Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 12

Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ALLT of algengt virðist að aðstaða fyrir fatlaða sé látin sitja á hak- anum þegar nýjar byggingar eru reistar, eða eldri hús eru endur- bætt. Nýjasta dæmið um þetta er Sundlaug Seltjarnarness, þar sem aðstaða fyrir fatlaða sem þurfa að- stoð í búningsklefunum er ekki full- nægjandi. Móðir 14 ára hreyfihaml- aðrar stúlku bendir ennfremur á að handrið og sturtustóla vanti í sund- laugina, en viðamiklum endurbótum á búningsklefum lauk í sumar. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir allt of algengt að aðstaða fyrir fatl- aða sé látin mæta afgangi, áætlanir séu til fyrir fullkomna aðstöðu, en því sé frestað að hrinda þeim í framkvæmd, jafnvel út í hið óend- anlega. Kristín Þorsteinsdóttir, móðir 14 ára hreyfihamlaðrar stúlku á Sel- tjarnarnesi, segir að ekki þyrfti að leggja í mikinn kostnað til að bæta ástandið í sundlauginni. „Ég er bú- in að gera athugasemdir við þessa sundlaug svo oft, ég er svo hneyksl- uð á okkar ríka sveitarfélagi,“ segir Kristín. Hún bauð Seltjarnarnesbæ að- stoð sína við að hanna aðstöðu fyrir fatlaða í sundlauginni áður en hún var tekin í gegn, og því voru það henni mikil vonbrigði að ekki hafi verið staðið betur að því að gera sundlaugina vel úr garði fyrir fatl- aða en raun bar vitni. Hún segir bæjarstjórann hafa sagt sér að það ætti að huga vel að þörfum hreyfi- hamlaðra í sundlauginni, en ein- hvers staðar hafi eitthvað gleymst. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er ekki sérstakur búningsklefi fyrir fatlaða í sund- lauginni, og því segja foreldrar nokkurra fatlaðra drengja að þeir fái ekki að fara í skólasund þennan veturinn. Drengirnir þurfa aðstoð stuðningsfulltrúa í búningsklefa, en aðeins konur gegna þeim störfum eins og stendur, og þær geta ekki farið með drengjunum í búnings- klefa karla. Kristín gerði ásamt fleirum at- hugasemdir við teikningu að end- urbættri sundlaug, sem komið var til bæjaryfirvalda og arkitektsins. Þar er gert ráð fyrir búningsher- bergi fyrir fatlaða í síðari áfanga laugarinnar, sem reiknað er með að verði tekinn í notkun haustið 2007. Ekki pláss fyrir hjólastólinn í fyrirhuguðu herbergi fatlaðra Hún segir ljóst að herbergið sé allt of lítið, þar sé ekki nægilega rúmt um fatlaðan einstakling, hjólastól og aðstoðarmann hans. Einnig sé of þröngt um fatlað fólk í almennum búningsklefa og bekkir of litlir. Hafa ætti í huga að útbúa sérstakt pláss í búningsklefum merkt fötluðum þar sem pláss sé haft rýmra. Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð við athuga- semdunum, sem var skilað inn snemma sumars. Þó er rétt að taka fram að breyt- ingarnar sem gerðar voru á laug- inni síðasta vetur hafa verið mjög til bóta fyrir fatlaða, en Kristín segir aðstöðuna áður en laugin var tekin í gegn hafa verið til skammar. Friðrik Sigurðsson frá Þroska- hjálp segir leitt ef svo sé komið að aðstaða fyrir fatlaða sé ekki eins og best gerist í Sundlaug Seltjarnar- ness. Þegar laugin var upphaflega byggð fyrir um þremur áratugum hafi hún fengið sérstaka úttekt þar sem í ljós kom að hún stóðst kröfur fatlaðra vel. „Mér finnst skelfilegt ef menn hafa ekki passað sig á því að gera þetta sómasamlegt fyrir hreyfihamlaða.“ Hann segir mörg dæmi um að þeir sem taki ákvarðanir um nýjar þjónustubyggingar, eða endurbæt- ur á eldri byggingum, skjóti því á frest að útbúa mannsæmandi að- stöðu fyrir fatlaða. Lögð sé meiri áhersla á að opna fyrir almenning, en teikningar með aðstöðu fyrir hreyfihamlaða bíði gjarnan ónotað- ar í skúffu. Dæmi um þetta sé Þjóðleikhúsið, þar sem staðið hafi til að auka aðgengi fyrir fatlaða, en úr því hafi enn ekki orðið. Mikilvægt að koma upp bráðabirgðaaðstöðu Ef ekki er gert ráð fyrir fullkom- inni aðstöðu fyrir fatlaða í fyrsta áfanga Sundlaugar Seltjarnarness segir Friðrik mikilvægt að komið sé upp bráðabirgðaaðstöðu þar til síðari áfanga er lokið. „Menn vita að fötluð börn á Seltjarnarnesi eru ekki ný bóla, og menn hefðu þurft að vera búnir að gera sér ljóst hvernig fara á í gegnum skólaárið 2006 til 2007.“ Aðstaða fyrir fatlaða nemendur er víða látin sitja á hakanum Morgunblaðið/Kristinn Erfitt fyrir hreyfihamlaða Dóttir þeirra Kristínar Þorsteinsdóttur og Jens Andréssonar á í erfiðleikum með að nýta sér sundlaugina þar sem sturtustól og handrið vantar og búningsklefi fyrir fatlaða er ekki tilbúinn. FYRSTU niðurstöður rannsókna á hnýðingum benda til að hvalurinn sé mjög hreyfanlegur, hafi mikla yfir- ferð og staldri ekki lengi við á hverju svæði. Þetta er í samræmi við tak- markaðar rannsóknir á einstakling- um sem sést hafa í hvalaskoðunar- ferðum frá Keflavík. „Þó ber að taka þessum niðurstöðum með fyrirvara enda einungis um eitt dýr að ræða. Vonast er til að unnt verði að merkja fleiri hnýðinga á þennan hátt á næstu árum,“ segir meðal annars í frétt frá Hafrannsóknastofnuninni. Á tímabilinu 14. júlí til 11. ágúst voru vísindamenn frá Danmörku, Bandaríkjunum og Japan við rann- sóknir á hnýðingi hér við land í sam- starfi við Gísla A. Víkingsson, hvala- sérfræðing á Hafrannsóknastofnuninni. Rann- sóknir þessar, sem byggjast á veiðum á lifandi hnýðingum, eru hinar fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þær lúta annars vegar að hljóðnotkun og heyrn hnýðinga og hins vegar að ferðum og búsvæðanotkun. Tveir hnýðingar veiddir Dagana 2. og 8. ágúst voru tveir hnýðingar veiddir við Reykjanes með háf og hífðir um borð í skipið Haf- borgu KE 12 sem leigt var til rann- sóknanna. Þar voru gerðar mælingar á heyrnarsviði dýranna með því að mæla með heilalínuriti viðbrögð þeirra við hljóðum af mismunandi tíðni og styrk. Hnýðingunum var síð- an sleppt eftir að hljóðupptökutæki höfðu verið fest við horn þeirra. Seinna dýrið var einnig útbúið með gervitunglamerki til að fylgjast með ferðum þess. Hljóðupptökutækið, sem safnar upplýsingum um hljóðumhverfi hvalanna, losnar af hvalnum og flýtur upp á yfirborð eftir fyrirfram ákveð- inn tíma og er endurheimt með að- stoð upplýsinga frá gervitunglasendi- num. Merkið sem sett var á fyrri hnýðinginn (217 cm kýr) var endur- heimt á tilsettum tíma um 6 sjómílur NV af Garðsskagavita og hafði þá safnað gögnum í alls 14 klukkustund- ir. Hins vegar brást losunarbúnaður- inn í seinna tilvikinu og var merkið enn á dýrinu (241 cm tarfur) þegar síðast sást til þess 9. ágúst. Ekki er vitað hvort merkið hefur nú losnað og þá hvar á hinni löngu leið sem dýrið hefur ferðast vestur af landinu frá því að það var merkt 8. ágúst. Fundarlaunum heitið Hafrannsóknastofnunin vill vekja athygli sjófarenda og þeirra sem leið eiga um fjörur landsins, á hinu týnda tæki sem inniheldur mikilsverðar vís- indalegar upplýsingar. Merkið er gult að lit, um 20 cm að lengd og merkt Hafrannsóknastofnuninni. Fundarlaunum að upphæð 2.000 dönskum krónum (um 24 þús. ís- lenskum kr.) er heitið fyrir afhend- ingu merkisins til Gísla A. Víkings- sonar á Hafrannsóknastofnuninni, Skúlagötu 4, Reykjavík. Hinir erlendu fræðimenn eru flest- ir sérfræðingar á sviði hljóð- og heyrnarrannsókna á sjávarspendýr- um en þáttur Hafrannsóknastofnun- arinnar var einkum bundinn við gervitunglamerkingarnar. Kortið sýnir ferðir hnýðingsins frá því honum var sleppt í Garðshöfn 8. ágúst 2006. Dýrið synti strax út á opið haf og hélt sig norðvestur af Reykja- nesi fyrstu tvo dagana en tók síðan stefnuna á Snæfellsnes, þvert yfir Faxaflóa. Fór stystu leið fyrir Snæ- fellsnesið hinn 13. ágúst og hélt áfram norður á bóginn. Dagana 14.–19. ágúst hélt dýrið til á litlu svæði u.þ.b. fyrir miðju mynni Breiðafjarðar en synti síðan áfram norðvestur á Látra- grunn. Þaðan lá leiðin að ströndum Vestjarða, fyrir Horn og Suður með Ströndum. Til að lengja líftíma rafhlöðunnar er merkið einungis virkt á morgnana og frá og með september einungis annan hvern dag. Hægt er að fylgjast með nýjustu upplýsingum um ferðir hnýðingsins á netinu á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar, hafro- .is Hnýðingur er fremur stór höfrung- ur, nær mest rúmlega 3 metra lengd og 350 kíló þyngd og er langalgeng- asta tegund höfrunga við strendur Ís- lands. Útbreiðslusvæði tegundarinn- ar er bundið við norðanvert Norður-Atlantshaf. Afar takmarkað- ar rannsóknir hafa farið fram á þess- ari tegund hér við land sem annars staðar. Útbreiðsla tegundarinnar að sumarlagi er þó allvel þekkt af reglu- bundnum talningum Hafrannsókna- stofnunarinnar og samstarfsaðila innan NAMMCO auk tveggja taln- inga við vesturströnd Evrópu. Fylgjast með ferðum hnýðings Hnýðingur er höfrungategund, allt að þrír metrar að lengd og um það bil 350 kíló að þyngd                         Í 37. grein laga um grunnskóla frá árinu 1995 segir: „Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða fé- lagslegra örðugleika og/eða fötlunar [...] eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi. Kennslan getur verið ein- staklingsbundin eða farið fram í hópi innan eða utan al- mennra bekkjardeilda, í sérdeildum eða í sérskóla. Meginstefnan skal vera sú að kennslan fari fram í heimaskóla. Telji foreldrar barns eða forráðamenn, kennarar eða aðrir sérfræðingar að barnið fái ekki not- ið kennslu við sitt hæfi í heimaskóla geta forráðamenn sótt um skólavist fyrir það í sérskóla.“ Í hinni svokölluðu Salamanca-yfirlýsingu Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) er einnig fjallað um grunnskóla án aðgreiningar, en yf- irlýsingin er hluti af stefnu íslenskra skólayfirvalda. Stefnan að kennsla fari fram í heimaskóla Fréttaskýring | Það brennur við að ekki sé tekið tillit til fatlaðra í nýjum byggingum. Móðir fatlaðrar stúlku segir stundum þurfa lítið að leggja á sig fyrir mikið hagræði fyrir fatlaða. ÚR VERINU »Tveir hnýðingar veiddir viðReykjanes í byrjun ágúst. »Fundarlaunum heitið fyrirtýnt mælitæki. »Hnýðingur er stór höfr-ungur og mjög algengur við strendur landsins. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.