Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 31
Morgunblaðið |31 Er maturinn málið? • Borðar þú stundum meira en þú hefur ákveðið? • Felur þú hvernig þú borðar? • Hafa matarvenjur þínar og/eða þyngd hamlandi áhrif á líf þitt? Við bjóðum upp á greiningu, einstak- lingsmiðaða ráðgjöf og fræðslu. Upplýsingar í síma 568 3868 eða matarfikn@matarfikn.is mfm miðstöðin Meðferðar- og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar Ármúla 15, Reykjavík. www.matarfikn.is Esther Helga Guðmundsdóttir, ráðgjafi Herbalife próteinhristingur er pakkaður af næringu. Hugsanlega hollasti morgunverður í heimi. Magnaður morgunverður! Jonna s: 896 0935 & 562 0935. www.heilsufrettir.is/jonna Þ essi íþrótt er lygilega skemmtileg enda mæta hér heilu fjölskyldurn- ar á námskeiðin og klifra. Síðastliðin ár hefur iðkendum stöðugt fjölgað,“ segir Sjöfn Jónsdóttir, fimleika- kennari og leiðbeinandi á klifurn- ámskeiðum. „Veggjaklifur er góð íþrótt fyrir börn sem einhverra hluta vegna finna sig ekki í hópíþróttum því í klifri er enginn að keppa við ann- an, aðeins sjálfan sig. Toppurinn á tindinum er aðeins til í huga hvers og eins, ef svo má að orði komast. Það geta því allir náð á toppinn og sigrað.“ Fjölskylduvæn íþrótt Sjöfn segir veggjaklifur sótt jafnt af byrjendum sem og vönum fjallageitum. „Það þarf að læra og öðlast ákveðna tækni til þess að klifra og klífa fjöll og hamra. Gæta þarf að hverri hreyfingu á leiðinni upp, hvar á næst að stíga niður fæti og hvernig. Einnig þarf að beita höndum og fótum á viss- an hátt og huga að lík- amsstöðunni. Fólk æðir því ekki upp á snarbrattan fjallstind,“ segir hún og brosir, enda koma margar fjallageitur á námskeiðin til þess að læra betri klifurtækni. „Þeir sem eru óvanari að klífa fjöll og firnindi koma vegna þess að veggjaklifur er einfaldlega svo skemmtilegt og sumir til að sigr- ast á lofthræðslu. Þetta er einstaklega fjölskylduvæn íþrótt því allar kynslóðir geta stundað hana, fengið holla hreyfingu og átt góða samverustund í leiðinni.“ Allir ná á toppinn Hjá Fimleikafélaginu Björk er hægt að stunda veggjaklifur á veturna og stundar fólk á öllum aldri íþróttina af kappi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.