Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 14

Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is KIKO prinsessa ól fyrsta sveinbarn japönsku keisarafjölskyldunnar í rúm 40 ár í fyrradag og talið er að fæðingin þaggi niður – að minnsta kosti um sinn – í þeim stjórn- málamönnum sem hafa beitt sér fyr- ir því að lögum um ríkiserfðir verði breytt til að konur geti framvegis erft krúnuna. Er þetta fyrsti drengurinn sem fæðist inn í keisarafjölskylduna frá fæðingu föður hans, Akishinos prins, árið 1965. Fæðingin dregur úr þrýstingnum á Masako prinsessu, eiginkonu Na- ruhitos krónprins, en hún hefur ver- ið undir miklu álagi vegna þeirra væntinga landa hennar að hún eign- ist son og þar með erfingja að krún- unni. Prinsessan, sem er orðin 42 ára, missti fóstur árið 1999. Hermt er að hún hafi átt við þunglyndi að stríða vegna álagsins sem fylgdi kröfunni um karlkyns erfingja. Hefur hún þar af leiðandi dregið sig að miklu leyti í hlé frá opinberum störfum. Naruhito krónprins og Masako prinsessa eiga eina dóttur, Aiko, sem er á fimmta aldursári. Akishino prins og Kiko áttu fyrir tvær dætur þegar sonurinn langþráði fæddist. Margra alda hefð Samkvæmt gildandi lögum í Jap- an ganga erfðir krúnunnar ávallt í karllegg. Fyrir fæðingu prinsins í fyrradag voru margir Japanar orðn- ir úrkula vonar um að nýr karlkyns ríkisarfi liti dagsins ljós og spunnust af því heitar umræður um hvort breyta ætti lögunum um ríkiserfðir til að kona og afkomendur hennar gætu sest í keisarastólinn. Nefnd háttsettra embættismanna lagði til slíka lagabreytingu í fyrra og Junichiro Koizumi forsætisráð- herra sagðist ætla að leggja fram breytingartillögu á þinginu. Hann féll hins vegar frá því vegna mikils þrýstings frá íhaldsmönnum í flokki hans, Frjálslynda lýðræðisflokkn- um, eftir að skýrt var frá því að Kiko prinsessa væri þunguð. Forsætisráðherrann kvaðst í gær telja ólíklegt að lögunum um rík- iserfðir yrði breytt á næstu árum. Koizumi lætur af embætti síðar í mánuðinum og líklegur eftirmaður hans, Shinzo Abe, íhaldssamur frammámaður í Frjálslynda lýðræð- isflokknum, hefur gagnrýnt breyt- ingartillöguna. Margir Japanar telja að keis- arafjölskyldan hafi ríkt samfellt í rúm 2.600 ár og flestir sagnfræð- ingar eru sammála um að rekja megi keisaradæmið að minnsta kosti til sjöttu aldar eftir Krists burð. Átta konur hafa ríkt sem keisarar í Japan á umliðnum öldum, sú síð- asta tók við völdunum árið 1763, en þær gegndu fyrst og fremst hlut- verki staðgengils þar til karlkyns ríkisarfi tók við. Enginn afkomenda þessara kvenna erfði krúnuna. Vandamálið fært yfir á næstu kynslóð Sagnfræðingar segja að keis- ararnir hafi getað haldið þessari rík- iserfðahefð í svo langan tíma með því að halda hjákonur sem ólu þeim drengi. Því fyrirkomulagi lauk á valdatíma Hirohitos, föður núver- andi keisara. Japanskur prins, Tomohito, lagði til á liðnu ári að Naruhito krónprins héldi hjákonu til að eignast karlkyns erfingja og áköf deila spannst af þeirri tillögu. Hiroshi Takahashi, japanskur sagnfræðiprófessor, sagði að þótt fæðing nýja prinsins drægi úr þrýst- ingnum á Masako kæmi að því síðar Deilu um kvenkyns ríkisarfa slegið á frest Keisarafjölskyldunni í Japan létti mjög við fæðingu fyrsta sveinbarns hennar í rúma fjóra áratugi að japanskar prinsessur lentu í sömu aðstöðu og hún. „Grundvall- arvandamálið verður ekki leyst með því að slá umræðunni um það á frest,“ sagði hann. „Vandamálið fær- ist þá aðeins yfir á næstu kynslóð keisarafjölskyldunnar.“                !" ! "  !# !$ % & $ !%&  "$  '(            )       * $           !    +     )      "  +      ,    ! -$     ! ). !   /.-"  % !   /    !     !  0 ! !!# !   1      !   $  !   /  21"    !  *$  !      !      "#    ! " $ 3  "#    45  $%&'#()*+  ! "#$ %&'" $$   "    $'  # ( 6 7) *+"$' $ " ,  %! "  $ %-' '"$  $. - /$$  &' & 0&  #$$ /  $ 67'8 ) 1  +&& ' 2$ $$ 3 !$' $) "  %  "  $$ %!' 4#&2 "$ ' '&  % "  $ 5.0 $ $$ % &' ,&  + &!&$$ Reuters JAPANAR fagna nýfæddum prinsi fyrir utan höll Japanskeisara í Tók- íó. Mikill fögnuður ríkti yfir tíðind- unum í Japan í gær, dagblöð gáfu út aukablöð í tilefni af fæðingunni, sjónvarpsstöðvar gerðu tíðindunum rækileg skil og stuðningsmenn kon- ungsfjölskyldunnar söfnuðust sam- an við höllina og sjúkrahúsið þar sem prinsinn langþráði fæddist. Barnið var tekið með keis- araskurði og vó ellefu merkur. Mæðginunum heilsaðist vel, að sögn lækna fjölskyldunnar. Fjölskyldan hóf ýmsar fornar at- hafnir í tilefni af fæðingunni og sú fyrsta fólst í því að Akihito keisari sendi fjórða barnabarni sínu sér- stakt sverð, sem er 26 sentímetra langt og á að vernda barnið. Ný- fæddi prinsinn verður skírður á þriðjudaginn kemur og mæðginin fá að fara heim til sín innan tíu daga. Langþráðum prinsi fagnað í Japan Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SVÍAR upplifa nú harkalega kosn- ingabaráttu og sumir fréttaskýrend- ur segja að niðurstaðan verði ef til vill aukinn leiði á pólitíkusum, fleiri kjósendur en ella velji sófann. En flest bendir til þess að það muni koma í bakið á borgaraflokkunum sænsku að einn þeirra, Þjóðarflokk- urinn, skyldi sl. vetur stela af netinu upplýsingum um stefnu og herbrögð jafnaðarmanna fyrir þingkosning- arnar 17. september. Gögnin fengust með því að brjót- ast inn á sérstaka vefsíðu jafnaðar- manna, SAP. Málið er einkum vand- ræðalegt fyrir Þjóðarflokkinn vegna þess að hann hefur lagt áherslu á að koma verði jafnaðarmönnum frá vegna þess að þeir séu orðnir spilltir af allt of langri stjórnarsetu. Upphaf hneykslisins var að þáver- andi fjölmiðlafulltrúi ungliðasam- bands Þjóðarflokksins, Per Joden- ius, komst yfir lykilorðið að SAP-vefnum. Framkvæmdastjóri Þjóðarflokksins og einn helsti hug- myndasmiður hans í kosningabarátt- unni, Johan Jakobsson, fékk vitn- eskju um þetta þegar 15. mars. En hann lét duga að banna Jodenius að nota lykilorðið og skipa honum að segja frá broti sínu opinberlega í fjölmiðlum til að málið færi ekki leynt. Jakobsson fylgdi málinu hins vegar ekki eftir. Hinn 24 ára gamli Jodenius lét nægja að tala við blaða- mann hjá götublaðinu Expressen og afhenda honum gögnin sem aflað hafði verið og lykilorðið umrædda. Blaðamaðurinn, Niklas Svensson, stóðst ekki mátið og nýtti sér þrisvar lykilorðið í skrifum sínum. Ritstjóri Expressen, Otto Sjöberg, hefur nú vikið Svensson úr starfi. „Við lítum þetta alvarlegum augum,“ sagði Sjö- berg. Svo getur farið að þeir sem brutust inn á vefinn hafni í fangelsi fyrir vikið, að sögn Per-Ole Träsk- man, prófessors í refsirétti við há- skólann í Lundi. Eitt af því sem eykur úlfúðina er að jafnaðarmenn segja sem svo að í nánu kosningabandalagi borgara- flokkanna sé líklegt að samstarfs- flokkar Þjóðarflokksins hafi líka fengið aðgang að umræddum upp- lýsingum um stjórnarflokkinn. Húsrannsókn á flokksskrifstofum Fjölmiðlafulltrúi Þjóðarflokksins, Niki Westerberg, er nú farin í leyfi og Johan Jakobsson sagði af sér á mánudag. Lögreglan hefur að sögn vefsíðu Svenska Dagbladet í gær yf- irheyrt Jodenius og gert húsrann- sókn á skrifstofu Þjóðarflokksins. En það hitnar undir þekktari mönn- um vegna málsins. Leijonborg hefur viðurkennt að hann hafi beðið í tvo daga áður en hann skýrði opinberlega frá því að Jakobsson hefði vitað um málið þeg- ar í mars. Hann segir nú að upplýs- ingarnar sem Jakobsson hafi veitt sér í fyrstu hafi verið óljósar. „Ég lagði áherslu á að fá heild- stæða mynd af málinu,“ sagði Leij- onborg í gær. Hann hefur einnig beðið andstæðingana um að gera ekki of mikið úr málinu, blása það ekki upp. Svenska Dagbladet spurði Maritu Ulvskog, framkvæmdastjóra Jafn- aðarmannaflokksins, hvað henni fyndist um þessi ummæli Leijon- borg. „Þetta er eins og nauðgari sem segir að fórnarlambið eigi sökina,“ svaraði Ulvskog. Þjóðarflokkurinn sænski í vanda Krafist afsagnar Lars Leijonborgs flokksleiðtoga í kjölfar njósnahneykslis Reuters Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins (Mod- eraterna), í Svíþjóð. Marita Ulvskog, fram- kvæmdastjóri sænska jafnaðarmannaflokksins. Göran Persson, forsætis- ráðherra og leiðtogi jafn- aðarmanna. »Fulltrúar á sænska þinginueru alls 349, þar af 144 jafn- aðarmenn, 55 eru í Hægri- flokknum (Moderaterna) og 48 í Þjóðarflokknum. » Jafnaðarmenn hafa oftastverið við stjórnvölinn. Borgaraflokkarnir mynduðu stjórn eftir kosningarnar 1976, 1979 og 1991. »Núverandi forsætisráð-herra, Göran Persson, er 57 ára gamall, hann tók við völd- um árið 1996. Í HNOTSKURN Viðurkenna stuld Lars Leijonborg (t.v.), leiðtogi sænska Þjóðarflokksins og Johan Jakobsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, svara spurningum á blaðamannafundi í Stokkhólmi á mánudag. Gerð hefur verið húsrannsókn á flokksskrifstofunni vegna njósnamálsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.