Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 25
Morgunblaðið |25 það fölnar í samanburði við hitt,“ segir Guðrún með áherslu. Æfir nú tvisvar á dag Fljótlega eftir greininguna var Guðrún lögð inn á Grensás þar sem hún hefur verið í stífri endurhæf- ingu. „Hingað til hef ég ekki ofnotað íþróttasali en nú æfi ég tvisvar á dag. Gallinn er sá að nú heitir þetta sjúkra- og iðjuþjálfun og miðar að því að koma lífi í lömuðu limina. Guð- rún segir endurhæfinguna ganga vel þótt hún sé stíf og erfið. „Ég er meira að segja farin að staulast á hækju smá spöl, þótt hjólastóllinn verði örugglega mitt farartæki í líf- inu héðan í frá. Reynsla mín ætti að vera öðrum víti til varnaðar og ég hvet fólk til að stunda holla lífshætti. Of mikið af góðum mat og of lítið af hollri hreyfingu er klárlega ekki uppskrift að góðri heilsu. Ég hafði að vísu vit á því að hætta að reykja fyrir 20 árum en ég er mikill mat- gæðingur og það hefði mátt fara minna fyrir stórsteikunum og eft- irréttunum. Sjúkrahúsfæðið sem ég lifi á í dag svarar hvorki kröfum um hollustu né kitlar það bragðlaukana en ég fæ í það minnsta að fara heim um helgar og þá reynir maðurinn minn að bæta mér það upp.“ Guðrún segist horfa nokkuð björt- um augum á framtíðina og hún er ekki búin að gefa upp á bátinn að ná betri bata og heilsu frekar en að taka þátt í maraþoninu þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður. „Ég er þrjósk og skaprík en það eru ætt- arfylgjur sem ekki hafa alltaf talist til mannkosta en í svona tilvikum hljóta þeir að vera það.“ ákveðinn í að hlaupa tvö maraþon í ár en ég hljóp maraþon í London í apríl og fannst tími til kominn að hlaupa maraþon hér heima. Síðan þegar Bjarni Ármannsson, banka- stjóri Glitnis, greindi mér frá meg- inhugmyndinni að baki hlaupinu, sem laut að fjármögnun fyrir góð- gerðarsamtök hérlendis, var ég sannfærður um að ég yrði að vera með. Vilhelm segir hugmyndina um söfnun áheita í maraþoni til góð- gerðarmála vera vel þekkta erlendis og sjálfur hafi hann safnað áheitum í einu hlaupi erlendis. „Fjölskylda mín og vinir hétu á mig þegar ég tók þátt í maraþoninu sem fram fór í New York í fyrra en allt sem safn- aðist rann til krabbameinssjúks kunningja. Framlagið kom sér mjög vel fyrir fjölskyldu hans meðan hann lifði,“ segir Vilhelm en hann ánafnaði Krabbameinsfélagi Íslands framlag sitt í Reykjavíkurmaraþon- inu. „Ég hljóp heilt maraþon líka núna en hvatinn fólst í fjármununum sem ég gæti safnað. Áheit bankans, auk þeirra sem mér tókst að safna vegna áheita vina og kunningja, námu 344 þúsund krónum. Manni líður gríðarlega vel með að geta gert góðverk á þennan hátt.“ Eru einhver maraþon fram undan? „Ég vann mér inn þátttökurétt í Boston- maraþoninu í apríl á næsta ári, þar sem ég hljóp á undir 3 klukkustund- um og 16 mínútum. Bjarni Ármanns- son er hins vegar búinn að skora á mig að taka þátt í Óslóarmaraþon- inu eftir fimm vikur en Glitnir er þar aðalstyrktaraðili. Ég get varla skor- ast undan því,“ segir Vilhelm bros- andi. Allt á einum stað! Golfh er m ir G uf ub að Karfa Skvass T ækja sa lu r Erob ik k S p in ni ng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.