Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 242. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SAGNARITARI
SÖNGVAR HARÐAR TORFA ERU
DAGBÓKARBROT ÚR LÍFI HANS >> 40
LÍFSREYNSLA
ELLEN KRISTJÁNS OG
EYÞÓR GUNNARSSON
Í MALAVÍ Í AFRÍKU >> 26
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti viður-
kenndi í gær tilvist leynilegra fangelsa, sem
haldið hefur verið úti á vegum bandarísku leyni-
þjónustunnar (CIA), og að þar hefðu verið vist-
aðir og yfirheyrðir í þaula háttsettir liðsmenn al-
Qaeda-hryðjuverkanetsins.
Bush sagði hins vegar að mennirnir – en
þeirra á meðal er Khalid Sheikh Mohammed,
sem álitinn er hafa skipulagt árásirnar á Banda-
ríkin 11. september 2001 – hefðu nú verið fluttir
í Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu og að þeir
myndu framvegis njóta allra þeirra réttinda sem
Genfar-sáttmálarnir veita stríðsföngum.
Um er að ræða fjórtán menn og eru þeir hæst-
settu al-Qaeda-liðarnir sem Bandaríkjamenn
hafa handsamað. Bush greindi ekki frá því hvar
mennirnir fjórtán hafa verið geymdir en sagði
þá hafa sætt yfirheyrslum og viðurkenndi að
CIA hefði beitt „öðrum yfirheyrsluaðferðum“ en
vani væri. „Bandaríkin pynta menn ekki. Ég hef
ekki heimilað slíkt og mun ekki gera það,“ sagði
Bush hins vegar. Bætti hann við, að þær aðferð-
ir, sem beitt hefði verið, hefðu orðið til þess að
morðingjar hefðu verið handsamaðir áður en
þeim gafst tækifæri til að fremja frekari ódæði.
Bush sagði að yfirheyrslum yfir mönnunum
væri nú lokið. Réttað yrði í málum þeirra fyrir
herdómstólum. Mennirnir teldust saklausir uns
þeir hefðu verið fundnir sekir.
Þetta er meiriháttar stefnubreyting af hálfu
bandarískra stjórnvalda sem hafa skilgreint
fanga í Guantanamo sem „ólöglega stríðsmenn“,
er ekki njóti réttinda í samræmi við Genfar-sátt-
málana. Vilja ráðamenn vestra með þessu reyna
að slá í einu höggi öll vopn úr höndum gagnrýn-
enda, sem álitið hafa fangabúðirnar í Guant-
anamo og rekstur annarra leynifangelsa stríða
gegn alþjóðalögum.
Bush viðurkennir tilvist
leynilegra fangelsa CIA
Meintir höfuðpaurar al-Qaeda fluttir í Guantanamo-fangabúðirnar
London. AFP. | Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, mun tilkynna í dag hvenær
hann hyggst láta af embætti, að því er
haldið var fram í fréttum breska ríkisút-
varpsins, BBC, og PA-fréttastofunnar í
gærkvöldi. Þrýstingurinn á Blair um að
láta af embætti fer stöðugt vaxandi og í
gær sögðu sjö undirmenn hans í ríkisstjórn
af sér í mótmælaskyni við tregðu hans.
Að sögn heimildarmanns AFP-frétta-
stofunnar kemur Blair tvisvar fram opin-
berlega í dag. Annars vegar þegar hann
fundar með forsætisráðherra Singapúr
fyrir hádegi og svo hins vegar þegar hann
heimsækir skóla í Lundúnum. Fullyrðir
heimildarmaður PA, að Blair muni nota
tækifærið og tilkynna áætlun sína um að
láta af embætti, sem yrði líklega á síðari
hluta næsta árs, í heimsókn sinni um eft-
irmiðdaginn.
Yfirlýsing frá
Blair í dag?
Farið að hitna | 13
Sjö undirmenn sögðu
af sér í mótmælaskyni
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
TUTTUGU mánaða stúlka, Ólavía Steinunn Jó-
hannsdóttir, hlaut annars stigs bruna eftir að hún
skrúfaði frá heita vatninu á baðherberginu á heimili
sínu 22. ágúst sl., en vatnið var allt að 70–80° heitt.
Ólavía er hress og kát í dag en brunasárin, sem
bæði voru djúp og grunn, munu að öllum líkindum
skilja eftir sig einhver ör – þrátt fyrir lýtaaðgerðir.
Foreldrar hennar hvetja aðra til að athuga með að-
gang barna sinna að krönum heimilisins.
„Allt sem ég veit og kann fór út um gluggann um
leið og ég gekk inn um dyrnar og inn í þessar
kringumstæður,“ segir Svava Björg Mörk, móðir
Ólavíu, sem kom að stuttu eftir að slysið átti sér
stað en telpan hafði verið í gæslu hjá systur sinni
og vinkonu hennar.
Faðir Ólavíu, Jóhann Kristmundsson, ætlar að
breyta vatnsinntakinu á heimilinu og setja upp kæl-
ingu svo að slys af þessu tagi hendi ekki á ný. „Það
ætti að kæla heita vatnið niður í um það bil 45° því
við höfum ekkert við þennan mikla hita að gera.“
OR vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum
Töluvert mikið er um alvarlega bruna af völdum
hitaveituvatns á ári hverju og eru börn upp að fjög-
urra ára aldri einna helst í áhættuhópi. Flest verða
slysin þegar börnin skrúfa sjálf frá. Herdís Stor-
gaard, yfirmaður Forvarnarhússins, segist vita til
þess að mikill áhugi sé hjá Orkuveitu Reykjavíkur á
fyrirbyggjandi aðgerðum gegn slysum af þessu tagi
og verið sé að vinna að þeim um þessar mundir. | 6
Hlaut slæm
brunasár eft-
ir heitt vatn
úr krana
Morgunblaðið/Kristinn
Ævintýri tuttugu mánaða gamallar stúlku inni á baðherbergi endaði illa
Jerúsalem. AFP. | Ísraelsk stjórnvöld til-
kynntu í gær að þau myndu aflétta hafn-
banni á Líbanon í dag, eftir að hafa fengið
tryggingu fyrir því að liðsmönnum Hizboll-
ah-hreyfingarinnar bærust ekki vopn, líkt
og kveðið er á um í ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna númer 1701.
„Condoleezza Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, […]
upplýstu Ehud Olmert forsætisráðherra
um að alþjóðlegar sveitir væru tilbúnar að
taka við eftirliti með höfnum og flugvöllum í
Líbanon,“ sagði í tilkynningunni.
Hafnbanni
aflétt í dag
MAGNI Ásgeirsson komst í nótt áfram í
lokaþátt Rock Star: Supernova og eygir því
enn möguleika á að verða söngvari hljóm-
sveitarinnar Supernova.
Snemma í útsendingu
næturinnar varð ljóst að
Magni færi áfram. Hann
var ekki meðal hinna
þriggja sem lentu í
neðstu sætunum að lok-
inni sms- og símakosn-
ingu og því var hann
aldrei í hættu. Storm
Large tók pokann sinn
eftir að hafa mistekist að
heilla rokkarana.
„Uppklappslagið“ féll
hinum ástralska Toby í skaut en Magni
flutti Supernova-lag.
Íslenskir aðdáendur Magna eiga eflaust
stóran þátt í að svona fór en að sögn tals-
manns Skjás eins voru send meira en tvö-
falt fleiri sms-atkvæði frá Íslandi en fyrir
viku þó að þá hafi einnig verið metþátttaka.
Úrslitaþátturinn er í næstu viku.
Magni komst í
úrslitaþáttinn
Í lokaþáttinn
Magni er kominn í
lokaþátt Rock Star:
Supernova.
♦♦♦
»Khalid Sheikh Mohammed er álitinnhafa skipulagt árásirnar á Bandarík-
in 11. september 2001. Hann er talinn
hafa verið þriðji hæstsetti foringi al-
Qaeda-hryðjuverkanetsins.
»Bandaríska leyniþjónustan mun ekkilengur hafa meinta hryðjuverka-
menn í haldi en áfram verður sá mögu-
leiki fyrir hendi að CIA taki menn, visti
þá leynilega og yfirheyri.
Í HNOTSKURN
♦♦♦