Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 11
FRÉTTIR
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
kynnti sér framkvæmdir við Kára-
hnjúkavirkjun og álver Alcoa á
Reyðarfirði í ferð austur á firði sem
stóð frá mánudegi fram á þriðju-
dagsmorgun. Með í för voru Inga
Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs,
Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri,
og Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
„Ég ákvað að þekkjast boð þess-
ara tveggja aðila [Alcoa og Lands-
virkjunar] um að skoða þessar
framkvæmdir. Þær eru langt komn-
ar og mér þótti ástæða til að sjá
það með eigin augum hvernig þetta
gengur. Ég fæ ekki betur séð en
þetta gangi mjög vel bæði við virkj-
unina og við álverið,“ segir Geir.
„Þessi uppbygging er stórkostleg,
og hefur haft mikil áhrif á þennan
landshluta, eins og var fyrirséð.“
Geir ítrekar að ekki komi til greina
að fresta eða hætta við að fylla lónið.
„Að tala um það núna að hætta við að
fylla lónið er ábyrgðarleysi. Lands-
virkjun er búin að skuldbinda sig til
að framleiða þarna raforku, og ef það
á að hætta við það, eins og Stein-
grímur J. Sigfússon hefur lagt til, og
skilja eftir stífluna sem minn-
ismerki um heimsku mannsins, er
hætt við að komi fram gríðarlegar
skaðabótakröfur. Ég met það svo að
það sé búið að svara þeim spurn-
ingum sem vöknuðu um jarðfræði
Kárahnjúkasvæðisins. Þessi stífla
verður eitt öruggasta mannvirki á
Íslandi.“
Forsætisráðherra skoðaði
bæði virkjun og álver
„Verður eitt
öruggasta mann-
virki á Íslandi“
Kynnisferð Andy Cameron, staðarstjóri Bechtel við byggingu álvers Alcoa
Fjarðaáls á Reyðarfirði, sýndi hópnum hvernig álverið rís.
SEXTÁN ára piltur hefur verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 26.
september og gert að sæta geðrann-
sókn vegna hnífstungumáls aðfara-
nótt sl. þriðjudags. Piltinum er gefið
að sök að hafa stungið 25 ára karl-
mann í bakið með hnífi en árásin var
tilefnislaus.
Kunningsskapur er með piltinum
og fórnarlambinu en atvikið átti sér
stað í Laugardal þar sem mennirnir
höfðu numið staðar stundarkorn eft-
ir ökuferð. Árásarmaðurinn hvarf
strax af vettvangi en sá sem fyrir
árásinni varð náði sjálfur að keyra á
slysadeild. Meiðsli hans reyndust
ekki eins alvarleg og leit út fyrir í
fyrstu.
Í kjölfarið var lögreglunni í
Reykjavík gert viðvart og hóf hún
þegar rannsókn málsins. Árásar-
maðurinn var handtekinn skömmu
síðar skammt frá heimili sínu.
Hann hefur gengist við verknaðin-
um en ekki er ljóst hvað honum gekk
til. Ekki er talið að hann hafi átt neitt
sökótt við fórnarlambið. Hnífurinn
sem ungi pilturinn beitti er í vörslu
lögreglunnar. Gæsluvarðhaldsúr-
skurðurinn hefur verið kærður til
Hæstaréttar og er niðurstöðu hans
að vænta innan skamms.
Gæsluvarð-
hald vegna
hnífstungu
MARGFALT dýrara er að leggja raf-
strengi í jörð en leggja háspennulín-
ur, auk þess sem tæknilegir örðug-
leikar eru á því að leggja rafstrengi í
jörð um lengri vegalengdir.
Þórður Guðmundsson, forstjóri
Landsnets, segir að fjárfestingar-
kostnaður sé margfaldur í strengjum
borinn saman við háspennulínur. Þró-
unin hafi verið sú í seinni tíð að leggja
jarðstrengi þegar um sé að ræða 60
kílóvolta strengi og þar undir í stað
þess að leggja línur. Tækni og verð sé
orðið viðráðanlegra en verið hafi og
einfaldara að plægja strengina niður.
Ef hins vegar um sé að ræða hærri
spennu eins og 130 eða 220 kílóvolt þá
sé orðið margfalt dýrara að leggja
strengi í jörð. Munurinn sé tífaldur
þegar um 400 kílóvolta streng er að
ræða.
Þórður segir að stofnkostnaðurinn
ráði mestu í þessum efnum.
Jarðstreng-
ir dýrari
♦♦♦
iðunn
tískuverslun
Kringlunni, s. 588 1680 • Laugavegi 40, s. 561 1690
Ný sending af
gallabuxum
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Námskeið fyrir börn.
Taltímar.
Einkatímar.
Kennum í fyrirtækjum.
Frönskunámskeið
hefjast 18. september
Innritun til 16. september
Tryggvagötu 8,
101 Reykjavík, fax 562 3820.
Veffang: www.af.is
Netfang: alliance@af.is
Upplýsingar
í síma 552 3870
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
EL
3
40
69
0
9/
20
06
Kvenleg
Glæsilegur fatnaður
við öll tækifæri.
Kringlunni · sími 568 4900
www.kello.is