Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 13 ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is STAÐAN í breskum stjórnmálum nú um stundir minnir að mörgu leyti á það er samverkamenn Margrétar Thatcher í Íhaldsflokknum komu henni frá völdum haustið 1990 eftir ellefu ár á valdastóli. Á bakvið luktar dyr ráða menn nú ráðum sínum og í hverju skúmaskoti ræða menn fram- tíð Tonys Blair, leiðtoga Verka- mannaflokksins. Virðist allsendis óvíst hvort hann endist til áramóta sem forsætisráðherra í Bretlandi. Þrýstingurinn á Blair jókst til muna í gær en þá sögðu nokkrir und- irmenn í ríkisstjórn hans af sér og gagnrýndu þeir Blair fyrir að tregð- ast við að eyða óvissunni og tilkynna nákvæmlega um það hvenær hann hyggist víkja sem forsætisráðherra. Alls sögðu sjö af sér, þar af einn undirráðherra í varnarmálaráðu- neytinu, Tom Watson, en hann hefur hingað til verið álitinn dyggur stuðn- ingsmaður Blairs. Watson var hins vegar í hópi sautján þingmanna Verkamannaflokksins sem skrifuðu undir bréf til Blairs, sem lekið var í fjölmiðla, þar sem hann var hvattur til að víkja og sagði þar að það væri hvorki í þágu flokks né þjóðar að hann sæti lengur í embætti. Verkamannaflokkurinn hefur sem kunnugt er átt undir högg að sækja upp á síðkastið í skoðanakönnunum og margir þingmenn hans óttast nú, að með Blair í brúnni muni ekki tak- ast að snúa blaðinu við. „Sviksamlegt“ og „dónalegt“ Blair brást við afsögn Watsons í gær og kvaðst hafa ætlað að reka hann úr stjórn sinni hvort eð var fyr- ir að hafa undirritað áðurnefnt bréf. „Eitt er ef hann hefði komið á minn fund og lýst skoðunum sínum varð- andi forystu flokksins,“ sagði Blair. „En að undirrita fjöldabréf sem síð- an var lekið í fjölmiðla var sviksam- legt, dónalegt og rangt.“ Fyrr í gær hafði The Sun greint frá því að Blair myndi víkja sem leið- togi Verkamannaflokksins 31. maí á næsta ári og síðan sem forsætisráð- herra átta vikum síðar, þegar flokk- urinn hefði valið sér nýjan leiðtoga. Talsmenn Blairs segja þessar dag- setningar úr lausu lofti gripnar en fréttaskýrendur segja þær rökréttar getgátur, sé það rétt sem banda- menn Blairs hafa sagt opinberlega að undanförnu, að hann hafi ekki í hyggju að vera enn við stjórnvölinn um þetta leyti á næsta ári. Segja má að Blair hafi verið til- neyddur að senda sína menn út á ak- urinn, til að flytja þessi tíðindi. Bresk blöð segja hins vegar að Gord- on Brown fjármálaráðherra og bandamenn hans vilji ekki láta sér þetta nægja. Krefjast þeir þess, að Blair gangi lengra og nefni tiltekna dagsetningu, sem fyrr segir. Hann þurfi að fara sem fyrst, en í öllu falli verði dagsetningin að liggja fyrir; hugsanlega á ársfundi Verkamanna- flokksins eftir þrjár vikur. Brown enn líklegastur Brown hefur verið álitinn augljós eftirmaður Blairs. Ýmsir banda- menn Blairs mega ekki heyra á þetta minnst og ljóst er að ólíkar fylkingar berjast nú á bakvið tjöldin. Blair reyndi í gær að þjappa mönnum saman, og tryggja eigin stöðu, með því að minna á að það hefði þjakað Verkamannaflokkinn á árum áður, að þar var hver höndin uppi á móti annarri. En það er til marks um veika stöðu Blairs, að ekki er víst að ákall hans verði til að tryggja, að hann fái ráðið því sjálfur hvenær hann víkur sem forsætisráðherra. Farið að hitna verulega undir Blair í Bretlandi Sjö þingmenn segja af sér áhrifastöðum Reuters Á útleið? Hart er sótt að Tony Blair í eigin flokki, en mörgum þykir kominn tími til að hann nefni hvaða dag hann hyggist hætta sem forsætisráðherra. »Tony Blair hefur verið leið-togi breska Verkamanna- flokksins frá árinu 1994 og for- sætisráðherra frá 1. maí 1997. »Undir stjórn Blairs hefurVerkamannaflokkurinn unnið þrennar þingkosningar í röð, 1997, 2001 og 2005. »Eitt af helstu afrekumBlairs í embætti er að hafa stuðlað að friðarsamkomulagi á Norður-Írlandi 1998. En hans verður þó sennilega alltaf minnst fyrir stuðning sinn við umdeilda innrás Bandaríkjanna í Írak 2003. Í HNOTSKURN Jóhannesarborg. AFP. | Ríflega áttatíu vísindamenn hafa ritað Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, bréf þar sem hann er hvattur til að reka heilbrigðisráð- herra sinn, Manto Tshabalala-Msim- ang. Í bréfinu segja vísindamennirnir að heilbrigðisráð- herrann suður- afríski hafi í bar- áttunni gegn út- breiðslu alnæmis, AIDS, beitt sér fyrir „siðlausri og gagnslausri“ stefnu sem setji líf fólks í voða. Segja bréfritarar að Tshabalala- Msimang verði að víkja strax og stjórnvöld að hverfa af „hörmulegri braut gervivísinda“ sem einkennt hafi baráttu þeirra gegn AIDS; en Tshabalala-Msimang hefur m.a. haldið á lofti mikilvægi þess að borða kartöflur og nota mikið af ólífuolíu. 5,5 milljónir manna eru smitaðar af HIV-veirunni í Suður-Afríku en stjórnvöld hafa lengi verið sökuð um sinnuleysi vegna vandans og í síðasta mánuði sakaði Stephen Lewis, sér- legur sendimaður SÞ vegna AIDS í Afríku, ráðamenn í Pretoríu um að hafa sýnt „heimsku, seinlæti og kæruleysi“ með tregðu sinni til að dreifa AIDS-lyfjum til þurfandi. Sagði hann stefnu stjórnvalda minna meira á málflutning „brjálaðra öfga- manna“ heldur en ríkisvalds, sem umhugað væri um þegna sína. Vilja að Mbeki snúi við blaðinu Hvattur til að reka heilbrigðisráðherrann Thabo Mbeki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.