Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 23
Morgunblaðið |23 Þ að var körfuboltaæði þegar við vorum á þessum aldri, enda Michael Jordan á há- punkti ferilsins. Pabbi, Ragnar Torfason, hafði einnig æft körfubolta og var að þjálfa og dró okkur félagana á æfingu hjá Fylki. Við fórum síðan í Fjölni enda bjuggum við í Grafarvoginum og þegar Þorsteinn byrjaði í skólanum okkar í 9 ára bekk sáum við sam- stundis efni í honum,“ segir Árni og hlær. „Já, þeir drógu mig eiginlega í körfuna um leið og þeir sáu mig, segir Þorsteinn, sem segist hafa verið frekar hávaxinn miðað við aldur. Engin staðalhæð í körfunni „Annars er það ekkert úrslita- atriði. Annað skiptir líka máli, eins og snerpa og sprengikraftur. Fé- lagsskapurinn var líka og er frá- bær og það skiptir miklu máli, ekki síst í yngri flokkunum. Pabbi hans Árna var mjög skemmtilegur þjálf- ari og gætti þess að allir í hópnum fengju að njóta sín.“ Árni Þór bendir á varðandi hæð- ina að sá sem sé hávaxnastur í yngri flokkunum geti hæglega ver- ið orðinn lágvaxnastur í hópnum þegar komið sé upp í meist- araflokk. „Lítið bara á mig,“ segir hann hlæjandi og ítrekar að enginn ætti að láta staðalímyndir um hæð aftra sér frá því að fara að æfa körfubolta. „Þetta er skemmtileg íþrótt, það er það sem skiptir máli, auk þess sem hefur áður komið fram – að hafa góða skottækni, vera útsjónarsamur og að vera á réttum stað á vellinum á réttum tíma, bæði til þess að skora körfur og eins til þess að gefa sendingar á þá sem gætu verið í betri stöðu en maður sjálfur.“ Í dag er alvaran og keppnin meiri en í yngri flokk- unum. „Við æfum sex sinnum í viku og erum þess á milli á auka- æfingum. Það er því nóg að gera því auk þess eru við allir í skóla.“ Þeir segja aðspurðir að íþróttirnar hafi tvímælalaust gefið þeim mikið og hjálpað. „Í íþróttunum hefur maður lært að aga sjálfan sig og skipuleggja og það hlýtur að vera gott vega- nesti í lífinu.“ Eitthvað sem þið viljið segja að lokum? „Áfram Fjölnir!“ Morgunblaið/RAX Karfan er ekki bara fyrir hávaxna Æskuvinirnir Árni og Árni Þór hafa æft körfubolta frá því þeir voru fimm ára og fjórum árum síðar var nýr vinur, Þorsteinn, dreginn á æfingu. Nú eru þeir orðnir nítján, æfa sex sinnum í viku og spila með meistaraflokki Fjölnis í úrvalsdeildinni. » „Lítið bara á mig,“ segir hann hlæjandi og ítrekar að enginn ætti að láta staðalímyndir um hæð aftra sér frá því að fara að æfa körfubolta. Árni ÞórÁrni Þorsteinn Lífræn hollusta Glæsilegt úrval! Eden organic & Hodgson mill vörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.