Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 29

Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 29 UNDANFARIÐ hefur verið fjallað um að margir þeirra sem feng- ið hafa vaxtabætur missa þær í ár. Eins og flestir vita er ákveðið hámark á vaxtabótum, þannig að þeir sem eiga mikið í húsnæði sínu, þ.e. skulda lítið, geta verið fyrir neðan þau viðmið sem ákvarða hvort vaxtabætur fáist. Með hækkun fasteignaverðs hefur eignahlutfall fólks aukist í húsnæði sínu samkvæmt fast- eignamati og því hefur þeim fjölgað sem fallið hafa utan viðmið- unarmarka, sem áður voru innan þeirra. Þetta finnst sumum afleitt og telja að ríkið skuldi þessu fólki bætur. Heyrst hafa þær raddir að ríkið eigi að greiða dráttarvexti fyrir að hafa ekki staðið sig nógu vel í að rétta hlut þeirra sem voru óheppnir með und- anfarna þróun fasteignaverðs. Vilja þessir aðilar auka vaxtabætur á nýj- an leik með hækkun viðmið- unarmarka. Þessa umræðu þarf hins vegar að skoða í víðara samhengi. Auðvelt aðgengi lánsfjár Aukið aðgengi að lánsfé á betri kjörum er meginástæða þess að fast- eignaverð hefur hækkað eins mikið og raun ber vitni undanfarin ár. Þetta kallast á ensku „easy money“ og er ein helsta skýring á myndun fjár- málabóla, hvort sem um er að ræða verðbréf eða fasteignir. Lánakjörin eru reyndar svo hagstæð að miðað við íslenskan markað eru þau beint og óbeint niðurgreidd. Það má því segja að með hækkuðum lánshlutföllum, úr 65% í 90%, hafi þá þegar verið aukin niðurgreiðsla á húsnæðislánum, ekki í formi vaxtabóta heldur aukið að- gengi að niðurgreiddum lánum. Margir nýttu sér þessa þróun til hins ýtrasta. Nið- urgreiðslur á yfirdrátt- arlánum jukust afar mikið samhliða aukn- um lánshlutföllum. Fólk tók einfaldlega húsnæðislán til að greiða niður yfirdrátt sinn (það leið reyndar ekki nema um ár þang- að til að yfirdrátt- arskuldir landans urðu jafnmiklar og áður) og fjármögnuðu þannig neyslu á betri láns- kjörum en áður með því að veðsetja hús sín í meira mæli. Þeir sem voru í húsnæðishugleið- ingum áttu skyndilega auðveldari að- gang að fjármagni og því skipti verð á húsnæði minna máli, því hægt var að dreifa afborgunum yfir lengra tíma- bil. Kaup á margskonar neysluvör- um, t.a.m. jeppum, jukust í framhaldi af auknu aðgengi að ódýru (og nið- urgreiddu) lánsfé. Má því segja að þeir sem hafi ekki ákveðið að taka þátt í þessum darrað- ardansi hafi með aðgerðarleysi sínu að vissu leyti tapað. Þeir ein- staklingar urðu ekki aðeins af nið- urgreiddu lánsfé, þeir greiða nú með sköttum sínum frekari vaxtabætur til handa þeim sem voru duglegastir að taka lán í skjóli húsnæðiskaupa. Sá hópur sem sýndi skynsemi (eða er það óskynsemi í núverandi stöðu?), með því að lágmarka skuldir í stað þess að keppast við að skuldsetja sig allt að 100% af kaupverði húsnæðis, lendir m.ö.o. í þeirri stöðu að fjár- magna að hluta til skuldasöfnun hinna. Jeppinn í flotta húsinu Það væri áhugavert að gera könn- un á því hversu margir séu virkilega fylgjandi vaxtabótastefnu sem stöð- ugt gerir skuldasöfnun eftirsókn- arverðari. Spurningin gæti verið eitt- hvað á þessa leið: Ert þú reiðubúin(n) til að fjár- magna kaup á jeppa nágranna þíns? Sjálfsagt myndu fæstir svara þessu játandi, jafnvel þeir sem nú þiggja vaxtabætur. Þó er þetta einmitt það sem vaxtabótakerfið hefur und- anfarið stuðlað að. Önnur spurning gæti verið hvort fólk kjósi að kynda undir enn frekari verðbólgu; myndu margir svara því játandi? Auknar vaxtabætur gera einmitt slíkt sem er óneitanlega í andstöðu við sífellt hækkandi vaxtastig. Forvitnilegt væri að heyra álit alþjóðlegra sér- fræðinga hjá lánshæfisfyrirtækjum um þessa þróun; tæplegast eykur hún líkur á styrkingu á lánshæfismati ríkis (sem lækkar vaxtastig fyrir okk- ur öll til lengri tíma) sem boðar að- hald í einu orðinu en hvetur til skuld- setningar í hinu. Hvað er til ráða? Spyrja má hvort vaxtabótakerfið sé ekki barn síns tíma sem nú er lið- inn, sérstaklega í ljósi þess að flest- allir geta nú þegar fengið stærstan hluta húsnæðislána á vildarkjörum. Hugsanleg ástæða langlífis vaxtabóta er líklega vegna þess að flestir hugsa ekki um að vaxtabætur fara úr sam- eiginlegum sjóði okkar allra (peninga sem mætti nota í annað), þær hvetja til skuldasöfnunar en refsa fyrir sparnað og stuðla að aukinni verð- bólgu. Réttast væri því að afnema vaxtabætur í áföngum (sem und- anfarnar hækkanir fasteignaverðs stefndu óbeint að) og hækka skatt- leysismörk. Hækkun skattleys- ismarka myndi t.a.m. hjálpa mest þeim sem nú eru að koma undir sig fótunum, þ.e. ungu fólki. Slíkt væri hvatning til vinnu en ekki aukinna lántakna. Hafi einstaklingar áhuga á því að kaupa dýrara húsnæði með þeim aukapeningi sem fæst með hækkun skattleysismarka er það þeirra val. Þeir sem kjósa að verja hamingju sinni minna í steypu þurfa hins vegar ekki að fjármagna jeppa- kaup nágranna síns. Vilt þú borga jeppa nágranna þíns? Már Wolfgang Mixa fjallar um áhrif af auðveldara aðgengi almennings að lánsfé » Spyrja má hvortvaxtabótakerfið sé ekki barn síns tíma sem nú er liðinn, sérstaklega í ljósi þess að flestallir geta nú þegar fengið stærstan hluta húsnæð- islána á vildarkjörum. Már Wolfgang Mixa Höfundur er fjármálafræðingur. UMRÆÐA um mat- vælaverð hefur verið fyrirferðarmikil í fjöl- miðlum í sumar. Eng- inn deilir um að mat- arreikningur Íslendinga er hár mið- að við nágrannaþjóðir okkar og löngu er orðið tímabært að gera rót- tækar úrbætur á því sviði. Einhverra hluta vegna hafa spjótin æ ofan í æ borist að ís- lenskum bændum, rétt eins og þeir einir beri ábyrgð á háu matarverði. Það er mikill misskiln- ingur. Samfylkingin hefur um langt skeið verið í fararbroddi í umræðu um aðgerðir til að lækka matarverð, hvort heldur er í samanburði á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar eða Íslands og annarra landa. Til að ná því markmiði höfum við jafn- aðarmenn lagt til áfangaskipta lækkun/afnám vörugjalda og toll- verndar svo og lækkun á virð- isaukaskatti af matvælum. Hvað fær blessaður bóndinn? Við þessa umræðu vaknaði áhugi minn á að vita hversu hátt hlutfall útsöluverðs lambakjöts fer til bónd- ans. Niðurstaða athugana minna kom mér vægast sagt á óvart. Mun- urinn á kílóverði til bóndans og til neytenda út úr verslun er æpandi. Bóndinn, sem framleiðir heimsins besta lambakjöt, fékk aðeins kr. 310 fyrir hvert kg í fyrra, eða um 4.700 kr. fyrir 15 kg þungan skrokk! Ég trúði vart viðmælanda mínum og leitaði því frekari upplýsinga. Þær staðfestu þennan veruleika. Ég er mér fyllilega meðvitandi um beingreiðslur ríkisins til bænda. Út- reikningur á þeim er of flókinn fyrir stutta blaðagrein sem þessa. Eftir stendur að ef heildarþunga dilka- kjöts á síðasta ári er deilt í stuðninginn kemur í ljós að bein- greiðslur nema u.þ.b. 275 kr. á hvert kg. Ef horft er til allrar kindakjötsframleiðslu síðasta árs verða þetta um 247 kr. á hvert kg. Hvað kostar lamba- kjötið út úr búð? Ég kannaði verð á lambakjöti í verslun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var niðurstaðan: Ófrosið og nið- ursagað kjöt: Lambaframhryggjarsneiðar kr. 1.698 kg x 2,8 kg = 4.755 kr. Súpukjötsbitar kr. 898 kg x ca. 2,8 kg = 2.515 kr Kótilettur kr. 1.798 kg x ca. 2.5 kg = 4.495 kr. Lærissneiðar kr. 1.898 kg x ca. 5,9 kg = 11.198 kr. Slög o.fl. 1 kg = verðlaust. Þessi litla skyndikönnun leiddi sem sagt í ljós að 15 kg lambs- skrokkur, sem bóndinn fékk 4.700 kr. fyrir, kostar ófrosinn og nið- ursagaður út úr búð rétt um 23 þús- und krónur! Verðgildi skrokksins hefur sem sagt aukist um rúmar 18 þúsund kr. eða rúmlega 400% frá haga til maga. Bóndinn fær 20% út- söluverðsins! Rétt er að geta þess að bóndinn fær lítið sem ekkert fyrir gæru, inn- mat og haus eða kannski u.þ.b. 500 kr. í fyrra, en þessar greiðslur munu falla niður á móti flutningskostnaði í haust, að minnsta kosti hjá nokkrum sláturleyfishöfum samkvæmt frétt- um. Það þarf ekki hálærða reikni- meistara til að finna það út að sauð- fjárræktun er ekki sá ábatasami at- vinnuvegur sem ætla mætti af umræðunni. Bóndi, sem leggur inn 300 lömb að hausti eða u.þ.b. 4.500 kg af kjöti, fær samkvæmt þessu 1,4 milljónir fyrir innleggið og hugs- anlega 1,2 milljónir í beingreiðslur frá ríkinu. Alls eru þetta um 2,6 milljónir í heildartekjur. Þessar tekjur þurfa að nægja bóndanum og fjölskyldu hans til lífs- viðurværis, rekstrar og viðhalds húsakosts og tækja. Hljómar þetta freistandi? Vill einhver taka yfir slíkan rekstur? Halda menn að þetta sé ábatasamt? Á meðan bóndinn fær 2,6 milljónir kr. í sinn hlut að beingreiðslunum meðtöldum kostar sama magn af kjöti 6,9 milljónir kr. út úr búð miðað við framangreinda skiptingu í kjöt- flokka. Ríkið tekur til sín um 850 þúsund kr. í virðisaukaskatt af út- söluverðinu eða sem nemur um 70% af beingreiðslunum. Hver ber ábyrgð á háu verði? Vissulega er matarverð hátt hjá okkur, en þetta litla dæmi sannar að ekki er við blessaðan bóndann að sakast. Kaup hans er smánarlegt. Við stöndum í raun og veru í mikilli þakkarskuld við íslenska sauð- fjárbændur fyrir að búa til heimsins besta lambakjöt, og taka sama og ekkert fyrir það, ef svo má að orði komast. Þess vegna spyr ég: Hver fær mismuninn og hver getur og vill svara því? Hver fær mismuninn? Kristján L. Möller skrifar um matvælaverð » Verðgildi skrokks-ins hefur sem sagt aukist um rúmar 18 þúsund kr. eða rúmlega 400% frá haga til maga. Bóndinn fær 20% út- söluverðsins! Kristján L. Möller Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. STEFÁN Ólafsson skrifaði um skattamál skömmu fyrir kosningar og þó að óhætt sé að fullyrða að berstrípaður sannleikurinn í því máli hafi aldrei stigið fram í dags- ljósið, þá er það hneisa að einhverjir samstarfsmenn hans skuli hafa nuddað í rektor vegna þeirra skrifa. Læknar í opinberri þjónustu þora ekki fyrir sitt litla líf að setja fram skoðanir sínar af ótta við að lenda í ónáð hjá framkvæmdastjór- um spítalanna. Til hvers erum við að kosta gáfuð ungmenni til lang- skólanáms ef misvitur möppudýrin eiga að ráða framvindu vísindanna á Íslandi? Jarðfræðingar skrifa um sprung- ur í berglögunum en þau skrif eru kölluð trúnaðarmál og stungið und- ir stól. Hafa Íslendingar ekkert lært af réttarhöldunum yfir Galil- eó? Davíð Oddsson spjallar um þjóð- málin og vinstri öfgamennirnir missa múlann fram af sér. Lang- samlega gáfaðasti stjórn- málamaður Íslendinga síðan Jón forseti var á dögum skýrir sam- hengi hlutanna og samstundis er allt í hers höndum. Við skulum allir sem einn leggj- ast gegn þessari andhælislegu þöggunarstefnu. Leyfum fólkinu að tala. Það er kallað málfrelsi. Ég vil að félagsfræðingar tali sem allra mest um skatta, læknar um lækna- vísindi, jarðfræðingar um sprungur og Davíð Oddsson um allt milli him- ins og jarðar. Baldur Hermannsson Mega mennirnir ekki tala? Höfundur er eðlisfræðingur. UM LANGA hríð hefur það verið eitt af baráttumálum Félags ís- lenskra stórkaupmanna að ráða nið- urlögum vörugjalda, sem eru eins og kunn- ugt er einn ósann- gjarnasti skattur sem þekkist. Hann er lagð- ur tilviljunarkennt á ýmsa vöruflokka, m.a. ýmsar vörur sem eru reglulega á inn- kaupalista heimilanna, svo sem matvörur, rafmagnsvörur og byggingarvörur. Inn- heimta vörugjalda er dæmi um ógagnsæja skattheimtu, þar sem skatturinn er alger- lega falinn fyrir neyt- endum og kemur ein- göngu fram við tollafgreiðslu eða þeg- ar hann er greiddur af innlendum framleið- endum þessara vara. Vörugjöldin eru því dæmi um gamla þaul- sætna drauga sem enn eru á sveimi í skatt- kerfinu og afar erf- iðlega hefur gengið að kveða niður. Það hefur hins vegar gengið vel í öðrum löndum, enda er búið að ráða niðurlögum þessa skatts víðast hvar í nágrannalönd- um okkar. Vegna þess hve vörugjöldin eru lögð tilviljanakennt á hina ýmsu vöruflokka verður fáránleikinn í skattheimtunni alger. Margnefnt dæmi er munurinn á skattlagningu brauðrista og samlokugrilla. Brauð- ristar eru bæði án vörugjalda og tolls á meðan samlokugrill bera 7,5% toll og þar að auki 20% vöru- gjald. Mörg fleiri dæmi í þessa veru mætti nefna. Það getur varla hafa verið ætlun löggjafans að ákveða hvort fólk ristar brauðin sín í lóð- réttri eða láréttri stöðu. Eða hvað? Ef haft er í huga hversu illa hefur gengið að sannfæra stjórnvöld um nauðsyn þess að af- nema þennan skatt, væri hægt að ímynda sér að hér væri eitt dæmið um þá áráttu stjórnvalda að stýra innkaupum fólks í gegn um skattkerfið. Í gegn um tíðina hafa for- svarsmenn FÍS oft fengið loforð frá stjórn- völdum um að nú yrði tekið til í vörugjalds- frumskóginum. Nú mörg undanfarin ár hafa efndirnar hins vegar engar orðið. Skýringarnar hafa ým- ist verið þær að afkoma ríkissjóðs sé með þeim hætti að hún leyfi ekki slíkt tekjutap, eða að þenslan í þjóðfélaginu sé of mikil til að afnám vörugjalda sé vogandi. Stjórnvöld hljóta að gera sér grein fyrir því að það mun varla gef- ast betra tækifæri til að afnema vörugjöld en nú, enda staða rík- issjóðs með þeim hætti að afkomu hans yrði ekki stefnt í voða þótt þetta mikilvæga skref yrði stigið. Hitt er víst að aðildarfyrirtæki FÍS sætta sig ekki lengur við vanefndir stjórnvalda í þessu efni. Burt með vörugjöldin Andrés Magnússon skrifar um vörugjöld Andrés Magnússon » Innheimtavörugjalda er dæmi um ógagnsæja skattheimtu, þar sem skatt- urinn er alger- lega falinn fyrir neytendum. Höfundur er framkvæmdastjóri FÍS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.