Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 37
Morgunblaðið |37 Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VI‹ BJÓ‹UM UPP Í DANS Innritun og uppl‡singar í síma 553 6645 e›a á dansskoli.is †mis starfsmanna- og stéttarfélög veita styrki vegna dansnámskei›a. Mambó Tjútt Freestyle Footloose Salsa Brú›arvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskei› fyrir hópa N‡justu tískudansarnir Börn – Unglingar – Fullor›nir Frítt í heilsuræktina alla vikuna Nýbýlavegi 24 : 200 Kópavogur : Sími 511 2111 : Fax 581 1171 : Hótel Saga : Hagatorgi : Sími 564 1011 : www.meccaspa.is Elín Sandra Skúladóttir Diaeta lífstílsnámskeið Brynjúlfur Jónatansson Hvað er jóga og kraftjóga Páll Erlendsson Chi Gong og Ayurveda Gígja Þórðardóttir Sundleikfimi Gunnur Róbertsdóttir Góðan dag Sóley Jóhannsdóttir Sóleyjarleikfimi Margrét Skúladóttir Jóga Kolbrún Jónsdóttir Pilates (sjá einnig pilates.is) Hver er hugmyndafræðin ábak við ávísun hreyfiseðl-anna? Rannsóknir sýna að hreyfing dregur úr einkennum margra sjúk- dóma og ekki aðeins það, hún get- ur jafnvel læknað fólk af sumum. Hugmyndin að baki ávísunum lækna á hreyfingu felst í því að virkja fólk sem glímir við svo- nefnda lífsstílssjúkdóma til þess að hreyfa sig. Hreyfiseðillinn er eins og lyfseðill, nema að í staðinn fyrir lyf skrifar læknirinn upp á hreyf- ingu og sjúklingurinn þarf að fylgja fyrirmælum hans í ákveðinn tíma.“ En hafa læknar og sjúkraþjálf- arar ekki notað hreyfingu sem meðferðarform í áratugi? „Jú, vitaskuld, en þessi nálgun er hins vegar mun formlegri og fylgir ákveðnu ferli þar sem árang- ursmælingar og eftirfylgni tryggja betri árangur. Hver og einn fær fræðslu og stuðning sem sniðinn er að hans þörfum. Markmiðið er að fólk átti sig á því það verður al- mennt sjálft að taka ábyrgð á eigin heilsu og líðan. Hér á landi eru hreyfiseðlarnir ekki formlega komnir í notkun en Heilsugæslan í Garðabæ er að fara af stað með til- raunaverkefni sem byggir á þess- um hugmyndum og hefur und- irbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. Þetta er samstarfsverkefni sveitarfélagsins, lækna og sjúkra- þjálfara þar og vonandi vísir að því að sem koma skal á landsvísu.“ Hvert er hlutverk læknisins í þessu ferli? „Það er læknirinn sem metur hvert tilvik fyrir sig en það hafa verið teknar saman einar 27 sjúk- dómsgreiningar þar sem talið er að hreyfiseðlar geti gefið góða raun. Þar eru lífsstíls- og velmeg- unarsjúkdómar áberandi. Dæmi um þá eru offita, þunglyndi, vefja- gigt, asmi, sykursýki 1 og 2, há blóðfita, háþrýstingur, krans- æðasjúkdómar, hjartabilun, bein- þynning, slitgigt og síþreyta. Lík- legt er að ef hreyfingu er beitt sem 2. stigs forvörn gegn þessum sjúk- dómum hægi það á þróun þeirra, minnki einkenni og dragi úr lyfja- notkun.“ Hvert er hlutverk sjúkraþjálf- arans? „Sjúkraþjálfarinn fræðir sjúk- linga um gagnsemi þjálfunarinnar og gerir þjálfunaráætlun í samráði við hann. Hann framkvæmir einnig viðeigandi mælingar í upphafi æf- inganna og reglulega eftir það til þess að meta árangurinn. Þjálfunin getur bæði farið fram undir hand- leiðslu sjúkraþjálfara og íþrótta- kennara, eða þá að sjúklingurinn sér um þjálfunina sjálfur. Það fer allt eftir því hvað hentar viðkom- andi en leiðirnar eru fjölbreyttar og reynt er að koma til móts við þarfir fólks og áhuga. Þess má líka geta að Félag sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfara gerði könnun meðal almennings fyrr á þessu ári. Þar kom m.a. fram að 63% þeirra sem notið höfðu þjón- ustu sjúkraþjálfara töldu að með- ferðin hefði dregið úr notkun verkjastillandi og bólgueyðandi lyfja, en hreyfing er einn af lyk- ilþáttum í meðferð sjúkraþjálfara.“ Koma hreyfiseðlar í stað lyfja? „Hreyfiseðlar geta vissulega komið í stað lyfja en læknir verður að meta það hverju sinni hvernig unnið er með þessi meðferð- arúrræði – sitt í hvoru lagi eða samverkandi. Hreyfing minnkar lyfjanotkun í sumum tilvikum og því má ætla að með tímanum geti einstaklingar sem fylgja fyr- irmælum hreyfiseðilsins dregið úr lyfjanotkun. Þetta er þó allt ein- staklingsbundið eins og gefur að skilja.“ Aðstoð Auður Ólafsdóttir, formað- ur Félags íslenskra sjúkraþjálfara, segir fólk almennt jákvætt gagnvart hreyfingu en þurfi oft leiðsögn. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Valkostur Hreyfiseðlar geta komið í stað lyfja en slíkt er metið hverju sinni. Hreyfing dregur úr sjúkdómseinkennum Hreyfing er holl enda byggir hugmyndin á bak við hreyfiseðla, sem læknar geta ávísað til sjúk- linga, á vísindalegum rannsóknum um jákvæð áhrif hreyfingar á heilsufar. Auður Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara, svaraði nokkrum spurningum um þessa nýju ávísanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.