Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 26
Staksteinar 8 Umræðan 28/29
Veður 8 Bréf 29
Úr verinu 12 Minningar 30/34
Erlent 13/14 Myndasögur 44
Höfuðborgin 16 Dagbók 45/49
Akureyri 16 Staðurstund 46/47
Austurland 17 Leikhús 42
Daglegt líf 18/25 Bíó 46/49
Menning 15 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Innlent
Eftirlitsnefnd EFTA, hefur sent
íslenskum stjórnvöldum álitsgerð
þar sem skorað er á þau að innleiða
nýja tilskipun er varðar jafnrétti
kynjanna á vinnustöðum. Félags-
málaráðherra segir málið í réttum
farvegi og reglugerðar um málið að
vænta innan skamms. »52
Ráðstefna um framtíðarþróun
samskipta á grundvelli EES- og
Schengen-samningsins fer fram hér
á landi næstkomandi föstudag.
Björn Bjarnason, formaður Evrópu-
nefndar segir að ráðstefnan hafi
ekki aðeins gildi fyrir Íslendinga,
heldur alla þá sem áhuga hafa á þró-
un Schengen-samstarfsins. »6
Verðlagseftirlit ASÍ telur ákjós-
anlegast að bera saman mælieining-
arverð vöru þegar finna á ódýrasta
valkostinn í lágvöruverðsverslunum.
Við samanburð á mælieiningaverði
kemur í ljós meiri verðmunur milli
verslana en þegar ákveðin vöru-
merki eru borin saman. »24
Erlent
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, mun tilkynna í dag hve-
nær hann hyggst láta af embætti, að
því er haldið var fram í fréttum
breska ríkisútvarpsins, BBC, og PA-
fréttastofunnar í gærkvöldi. Þrýst-
ingurinn á Blair um að láta af emb-
ætti fer stöðugt vaxandi og í gær
sögðu sjö undirmenn hans í rík-
isstjórn af sér í mótmælaskyni. »1
Svíar upplifa nú harkalega kosn-
ingabaráttu. Flest bendir til þess að
það muni koma í bakið á borg-
araflokkunum sænsku að einn
þeirra, Þjóðarflokkurinn, skyldi í
mars stela af netinu upplýsingum
um stefnu og herbrögð jafn-
aðarmanna. »14
George W. Bush Bandaríkja-
forseti viðurkenndi í gær tilvist
leynilegra fangelsa, sem haldið hef-
ur verið úti á vegum bandarísku
leyniþjónustunnar (CIA), og að þar
hefðu verið vistaðir og yfirheyrðir í
þaula háttsettir liðsmenn al-Qaeda-
hryðjuverkanetsins. »1
Viðskipti
Breska matvælafyrirtækið Wo-
odward Foodservice, þar sem Baug-
ur Group er stærsti hluthafinn með
ríflega 40 prósent hlut, hefur keypt
fyrirtækið Danish Bacon Company,
eða Danska beikonfélagið, sem
danskir svínabændur hafa átt í
meira en eitt hundrað ár. »C1
ÓVÆNTIR atburðir hafa orðið til
þess að rjúpnastofninn er á niðurleið
um allt land eftir aðeins tveggja ára
uppsveiflu og viðkoman er léleg ann-
að árið í röð, að því er fram kemur í
skýrslu sem Ólafur K. Nielsen vann
fyrir umhverfisráðuneytið. Niður-
stöður frá einstökum talningarsvæð-
um sýna að meðaltali 12% fækkun
rjúpna frá fyrra ári og endurspeglast
hnignun stofnsins í afkomu fuglanna.
Í skýrslunni kemur fram að stjórn
rjúpnaveiða hafi tekist ágætlega árið
2005. Stefnt hafi verið að 70.000 fugla
veiði og út frá neyslukönnun er áætl-
að að 80.000 fuglar hafi verið veiddir
það árið. Þrátt fyrir árangursríka
veiðistjórnun gengu væntingar um
afkomu rjúpunnar ekki eftir og ljóst
að margir aðrir þættir en skotveiðar
hafa haft áhrif á afkomuna, t.a.m.
óhagstætt tíðarfar á sumar- og
haustmánuðum ársins 2005. Af þessu
tilefni hvetur Náttúrufræðistofnun
til varfærni við ákvörðun á umfangi
rjúpnaveiða árið 2006. Stærð stofns-
ins er nú metin um 500.000 fuglar og
telur stofnunin viðunandi að veiddir
verði 45.000 fuglar, miðað við for-
sendur stjórnvalda um sjálfbærar
rjúpnaveiðar. Stofnunin leggur einn-
ig til að sölubann haldi gildi sínu og
veiðitími verði styttur verulega, veið-
ar verði aðeins heimilaðar frá 19.
október til 3. desember og verði al-
farið bannaðar á mánudögum,
þriðjudögum og sunnudögum. Sam-
kvæmt þessu geta rjúpnaveiðimenn
aðeins gengið til rjúpna í 28 daga en
veiðidagar hafa undanfarin ár verið
69 í heildina. Þá mælist stofnunin
einnig til þess að veiðimenn verði
hvattir til hófsemi og veiði í mesta
lagi 10–15 rjúpur.
Rjúpnastofninn á
niðurleið á landsvísu
Lagt til að veiðidögum verði fækkað og sölubann haldi gildi
TÚNINU fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands
var á svipstundu breytt í sparkvöll í gær og þeim sem
vildu hasla sér völl í háskólaboltanum gert kleift að
spreyta sig. Knattspyrnumót háskólanema, Vísabik-
arinn, er hluti af dagskrá Stúdentadaga sem fram fara
í upphafi hvers skólaárs. Metþátttaka var í mótinu í ár,
alls öttu 22 lið úr fjölmörgum deildum Háskólans kappi
og einkenndust leikirnir flestir af miklu keppnisskapi
og fordæmalausri fórnfýsi.
Ýmislegt annað verður í boði á Stúdentadögum Há-
skólans, en dagskránni lýkur á föstudagskvöld með
mikilli skemmtun.
Morgunblaðið/Kristinn
Bolti á milli bóka
BRESKUR dómstóll dæmdi í gær
íslenskan karlmann á þrítugsaldri til
16 mánaða fangelsisvistar, en mað-
urinn var fundinn sekur um að hafa
tælt 14 ára gamla stúlku og beitt
hana kynferðisofbeldi. Í febrúar s.l.
handtók breska lögreglan Íslending-
inn eftir að hafa komið að honum og
stúlkunni saman í rúmi á hótelher-
bergi í Burnley. Íslendingurinn hef-
ur setið í gæsluvarðhaldi í rúma sjö
mánuði og greinir breska ríkisút-
varpið frá því að svo geti farið að
hann verði látinn laus innan mánað-
ar.
Samband mannsins og stúlkunnar
hafði staðið yfir í um ár, áður en lög-
reglan stóð manninn að verki, en þau
voru í sambandi á spjallrásum nets-
ins, skiptust á sms-skeytum og
hringdu hvort í annað. Íslendingur-
inn kom tvívegis til Bretlands í þeim
tilgangi að hitta stúlkuna og kom
m.a. inn á heimili fjölskyldu hennar
sem vinur hennar úr skóla.
„Sú staðreynd að karlmenn skuli
nota netið til þess að tæla ungar
stúlkur til sín í því augnamiði að hafa
við þær kynmök er áþreifanlegt
áhyggjuefni í nútíma samfélagi,“
sagði breski dómarinn við dómsupp-
kvaðningu. „Samfélag okkar mun
ekki láta það viðgangast að fullorðn-
ir einstaklingar notfæri sér netið til
þess að fá vilja sínum framgengt
gegn börnum undir lögaldri.“
Dæmdur í 16
mánaða fangelsi
Beitti 14 ára stúlku kynferðisofbeldi
»Áætlað er að Íslendingarhafi lagt sér til munns um
80–90 þúsund íslenskar rjúpur í
fyrra.
»Rjúpnastofninn er nú á nið-urleið eftir tveggja ára upp-
sveiflu og hvetur Nátt-
úrufræðistofnun til hófs við
ákvörðun á umfangi rjúpna-
veiða 2006.
»Fari stjórnvöld að ráðumstofnunarinnar verður
veiðidögum fækkað um 60% og
aðeins 45.000 rjúpur veiddar.
Í HNOTSKURN
ÓLÍKLEGT er
að Actavis muni
hækka tilboð sitt
í króatíska lyfja-
fyrirtækið Pliva
frá því í síðustu
viku.
Þetta kom
fram í viðtali við
Róbert Wess-
man, forstjóra
Actavis, á Blo-
omberg-fréttastofunni.
Actavis lagði í síðustu viku fram
tilboð í Pliva, sem er 7% yfir til-
boði bandaríska lyfjafyrirtækisins
Barr Pharmaceuticals, upp á jafn-
gildi um 2,5 milljarða Bandaríkja-
dala, um 175 milljarða íslenskra
króna.
Róbert sagði að eitthvað sér-
stakt þyrfti að koma fram til að
Actavis hækkaði tilboð sitt.
Róbert
Wessman
Ólíklegt að
tilboð hækki
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
Yf ir l i t