott. Setjið spínatið á fat. Afhýðið hnúð- kálið og skerið í þunnar sneiðar. Velj- ið feitar gulrætur og skerið í ¼ cm þykkar sneiðar. Notið síðan lítil út- skurðarmót (fást í búsáhaldaversl- unum) – engil og blóm eða stjörnur – skerið út að vild og stráið útskornum gulrótunum yfir salatið. Þurrristið kókosflögurnar á heitri pönnu og stráið yfir á ásamt öðru grænmeti sem ykkur finnst gott. Krúttlegt krakkakonfekt 2 dl kasjú-hnetur* 2 dl heslihnetur* 4 dl döðlur* ½ b lífrænt kakóduft* 2 msk. agave* smá sjávarsalt kakóduft, ef vill Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og blandið vel saman. Mótið litlar kúlur úr deiginu (má velta þeim upp úr smávegis af hreinu kakódufti) og setjið í plastílát. Það er gott að setja bökunarpappír á milli laga svo auð- velt sé að ná konfektinu í sundur. Það geymist í 2–3 vikur í kæli en best í frysti. Hollt og gott heilsunammi. * Fæst lífrænt frá Himneskri holl- ustu. Börn og mataræði Töfraheimar hollustunnar Sólveigu Eiríksdóttur finnst börn almennt vera alveg ótrúlega áhugasöm um heilsu og mataræði. Hollt Englasalat með blómum. Morgunblaðið/Eggert Grasrótarhollustujaxl Sólveig Eiríksdóttir segir að hollustan sé alveg himnesk og börnum finnist það líka. »Ég á t.d. lítinn 6 ára vin sem á alla mat- reiðsluþættina hennar Nigellu á spólu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.