Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 18

Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 18
daglegtlíf Hörð vísindi liggja að baki al- vöru bolla af espresso-kaffi, enda tileinka Ítalir heila stofnun fræðunum. » 20 matur Skíðaíþróttin er vinsæl vetrar- íþrótt og margir bregða sér út fyrir landsteinana á veturna til að bruna niður brekkurnar. » 22 ferðalög Það getur borgað sig að vera vel vakandi fyrir góðum til- boðum þegar helgarinnkaupin eru gerð. » 24 neytendur Smærri viðkomustaðir eru oft í meira uppáhaldi hjá Ian Watson en stórborgirnar með sínum ys og þys. » 22 daglegt Litlir kassar á lækjarbakka,búnir til úr dinga-lingaenda eru þeir allir eins“er það fyrsta sem blaða- manni dettur í hug þegar hann keyrir um þrettánkranahverfið en svo kallast Norðlingaholtið í Reykjavík um þessar mundir enda skaga byggingakranar þar upp úr öllu eins og gíraffar á grassléttu. Þegar blaðamaður er á ferð eru allir vinnuskúrarnir fullir af smið- um og kranamönnum í morgun- kaffi. Í einum skúrnum situr Þor- grímur Hákonarson með svart kaffi í bolla og maular á kexköku, hann er verkstjóri yfir byggingu iðn- aðarhúsnæðis í holtinu og er yfir átta mönnum að staðaldri, fleirum þegar meira liggur við. „Ég held ut- an um hlutina; fer yfir teikningar, segi mönnunum til og held verkinu gangandi,“ segir Þorgrímur að- spurður út í sitt hlutverk. „Við byrj- uðum á verkinu fyrir um þremur mánuðum og eigum eftir um hálfan mánuð en þá erum við búnir að steypa húsið upp og aðrir taka við að klæða það og innrétta en við færum okkur í annað verkefni. Við erum svokallaður mótahópur, setj- um upp mótin og steypum.“ Það er bara fyrir sönn hraust- menni að vera í byggingarvinnu því vinnudagurinn er langur og strang- ur. „Vinnan byrjar klukkan átta að morgni og er oft til klukkan átta að kvöldi og yfirleitt er unnið á laug- ardögum,“ segir Þorgrímur, fær sér kaffisopa og lítur út um gluggann. Á löngum vinnudögum er alltaf gott að taka kaffipásu og þeir fá þrjár slíkar hálftímapásur yfir dag- inn. Þorgrímur tekur yfirleitt með sér nesti í vinnuna og þennan dag- inn er hann með smurðar samlokur og kexpakka. Aðspurður hvort hann smyrji samlokurnar sjálfur segist hann yfirleitt gera það en konan hans smyrji nú líka stundum fyrir hann. Honum finnst þetta ágætlega öflugur matur fyrir svona kröfuharða vinnu en annað slagið fer hann og kaupir sér heitan mat í hádeginu til tilbreytingar. Blaðamaður tekur eftir því að það eru engir kaffibrúsar á borðum í vinnuskúrnum og spyr hvort kaffi- brúsakarlarnir séu liðnir undir lok. „Það held ég,“ segir Þorgrímur og hlær. „Við erum hér í skúrnum með fína sjálfvirka kaffikönnu sem hell- ir uppá fyrir okkur svo við þurfum ekki að koma með kaffi að heiman.“ Auk kaffiskúrsins eru þeir með verkfæraskúr, fataskúr, salern- isskúr og skrifstofuskúr. Vert þykir blaðamanni að spyrja Þorgrím hvernig honum finnist vinnan sín. „Þetta er skemmtilegt starf, fjölbreytt og krefjandi eins og ég vil hafa það og svo umgengst maður mikið af fólki og er alltaf að kynnast nýjum og nýjum mann- skap.“ Spurður hvort hann hafi unnið við byggingarvinnu í mörg ár svarar hann hógvær: „Já, ætli ég hafi ekki fæðst með hamarinn í hendinni, sonur smiðs og tveir bræður mínir smiðir,“ segir Þor- grímur og stendur upp enda kaffi- tíminn liðinn og tími til kominn að hefjast handa að nýju við að reisa litla kassa. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Nesti Þorgrímur tekur yfirleitt með sér smurðar samlokur í vinnuna. Morgunblaðið/Eyþór Smiður Þorgrímur er sonur smiðs og tveir bræður hans eru smiðir. Þrettánkranahverfið Byggingakranar tróna víða í Norðlingaholtinu. „HANN var rosalega hissa og hélt að þetta væri símaat og skildi ekkert í þessu,“ segir Sæ- rún Sigurpálsdóttir níu ára, um frænda sinn Sigurð Baldursson, þegar hann fékk símhring- ingu þar sem honum var tilkynnt að hann hefði unnið fyrstu verðlaun í getraun Ljós- myndasafns Reykjavíkur, en Særún hafði sent inn svörin í hans nafni, án hans vitundar. „Sig- urður er bróðir hennar mömmu og hann fékk flotta stafræna myndavél í verðlaun. Við pabbi ætluðum að segja honum að við hefðum sett nafnið hans á eitt svarblaðið, en við gleymdum því alveg. Þess vegna kom þetta svona á óvart.“ Særún segir að hún og pabbi hennar hafi svarað getrauninni í fjórum eintökum. „Þegar við vorum búin að merkja eitt þeirra með mínu nafni, annað með pabba nafni og það þriðja með mömmu nafni, þá vissum við ekkert hvaða nafn við ættum að setja á það fjórða en þá datt mér bara í hug að merkja það með nafni frænda míns. Við erum búin að taka myndir á nýju mynda- vélina sem er mjög flott og af því að frændi minn á ekki tölvu, þá setjum við myndirnar í tölvuna heima hjá mér og skoðum þær saman þar,“ segir Særún sem fékk ljósmyndabók frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir framtakið. Sendi svör í nafni frænda Ánægja Sigurður og Særún alsæl saman með verðlaunamyndavélina góðu. Fæddist með hamar í hendi |fimmtudagur|7. 9. 2006| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.