Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 10
10|Morgunblaðið Viltu laga línurnar? Fagleg heilsurækt Frábær a›sta›a Frábær lífsstíls námskei› Frábær sta›setning Nánari uppl‡singar um fleiri námskei› og stundaskrá fyrir hausti› 2006 á www.hreyfigreining.is Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is Jakobína Sigur›ardóttir, sjúkrafljálfari BSc framkvæmdastjóri Arna Hrönn Aradóttir, Rope-Yoga kennari Gígja fiór›ardóttir, sjúkrafljálfari BSc Hólmfrí›ur fiorvaldsdóttir, danskennari Sandra Dögg Árnadóttir, sjúkrafljálfari BSc Harpa Helgadóttir, sjúkrafljálfari BSc, MTc, MHSc Talya Freeman, Jógakennari Joga flæ›i N‡ námskei› eru a› hefjast Í formi til framtí›ar Örfá pláss enn laus. Joga Flæ›i Kröftugt Joga – mótar líkamann og róar hugann. Skráning stendur yfir. Hefst 9. september. Bumban burt Námskei›i› er a› fyllast. Líkamsrækt Einkafljálfun hjá sjúkra- fljálfurum. Frábær a›sta›a til a› æfa á eigin vegum á flægilegum sta›. Opnir tímar. Stundaskrá: www.hreyfigreining.is Dans- kennsla Byrjenda- og framhalds- námskei› byrja 14. september. Mó›ir og barn Bókanir eru hafnar í fimm vikna námskei› Söndru Daggar Árnadóttur. Námskei›i› byrjar 19.09. Fullt Heilsa og hreyfing É g var þriggja ára þeg- ar ég steig fyrst á skíði, í Kirkjubrekk- unni á Dalvík. Bróðir minn Sverrir var að æfa og dró mig með sér á æfingu. Jú, ég á honum líklega margt að þakka. Hann keypti líka handa mér fyrstu skíðin,“ segir Björgvin. Á unglingsárunum sneri Sverrir sér að fótboltanum en Björgvin hélt áfram á skíðunum og á nú að baki farsælan feril sem enn sér ekki fyrir endann á. ,,Í vetur keppi ég bæði í Evrópubikarnum og Heimsbikarnum. Það er mjög gaman. Ég ferðast víða og kynnist mörgu nýju fólki. Æfingarnar eru auðvitað strangar en þetta er auð- vitað ævintýralíf,“ segir hinn 26 ára gamli skíðakappi sem nú er staddur í Austurríki við æfingar. ,,Ég hef aldrei verið kuldaskræfa og finnst útiveran frábær. Íþróttin sjálf er líka spennandi, maður á í sífelldu kappi við tímann. Maður er alltaf að reyna að bæta sig.“ Stafganga Stafganga á rætur sínar að rekja til Finnlands en hún nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Þeg- ar snjóa tók að leysa létu þjálfarar gönguskíðamanna þar í landi kappana arka um með stafina til þess að halda efri hluta líkamans í þjálfun. Nú er þessi tegund hreyf- ingar stundum af milljónum og hentar jafnt ungum sem öldnum, keppnisfólki sem og þeim sem vilja hreyfa sig hóflega. Stafirnir veita góðan stuðning á göngu og einnig á línuskautum þar sem þeir eru gott öryggistæki. Allt sem þarf til að stunda staf- göngu eru góðir skór og sérhann- aðir stafir í réttri hæð. Hægt er að æfa hvar sem er og hvenær sem er, einsamall eða í góðra vina hópi. Skíðaganga Fjöldi Íslendinga stundar skíða- göngu, einkum á landsbyggðinni þar sem snjórinn er heldur meiri en á höfuðborgarsvæðinu. Þar er víða mikil gróska og til marks um það er að um 80 Íslendingar ætla að taka þátt í Vasa-göngunni á næsta ári. Þar á meðal eru þaul- reyndir skíðamenn en einnig þeir sem stundað hafa íþróttina í skemmri tíma. Snjóbretti Hjá unga fólkinu njóta snjó- bretti mikilla vinsælda og það er ótrúlegt hvað það er leikið í íþróttinni. Björgvin Björgvinsson, Íslandsmeistari í alpa- greinum, æfir stíft og ferðast víða um heim til þess að keppa. Spennandi Björgvin lifir flökkulífi því æfingar og keppni krefjast mikilla ferðalaga. Hann keppir bæði í Evrópubikarnum og Heimsbikarnum. Morgunblaðið/Golli Skíðagöngugarpur Haukur Eiríksson fagnar sigri í skíðagöngu. Björgvin Björgvinsson Morgunblaðið/Kristján Vetraríþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.