Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 35
Atvinnuauglýsingar
Félagsstofnun stúdenta
á og rekur átta
kaffistofur á
háskólasvæ›inu.
Kaffistofur stúdenta eru
í A›albyggingu,
Árnagar›i, Eirbergi,
Háskólabíói, Lögbergi,
Læknagar›i, Odda og
Öskju.
Félagsstofnun stúdenta er
sjálfseignarstofnun me›
sjálfstæ›a fjárhagsábyrg›.
A› henni standa stúdentar
innan Háskóla Íslands, HÍ
og menntamálará›uneyt-
i›. Auk Kaffistofa stúdenta
rekur FS Bóksölu stúdenta,
Leikskóla stúdenta,
Stúdentagar›a og
Stúdentami›lun.
Starfsfólk FS er um 100
talsins.
Kaffistofur stúdenta leita a› fljónustulundu›um einstaklingum
til a› taka a› sér afleysingar. Vi›komandi ver›ur hluti af hópi
kvenna á besta aldri. Í bo›i er lifandi umhverfi og flægilegur
vinnutími.
Áhugasamir hafi samband vi› Stúdentami›lun FS í s: 570 0888
Ertu á besta
aldri?
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja
í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkur-
borgar: www.reykjavik.is/storf
4 11 11 11, símaver Reykjavíkurborgar, þar færð þú allar upplýs-
ingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá
starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Menntasvið
Eftirfarandi stöður grunnskólakennara eru lausar við
skólann næsta skólaár.
• Norskukennari í tungumálaver.
• Grunnskólakennari til að annast fatlaðan dreng
í 75% stöðu.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri í síma 588 7500.
Umsóknir sendist til skólastjóra.
Laun eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar við
viðkomandi stéttarfélög.
Laugalækjarskóli v/Laugalæk
Raðauglýsingar 569 1100
Hauki. Hann var sérstaklega
skemmtilegur í frásögn og var þá
jafnan stutt í húmorinn.
Bókmenntum og listum unni
Haukur og bar einkar gott skyn á
myndlist.
Haukur var heilsteyptur dreng-
skaparmaður með ríka réttlætis-
kennd, hæglátur að eðlisfari, fram-
koman prúðmannleg og viðmótið
hlýtt.
Við minnumst þess hversu mikil
tilhlökkun dætra okkar var ávallt
að hitta Hauk og Ásdísi þegar far-
ið var í sumarbústaðinn. Þar vissu
þær að alltaf yrði tekið vel á móti
þeim og þeim yrði örugglega boðið
upp á eitthvert góðgæti.
Þau Ásdís og Haukur voru ein-
staklega samhent í öllu því sem
þau tóku sér fyrir hendur. Hún bjó
manni sínum fallegt heimili að Mó-
gilsá í Esjuhlíðum, sem prýtt er
mörgum af perlum íslenskrar
myndlistar, en foreldrar Hauks,
þau Grete og Ragnar Ásgeirsson,
áttu mikið safn málverka eftir
gömlu meistarana, einkum Jó-
hannes Kjarval. Það var alltaf
notalegt að heimsækja þau Hauk
og Ásdísi og njóta gestrisni þeirra,
hvort heldur sem var að Mógilsá
eða Hreðavatni. Þau voru sann-
kallaðir höfðingjar heim að sækja.
Þyngstur harmur er kveðinn að
Ásdísi og börnum Hauks, þeim
Brynjulv og Anne Kristin, svo og
sonardóttur hans, Marie. And-
spænis dauðanum mega orð sín lít-
ils, en þó er huggun harmi gegn að
minningin um góðan dreng mun
lifa. Þannig mun Haukur Ragn-
arsson lifa í minningu ástvina
sinna, þótt hann hverfi nú sjónum
okkar. Blessuð sé minning hans.
Anna og Jón Ingvarsson.
Látinn er eftir stutta sjúkdóms-
legu Haukur Ragnarsson skóg-
fræðingur. Haukur var einn af
brautryðjendum skógræktar hér á
landi. Skipulögð skógrækt hófst
um aldamótin 1900 að frumkvæði
erlendra aðila, en fyrsti íslenski
skógræktarstjórinn, Hákon
Bjarnason tók til starfa árið 1935.
Haukur var einn þeirra fyrstu sem
öfluðu sér háskólamenntunar í
skógfræði í kjölfarið. Að loknu
námi og starfi við skógfræðideild
norska landbúnaðarháskólans að
Ási hóf Haukur störf hjá Skóg-
rækt ríkisins þar sem hann starf-
aði síðan alla sína starfsævi. Þar
fékkst hann við margvísleg störf
við krefjandi viðfangsefni, að
rækta skóg í skógalausu landi,
gjarna í ýmiss konar andstreymi.
Haukur átti langan og farsælan
feril sem skógfræðingur. Nokkur
atriði ber þó hæst, sem höfðu af-
gerandi áhrif á skógræktarstarfið í
landinu.
Árið 1963 var frægt vorhret í
landinu sem drap mikið af trjá-
gróðri um sunnan og vestanvert
landið. Þá um haustið tók Haukur
sér fyrir hendur ferð til Alaska að
safna heppilegri efnivið til rækt-
unar, sem væri betur aðlagaður
vorhretum. Afrakstur þess leið-
angurs varð góður, svo góður að
meginþorri allrar alaskaaspar sem
nú er ræktuð í landinu er vaxinn
upp af efninu sem Haukur kom
með. Þekkja allir ræktunarmenn
kvæmanúmerin C og síðan ein-
hverja hinna ótal klóna svo sem
Keisara, Sölku og Súlu. Einn klón-
inn heitir einmitt Haukur. Einnig
kom hann með ýmsar víðitegundir
eftir þennan leiðangur, sem mikið
eru notaðar.
Haukur átti mikinn þátt í stofn-
un Rannsóknastöðvarinnar á Mó-
gilsá og varð fyrsti forstöðumaður
hennar en stöðin var vígð árið
1967. Stofnun Mógilsár er án efa
einn mikilvægasti atburðurinn í
skógræktarsögu okkar en þar hef-
ur byggst upp grundvallarþekking
sem skógræktarstarfið byggist á.
Stöðin var stofnuð með stuðningi
frá norska ríkinu, með fjármunum
úr svokallaðri Þjóðargjöf Norð-
manna. Þar skipti miklu að Hauk-
ur hafði góð tengsl til Noregs,
enda menntaður þar og vel að sér í
norskum málefnum. Haukur var
síðan lengstum formaður norsku
þjóðargjafarinnar, sem styður
margvísleg samskipti landanna,
meðal annars hinar vinsælu skipti-
ferðir skógræktarfólks.
Undir stjórn Hauks þróaðist öfl-
ugt og fjölbreytt starf á Mógilsá,
sem í dag er kjölfesta í allri fag-
legri umfjöllun um skógræktar-
mál. Má nefna til sögunnar eitt
rannsóknaverkefni öðrum fremur.
Haukur hófst handa við greiningu
á skógræktarskilyrðum í landinu,
þar sem hann kannaði samspil ým-
issa veðurþátta og trjátegunda.
Þar var landinu í fyrsta skipti
skipt upp í einingar eftir skilyrð-
um til skógræktar og reynt að
skilja hvaða þættir hafa svæðis-
bundin áhrif á vöxt trjágróðurs.
Þegar Haukur lét af störfum
sem forstöðumaður á Mógilsá
réðst hann sem skógarvörður á
Vesturlandi vestan Hvítár og Vest-
fjörðum. Þar lágu okkar leiðir
saman, þegar ég hóf sumarstörf
undir hans stjórn í Norðtungu-
skógi sumarið 1982.
Skógarvarðarstarfinu fylgdu
hefðbundin embættisstörf, enda
skóglendi stofnunarinnar mörg á
svæðinu. Held ég þó að hæst beri
þar hið mikla átak við friðun Ys-
tutungu svæðisins í Stafholtstung-
um í Borgarfirði, um 3000 hektara
svæði sem að miklu leyti er birki
vaxið.
Á skógarvarðarárunum tók hann
að sér ritstjórn handbókar í skóg-
rækt sem kom út undir nafninu
Skógræktarbókin hjá Skógræktar-
félagi Íslands. Að henni komu
margir kollegar hans, en bókin
hefur um árabil verið mikilvæg-
asta leiðbeiningabók almennings í
skógrækt og einnig mikið notuð
kennslubók.
Haukur var mikill fagurkeri og
smekkmaður, og sást þess jafnan
merki í störfum hans. Einnig var
hann einstaklega vel að sér í þjóð-
legum fróðleik og almennum nátt-
úrufræðum, auk skógfræðinnar. Af
því var hann óspar að miðla. Hann
var sérstakt ljúfmenni í allri um-
gengni og samvinnu, ekki síst þeg-
ar hann leiðbeindi okkur þeim
yngri um hvaðeina sem viðkom
skógi, trjám og flóknu samspili
hinna ýmsu náttúru- og umhverf-
isvísinda. Hins vegar var hann hlé-
drægur maður og lítið fyrir að
stilla sjálfum sér í sviðsljós at-
hygli. Hann hafði búið sér fagurt
heimili í skóginum á Mógilsá í
Esjuhlíðum, sem hann átti mikinn
þátt í að rækta á upphafsárum
Rannsóknastöðvarinnar.
Ásdísi, ekkju Hauks og börnum
sendi ég innilegar samúðarkveðjur
Jón Geir Pétursson,
skógfræðingur.
Nú í vikunni barst okkur sú
sviplega fregn að Haukur Ragn-
arsson væri látinn. Haukur var
fyrsti forstöðumaður Rannsóknar-
stöðvar Skógræktar ríkisins og
lagði grundvöllinn að þeirri starf-
semi sem þar er nú. Rannsókn-
arstöðin var reist fyrir þjóðargjöf
Norðmanna en hluti af þeirri gjöf
var lagður í sjóð til að efla tengsl
landanna á sviði skógræktar.
Haukur var formaður sjóðsstjórn-
ar á árunum 1978–2006. Hauki var
afar annt um rannsóknarstöðina
og hvatti menn óspart til dáða
þætti honum að staðnum vegið.
Hann reisti íbúðarhús hér á staðn-
um og eftir að hann lét af störfum
var hann hér tíður gestur og hafði
hér aðsetur til að sinna fræðistörf-
um. Haukur hafði næman smekk
fyrir íslensku máli og voru margir
sem til hans leituðu til að fá texta
lesna og lagfærða. Hann sat í rit-
stjórn Rits Mógilsár og einnig tók
hann virkan þátt í trjákynbóta-
verkefnum rannsóknarstöðvarinn-
ar allt fram á þetta ár. Haukur var
hreinskilinn maður og ódeigur að
gagnrýna það sem honum þótti
miður fara. Slíkir eiginleikar eru
mikils virði. Við hér minnumst
hans þó ekki síður fyrir fróðleik og
gamanmál. Fyrir allt þetta verður
hans sárt saknað hér á Mógilsá.
Við færum ekkju hans, börnum og
barnabörnum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Starfsmenn Rannsókn-
arstöðvar Skógræktar,
Mógilsá.
Kynni okkar systra af Hauki
hófust þegar þau Ásdís komu sér
fyrst fyrir við Hreðavatn sumarið
1978. Okkur er það minnisstætt
þegar við röltum með dúkkuvagn-
inn okkar í heimsókn til þeirra í
Dalakofann. Móttökurnar sem við
fengum voru sérstaklega hlýlegar
og var þetta upphafið að langri og
kærri vináttu okkar við þau hjón.
Það var ávallt mikil eftirvænting
hjá okkur þegar við fórum í bú-
staðinn hvort Haukur og Ásdís
væru mætt og ef við sáum að bíll-
inn þeirra var kominn var þess
ekki langt að bíða að við heilsuðum
upp á þau og alltaf var okkur vel
tekið.
Vegna starfs síns sem skógar-
vörður dvaldi Haukur oft við
Hreðavatn, en skógurinn við vatn-
ið var einn af þeim stöðum sem
voru í hans umsjá. Hann naut sín
greinilega í þessu umhverfi og
hafði ætíð nóg fyrir stafni. Hann
fór oft á rauða bátnum sínum og
lagði net og stundum fengum við
að fara með honum að vitja þeirra.
Þá taðreykti hann sjálfur silunginn
og var það hið mesta lostæti.
Haukur og Ásdís voru lengi með
hestana sína Dimmalimm, Sif og
Hött við Hreðavatn og fórum við
þá oft í reiðtúra saman í skóginum
og upp með Norðurá. Minning-
arnar um þessar ferðir eru margar
og góðar og eru okkur afar kærar.
Haukur var ljúfmenni með af-
skaplega góða nærveru, Hann var
barngóður og líkt og við systur
fyrir tæplega 30 árum hændust
börnin okkar að honum og voru
ekki há í lofti þegar þau fóru að
kíkja í heimsókn til Hauks og Ás-
dísar.
Það er með miklum söknuði sem
við kveðjum Hauk. Minningin um
hann mun lifa í hjarta okkar. Við
vottum Ásdísi, Kristine, Brynjulv
og Maríu okkar dýpstu samúð.
Ása, Unnur og Rúna.
NOTENDUR Vodafone live þjón-
ustunnar geta nú fengið nákvæma
og myndræna framsetningu á veð-
urspá í símtækið sitt, skv. upplýs-
ingum fyrirtæk-
isins. Hægt er að
skoða þriggja
daga veðurspá í
símanum hvort
sem er fyrir þétt-
býlisstaði, ferða-
mannastaði eða
miðin í kringum
landið.
Einnig gefst
kostur á að fá
veðurspá fyrir áfangastað í útlönd-
um með því að slá inn þriggja stafa
flugvallarkóða. Þá er hægt að setja
inn lengdar- og breiddargráður og
kalla þannig fram veðurspá fyrir
Ísland, Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku.
Þegar flett er upp spásvæði birt-
ist þriggja daga spá samantekin í
þrjár myndir. Á hverri mynd má sjá
spá eftir því sem sólarhringurinn
líður út frá hitastigi, vindhraða,
vindátt, úrkomu og skýjafari.
Þessi þjónusta er nú þegar til
staðar í öllum GSM símum sem eru
með Vodafone live! þjónustuna en
gert er ráð fyrir að hún verði kom-
in í flestar gerðir GSM síma frá Og
Vodafone á næstu dögum.
Myndræn
veðurspá í
GSM-símann
HÁSKÓLASTIG á tímamótum“ er
yfirskrift málþings sem mennta-
málaráðuneytið gengst fyrir á
morgun, 8. september kl. 9–13, um
niðurstöður úttektar Efnahags- og
framfarastofnunar, OECD, á ís-
lenska háskólastiginu.
Skýrslu um niðurstöður úttekt-
arinnar er að finna á vefnum
menntamalaraduneyti.is. Hún er
hluti af úttekt OECD á háskólastig-
inu í 24 löndum en markmiðið er að
kanna áhrif opinberrar stefnu-
mörkunar í málefnum háskóla í
löndunum og vísa veginn um úrbæt-
ur og nýjungar. Skýrslan er samin
af sex erlendum sérfræðingum sem
dvöldu hér á landi í vikutíma, heim-
sóttu alla háskóla og hittu að máli
fjölmarga hagsmunaaðila.
Málþingið er öllum opið en til-
kynna skal þátttöku á netfangið af-
greidsla@mrn.stjr.is fyrir kl. 12,
fimmtudaginn 7. september.
Málþing um
úttekt OECD
FRÉTTIR